Morgunblaðið - 15.02.2008, Síða 18

Morgunblaðið - 15.02.2008, Síða 18
18 FRIDAY 15. FEBRUARY 2008 MORGUNBLAÐIÐ AUSTURLAND SUÐURNES Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Sandgerði | Bæjarstjórn Sand- gerðis hefur samþykkt að ráðast í lagfæringar á húsinu við Garðveg 3 sem er sambyggt Fræðasetrinu. Tilgangurinn er að skapa aðstöðu fyrir sýkingartilraunir á fiskum. Garðvegur 3 er gamalt fisk- vinnsluhús sem Sandgerðisbær eignaðist fyrir nokkrum árum. Sigurður Valur Ásbjarnarson bæj- arstjóri segir að húsið sé illa farið og nauðsynlegt að ráðast í miklar endurbætur á því, nánast að end- urbyggja það frá grunni. Til- raunastöð Háskóla Íslands í meina- fræðum hefur áhuga á að nýta aðstöðuna í Fræðasetrinu, ekki síst aðgang að hreinum sjó úr borhol- um, til að byggja upp aðstöðu fyrir sýkingartilraunir á fiskum. Bæj- arstjórn var einhuga um að ráðast í endurbyggingu hússins, sem er um 800 fermetrar að stærð, og áætlað er að verkið kosti allt að 33 milljónum kr. BIOICE-verkefninu að ljúka Sigurður Valur segir að þessi ákvörðun sé tekin til að tryggja áframhald þeirrar vísinda- starfsemi sem stunduð er í Sand- gerði og styðja við vísinda- samfélagið í heild. Verkefninu „Botndýrarannsóknir á Íslandi“ sem nýtir aðstöðuna í Fræðasetr- inu lýkur á þessu ári með því að lokið verður við greiningu á öllum þeim sýnum sem safnað var. Við það eru átta störf. Sigurður Valur segir æskilegt að halda þessu verkefni áfram enda séu aðstaða og starfsfólk fyrir hendi – og verk- efnin séu ónæg. Nefnir hann í því sambandi rannsóknir á botndýra- lífi á landgrunninu. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Nýtt hlutverk Gömlu fiskverkunarhúsin á Garðvegi 3 eru illa farin og verða endurbyggð. Við endann á þeim sést í húsnæði Fræðasetursins. Koma upp aðstöðu fyrir rannsóknir Reykjanesbær | Landsmót skóla- lúðrasveita verður haldið í Reykja- nesbæ um helgina. Mótið hefst í kvöld. Að því loknu tekur við þema- vika Tónlistarskóla Reykjanesbæj- ar. Þátttakendur í mótinu eru liðlega 300, flestir á aldrinum 14 til 20 ára, og koma lúðrasveitirnar víða að. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar er gestgjafi. Hópnum verður skipt upp í þrjár stórar lúðrasveitir auk þess sem slagverksnemendur æfa sérstaklega undir stjórn Thom Hannum sem er heimsþekktur bandarískur slag- verksleikari. Stjórnendur hljóm- sveitanna koma einnig gagngert frá Bandaríkjunum til að æfa hljóm- sveitirnar. Spilað úti í bæ Mótið verður sett í Íþróttahúsinu við Sunnubraut í kvöld, kl. 21. Landsmótstónleikarnir verða á sama stað á sunnudag kl. 12.30, og að þeim lokum verður mótinu slitið. Á mánudag hefst svo hin árlega þemavika Tónlistarskóla Reykjanes- bæjar og stendur fram á föstudag. Yfirskrift hennar er „Spilað úti í bæ“. Eins og heitið gefur til kynna munu nemendur á grunnskólaaldri og kennarar skólans fara um bæinn og halda tónleika í fyrirtækjum og stofnunum. 300 taka þátt í móti skólalúðrasveitanna Reykjanesbær | Starfsmenn Reykjanesbæjar geta fengið á bilinu 30 til 85 þúsund krónur aukalega á þessu ári, í nokkurs konar hvata- greiðslur. Bæjarráð Reykjanesbæj- ar samþykkti samhljóða á fundi sín- um í gær að verja liðlega 35 milljónum kr. til þessa. Aukagreiðslur til starfsmanna hafa verið til umfjöllunar hjá Reykjanesbæ, meðal annars vegna krafna Starfsmannafélags Suður- nesja. Niðurstaðan var að taka upp einskonar hvatagreiðslur sem greiddar verða einu sinni eða tvisvar á árinu, 1. maí og 1. nóvember. Markmið er að koma til móts við aukið álag starfsmannahópa vegna örrar fjölgunar íbúa í bæjarfélaginu og stuðla að stöðugum gæðum þjón- ustunnar, lágmörkun starfsmanna- veltu og veikindafjarvista, eins og fram kemur í samþykktinni. For- stöðumaður hverrar stofnunar skal bera ábyrgð á úthlutun og hafa til hliðsjónar mat á frammistöðu starfs- manns á liðnu ári, fjarvistir vegna veikinda, frumkvæði og gæði þjón- ustu. Miðað er við að ófaglærðir starfs- menn, í lægri launaflokkunum, fái samtals 70 þúsund kr. og aðrir starfsmenn félaganna 30 þúsund. Leikskólakennarar og grunnskóla- kennarar fá 85 þúsund kr., sam- kvæmt þessari viðmiðun. Fá 30 til 85 þúsund kr. í hvatagreiðslur Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Reyðarfjörður | Mjóeyrarhöfn, stór- iðjuhöfnin við álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði, er nú önnur umsvifa- mesta vöruhöfn landsins og talið að árlega muni fara um hana upp undir 1,7 milljónir tonna af varningi. Þar af tekur álverið um 815 þúsund tonn inn, þ.á m. súrál og sendir 415 þús- und tonn út af áli o.fl. Fjarðabyggð áformar nú byggingu nýs 160 m langs viðlegukants vestan álvers- hafnarinnar, sem á að verða tilbúinn fyrir árið 2011. Hann er ætlaður til að taka við umferð annarra skipa en þeirra sem tengjast vöruflutningum álversins. Bæði Eimskip og Samskip eru með stóra þjónustusamninga við álverið, reglulegar skipakomur í Mjóeyrarhöfn og munu byggja upp aðstöðu og gámavelli við höfnina. Því má reikna með að hluti almennra vöruflutninga til og frá landinu geti farið um stækkaða Mjóeyrarhöfn. Þá telur Siglingastofnun auknar líkur á alþjóðlegri umferð út af Austfjörðum með tilkomu hafnarinnar, t.d. í formi olíuflutninga milli Rússlands og Norður-Ameríku. Nýr dráttarbátur með 28 tonna togkraft kom í júní í fyrra og þjónustar skip Mjóeyrar- hafnar. Skapar um og yfir 300 störf Smári Geirsson, formaður hafnar- stjórnar Fjarðabyggðar, segir Mjó- eyrarhöfn gera Fjarðabyggðarhafn- ir að einhverjum öflugasta hafnarsjóði landsins. Skv. bráða- birgðatölum voru tekjur þeirra um 300 milljónir króna í fyrra. „Fjarða- byggðarhafnir taka á móti mestum fiskafla allra hafna og nú bætist við ein öflugasta vöruhöfn landsins,“ segir Smári. „Gríðarleg atvinnuupp- bygging mun eiga sér stað á hafn- arsvæði Mjóeyrarhafnar og miðað við núverandi stöðu verða þar hátt í 300 störf og þeim getur fjölgað mik- ið. Mjóeyrarhöfn er einhver helsti vaxtarbroddur atvinnu- og efnahags- lífsins á Austurlandi nú um stundir. Sú þjónustustarfsemi sem er að byggjast upp í Fjarðabyggð í tengslum við álverið mun skapa mörg sóknarfæri fyrir hafnirnar. Slík þjónusta mun toga til sín marg- vísleg verkefni, t.d. er ekki ósenni- legt að þau fyrirtæki sem sinna munu olíuleit á svonefndu Dreka- svæði vilji notfæra sér þjónustuna. Mjóeyrarhöfn gæti orðið einhver helsta inn- og útflutningshöfn lands- ins en það er löngu tímabært að leggja niður þá hefð að nær allur inn- flutningur fari á land á höfuðborg- arsvæðinu,“ segir Smári. Níu af tólf skipulögðum lóðum á hafnarsvæðinu hefur verið úthlutað. Ein af þeim er lóðin undir álverið, sem er um 880 þúsund m2 að stærð. Þjónustulóðasvæðið þess utan er um 120 þúsund m2. „Búið er að fjalla um þær umsóknir sem komið hafa inn og er töluverð ásókn í lóðir þarna,“ seg- ir Steinþór Pétursson, framkvæmda- stjóri Fjarðabyggðarhafna. „Hafn- arstjórn hefur sett sér þá reglu að það sem fer inn á þetta svæði þarf að vera hafnartengt og þjónusta tengd álverinu. Við höfum nóg af skipu- lögðu rými fyrir iðnaðarstarfsemi, t.d. í fjarðarbotninum í Reyðarfirði.“ Þau fyrirtæki sem byrjuð eru að byggja við Mjóeyrarhöfn eða í und- irbúningsvinnu að slíku eru Eimskip, Samskip, Vélsmiðja Hjalta, Véla- borg, Launafl og Alcoa Fjarðaál sem á tvær lóðir auk álverslóðarinnar. Gámaþjónustan verður væntanlega á annarri þeirra lóða. Að auki er risin á svæðinu öryggismiðstöð með slökkviliði og sjúkraflutningafólki. Skipafélögin tvö eru með stærstu þjónustulóðirnar. „Auðnist mönnum að gera höfnina að þeim vaxtar- broddi og þeirri miðstöð flutninga sem virðist vera hugur til hjá flutn- ingaaðilunum, erum við að tala um verulegan vöxt umfram umsvif ál- versins. Eimskip og Samskip stefna að því að fara með flutningana sem farið hafa um Eskifjörð og Reyðar- fjörð í Mjóeyrarhöfn svo þeir séu á einum stað, þannig að einhver til- færsla verður á flutningum líka,“ segir Steinþór. Risavaxin Norður-Íshafshöfn Núverandi hafnarkantur er hugs- aður til að þjónusta álverið og þau skip sem koma vegna afurða eða flutninga til álversins hafa forgang. Höfnin er nokkuð þétt setin vegna álversins. Með byggingu nýs kants aðeins innan við Mjóeyrarhöfn verð- ur hægt að taka við annarri skipaum- ferð. Önnur skip þurfa nú að sæta færis til að komast að höfninni utan skipakoma tengdum álverinu, en vissulega eru Reyðarfjarðar- og Eskifjarðarhafnir þá til taks. Um það hvort ekki hafi verið fyrirsjáan- legt að stærra hafnarrýmis væri þörf frá upphafi, segir Steinþór svo ekki vera. „Menn sáu þetta fyrir sér á lengri tíma en ekki að uppbyggingin myndi gerast alveg svona hratt.“ Fjarðabyggð hefur í skoðun að kalla eftir viðkomu skemmtiferða- skipa og möguleikum tengdum Norður-Íshafssiglingum. Smári Geirsson segir Mjóeyrarhöfn ekki muni geta rúmað þá starfsemi sem tengist væntanlegum Norður-Ís- hafssiglingum. „Norður-Íshafshöfn verður umskipunarhöfn sem þarf gríðarlegt athafnarými á landi. Nú er verið að hefja könnun á því hvar unnt yrði að byggja slíka höfn í Fjarðabyggð, en það yrði ný höfn.“ Miklar væntingar til vöruhafnar Árvakur/Steinunn Ásmundsdóttir Erill Lengja á hafnarkant Mjóeyrarhafnar í Reyðarfirði um 160 m til að taka við vaxandi skipaumferð. Skipakomur vegna álvers hafa nú forgang. Mjóeyrarhöfn er einn efnilegasti vaxtarsproti Aust- urlands og gæti haft áhrif til breyt- inga á flutninga- mynstur í landinu Í HNOTSKURN »Mjóeyrarhöfn er önnurstærsta höfn landsins og er talin hafa mikla möguleika sem umskipunarhöfn fyrir varning inn og út úr landinu. »Byggja á nýjan 160 m langankant vestan Mjóeyrarhafnar á næstu þremur árum. Höfnin er ásetin af skipum tengdum ál- verinu og mun nýr hafnarkantur opna í auknum mæli fyrir skipa- komur annarra aðila. »Fjarðabyggð leitar hentugshafnarsvæðis fyrir Norður- Íshafshöfn með risastóru um- skipunarsvæði. Þá er stefnt að því að fá skemmtiferðaskip í hafnir Fjarðabyggðar. ⓦ Upplýsingar í síma 461 6011/ 840 6011 Helgamagrastræti Oddeyrargötu Huldugil Innbæ Eyrarlandsveg Blaðburður verður að hefjast um leið og blöðin koma í bæinn. Á AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.