Morgunblaðið - 15.02.2008, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 15.02.2008, Qupperneq 20
mælt með . . . 20 FRIDAY 15. FEBRUARY 2008 MORGUNBLAÐIÐ Hlýtt í veðri og bráðnandi snjór Hlýindi eru nú að gera vart við sig á landinu og því er ekki úr vegi að hugsa helgina til úti- vistar, hvort sem menn ráðast í gönguferðir eða ætla að nota hratt bráðnandi snjóinn til skíðaiðkunar. Samkvæmt helgarveðurspánni á þó að vera fremur vindasamt sunnan heiða því spáð er suðvestan 8-15 m/s og rigningu á laug- ardag, einkum sunnan og vestan til, en úr- komulítið verður á landinu norðaustanverðu síðdegis. Hitastigið nær allt að tveggja stafa tölu, gangi spáin eftir, því spáð er 4-10 stiga hita. Áfram verður suðvestanátt og fremur hlýtt á sunnudag. Rigning eða súld með köfl- um, en þurrt að mestu norðaustan til og því ættu skíðamenn á Norðurlandi helst að kæt- ast. Fimm hundruð námsleiðir Fyrir þá sem ganga með menntamanninn í maganum er upplagt að kynna sér það sem í boði er á háskólastiginu á laugardaginn milli kl. 11 og 16 því allir háskólar landsins ætla þá að kynna námsframboðið sitt fyrir næsta vet- ur. Kynningin fer fram á tveimur stöðum í borginni. Háskóli Íslands og Kennaraháskóli Íslands verða á Háskólatorgi HÍ og í Ráðhúsi Reykjavíkur verða Háskólinn á Akureyri, Há- skólinn á Bifröst, Háskólinn á Hólum, Háskól- inn í Reykjavík, Landbúnaðarháskóli Íslands og Listaháskóli Íslands. Á sama tíma verður boðið upp á kynningu á framhaldsnámi í Dan- mörku í Norræna húsinu. Á þessum sameig- inlega kynningardegi gefst gott tækifæri til að fara yfir námsflóruna því yfir fimm hundruð mismunandi námsleiðir verða kynntar. Afmæli í Kvennakirkjunni Það gæti svo verið bæði kærkomið og ljúft að ljúka helginni með því að fara til messu í Neskirkju á sunnudagskvöldið kl. 20.30, en þar ætlar Kvennakirkjan að halda upp á 15 ára af- mæli sitt með hátíðlegum brag auk þess sem tekið verður upp nýtt messuform. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar og búast má við miklum söng og kaffiveitingum á eftir. Sundmenn stinga sér í laugina Allir bestu sundmenn Íslands ætla svo að spreyta sig á Gullmóti KR í Laugardalslaug- inni um helgina. Keppendur verða alls 510 auk 32 erlendra sundmanna, en viðhlítandi árang- ur á mótinu gildir sem lágmark fyrir Ólympíu- leikana í haust. Hin 21 árs gamla Sanja Jov- anovic verður meðal keppanda, en hún vann 50 m baksund á EM í desember sl. á nýju heims- meti, 26,58 sek., og er því bæði Evrópumeist- ari og heimsmethafi. Sanja ætlar að keppa í 50, 100 og 200 m baksundi ásamt 50 m flugsundi. Morgunblaðið/Kristján Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Þau láta sér ekki leiðast í myrkrinu krakk-arnir í Menntaskólanum við Hamrahlíð.Frá því á miðvikudag hafa staðið yfir hjá þeim svokallaðir Lagningardagar og lýkur þeim seinni partinn í dag. Á Lagningardögum er engin kennsla en aftur á móti er skylda að mæta á vissan lágmarksfjölda þeirra skemmti- legu viðburða, fyrirlestra og námskeiða sem í boði eru. Tilgangur þessarar hefðar er fyrst og fremst að brjóta upp hversdaginn, stytta skammdegið og hafa gaman af. Ótrúleg fjöl- breytni er í þeim dagskrárliðum sem finna má á Lagningardögum þetta árið og má þar nefna kennslu í að verða kapítalistasvín, fyrirlestur um uppvakninga, kennslu í að strauja, spákonu, tónlistarsnobb og jaðarrokk, allt um hryðju- verk, femínisma, sirkusskóla, „riverdans“, og rauðhærðasti maður skólans fræðir nemendur um lífsstíl hvíts hyskis, svo fátt eitt sé nefnt. Auk þess er boðið upp á þolsýningar, eða sýn- ingarmaraþon, þar sem horft er á kvikmyndir eða sjónvarpsþætti samfleytt í langan tíma. Brynjar Guðnason, oddviti Lagningardag- aráðs, segir að stemningin hafi verið góð. „Sumt er vinsælla en annað, en við buðum til dæmis upp á fría klippingu á kvennaklósettinu og þá var röð út úr dyrum. Hin ýmsu dans- námskeið hafa líka verið mjög vinsæl. Þegar boðið var upp á magadanskennslu var hátíð- arsalurinn sneisafullur af fólki sem vildi læra þá danslist. Spunanámskeið með Gunnari Hanssyni var líka mjög vinsælt og Ármann Reynisson vinjettuhöfundur hafði mikið að- dráttarafl. Einn af hápunktinum var glíma á milli Pálma Magnússonar konrektors og Berg- lindar Sunnu Stefánsdóttur sem er forseti nem- endafélagsins. Það var gríðarleg stemning í kringum hana og margir sem mættu til að hvetja og verða vitni að þessum atburði þar sem Berglind hafði sigur.“ Í dag verður meðal annars boðið upp á drag- námskeið hjá dragdrottningu Íslands og gáfu- mennskunámskeið hjá Gils N. Eggerz sem gaf út Biblíu gáfaða fólksins á sínum tíma. Tónlist Ragnar Árni Ágústsson blés af snilld í saxófóninn á kaffihúsinu. Klipping á klósetti og magadans Pókerkeppni Eins gott að halda kúlinu þeg- ar tekið er í pókerspil. Origami Einbeitingar er þörf við pappírslistina. Morgunblaðið/Valdís Thor Grjónapungaspark Gríðarlega snerpu mátti sjá hjá sumum í þeirri íþrótt sem á ensku heitir Hacky Sack. og setja hann í bollann, þann- ig að honum fannst ekki hægt að skila honum. Dýr myndi Hafliði allur, hugsaði Vík- verji, þegar hann sötraði rán- dýra teið sitt. x x x Víkverji verður að fá útrásfyrir gremju sína út af því hvernig ökumenn leggja bílum sínum í tíð sem þeirri sem hefur herjað borgarbúa. Það er eins og hver og einn ökumaður haldi að hann sé einn í borginni, menn leggja bílum sínum þvers og kruss og oft svo nálægt öðrum að sá kemst ekki inn í bíl sinn nema við illan leik. Þarf ekki að spyrja að því að bílar nuddist eitthvað saman, þegar svona stendur á. Reyndar er þetta framferði sem kemur tíðarfarinu svo sem ekkert við. Íslenzkir ökumenn leggja bíl- um sínum eins og þeim dettur í hug og gildir þá einu þótt stæði séu máluð í malbikið. Þær línur eru í bezta falli til að hafa til hliðsjónar eða horfa framhjá! x x x Hraði nútímans lætur ekki að sér hæða. ÍMorgunblaðinu í gær var sagt frá því að varphæsn eru urðuð en voru áður seld í matvöruverzlunum sem unghænur. Viðmæl- andi blaðsins segir eftirspurnina hafa dottið niður vegna þess að unghænur þurfa mun meiri eldunartíma en kjúklingar og fólk gef- ur sér ekki lengur tíma til þess að standa í þessari eldamennsku. Víkverji átti leið um Akureyri ádögunum og fékk sér þá m.a. tebolla á kaffihúsi í bænum. Boll- inn kostaði 150 krónur og þótti Víkverja svo sem nóg um, en greiddi tebollann möglunarlaust og fjárfesti í kringlu með. En þá tók nú steininn úr, þegar Víkverji kvaddi höfuðstað Norð- urlands. Flugvélin, sem Víkverji átti far með suður, bilaði og þurftu Víkverji og samferðamenn hans að bíða röska klukkustund í flugstöðinni eftir annarri flugvél. Víkverji ákvað að splæsa á sig te- bolla í tilefni dagsins, en dauðbrá þegar afgreiðslustúlkan rukkaði hann um 250 krónur fyrir tebollann. Því mið- ur var Víkverji búinn að rífa upp tepokann            víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.