Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 9 FRÉTTIR KRISTÍN Ingólfsdóttir, rektor Há- skóla Íslands, undirritaði á dög- unum samstarfssamning við ind- verska háskólann TERI (Auðlinda- stofnun Indlands) um víðtæka sam- vinnu í umhverfis- og auðlinda- fræðum, í orku og jarðvísindum auk samvinnu í rannsóknum á sjálf- bærri þróun. Samningurinn sem undirritaður var í Nýju Delhi á Indlandi felur einnig í sér gagnkvæm skipti á nemendum og kennurum. Tilgangur heimsóknar Kristínar til Indlands var að þiggja boð for- stöðumanns TERI um að flytja fyr- irlestur á alþjóðlegri ráðstefnu um loftlagsbreytingar auk þess að taka þátt í umræðum við lok ráðstefn- unnar og skrifa undir áðurnefndan samning. Viðstaddur undirritunina var m.a. forseti Íslands. Í heimsókn Kristínar og fylgd- arliðs til Indlands kynnti starfsfólk TERI starfsemi stofnunarinnar og áherslur í rannsóknum og kennslu. Sendinefnd Háskóla Íslands kynnti starfið hér heima og valin verkefni á sviði jöklafræði, orkuvísinda, jarðskjálftafræði auk umhverfis- og auðlindafræða. Jafnframt var skýrt frá aðkomu vísindamanna við Háskóla Íslands að kennslu í jarðhitaskóla Samein- uðu þjóðanna, sem starfræktur hef- ur verið á Íslandi síðan árið 1978. Undirritun Kristín Ingólfsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson ásamt Nób- elsverðlaunahafanum P.K. Pachauri, sem undirritaði samninginn. Háskóli Íslands gerir samning við Auðlindastofnun Indlands SLYSAVARNADEILDIR og björg- unarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa í vetur gefið um 40 þúsund endurskinsmerki, þar af um 35 þúsund til barna í leik- og grunnskólum landsins. Í mörgum bæjarfélögum hafa öll börn fengið endurskinsmerki, t.d. í Keflavík, Akranesi, Garðabæ og Seltjarnarnesi. Björgunarsveitin Mannbjörg í Þorlákshöfn gekk skrefinu lengra og gaf öllum skóla- börnum, öldruðum og fötluðum í bænum merki. Ekki þarf að taka fram hversu mikil slysavörn felst í endurskins- merkjum. Ökumaður sem ekur bíl með lágum ljósum sér dökk- klæddan mann án endurskins fyrst í 25 metra fjarlægð en ef viðkom- andi maður ber endurskinsmerki sér viðkomandi ökumaður hann úr 125 metra fjarlægð. Slysavarna- félagið Landsbjörg hvetur alla landsmenn til að vera sýnilegri í umferðinni og nota endurskins- merki. Þúsundum merkja dreift JÓN Karl Stefánsson hjá Bæjarbakaríi í Hafnarfirði bar sigur úr býtum í keppni um köku ársins 2008, sem Landssamband bakarameistara efnir árlega til. Í tilefni af konudeginum hefst sala á kökunni í bak- aríum félagsmanna Landssambands bak- arameistara um helgina. Keppnin fer þannig fram að keppendur skila inn tilbúnum kökum sem dómarar meta og velja úr þá sem þykir sameina þá kosti að vera bragðgóð, falleg og líkleg til að falla sem flestum í geð. Sig- urkakan er samsett úr súkkulaðibotnum, hnetubotni, hvítri súkkulaðimús með kaffikeim og hjúpuð með hvítu súkkulaði. Dómarar í keppninni voru Rakel Pálsdóttir, forstöðumaður almannatengsla hjá Samtökum iðnaðar- ins, Dagmar Sigurðardóttir, bókari hjá Samtökum iðnaðarins, og Albert Eiríksson matgæðingur. Hjúpuð hvítu súkkulaði MIÐGARÐSMÓTIÐ í skák verður haldið í Egilshöll í dag, föstudaginn 22. feb. og stendur það kl. 10– 12.30. Um er að ræða skákmót á milli skáksveita frá öllum grunnskólum í Grafarvogi og á Kjalarnesi. Alls eru 11 sveitir skráðar á mót- ið sem er sami fjöldi og í fyrra. Alls um 100 nemendur að tafli. Miðgarðsmótið er nú haldið í 3. sinn. Keppt er um farandbikar sem Miðgarður, fjölskyldu- og þjónustu- miðstöð gefur til keppninnar. Miðgarðsskákmót SKÁTAMÓT verður haldið í Reykjavík og nágrenni helgina 22.- 24. febrúar. Mótið er ætlað skátum 13–15 ára. Mótinu má líkja við Amazing Race, þar sem skátarnir keppast um að komast á sem flesta staði með strætó. Á hverjum stað takast svo skátarnir á við krefjandi og spennandi þrautir sem reyna á samvinnu og útsjónarsemi. Búist er við sextíu–sjötíu þátttakendum og um tuttugu sjálfboðaliðum, sem munu hjálpa til við framkvæmd mótsins. Skátamót HRÓKURINN stendur fyrir barna- skákmóti í Ráðhúsi Reykjavíkur, sunnudaginn 24. febrúar kl. 14. Mótið er opið öllum börnum, yngri en 15 ára, og er þátttaka ókeypis. Tefldar verða 5 umferðir og eru mörg verðlaun í boði. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir set- ur mótið og Júlíus Vífill Ingvarsson leikur fyrsta leikinn. Allir eru velkomnir. Skráning í addivalg@yahoo.comog í Ráðhús- inu frá klukkan 13 á sunnudag. Barnaskákmót STUTT VERÐ á veitingastöðum á höfuð- borgarsvæðinu fær falleinkunn hjá erlendum ferðamönnum en aðstaða og aðbúnaður heilsutengdrar af- þreyingar hinsvegar háa einkunn. Þetta kemur fram í gæðakönnun sem var gerð fyrir Ferðamálastofu síðastliðið haust af Capacent Gall- up. Markmið könnunarinnar var að meta gæði ferðaþjónustu á Íslandi á meðal erlendra ferðamanna. Könn- unina var netkönnun og var gerð á tímabilinu 27. júlí til 24. október. Úrtakið var 3.208 manns og svar- hlutfallið 57,2%. Skyndibitinn fær ekki háa einkunn Athygli vekur að af tíu lægstu einkunnum könnunarinnar voru verðlagseinkunnirnar nokkuð áber- andi, eða sjö liðir af þessum tíu. Má því segja að ferðamönnum sem hingað koma þyki verðlagið hér á landi heldur hátt. Af þessum sjö lið- um er átt við verðlag á hótelum, gistiheimilum, bílaleigum, skyndi- bitastöðum og veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu og á lands- byggðinni. Hinsvegar var ekki eins áberandi samræmi á milli þeirra liða sem fengu hæstu einkunn í könnuninni. Ef eitthvað ætti að nefna væri það helst aðstaða og aðbúnaður, stund- vísi og þjónusta af ýmsu tagi. Ef einstaka liðir eru skoðaðir má sjá að í liðunum þjónusta, gæði veit- inga og fjölbreytni eru það skyndi- bitastaðirnir á landsbyggðinni sem eru með lægstu einkunn í þeim lið- um. Ísland kemur þó vel út Þegar á heildina er litið voru 80,7% þeirra ferðamanna sem tóku þátt í könnuninni ánægð með ferð sína til Íslands. 68,5% töldu að ferð- ina hefði verið peninganna virði og 92,1% ssgði hana hafa staðist þær væntingar sem gerðar voru til hennar. Íslendingar hljóta því að vera að gera eitthvað rétt miðað við þessar niðurstöður og ættu því, þegar á heildina er litið, að vera nokkuð ánægðir með þessa könnun. 91,2% þátttakenda telja það vera líklegt að þau komi aftur til Íslands í náinni framtíð. Nefnd um aðkomu ríkisins að skipulagi og fjármögnun Össur Skarphéðinsson, iðnaðar- ráðherra hefur skipað nefnd sem á að gera tillögur að undirbúningi ákvarðana í tengslum við endur- skoðun á ferðamálaáætlun sem gild- ir til ársins 2015. Nefndinni er ætl- að að skila tillögum, fyrir næstkomandi sumar, um það með hvaða hætti opinberum fjárstuðn- ingi til ferðamála sé best skipað. Nefndin mun vinna verk sitt í sam- ráði við nefnd forsætisráðherra um úttekt á skipan ímyndarmála Ís- lands. Nefndina skipa Adolf Bernd- sen, formaður Samtaka sveitarfé- laga á Norðvesturlandi, Árni Páll Árnason alþingismaður, Jón Ás- bergsson, framkvæmdastjóri Út- flutningsráðs, Jón Karl Ólafsson, formaður Samtaka ferðaþjónust- unnar, Ólöf Ýrr Atladóttir, ferða- málastjóri, Ólöf Nordal, alþingis- maður, Sigríður Ásdís Snævarr, sendiherra, Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda, og Svanhildur Konráðsdótt- ir, formaður ferðamálaráðs og nefndarinnar. Ætla að koma aftur þó að hér sé dýrt Árvakur/Ómar Kynning Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri greinir frá gæðakönnuninni. HUNDRAÐ milljónum króna af byggðaáætlun 2007 – 2009 verður ráð- stafað til þriggja þróunarverkefna í ferðaþjónustunni. Framkvæmd og út- færsla verkefnanna verður í höndum Ferðamálastofu í samvinnu við IMPRU á Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Verkefnin snúa að þremur sviðum, þ.e. þróun í menningartengdri ferðaþjónustu þar sem markmiðið er að skilgreina sóknarfæri ákveðinna landssvæða og styðja þau í stefnumótun í menningartengdri ferðaþjónustu. Ennfremur í auknum gæðum í ferða- þjónustu, þar sem á að auka þekkingu á þjónustuþróun og bættum gæðum í þjónustu og vöru. Þriðja verkefnið er svo „Matur úr héraði“ en það verk- efni á að efla sérkenni íslenskrar ferðaþjónustu með auknum tengslum við hefðbundna matargerð. Það verkefni er byggt á verkefninu „Beint frá býli“ sem stuðlar að milliliðalausum viðskiptum milli framleiðslu og neyt- enda. Auglýst verður eftir fyrirtækjum og einstaklingum sem vinna í ferða- þjónustu til að taka þátt í þróunarverkefninu. 100 millj. í ferðaþjónustu Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Full búð af glæsilegum vorfatnaði Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 M bl .9 66 52 6 Nýjar vorvörur Aðferðirnar er að finna í þessari bók. Febrúartilboð - 1990 kr. Gerðu hugann að öflugum bandamanni!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.