Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI RÍKISSJÓÐUR fær um einn millj- arð aukalega í tekjur vegna hækk- unar á bensín- og dísilolíuverði, sagði Guðjón Arnar Kristjánsson, formað- ur Frjálslyndra, á Alþingi í gær. Guðjón spurði forsætisráðherra hvort ekki væri eðlilegt að endur- skoða álögur ríkisins á eldsneyti vegna hækkunar á heimsmarkaðs- verði en að nú þegar væru á fjár- lögum áætlaðir 15 milljarðar króna í tekjur vegna vörugjalda af bensíni og olíu. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði engar ákvarðanir hafa verið teknar um að lækka gjaldtöku á elds- neyti og féllst ekki á útreikninga Guðjóns hvað varðaði auknar tekjur ríkissjóðs. Líkur væru á að fólk drægi annaðhvort úr notkun elds- neytis eða minnkaði notkun á öðrum virðisaukaskattsskyldum varningi. „Það er því einföldun á málinu að segja að ríkissjóður fái sjálfkrafa tekjuaukningu út á þessa hækkun ol- íuverðs,“ sagði Geir og bætti einnig við að umræddar tekjur rynnu að mestu leyti til vegauppbyggingar í landinu og að auki legði ríkissjóður talsvert meira fé í uppbyggingu vega. „Það verður að hafa það í huga að hækkun eldsneytisverðs, sem kemur utan frá […] er í raun og veru skattur á þjóðarbúið og honum get- um við ekki vikist undan þó að við höfum í mörg ár reynt að draga hér úr notkun eldsneytis með ýmsum hætti,“ sagði Geir jafnframt. Segir ríkissjóð græða milljarð á bensínhækkun Morgunblaðið/Jim Smart Það munar um minna Heimsmark- aðsverð á eldsneyti hefur hækkað. Geir Haarde fellst ekki á útreikninga Guðjóns Arnars NÚGILDANDI lög vernda ekki kynfrelsi og áhersla á verknaðarað- ferðina þegar kemur að nauðgunum endurspeglast í rannsóknum nauðg- unarmála. Þetta er mat Atla Gísla- sonar, þingmanns VG, en hann hefur ásamt Þuríði Backman lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem gert er ráð fyrir þyngri lágmarksrefsingu fyrir nauðgun auk þess sem nauðg- unarákvæðið er stytt og aðeins talað um að nauðgun sé refsiverð en ekki tekið fram að hún sé framin með of- beldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Í greinargerð með frumvarpinu er gengið út frá því að kynmök án sam- þykkis feli í sér ofbeldi. „Í saman- burði við önnur lagaákvæði er varða friðhelgi einkalífs, svo sem húsbrot og aðgengi að gögnum, sést að kyn- frelsi nýtur ófullnægjandi réttar- verndar. Það er refsivert að rjúfa bréfleynd eða húsfrið nema samþykki liggi fyrir en þegar kemur að broti gegn kynfrelsi skiptir verknað- araðferðin meira máli en sam- þykki,“ segir í greinargerðinni þar sem jafnframt er bent á að sam- kvæmt lögum skipti engu máli hvernig manndráp er framið. Þá séu andlegar afleiðingar alvarlegastar eftir nauðgun en þeim hafi verið lítill gaumur gefinn í rannsóknum nauðg- unarmála. „Nauðsynlegt er að lögin endurspegli þekkinguna á málum er snerta kynbundið ofbeldi,“ segir jafnframt í greinargerðinni. Lögin vernda ekki kynfrelsi Atli Gíslason Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is „ÞANNIG er það með þennan dyntótta fisk að ástand sem þetta hefur komið upp þótt veiðar hafi svo getað farið af stað síðar,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra á Alþingi í gær en í máli hans kom einnig fram að veiddist ekki meiri loðna á þessari vertíð þyrfti að huga sérstaklega að því ástandi sem skapaðist víða á landinu. Steingrím- ur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, vildi svör frá Geir um hvort endurskoða ætti mótvægisað- gerðir sérstaklega af þessu tilefni og hvort efnt yrði til þverpólitísks samstarfs um það. Geir sagði ekkert formlegt sam- ráð við stjórnarandstöðuna hafa verið ákveðið en ríkisstjórnin tæki við öllum góðum hugmyndum. „Öll hljótum við að sjálfsögðu að vona að loðnuveiðum sé ekki endanlega lok- ið á þessari vertíð og að loðnan muni skila sér innan tíðar þótt hún sé lítt finnanleg um þessar mundir,“ sagði Geir en áréttaði að mótvæg- isaðgerðir væru í stöðugri endur- skoðun og taka þyrfti loðnuveiði- bannið sérstaklega inn í myndina. Fylgjast vel með miðunum Steingrímur sagði óhjákvæmilegt að skoða stöðu hafnasjóða, sveitar- félaga, fyrirtækja, sjómanna og landverkafólks, sem yrðu nú fyrir viðbótaráfalli, og lagði jafnframt til að yrði mögulegt að veiða einhverja loðnu að loknum frekari mælingum yrði það skilyrt til manneldis- vinnslu. Með því mætti gera mikil verðmæti. „Þeim litla kvóta sem þá væri talið réttlætanlegt að veiða væri aðeins ráðstafað í hrognatöku og frystingu fyrir Japansmarkað og einungis hrat fengi að fara í bræðslu,“ sagði Steingrímur. Ólöf Nordal, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, spurði sjávarútvegs- ráðherra jafnframt út í hvort ekki þyrfti auka hafrannsóknir til að leita skýringa á loðnubrestinum. „Loðnuveiðar eru, eins og við vit- um, stundaðar vítt og breitt um- hverfis landið en ef horft er sér- staklega til Austfjarða er ljóst að afkoma 400 manna er í hættu vegna þessa ástands,“ sagði Ólöf. Einar K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra tók undir mikilvægi hafrannsókna og sagði að fylgjast þyrfti vel með miðunum. „Við vitum að loðnan er, eins og stundum er sagt, brellinn stofn og það hefur áð- ur gerst að hún hefur dúkkað upp mjög skyndilega án þess að menn hafi átt von á því,“ sagði Einar en benti einnig á að loðnuveiðibannið kæmi ofan í tvær mjög lélegar loðnuvertíðir. „Þær bera vott um að þessi atvinnugrein horfist nú í augu við mjög alvarlegt ástand í fram- haldi af því,“ sagði Einar. Loðnan er dyntóttur fiskur  Sjávarútvegsráðherra segir veiðibannið koma ofan í tvær lélegar vertíðir  Forsætisráðherra segir að huga þurfi að ástandinu sem skapast víða á landinu Árvakur/Ómar Brellustofn Einar K. Guðfinnsson sagði loðnuatvinnuveginn horfast í augu við mjög alvarlegt ástand enda kæmi bannið ofan í tvær lélegar vertíðir. Loðnan væri þó brellinn stofn og gæti dúkkað upp skyndilega. Í HNOTSKURN »Loðnuveiðar voru stöðvaðará hádegi í gær í samræmi við ákvörðun sjávarútvegsráðherra. »Ekki hefur mælst nóg loðna ímælingum Hafró. Kynbundið ofbeldi Þriðja umræða um jafnréttis- frumvarp félagsmálaráðherra fór fram í gær og því má ætla að það verði samþykkt fljótlega. Félags- og tryggingamálanefnd Alþingis leggur m.a. til að skilgreiningu á kyn- bundnu ofbeldi verði bætt við frum- varpið. Stuðst er við skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna um afnám of- beldis gegn konum og kynbundið of- beldi skilgreint sem „ofbeldi á grundvelli kynferðis sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs, kynferð- islegs eða sálræns skaða eða þján- inga þolanda, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis, bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi.“ Aðstoð fyrir þingmenn Sturla Böðv- arsson, forseti Alþingis mælti í gær fyrir frum- varpi sem felur í sér að þingmenn megi ráða sér að- stoðarmenn. Til að byrja með er gert ráð fyrir að formenn stjórn- arandstöðuflokk- anna fái aðstoðarmenn sem og að þingmenn í Norðvestur-, Norð- austur- og Suðurkjördæmi fái að- stoðarmenn í hlutastarfi. Þetta er hluti af því samkomulagi sem náð- ist í tengslum viðbreytingar á þing- sköpum Alþingis. Ögmundur Jón- asson minnti á það í umræðunum í gær að ekki hefði náðst sam- komulag við Vinstri græn um breyt- ingarnar og Jón Magnússon, Frjáls- lyndum, setti spurningarmerki við að forsætisnefnd ætti samkvæmt frumvarpinu að ákveða hverju sinni reglur um aðstoðarmenn. Þá sagðist Valgerður Bjarnadóttir, Samfylkingu, vera þeirrar skoðunar að heppilegra hefði verið að verja fjármununum í að styrkja t.d. nefnd- arsvið Alþingis. Einfaldara kerfi Þetta er áfangi í átt að einfaldara almannatrygg- ingakerfi, sagði Jóhanna Sigurð- ardóttir félags- málaráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um almannatrygg- ingar á Alþingi í gær. Frumvarpið er hluti af aðgerðum sem rík- isstjórnin kynnti fyrir áramót og fel- ur m.a. í sér að skerðing trygg- ingabóta vegna tekna maka verður afnumin og að vasapeningar vist- manna á stofnunum verði hækk- aðir. Sturla Böðvarson Jóhanna Sigurðardóttir ÞETTA HELST … ÁLFHEIÐUR Ingadóttir, þingmað- ur Vinstri grænna, hefur lagt fram fyrirspurn til iðnaðarráð- herra um olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum. Fyrirspurnin er í níu liðum og Álfheiður vill m.a. vita hver aðkoma ríkisstjórnarinnar sé að athugun á byggingu olíu- hreinsunarstöðvar og hversu miklu fé hafi verið varið til þess. Hún spyr jafnframt hvaða fjár- festar koma að verkefninu og hvað slík starfsemi kæmi til með að losa af gróðurhúsaloftteg- undum. „Fara áform um að reisa olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum saman við loftslagsstefnu Íslands?“ spyr Álfheiður einnig. Spurt um olíuhreinsun ÞRÍR þingmenn Vinstri grænna hafa lagt fram til Alþingis þings- ályktunartillögu um nauðsyn þess að ráðist verði í átak til að bæta að- gengi fatlaðra nemenda að námi á háskólastigi. Í greinargerð tillög- unnar kemur fram að fatlaðir há- skólastúdentar séu hlutfallslega mjög fáir miðað við heildarfjölda fatlaðra í samfélaginu, þeir skili sér því ekki sem skyldi í gegnum skóla- kerfið. Erlendar rannsóknir sýni að fötl- uðum nemendum í erlendum háskól- um hafi ekki fjölgað fyrr en löggjöf hafi verið sett til að tryggja jafnrétti þeirra til náms. Jákvæð þróun hafi vissulega átt sér stað, en átak þurfi til að tryggja að fleiri fatlaðir nem- endur hefji og ljúki háskólanámi. Bæta verði aðgengi fatlaðra Árvakur/Ómar Menntun Lagt er til að aðgengi fatlaðra að öllum háskólum verði bætt. Vilja átak um möguleika fatlaðra á háskólanámi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.