Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand OOOOOOO... ER KISI LITLI SVANGUR ÉG HELD ÞAÐ... „ÞEGAR TVÖ VINSÆLUSTU GÆLUDÝRIN, HUNDAR OG KETTIR, ERU SKOÐUÐ... ÉG ER FARINN... MÉR ER AÐ VERÐA ÓGLATT ...KEMUR Í LJÓS AÐ HUNDURINN HLÝÐIR HÚSBÓNDA SÍNUM... ...EN KÖTTURINN ER STOLTUR OG LÆTUR EKKI VALD MANNSINS BRJÓTA SIG NIÐUR...“ ÚFF VIÐ ERUM KOMIN JÆJA, ÞÁ ER BARA AÐ BÍÐA ÞANGAÐ TIL MAÐUR FÆR MÝBIT ÞÚ VERÐUR STERKUR AF FLUGNA- BITUM ÞÚ SAGÐIR LÍKA AÐ NIÐURGANGUR GERÐI MIG STERKARI Í FYRRA HUGSAÐU ÞÉR HVAÐ ÞÚ VERÐUR STERKUR EFTIR NOKKUR ÁR EF ÉG DEY EKKI ÚR ÖLLUM ÞESSUM STYRK ERTU NOKKUÐ TIL Í AÐ RÉTTA MÉR BÖKUÐU BAUNIRNAR? EF BÁTURINN ER EKKI HÉRNA Á MORGUN ÞÁ ÞÝÐIR ÞAÐ AÐ ÉG FÓR AFTUR HEIM HVAÐ ER ÞAÐ, LÆKNIR? ÉG SAFNA ÖRVUM ÞAÐ ER SVO FRÁBÆRT AÐ MITT HELSTA ÁHUGA- MÁL ER VINNUTENGT HUNDASÝNING ÉG FÉKK EINHVERVERÐLAUN... HVAÐ STENDUR ÞARNA? VIÐ SKULUM BARA SEGJA AÐ ÞÚ EIGIR ÞAU SKILIÐ LÍKLEGASTUR LÍKLEGASTUR TIL AÐ VERA SVÆFÐUR MAMMA, ÞÚ HEFUR BARA ÁKVEÐIÐ AÐ FLYTJA HINGAÐ? JÁ, ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ ÆTLAR ÞÚ AÐ VERA HJÁ OKKUR ÞANGAÐ TIL ÞÚ FINNUR ÍBÚÐ? ÞAÐ VAR ÆTLUNIN. EN ENGAR ÁHYGGJUR ÉG SÉ TIL ÞESS AÐ ÉG VERÐI EKKI FYRIR YKKUR LANGAR ÞIG AÐ VERA ALLA VIKUNA HÉR Í LOS ANGELES? ÉG HEF VERIÐ Í TÖKUM FRÁ ÞVÍ AÐ ÉG KOM. ÉG HEF EKKI FARIÐ Í NEINA SKOÐUNARFERÐ NÚNA LANGAR MIG BARA AÐ VERA VENJULEGUR TÚRISTI M.J., ÞÚ ERT KVIKMYNDA- STJARNA... ÞÚ FÆRÐ EKKI LENGUR AÐ VERA Í FRIÐI ÞEGAR ÞÚ FERÐ ÚT dagbók|velvakandi Heyrnartæki tapaðist Heyrnartæki í gráu plasthylki tap- aðist fyrir hálfum mánuði, líklega í Kringlunni. Finnandinn er vinsam- legast beðinn að hringja í s. 5537966. Gæruhanski tapaðist Kaffibrún gærulúffa tapaðist í gær á leið frá Skeiðarvogi til Sólheima. Finnandinn er vinsamlegast beðinn að hringja í s. 660-8912. Hvað með öryrkja? Fyrir hönd öryrkja vil ég segja við Öryrkjabandalagið og stjórnvöld í landinu: Í guðanna bænum tryggið okkur sömu krónutöluhækkanir og almennir launaþegar fengu í nýgerð- um samningum. Gerið okkur kleift að standa jafnfætis öðrum þegnum þjóðfélagsins bara á þessu eina sviði. Kjarabætur sem almennir launaþeg- ar fengu voru 18.000 kr. á mánuði og svo tæplega 14.000 kr. 1. janúar 2009. Verið svo væn að útfæra ekki þessari krónutöluhækkanir yfir í prósentuhækkanir á almennt lágar bætur öryrkja. Sem betur fer fór ASÍ þá leið að afnema að mestu pró- sentuhækkanir. Öryrkjar hafa sann- arlega ekki notið launaskriðs og munu aldrei gera það, því miður. Ör- yrkjar hafa sannarlega dregist veru- lega aftur úr allri launaþróun í land- inu. Alþýðusambandið samdi einnig um lengingu orlofs um tvo daga. Af því tilefni vil ég minna á að til dæmis fiskvinnslufólk fær um 20 þúsund í orlofsuppbót í júlí hvert ár og 40 þúsund í desemberuppbót. Öryrkjar fá helmingi minna en áðurnefndar tölur og það yrði sorglegt ef for- svarsmenn öryrkja tækju við því umboði stjórnvalda að færa örykjum aðeins 5% hækkun bóta sem gefur í mesta lagi 4-5 þúsund króna hækk- un á mánuði á meðan launaþegar á almennum vinnumarkaði fá fjórum sinnum meira en það. Því miður fá einhleypir öryrkjar án vinnu ekki eina einustu krónu við þær breyt- ingar sem verða 1. apríl sem færir sumum afnám tekjutenginga við laun maka og vinnandi öryrkjar njóta þá hækkunar á frítekjumarki launa. Stór, já mjög stór hluti ör- yrkja kemur ekki til með að fá neitt út úr þeim aðgerðum. Þótt flestir ör- yrkjar séu annaðhvort í hjólastólum eða að einhverju leyti óvinnufærir vegna annarra orsaka þá fylgjumst við mjög vel með gangi mála í þjóð- félaginu. Ég beini því til stjórnvalda að gera ekki þá reginskyssu að líta á okkur sem einhverja heimskingja. Að lokum býð ég nýjan formann Ör- yrkjabandalagsins velkominn til starfa. Vonandi verður það hans fyrsta verk að tryggja öryrkjum mannsæmandi örorkubætur. Ég vil meina að tími jafnréttis gagnvart ör- yrkjum kjaralega séð hljóti að fara að líta dagsins ljós. Ein spurning: hvers vegna í ósköpunum þurfa ör- yrkjar einir hópa að sanna örorku sína á tveggja ára fresti gagnvart Tryggingastofnun og lífeyrissjóði og borga 7 þúsund krónur fyrir vottorð til beggja stofnana, eða samtals 14 þúsund krónur? Lífeyrisþegi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is ÞEGAR snjóbreiðan er farin fer að bera á ruslinu sem við hendum. Það dugir víst ekki að sópa því undir mottuna, alltaf skal það koma í ljós á ný. Árvakur/Ómar Rusl í Reykjavíkurtjörn FRÉTTIR FUNDUR fimm norrænna félaga, sem hafa að markmiði sínu að varð- veita og reka Douglas DC-3 flugvél- ar, sem oftast eru nefndar Þristarn- ir, verður haldinn á Hótel Loftleiðum, Reykjavíkurflugvelli, laugardaginn 23. febrúar kl. 9. Í fréttatilkynningu segir að ein þekktasta flugvélin á Íslandi, fyrr og síðar, hafi heitið Gljáfaxi, en sé nú betur þekkt sem land- græðsluflugvélin Páll Sveinsson. Ís- lenska félagið, DC-3 þristavinir (www.dc3.is), stendur fyrir ráðstefn- unni, en hana sækja yfir 50 manns, þar af 27 frá hinum Norðurlöndun- um. Á dagskrá fundarins er fjöldi sam- eiginlegra hagsmunamála félaganna, þ. á m. tryggingamál, fjármál, sam- skipti við flugmálastjórnir, þátttaka í flugsýningum, þjálfun flugmanna og flugvirkja og viðhalds- og varahluta- mál. Formaður íslenska félagsins frá upphafi hefur verið Tómas Dagur Helgason flugstjóri, en fundarstjóri verður Sveinn Runólfsson land- græðslustjóri og fundarritari Krist- inn Halldórsson verkfræðingur. Fundur norrænna DC-3-þristavina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.