Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Aldís Jóna Ás-mundsdóttir, Lindargötu 57, fæddist í Reykjavík 9. maí 1922. Hún lést á bráðadeild Land- spítalans í Fossvogi 14. febrúar síðastlið- inn. Jóna, eins og hún var oftast köll- uð, var dóttir hjónanna Ásmundar Jónssonar sjómanns og Sigríðar Magn- úsdóttur húsmóður sem þá höfðu nýver- ið ruglað saman reytum sínum og stofnað heimili á Hverfisgötu 58. Ásmundur, f. 15. febrúar 1874, var sonur hjónanna Jóns Ásmunds- sonar og Salvarar Ögmundsdóttur á Stóru-Borg í Grímsnesi en Sig- ríður, f. 24. september 1882, dóttir hjónanna Magnúsar Magnússonar, d. 22. apríl 1952, og Aldísar Helga- dóttur á Litlalandi í Ölfusi, d. 13. maí 1961. Systir Jónu er Magnea, f. 5. júní 1923. Hinn 1. desember 1942 gekk Jóna að eiga Jóhannes Guðnason, 1946, þau eiga þrjú börn. 4) Guðni Albert verkfræðingur og orku- málastjóri, f. 27. nóvember 1951, kvæntur Bryndísi Sverrisdóttur sviðsstjóra, f. 6. febrúar 1953, þau eiga þau tvö börn og fjögur barna- börn. 5) Arnbjörn mennta- skólakennari, f. 2. október 1958. Jóna stundaði nám í Ágúst- arskólanum eftir skyldunám í Austurbæjarskóla og útskrifaðist þaðan. Þá tók launavinna við og fékkst hún meðal annars við af- greiðslustörf auk starfa í kexverk- smiðjunni Frón. Eftir að hún giftist helgaði hún sig búi og börnum auk þess að sjá um skrifstofustörf tengd iðnrekstri eiginmannsins. Eftir andlát hans sinnti hún um tíma húsvörslu fyrir Kenn- arasamband Íslands á gistiheimili þess Sólvallagötu 33. Jói og Jóna stofnuðu heimili á Hverfisgötunni og bjuggu þar í nærri hálfa öld uns Jóhannes lést. Þar var jafnan gestkvæmt og glatt á hjalla enda átti enginn vanda- maður leið í bæinn án þess að koma við hjá þeim hjónum. Þegar íbúðin á Hverfisgötu reyndist Jónu of þung í skauti fluttist hún í íbúð fyr- ir aldraða á Vitatorgi árið 1993 og undi hag sínum þar vel síðan. Aldís Jóna verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. f. 29. september 1921, d. 18. ágúst 1990. Foreldrar hans voru hjónin Guðni Jón Þorleifsson, f. 25. október 1887, d. 1. apríl 1970, og Albert- ína Jóhannesdóttir, f. 19. september 1893, d. 2. janúar 1989, ábúendur á Kvíanesi og síðar í Botni í Súg- andafirði. Jóna og Jói eignuðust fimm börn, þau eru: 1) Sigríður Svanhildur kennari og fyrrverandi alþingismaður, f. 10. júní 1943, gift Ásgeiri Árnasyni kennara, f. 10. mars 1940, þau eiga fjögur börn og fimm barnabörn. 2) Ásmundur bóndi og vélfræðingur, f. 11. október 1945, býr með Mar- gréti Guðbjartsdóttur bónda, f. 9. júní 1948. Saman eiga þau tvö börn en að auki gekk Ásmundur syni Margrétar í föðurstað. Hafa þau eignast átta barnabörn en eitt er látið. 3) Auður bankamaður, f. 9. júní 1947, gift Haraldi Lárussyni húsasmíðameistara, f. 23. október Það er sagt að seint sé um langan veg að spyrja tíðinda og því er það svo að þegar við kveðjum í dag heið- urskonuna Aldísi Jónu Ásmunds- dóttur, tengdmóður mína, er svo ótalmargs að minnast að ekki verð- ur rakið í stuttri minningargrein. Það eru nú ríflega fjörutíu ár síð- an mig rak á fjörur þeirra hjónanna Jónu og Jóhannesar sem tilvonandi tengdason. Mér var frá fyrsta degi tekið sem einum af fjölskyldunni og þótt ég geti ekki ímyndað mér ann- að en ég hafi í þeirra augum verið fullkominn vanmetapeningur þá varð ég slíks aldrei var. Þau tóku mér, eins og raunar öllum öðrum, tveim höndum og í áranna rás hef ég aldrei merkt annað en ég hafi frá fyrstu tíð verið velkomin viðbót við þeirra stóru fjölskyldu. Ég veit ekki hvort ég verðskuldaði slíkt viðmót en hitt fer ekki milli mála að tæpast verðskuldaði ég þvílíka tengdafor- eldra. Það var ekki bara sjálfsagt heldur var þeim mikið í mun að tengdabörn og síðan einnig barnabörn flyttu inn til þeirra og síðan byggi stórfjöl- skyldan öll undir þeirra verndar- væng. Það er þó ekki þannig að skilja að þau hafi haft ótakmarkað húsrými né heldur aðföng ótakmörkuð en þau höfðu þá afstöðu að þar sem væri hjartarými þar væri einnig húsrými. Og hjartarúm höfðu þau nóg. Þessu fengu líka börn okkar síðar að kynnast. Eldri börnin voru um skeið í nokkurs konar dagvistun hjá ömmu sinni og afa og vildu hvergi heldur vera. Frá ömmu sinni fengu þau stöð- ugan straum sagna, kvæða og frá- sagna sem voru ómetanleg en þó umfram allt þá fengu þau þá hjarta- hlýju sem ekki verður við jafnast. Ekkert sem hún gat gefið var vin- um hennar of gott, og um hana má flestum öðrum fremur segja að hún gaf af sjálfri sér og gaf ósleitilega. Alla tíð, og þó kannski einkum síðustu árin, sá ég ekki Jónu glaðari en þegar hún var umkringd börnum sínum, ömmubörnum og langömmu- börnum. Af þeim verður hennar sárt og lengi saknað. Jóna var afar vel gefin kona, hún hafði stálminni og gat fjörlega rakið sögur og samtöl sem átt höfðu sér stað fyrir áratugum. Ég hef grun um að hugur hennar hefði gjarnan staðið til mennta hefði hún átt þess kost en þar sem svo var ekki lifði hún sig þess í stað inn í námsferil barna sinna. Ég minnist þess oft að hún sagði mér sögur úr Mennta- skólanum í Rvík, frá þeim tíma er dóttir hennar var þar nemandi. Hún hafði á hreinu að þegar kennarinn hafði sagt þetta hafði dóttir hennar sagt hitt og einkunnir frá fyrstu tíð hafði hún alveg á hreinu. Þegar ég bar þessar frásagnir undir dóttur hennar voru svörin ævinlega á sama veg. Ef mamma hefur sagt þetta hlýtur það að vera satt. Halldór Laxness sagði eitt sinn að sannleikurinn fyndist ekki bara í bókum, ekki einu sinni í góðum bók- um, heldur í fólki sem hefði gott hjartalag. Það er mikið lán að hafa kynnst slíku fólki. Fyrir þau kynni og allt annað vil ég þakka nú að leiðarlok- um. Ásgeir. Amma bjó yfir leyniuppskrift sem hafði þann eiginleika að geta gert hversdagsleikann að ævintýri. Hún stráði um sig sögum, hlýju, kímni og kærleika þannig að allir dagar urðu ógleymanlegir. Húsið að Hverfis- götu 58 varð að höll og fólkið úr sög- unum lifnaði við og tók þátt í öllu amstri daganna. Öll Hverfisgatan var sögusviðið, allt frá því að amma opnaði fyrst augun og varð þátttak- andi í lífinu þar. Allt var óborg- anlega glaðlegt og skemmtilegt. Líka það sorglega. Mest gat amma hlegið að sjálfri sér. Líka því þegar hún fór að gleyma og týna. Enda gleymdi hún aldrei neinu sem ein- hverju máli skipti. Í gamla daga þegar voru þvotta- dagar á Hverfisgötunni tók amma með sér stafla af ljóðabókum niður í þvottahús til að lesa. Hún kunni ógrynni af ljóðum. Þegar afi minn, fátækur sveitapiltur vestan af fjörð- um varð á vegi hennar og gekk inn í sambýlið í hversdagshöllinni á Hverfisgötunni þar sem stórfjöl- skyldan bjó og lifði, varð til tryggða- band sem snart alla djúpt sem þau þekktu. Það innsiglaði síðan alla tíð þetta hversdagslega ævintýri, þar sem liðnar og ljósar persónur í sög- um ömmu tróðu upp með reglu- bundnum hætti og tengdu saman fortíð og nútíð. Einna tæpast stóð þó samband þeirra þegar afi minn, skömmu eftir brúðkaupið, uppgötv- aði hljóðfæraverslun í nágrenninu sem hann fór að gera sér dælt við og gleymdi sér þar löngum stundum við að plokka strengjahljóðfæri. Eitt kvöldið kom hann alls ekki heim og amma mín fór í öngum sínum að leita að honum. Eftir að hafa barið verslunina utan án árangurs í nokk- urn tíma, birtist úfinn og syfjulegur eigandinn af efri hæð hússins og lauk upp helgidóminum. Þar lá afi minn steinsofandi í sófa með hljóð- færið í fanginu. En afi minn eignaðist sjálfur sinn gítar og mandólín og eftir það varð heimur ömmu ekki bara fullur af sögum og ljóðum heldur líka tónlist. Amma var vorkona. Græni litur- inn í öllum sínum fjölbreytileika var uppáhaldsliturinn hennar. Laufin á trjánum, mosinn, grasið. Afi lagði metnað sinn í að færa ömmu fyrsta sumarblómið á afmælinu hennar ní- unda maí og oft stóð það afar tæpt í rysjóttri veðráttu en tókst ævinlega. Þannig tókst ömmu ævinlega líka það sem hún ætlaði sér þótt oft stæði það tæpt. Líka þar voru galdrar á ferðinni. Amma mín með stóra hjartað var vinkona mín, dýrmætasta fyrir- myndin í lífinu og svo stór þáttur af sjálfri mér að frá því að ég var lítil fann ég til sterkrar angistar yfir því að hún myndi á endanum deyja eins og fólkið í sögunum. Ég talaði stundum við guð á kvöldin og bað hann lengstra orða, hvaða óskunda sem hann tæki upp á, að taka ekki hana ömmu mína frá mér. Ég gerði hana að langömmu þeg- ar hún var rúmlega sextug. Langa- dís og langijói urðu strax dýrmætur hluti af tilveru Ragnheiðar Júlíu og marga nóttina fékk hún að sofa á milli þeirra í stóra rúminu á Hverf- isgötunni, meðan mamma hennar var með rugluna, ranglaði úti og leitaði að sjálfri sér. Og þegar við börnin hennar, barnabörnin og langömmubörnin urðum stór og fórum að þenja brjóstið og berja út vængjunum eins og þeir sem vitið hafa þá stóð hún hjá og horfði á með þessu fallega, milda og dálítið kímna augnaráði. Fyrir hana hvorki þurfti né þýddi að látast eða sýnast. Hún sá okkur eins og við vorum. Við vorum engir heimsmeistarar. En hún var heims- meistari í því að elska. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Elskuleg amma mín, Aldís Jóna; er látin. Dauða hennar bar skyndi- lega að þó að segja megi að heilsu hennar hafði hrakað mjög undanfar- ið eitt og hálft ár og stundum höfum við ættingjarnir verið búin undir hið versta. En ætíð reis hún upp og komst heim og til nokkurrar heilsu. Við vonuðumst auðvitað til að eiga hana að lengur en eigi má sköpum renna. Líf mitt hefur frá fæðingu verið samofið hennar og segja má að eng- in manneskja hafi borið mig eins mikið fyrir brjósti og hún. Þegar ég var lítill vildi ég helst vera heima hjá afa og ömmu á Hverfisgötu og sem kornungur maður flutti ég til þeirra og var í skjóli þeirra í mörg ár, vann á verkstæðinu hjá afa. Ég var með þeim löngum stundum að horfa á sjónvarp og ræða um lands- ins gagn og nauðsynjar og ekki síst að borða með þeim ís á síðkvöldum. Oft hlýt ég að hafa valdið þeim von- brigðum því þau höfðu óbilandi trú á mér en líf mitt var nokkuð skrykkjótt á tímabili. En aldrei var ég ásakaður og alltaf umlukti mig væntumþykja þeirra og trúin á að gera mætti góðan hest úr göldum fola. Auk okkar krakkanna áttu vís- an næturgreiða allir ættingjar og vinir sem erindi eða erindisleysu áttu í borgina. Amma og afi voru góðmennskan holdi klædd. Til dæm- is var gamall vinur sem sótti mjög til mín eftir að hann hafði misst tök- in á lífi sínu sökum óreglu og ég þorði ekki lengur að umgangast hann því hann var orðinn vægast sagt óútreiknanlegur. Einn daginn, þegar ég kom heim úr vinnu, sat hann inni í stofu hjá ömmu illa til reika og borðaði smurt brauð og drakk kaffi. Hann hafði komið og spurt eftir mér og var berfættur og búinn að týna öðrum skónum. Auð- vitað var honum boðið til stofu og gefnar góðgerðir eins og öðrum sem þar bar að garði og amma var að leita um allt hús að skóm sem væri hægt að klæða hann í. Þetta atvik finnst mér alltaf lýsandi dæmi um skilyrðislausa góðmennsku hennar. Gamall maður mjög einmana og um- komulaus og orðinn hálfblindur sem átti heima í næsta húsi kom á hverj- um degi og amma setti dropa í aug- un á honum og gaf honum góðgjörð- ir. Hann heimsótti hún síðan oft í viku eftir að hann var kominn á hjúkrunarheimili. Og ótal mörg slík dæmi mætti tilgreina sem of langt mál væri hér að telja upp. Eftir að amma flutti á Lindargötu 57 kom ég iðulega í heimsókn til hennar og alltaf var mér tekið tveim höndum, ekki síst eftir að dóttir mín, hún Sigríður litla Jóhannes- dóttir sem verður 5 ára í dag, á út- farardaginn hennar, fór að koma með mér. Amma elskaði hana og dáði og var alltaf að gefa henni eitt- hvað, t.d. gaf hún henni forláta postulínsdúkku sem hún hafði unnið í bingói og vakti mikla lukku. Mig og Siggu litlu langar til að þakka henni ömmu minni samfylgd- ina og allt það góða sem hún hefur lagt af mörkum fyrir okkur. Í huga mínum verður ætið bjart yfir minn- ingu þeirra hjóna, Aldísar Jónu Ás- mundsdóttur og Jóhannesar Guðna- sonar. Jóhannes Gísli Ásgeirsson. Við höfum svo margt að þakka fyrir er við hugsum til ömmu. Allar þær ómetanlegu stundir sem hún gaf okkur. Við vorum öll þrjú í pöss- un hjá ömmu á Hverfisgötunni á daginn þar sem alltaf var líf og fjör enda mikill gestagangur og allir alltaf velkomnir. Þar fengum við að kynnast svo mörgum eins og Her- manni sem kom til að fá dropa í augun og vinkonum úr hverfinu sem kíktu í kaffi. Allar ísveislurnar enda hafði hún amma fyrir orðatiltæki „það er alltaf pláss fyrir ís“. Við getum þakkað ævintýralegu ferðirnar í Botn sem alltaf var beðið með eftirvæntingu. Fyrir sagnagleðina og hvernig hún gat látið okkur systkinin engj- ast um af hlátri með sögum þar sem hún gerði oft góðlátlegt grín að sjálfri sér. Amma miklaði aldrei fyrir sér hlutina heldur framkvæmdi þá og þó að hún hafi ekki haft fyrra þrek þökkum við fyrir stundirnar á þorrablótinu fyrir tæpum tveimur vikum þar sem þessi mikla fé- lagsvera naut sín út í ystur æsar. Við erum sannfærð um að afi hafi tekið vel á móti henni á Valentínus- ardaginn með mandólínspili og söng. Ásta Sóley, Lárus og Aldís litla. Ó, elsku amma. Elskuleg amma mín fór, eflaust að hitta yndislega afa minn, á sjálf- an Valentínusardaginn. Ekki það að ég hafi haldið mikið upp á þann dag hingað til frekar en flestir Íslend- ingar, en ég geri það allavega núna. Þau voru alla tíð svo ofsa skotin hvort í öðru og það fann maður allt- af svo vel. Ég elska og fyllist þakk- læti yfir því að hafa kynnst ömmu minni svona vel. Mér leið svo oft eins og við værum jafnöldrur. Það var æðislegt að vera hjá ömmu og afa á Hverfisgötunni. Þar var alltaf fullt út úr dyrum af fólki. Allir alltaf velkomnir. Hún sagði mér svo margar sögur af fólkinu í kringum sig að mér leið alltaf eins og ég hafi bara verið þarna sjálf. Með sínum einstöku frásagnarhæfi- leikum tók hún mann aftur í tímann og maður upplifði svo margt, svona eins og í gegnum hana. Lífið í Reykjavík, allt frá því að hún var lít- il stelpa. Ofsa fyndin og dramatísk. Ég vil þakka henni fyrir það. Amma var svo umburðarlynd við mig. Þegar ég var orðin unglingur og var alltaf að þvælast í Reykjavík um helgar með bassann minn, þá átti ekki bara ég alltaf húsaskjól hjá henni, heldur allir vinir mínir líka. Hún meira segja (milli þess sem hún gerði allt fyrir alla) var líka til í að klippa, sauma og breyta fötum. Ekki bara mínum, heldur líka lepp- unum sem við vinkonurnar drógum með okkur heim úr Kolaportinu. Og þó svo að hún nöldraði eitthvað í okkur þá tókum við því aldrei illa. Enda bráðfyndin, líka þegar hún var reið. Til dæmis þegar ég og vin- kona mín fengum að gista og áttum að spila á tónleikum daginn eftir í Perlunni um kl 15. Amma var komin á fullt að vekja okkur um níuleytið og búin að rusla okkur upp í Perlu fyrir kl. 11, því ekki máttum við vera of seinar. Við sátum því aleinar í mannlausri Perlunni í marga klukkutíma áður en við einu sinni hittum nokkurn mann. Tortyggni hennar í garð KFUM og K var algjör brandari. Þegar hún átti að passa mig þegar ég var 14 ára var hún þess fullviss að þangað gætum við ekki verið að fara. Við bara hlutum að vera að fara að gera eitthvað af okkur, með þessu líka kristilega yfirvarpi. Hún var svo góður húmoristi. Ég fyllist líka alltaf jafn miklu stolti yfir því hversu mikla hluttekn- ingu hún sýndi alltaf í mínu lífi og alls síns fólks. Þegar hún til dæmis eyddi að ég held heilum degi í fyrra- sumar í að finna út símanúmerið þar sem elsti sonur minn var í sveit. Bara svona til að heyra hvernig hann hefði það og væri að standa sig. Mér þykir svo vænt um að hugsa til þess að hún hafi komist á fjöl- skylduþorrablótið laugardaginn áð- ur en hún dó. Meiri selskapsmann- eskju var varla hægt að finna. Það að ljósmyndasýningin sem var varp- að á vegginn skyldi óvart hafa verið eiginlega bara af mannamótum á Hverfisgötunni var eftir á að hyggja bara æðislegt, því hún hafði svo gaman af. Ég vildi bara að ég kynni að skrifa bók. Þá myndi ég gera það um elsku ömmu mína. Mínar dýpstu samúðaróskir til systkinanna (barnanna hennar) og allra ömmu- og langömmubarnanna. Amma dís lifir áfram í okkur! Ester Bíbí Ásgeirsdóttir. Elsku amma Dís. Ég held að uppáhaldsminningarn- ar mínar um þig verði ávallt þau fjölmörgu skipti sem við gengum saman og þú hittir fólk úti á götu og það spurði: „Er þetta eitt af barna- börnunum?“ þá svaraðir þú alltaf svo stolt og brosandi: „Þetta er dótturdótturdóttir mín.“ Það var svo gaman að vera hjá þér. Þegar ég var pínkulítil og þið afi fóruð með mömmu og mig vestur í Botn. Afi gat grafið upp eldfornan barnavagn og mér var ekið um í honum eins prinsessu út um allan Súgandafjörð. Seinna þegar ég var eldri fórum við vestur í Botn bara tvær og áttum góða viku við að tína ber og skemmta okkur. Svo kom mamma til okkar og við höfðum það notalegt þrjár saman. Þannig er líka gott að minnast þín, amma, við Sóló- eldavélina í Botni að segja mér sög- ur. Þú kenndir mér að synda í dag- legum sundferðum í Laugardalslaug þegar ég var lítil. Þú reyndir að kenna mér að prjóna en ég átti í basli með að læra vegna þess að ég var örvhent. Þú varst aldrei ráð- þrota lengi heldur hugkvæmdist þér að kenna mér fyrir framan spegil. Það eru svo ótalmargar minning- ar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa um þig og ég mun geyma þær í hjarta mínu um ókomna tíð. Þegar mamma hringdi, í myrkri og rigningu til að segja mér að þú værir dáin grét ég yfir að komast ekki á spítalann í Reykjavík til að kveðja þig en mamma sagði að þú myndir örugglega vitja mín í Aldís Jóna Ásmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.