Morgunblaðið - 10.03.2008, Síða 12

Morgunblaðið - 10.03.2008, Síða 12
12 MÁNUDAGUR 10. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Undanfarið hafa Hafrannsóknastofn-uninni borist fyrirspurnir um hvortnýtingarstefnu fyrir loðnuveiðarhafi verið breytt og einnig um ástæður tíðra breytinga á stöðu mála varðandi veiðar úr loðnustofninum á yfirstandandi loðnuvertíð. Af þessu tilefni fjallar stofnunin um þessi mál á heimasíðu sinni og segir svo þar: „Þó svo að ýtrustu varúðar sé þörf við nýt- ingu á loðnustofninum um þessar mundir, og stöðvun loðnuveiða þann 20. febrúar sl. er glöggt dæmi um, hefur stofnunin um áratuga skeið fylgt tiltekinni aflareglu við ráðgjöf um nýtingu stofnsins. Sú nýtingarregla gerir ráð fyrir, að svo tryggja megi viðgang loðnustofns- ins séu ávallt skilin eftir a.m.k. 400 þúsund tonn af loðnu til hrygningar, en því sem umfram mælist er úthlutað til veiðiskipa. Þar er einnig tekið nokkurt tillit til þeirrar loðnu sem étin er af helstu nytjastofnum í vistkerfinu. Ef ekki tekst að mæla mergð ungloðnu árið á undan er ekki lagt til að veiðar verði heimilaðar fyrr en mæling á veiðistofni hefur tekist á vertíðinni. Ástæða þess að kom til veiðistöðvunarinnar 20. febrúar sl. var sú, að útgefið upphafs- aflamark sem reiknað var á grundvelli ung- loðnumælingar í nóvember 2006 gerði ráð fyrir að veiðistofninn á yfirstandandi vertíð yrði ná- lægt 700 þúsund tonnum. Þrátt fyrir afar um- fangsmiklar tilraunir til að staðfesta þetta mat með mælingu í janúar og febrúar 2008 fundust aðeins um 280 þúsund tonn, þ.e. 120 þúsund tonnum undir lágmarksmagni sem ætlað er til hrygningar samkvæmt nýtingarreglunni og 400 þúsund tonnum undir spá á grundvelli ung- loðnumælingarinnar í nóvember 2006. Staðan breyttist þann 27. febrúar sl. þegar mun meira magn loðnu fannst og mælingar sýndu að sam- anlagt magn loðnu á svæðinu var umfram það sem gildandi aflaregla gerir ráð fyrir að skilið sé eftir til hrygningar. Niðurstöður bentu til þess að um 470 þúsund tonn væru á svæðinu frá Ingólfshöfða vestur um að svæði sem liggur norðaustur af Vestmannaeyjum. Þar með var unnt að leggja til að veiðar yrðu heimilaðar á ný og var mælt með að leyft yrði að veiða 70 þús- und tonn umfram það sem þá hafði veiðst. Þeg- ar hér var komið sögu var áfram farið yfir veiðisvæðin austan Ingólfshöfða, enda vel þekkt af gönguhegðun loðnu á hrygningartíma, að auk aðalgöngu fylgja oft minni göngur í kjöl- farið. Þann 3. mars var svo unnt að leggja til að bætt yrði við aflamarkið 50 þúsund tonnum, þar sem tekist hafði að staðsetja og mæla nýja göngu út af Suðausturlandi, sem sannanlega var ekki inni í fyrri mælingu. Þótt ekki séu miklar líkur þegar þetta er ritað, að viðbót- arganga skili sér næstu dagana af svæðinu út af Austur- og Suðurlandi, má segja að enn sé nokkur von um að svokölluð vestanganga komi að landinu úr norðri og gangi til hrygningar á Breiðafirði og Faxaflóa. Slíkt hefur gerst sum árin og mun áfram verða fylgst náið með vest- ursvæðinu, en það gæti gefið tilefni til aukn- ingar aflaheimilda áður en vertíð lýkur. Það er því rétt að ítreka að tillögur Hafrann- sóknastofnunarinnar varðandi loðnuveiðarnar undanfarið eru í fullu samræmi við aflareglu eða nýtingarstefnu sem verið hefur við lýði um aldarfjórðungs skeið og gefist hefur að öllu jöfnu vel m.t.t. afraksturs loðnustofnsins. Þó svo að nauðsynlegt sé að fylgjast með breyt- ingum í lífríkinu og niðurstöður frekari rann- sókna á orsakasamhengi í vistkerfinu gætu kallað á breytta nýtingarstefnu liggja engar niðurstöður fyrir í þeim efnum.“ Vonast eftir vestangöngu »Má segja að enn sé nokkurvon um að svokölluð vest- anganga komi að landinu úr norðri og gangi til hrygningar á Breiðafirði og Faxaflóa BRYGGJUSPJALL Hjörtur Gíslason hjgi@mbl.is Félagsmenn eru almenntsammála um nauðsynþess að gera kjarasamn-ing við áhafnir sínar. En þeir samþykkja ekki hvað sem er. Í þeim samningi sem gerður var við sjómannasamtökin og var felldur af öllum svæðisfélögum LS, var meðal annars verið að færa yfir atriði úr samningum sjómanna við LÍÚ, en í sumum tilfellum gengur það einfald- lega ekki upp,“ segir Arthur Boga- son, formaður Landssambands smá- bátaeigenda, í samtali við Verið. „Ég er hvorki sár né ánægður með þessa niðurstöðu. Við vorum að gera frumtilraun með hluti sem eru mjög flóknir og við töluðum um það strax og við skrifuðum undir að at- kvæðagreiðsla gæti farið alla vega. Við vissum af atriðum sem voru inni í kjarasamningnum sem var mjög hæpið að yrðu samþykkt. Vandlega staðið að kynningu Okkar mat var hins vegar það að ekkert annað væri að gera en að taka þessa samninga til atkvæða- greiðslu meðal félagsmanna til að taka málið upp úr því hjólfari að hjakka við samningaborð til að fara yfir einhverjar kommur og orðalags- breytingar. Við vildum koma þess- um málum áfram og í það ferli að menn tækju afstöðu. Þetta gerðum við vandlega. Við heimsóttum öll svæðisfélögin nema tvö af fimmtán, en félagsmenn þar fengu engu að síður góða kynningu. Veðurfar kom í veg fyrir að við gæt- um farið á þessa staði. Öll hin heim- sóttum við og fórum rækilega í gegnum samningana og menn voru mjög vel undirbúnir. Fundirnir voru bráðskemmtilegir og vel sóttir. Við fengum mikið af ábendingum um það sem betur mætti fara. Í þessari fundarlotu lögðust mjög fljótt ákveðnar meginlínur í athugasemd- um manna við samninginn og þá að- allega tvennt. Erfið tryggingamál Annars vegar féll mönnum miður að sjá skiptinguna milli skipverja sem var í samningnum. Þar fannst þeim vegið að hefð sem hefur verið að skapast milli skipstjóra og ann- arra í áhöfn. Mörgum fannst hlutur skipstjórans vanmetinn. Hitt atriðið varðar ákveðna þætti í tryggingamálum, sem eru mjög erf- iðir fyrir smábátaútgerðina að búa við. Ástæðan er ósköp einföld og það er ekki eins og þetta eigi sér ekki skýringar. Þetta atriði er tekið úr kjarasamningum LÍÚ og sjómanna- samtakanna. Þar hefur í upphafi, hvað sem síðar hefur orðið, verið miðað við miklu fjölmennari áhafnir en á smábátunum. Sé tekið af þessu einfalt dæmi eru tveir menn á bát og annar veikist. Til að halda bátnum gangandi þarf að ráða annan mann. Sá sem er veikur og fer í land er á sama hlut og sá sem kemur í hans stað. Þetta þýðir 30% aukningu á launalið umsvifalaust. Ef tekið er mið af stærra skipi, til dæmis með 20 menn í áhöfn, er þessi eini farinn að vigta um það bil tíu sinnum minna. Auðvitað eru til áhafnir þarna alls staðar á milli, en þetta er vanda- málið í hnotskurn. Leggja bátnum? Það eina sem eigendur smábáta hafa getað gert til þessa í svona til- fellum er hreinlega að leggja bát- unum meðan sá veiki nær sér. Hann er þá á tryggingu á meðan. Það er hins vegar ekkert spaug að þurfa að leggja bát á hávertíð. Þegar ákvæðin eru svona hafa menn ekki fundið aðra leið til að bregðast við þessu. Það er alveg skiljanlegt að okkur sé bent á að þessi atriði hafi um langa hríð verið í sjómannalögum sem gilda um alla sjómenn, hvort sem þeir eru á litlum eða stórum bátum. Málið er það, eins og karlarnir bentu á, að þeir komu hvergi nálægt gerð sjómannalaganna. En með því að samþykkja kjarasamninginn væru þeir að segja að þeir gætu farið eftir þessu ákvæði en það er bara ekki svo. Ég tel að löggjafinn verði, ef kjarasamningur á að komast á, að búa til sérákvæði fyrir svona fá- mennar áhafnir.“ Hlutur áhafnar í kringum þriðjung Hvernig ganga þessi mál fyrir sig núna. Það eru engir kjarasamningar í gildi. Hvernig eru til dæmis skipti milli útgerðar og áhafnar nú í stórum dráttum? „Á þessu er nokkur munur eftir því við hvern er talað, en ég hygg að algengasta reglan sé sú að um það bil þriðjungur fari í laun og launa- tengd gjöld. Þetta er þó eitthvað mismunandi í báðar áttir eftir út- gerðum. Miðað við þær upplýsingar sem nefndin hafði sem vann að samningunum virtist það vera al- gengasta reglan að hlutur áhafnar væri í kringum þriðjung, eða hlutur áhafnar og beitingamanna í landi samtals.“ Landssamband smábátaeigenda er þá samtök útgerðarmanna í raun? „Vitaskuld, við erum eigendur bátanna og útgerðarmenn þeirra – það endurspeglast í nafni félagsins. Það sem vert er að hafa í huga er að til skamms tíma hefur smábátaút- gerðin einkennzt af einmenn- ingssjósókn. Þó að allur sé varinn góður höfum við lengst af ekki séð ástæðu til þess að menn gerðu kjara- samninga við sjálfa sig. Útgerðir stærri smábátanna með fjölmennari áhafnir hafa breytt þessu mynstri. Engu að síður er það enn þá algengt að menn rói einir. Þetta á því í raun aðeins við um hluta smábátaflotans. Við höfum reynt að finna út úr því hvað við værum að tala um marga skipverja sem við værum að semja fyrir. Þá erum við að tala um stærstu smábátana sem eru komnir með allt upp í fjóra menn í áhöfn, það er að segja beitningarvélabát- ana. Þar er um að ræða um eða inn- an við hundrað manns. Svo er nokk- ur fjöldi báta sem eru með tvo í áhöfn, en þetta er enginn gríð- arlegur fjöldi. Engu að síður hafa menn talið rétt að koma á samningi milli útgerðarmanna bátanna og áhafna þeirra.“ Ekkert óskaplegt ósætti innan LS Nú hefur þú nefnt tvö meginatriði, sem menn voru ekki sáttir við. Menn hljóta líka að hafa verið ánægðir með eitthvað í samningnum? „Já, það var langt frá því að menn væru ekkert nema óánægjan með samningana. Sú tilraun að reyna að stilla þessu upp sem einhverju óskaplegu ósætti smábátaeigenda við forystuna er einfaldlega rangt. Slíkt endurspeglaðist hvergi á þess- um fundum. Menn upp til hópa gera sér grein fyrir því að samningar af þessu tagi eru þrælsnúnir og lögðust á eitt um það að benda á þau atriði sem betur mættu fara. Það var almenn skoðun á öllum fundunum að kjarasamning yrði að gera. Forystan starfar í fullu umboði aðalfundar sem endurspeglar sam- þykktir svæðisfélaganna 15 sem samþykktu öll að LS fengi umboð til þess að gera kjarasamning, við myndum að sjálfsögðu aldrei gera þetta öðru vísi. Meðan þessi atriði, sérstaklega er varða trygginga- málin, eru óleyst getur orðið einhver bið á því að kjarasamningur komist á.“ Nú hefur Hallgrímur Guðmunds- son, smábátaeigandi á Akureyri, stofnað nýtt félag, Framtíð, samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi. Það vill aukið frjálsræði smábáta við veiðar. Lítur þú svo á að það sé stofnað til höfuðs LS? „Alls ekki, enda tók formaður fé- lagsins það fram í viðtali í Morg- unblaðinu að svo væri ekki. Mönnum er velkomið að stofna félög og ég hef ekkert við það að athuga. Það sem kom mér á óvart í aðdraganda þess- arar félagsstofnunar voru yfirlýs- ingar um gríðarlega óánægju innan Landssambandsins. Á sama tíma vorum við með fundaherferð vegna kjarasamningsins. Mjög góð mæting var á alla fundina og það voru það fyrst og fremst karlarnir sem voru að spyrja okkur hvað gengi á og hvar þessa óánægju væri að finna því þeir hefðu ekki orðið varir við hana. Við tölum daglega tugi símtala við félagsmenn og auðvitað heyrum við reglulega í einhverjum sem eru ekk- ert hressir með eitthvað eða gang mála en að það þýði að þeir séu að fara út úr félaginu er allt annað mál. Það væri nú skárri trillukarlafélags- skapurinn á Íslandi ef þeir fyndu aldrei hvöt hjá sér til að hringja og skammast í okkur. Þá væri nú Bleik brugðið. Ég hlakka til að sjá hvaða tillögur þeir eru með. Þeir hafa boðað til- lögur um fyrirkomulag fiskveiðanna sem væntanlega miða að sátt og jafnræði og þá í leiðinni svar við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um fiskveiðistjórnunar- kerfið. Mér hefur til langs tíma fundizt vera meira framboð af gagnrýni en hugmyndum til úrlausna og und- anskil þar ekkert sjálfan mig. En nú er kannski að verða breyting þar á. Ég er búinn að velta því fyrir mér fram og til baka hvernig mætti skapa meiri sátt um fiskveiðistjórn- unina. Ég hef mínar hugmyndir um það en ég hef ekki séð marga ef þá bara nokkra leggja fram alvöru- hugmyndir um hvernig hægt er að breyta fyrirkomulaginu án þess að riðla öllu eða bylta sem ég efast um að nokkur hagnist á. Ég er þó sannfærður um að stjórnvöld gerðu hrikaleg mistök með því að loka kerfinu endanlega sem gert var með því að eyðileggja dagakerfið. Ég er þeirrar skoðunar að það hefði verið kerfinu hollast að vera með opinn glugga á því sem stuðlaði að nýliðun í útgerðinni. Í svona harðlokuðu kerfi er hætt við því að súrefnisleysi kæfi það á end- anum,“ segir Arthur Bogason. Sérákvæði um tryggingamál þarf vegna útgerðar smábáta Arthúr Bogason, formaður LS, segir tryggingamálin og hlutaskipti hafa komið í veg fyrir gerð kjarasamnings við sjómannasamtökin Í HNOTSKURN »Ef tveir menn eru á bát ogannar veikist þarf að ráða annan mann til að halda bátn- um gangandi. Sá sem er veik- ur og fer í land er á jöfnum hlut og sá sem kemur í hans stað. Þetta þýðir sem sagt 30% aukningu á launalið. »Þó að alltaf sé varinn góð-ur höfum við lengst af ekki séð ástæðu til þess að menn væru að gera kjarasamninga við sjálfa sig. »Ég er þeirrar skoðunar aðþað hefði verið kerfinu hollast að vera með opinn glugga á því sem stuðlaði að nýliðun í útgerðinni. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Trillur Arthúr Bogason, formaður LS, segir almennan vilja til að að gerðir verði kjarasamningar fyrir smábátana.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.