Morgunblaðið - 10.03.2008, Side 27

Morgunblaðið - 10.03.2008, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MARS 2008 27 Hann elsku afi minn og langafi okkar er látinn. Það er margs að minnast á kveðjustundu. Minningar sem ylja okkur og hugga þegar sorg- in herjar að. Dúllafi, eins og ég kallaði hann afa Dúlla gjarnan, var mikill maður vexti, sterkur og stórfengleg- ur með hlýjan faðm og hrjúft hálsakot þar sem gott var að kúra sem barn. Hann var handlaginn mjög og þykist ég hafa erft brot af handlagni hans sem nýtist mér í dag í vinnu minni. Eftir hann eru allskyns listaverk, eins og skipslíkön með þvílíkum smáatrið- um að furða þykir að jafn stórir fing- ur hafi getað sett þau saman. Ég á fallega, útskorna klukku eftir hann afa sem ég mun varðveita og sýna sonum mínum þegar ég segi þeim sögur af langafa Dúlla og ævintýrum mínum hjá ömmu og afa á Ísafirði. Ég kveð hann afa minn með sökn- uði og þakka þær stundir sem við átt- um með honum. Við munum öll hjálp- ast að við að passa hana ömmu Rebekku og vera dugleg að mæta á ættarmótin í framtíðinni. Margrét Hrönn, Axel og synir. Elsku Dúlli frændi! Nú hefur þú fengið hvíld frá þínum erfiðu veikindum sem þú hefur barist eins og hetja við í mörg ár. Það er okkur ómetanlegt að hafa átt stað í þínu stóra hjarta. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Við systkinin eigum yndislegar minningar um þig frá æskuárunum sem aldrei gleymast. Þið Bekka vor- uð okkur eins og aðrir foreldrar, enda foreldrar okkar systkini ykkar. Þið voruð alltaf til staðar ef eitthvað bját- aði á. Það var mikil gæfa að alast upp á Hlíðarveginum með alla þessa ætt- ingja í kringum okkur. Amma og Stígur á efri hæðinni, Óli og Sella í enda götunnar og svo þið í næsta húsi. Alstaðar var okkur tekið opnum örmum. Samheldnin innan fjölskyld- unnar var ólýsanleg, það var sama hvort það voru ferðalögin, veislurnar eða eitthvað annað, alltaf stóðu allir saman og enginn gleymdist í þessum stóra hópi. Elsku Bekka okkar og fjölskylda. Við sendum okkar ástar- og sam- úðarkveðjur til ykkar allra. Megi Guð vera með ykkur. Elfa Dís, Svanfríður og Stígur. Sturla Halldórsson föðurbróðir minn var tengdur sjónum alla tíð og að sjálfsögðu Ísafirði þar sem hann bjó alla tíð. Hann var skipstjóri og stýrimaður m.a. á Ísafjarðartogurun- um, en árið 1959 festi hann kaup á 40 t. mótorbát sem áður var Valbjörn ÍS-13 ásamt Ólafi bróður sínum og frænda þeirra Jóni H. Jóhannessyni. Sturla Halldórsson ✝ Sturla Hall-dórsson fæddist á Ísafirði hinn 13. júlí 1922. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði laugardaginn 1. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Ísafjarðarkirkju 8. mars. Þau mistök urðu á útfarardegi Sturlu að dótturdóttir hans, Andrea Pálína Helgadóttir er sögð fædd 1970, en hún er fædd 1978. Sturla réð mig á vertíð hjá sér 1962, þegar ég var 18 ára gamall og bjó ég þá heima hjá honum og Rebekku á Hlíðarveginum, þar sem ég naut gestrisni þeirra hjóna. Þennan bát skírðu þeir Gylfa ÍS-303 en það nafn ber ég einnig og heitum við eftir fyrsta bát afa, Halldórs Sigurðssonar. Sturla var skipstjóri, Ólafur var stýrimaður og Jón Hjörtur vél- stjóri. Síðan vorum við aðrir í áhöfn- inni flestir ungir strákar og gekk oft mikið á um borð, en aldrei haggaðist Sturla frændi minn. Eitt skipti kom hann að mér þar sem ég hafði sofnað í stýrishúsinu á baujuvaktinni. Það var hánótt og nokkur vindur, þannig að baujuljósið var löngu horfið. Hann spurði mig hvort ég treysti mér til að finna hana aftur, en átaldi mig aldrei fyrir þetta né nokkurt annað glappa- skot. Ég fann baujuna með heppni eftir hálftíma stím. Þetta lýsir honum vel og naut hann vinsælda hjá okkur strákunum, eins og reyndar allir þeir frændur og eigendur Gylfans og flest- ir okkar fylgdu þeim suður í Faxaflóa um vorið. Meðal annarra starfa hafði Sturla setu í bæjarstjórn Ísafjarðar eitt kjörtímabil og gegndi starfi yfirhafn- arvarðar á Ísafirði um margra ára skeið. Hann var virkur í Kiwanis- hreyfingunni og þessi háttvísi frændi minn naut trúnaðar og trausts allra sinna samferðamanna. Ég sendi Rebekku, börnum og fjöl- skyldu samúðarkveðjur. Gylfi Guðjónsson og fjölskylda, Mosfellsbæ. Sturla Halldórsson félagi okkar og vinur er fallinn frá. Hann var helsti hvatamaður að stofnun Kiwanis- klúbbsins Bása á Ísafirði fyrir nær 33 árum og forseti klúbbsins fyrstu tvö starfsárin. Dugnaður, ósérhlífni og margháttuð reynsla var ungum fé- lagsskap mikils virði við uppbygging- arstarfið sem og félagsstarfið á síðari árum. Sturla ólst upp á Ísafirði á kreppuárunum, skipstjórasonur sem fór ungur að stunda sjóinn og sótti sér síðan menntun á því sviði. Eftir að í land kom starfaði hann í nánum tengslum við sjómenn alla tíð. Kiwanismenn á Ísafirði og sam- félagið allt á Sturlu mikið að þakka fyrir hans störf. Hann var alltaf boðinn og búinn til að rétta hjálparhönd í starfi klúbbsins sem og annars staðar. Básafélagar sjá á bak góðum félaga og traustum vini. Við færum eftirlifandi eiginkonu hans, Rebekku Stígsdóttur, börnum þeirra og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Félagar í Kiwanisklúbbnum Básum, Ísafirði. Kveðja frá Ísafjarðarhöfn Sturla Halldórsson var yfirhafnar- vörður Ísafjarðarhafnar í 27 ár. Þetta voru ein mestu uppgangsár Ísafjarð- arhafnar og oft á tíðum þröngt um heimaflotann sem og þau skip sem gjarnan leituðu vars í vondum veðr- um. Þá skipti það sköpum að skipu- leggja starfsemina vel með tilliti til þeirrar þjónustu sem skipin sóttu til hafnarinnar. Skipulagshæfileikar Sturlu voru einstakir og fóru menn ávallt í einu og öllu að hans tilmælum. Ég kynntist Sturlu skömmu eftir að ég tók til starfa sem hafnarstjóri um mitt ár 2002. Ég hafði mikla ánægju af því að heimsækja Sturlu og Rebekku til að spjalla um málefni hafnarinnar og var þá ævinlega boðið upp á nýbakað kaffimeðlæti. Sturla hafði ávallt mikinn áhuga á því sem var að gerast við höfnina þó svo að hann hefði látið af störfum fyrir löngu. Sat hann ævinlega í setustof- unni á Hlíf þar sem hann bjó og hafði útsýni yfir höfnina og gat fylgst með því sem þar fór fram. Hann átti það til að hringja til að spyrja hvernig fram- kvæmdum miðaði en það var einmitt síðasta stóra verk sem höfnin fór í, að endurbyggja Ásgeirsbakka sem er í beinni sjónlínu úr setustofunni á Hlíf. Eitt er mér þó minnisstæðast af samskiptum okkar Sturlu. Það var þegar ég heimsótti hann og óskaði eftir því að fá að nefna nýja hafnsögu- bátinn eftir honum. Það þótti honum nú alger óþarfi. Hann hefði nú í gegn- um árin rekist illa í pólitíkinni og ekki alltaf verið stjórnendum bæjarins að skapi. En hann lét þó undan eftir því sem ég reyndi að sannfæra hann um að það skipti nú ekki máli hvar menn stæðu í pólitík. Hann hefði skilað samfélaginu sínu og það væri okkur nú mikill heiður að hafa nafn hans á nýja bátnum. Ég þóttist nú greina það að honum þætti ákaflega vænt um að við skyldum nefna bátinn eftir honum. Af kynnum mínum við Sturlu er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa kynnst honum og mátt læra eitthvað af forsögu hafnarinnar sem ég hafði tekið að mér að stjórna. Sturla reynd- ist mér ætíð ráðagóður. Nú þegar hann er fallinn frá þá finn ég fyrir ákveðnum söknuði og hugsa til þess að ég hefði getað heimsótt hann oftar. Rebekku og fjölskyldu votta ég samúð. Fyrir hönd starfsmanna Ísafjarð- arhafnar, Guðmundur M. Kristjánsson hafnarstjóri. Enn einn hlekkur er tekinn úr keðju okkar kiwanisfélaga í Þórs- svæði. Fallinn er frá okkar kæri vinur og stofnandi að Kiwanisklúbbnum Básum á Ísafirði. Sem fyrrverandi forseti Bása og nú svæðisstjóri Þórssvæðis, en Básar til- heyra því svæði, er mér ljúft og skylt að kveðja hann með nokkrum orðum. Öðrum eins kiwanismanni hef ég ekki kynnst í gegnum tíðina, alltaf var hann tilbúinn að leiðbeina og ráð- leggja okkur um það sem þurfti að vera öruggt. Margar spurningar lagði ég fyrir þennan gamla vin sem alltaf ráðlagði mér ef ég var ekki viss í minni sök og gott var að rökræða um kiwanismál við hann. Ekki má gleyma öllum svæðisráðs- fundunum sem haldnir hafa verið á Ísafirði frá stofnun klúbbsins þar sem vinur minn Sturla mætti og hafði oft- ast margt til málanna að leggja. Hann naut stuðnings sinnar tryggu eiginkonu Rebekku í starfinu og mun það seint fullþakkað. Við kíwanisfélagar á Þórssvæði vottum Rebekku og hennar fjöl- skyldu okkar dýpstu samúð og þökk- um honum samfylgdina gegnum tíð- ina. Blessuð sé minning hans. Gunnlaugur Gunnlaugsson, svæðisstjóri Þórssvæðis. Ég kveð þig á leiðarlokum með þessu ljóði. Ég kvíði ei lengur komandi tíma. Ég hætt er að starfa, og tekin að bíða. Ég horfi á ljósið, sem lýsir fram veginn. Held göngunni áfram, verð hvíldinni feginn. (Höf. ók.) Takk fyrir samfylgdina. Þín eiginkona. Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. (Hákon Aðalsteinsson.) Kæri Dúlli bróðir. Megi Guð styrkja þig og varðveita. Hinsta kveðja. Þinn bróðir Steindór Halldórsson. HINSTA KVEÐJA Elsku afi Nú ertu farinn. Það er erfitt að kveðja, en við vitum að nú líður þér betur. Og við vitum að þú varst sáttur og tilbúinn til að fara. Dags er geislar dofna dauðinn hraðar för sælt er að mega sofna með sigurbros á vör. Minning manninn lifir að mold þó hverfi hann auga þínu yfir aldur lífsins brann. (G.K.) Minningarnar lifa og okkar minningar um þig snúast um heimsóknir á Ísafjörð til ykkar ömmu og Bangsíar, þar sem við fengum að leika okkur í flottasta garði í heimi. Eftir að þið fluttuð svo til Hveragerðis hittumst við oftar og sérstaklega á sumrin og um jólin. Við munum alltaf eftir því hvað þú varst duglegur og það var sko stjanað við mann hjá ykkur ömmu, það var á hreinu að enginn fór svangur frá ykkur. Við munum eftir þínum ynd- islega, frábæra og oft svarta húm- or sem þú hafðir – sérstaklega fyrir sjálfum þér. Og þú varst hin mesta barnagæla sem fyrirfinnst. Þegar maður kíkti á ykkur ömmu síðustu árin á Kumbaravogi lifn- aði svo sannarlega yfir þér þegar barnabarnabörnin birtust. Jafnvel síðustu dagana þína, þrátt fyrir að vera orðinn mjög lasinn, sá maður hvað þér þótti vænt um að hitta minnstu krílin. Yndi er að eiga ást og fórnarblóð þín margir sakna mega er meta verkin góð. Þér ég þakkir færi þín var kynning hlý. Vík nú vinur kæri, verksvið inn á ný. (G.K.) Bless, elsku afi, og takk fyrir allt, Lúðvík, Valgeir Þór og Harpa Louise. Nú er fallinn frá einhver ynd- islegasti maður sem ég hef kynnst, afi minn Lúðvík Kjart- ansson. Hann var dugnaðarmað- ur, hvað sem hann tók sér fyrir hendur, gat hann gert, og gerði betur en nokkur annar. Ég gleymi aldrei stundunum sem við áttum í fallega garðinum og í hús- inu þeirra ömmu á Ísafirði, og þeim góðu í Hveragerði, því þang- að fluttu þau þegar öll þeirra börn fluttu suður. Þau vildu vera hjá sínu fólki. Á unglingsárum mínum lenti ég í ýmsum erfiðleik- um og alltaf reyndi þá afi minn að vísa mér rétta leið og var alltaf til staðar. Núna er ég loksins á beinu brautinni, og ekki væri úr vegi að feta í fótspor hans. Ég er eilíflega þakklátur fyrir að þú kynntist litla drengnum mínum, því þið funduð strax stað í hjarta hvors annars. Ég veit að ég, Solla og Dagur Björn munum ávallt geyma þig í hjörtum okkar. Við vorum svo lánsöm að hafa þekkt þig. Aðalsteinn Árdal Björnsson. Það var alltaf ljúft að heim- Lúðvík K. Kjartansson ✝ Lúðvík KjartanKjartansson fæddist á Dverga- steini í Álftafirði 14. desember 1921. Hann lést á Kumb- aravogi sunnudag- inn 2. mars síðast- liðinn og var jarðsunginn frá Kotstrandarkirkju 8. mars sækja Lúðvík og Önnu fyrir austan – bæði barngóð og yndisleg. Man þegar við Örv- ar eignuðumst Benz hérna um árið, hvað Örvar varð að fara beint austur til þess að sýna Lúlla afa sín- um bílinn. Sagði mér síðan skondna sögu af því að einhvern tíma hefði Lúlla verið reddað flottum amer- ískum kagga, hann átti hann víst í mánuð eða svo, skipti honum síðan yfir í Benz. Sú bílategund hafði alltaf reynst honum vel og hann var ekkert að svíkja lit. Hann var pottþétt þannig gaur, stóð með sínum og reyndist þeim vel. Erum virkilega þakklát fyrir að hafa kynnst honum. Við vottum fjölskyldu Lúðvíks, Önnu, börnum og barnabörnum okkar dýpstu samúð og megi Guð blessa ykkur og varðveita. Irma Þöll og börn. Elsku langafi. Við kveðjum þig með trega og eftirsjá og vitum að þér líður betur og ert hvíldinni feginn eftir erfið veikindi. Við ætlum að kveðja þig með þessu ljóði. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku langamma, við vottum þér okkar innilegustu samúð og hugur okkar er hjá þér á þessum erfiðum tímum. Þín langafabörn, Daníel Ágúst, Ásdís Birta, Örvar Reyr og Kristín Björk. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V.Briem.) Elsku afi minn, þó ég kveðji þig hér mun ég aldr- ei gleyma þér og ávallt geyma þig í hjarta mínu. Kveðja. Bragi Árdal Björns- son, Sigrún og Máney Sól. Elsku langafi, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér, þú varst yndislegur maður og við söknum þín. Aðalsteinn Örn Ár- dal og Kjartan Veturliði Örv- arssynir Elsku Lúlli, þó árin hafi ekki verið mörg sem við fengum að þekkja þig, þá eru það okkur forréttindi að hafa kynnst þér. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V.Briem.) Hvíldu í friði. Ást- arkveðja Dagur og Sólveig. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.