Morgunblaðið - 10.03.2008, Side 36

Morgunblaðið - 10.03.2008, Side 36
36 MÁNUDAGUR 10. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ / KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA DARK FLOORS kl. 10:30 B.i.14 ára UNDRAHUNDURINN m/ísl tali kl. 6 LEYFÐ STEP UP 2 kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i.7 ára P.S. I LOVE YOU kl. 8 LEYFÐ SÝND Í ÁLFABAKKA THE BUCKET LIST kl. 6 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára DIGITAL AUGUST RUSH kl. 5:30 - 8 B.i.16 ára NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16 ára NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16 ára LÚXUS VIP THERE WILL BE BLOOD kl. 5:50 - 8 - 10:30 B.i.16 ára THE BUCKET LIST kl. 6 - 8:20 - 10.30 B.i. 7 ára JUNO kl. 6 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára UNDRAHUNDURINN m/ísl tali kl 6:10 LEYFÐ STEP UP 2 kl. 8:20 - 10:30 B.i. 7 ára SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í KRINGLUNNI OG AKUREYRI eeeee Rás 2 eeee - S.U.S. X-ið 97.7 eeee - 24 Stundir eeee - V.J.V. Topp5.is/FBL Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is HLJÓMSVEITAKEPPNI Hins hússins og Tónabæjar, Músíktil- raunir, hefst í kvöld í Austurbæ og er nú haldin í 26. skipti. Keppninni verður svo fram haldið á hverju kvöldi út vikuna og lýkur með úrslit- um næstkomandi laugardag. Í kvöld keppa tíu hljómsveitir um tvö sæti í úrslitunum en alls taka 49 hljóm- sveitir þátt í tilraununum að þessu sinni. Undankeppnin verður í Aust- urbæ og úrslitin haldin í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsinu. Til mikils er að vinna fyrir hljóm- sveitirnar í Músíktilraunum. Hljóm- sveitin sem hreppir fyrsta sætið fær hljóðverstíma með hljóðmanni í Sundlauginni, hljóðveri Sigur Rósar. Annað sætið gefur hljóðverstíma ásamt hljóðmanni í Stúdíó Sýrlandi og þriðja sætið hljóðverstíma ásamt hljóðmanni í Gróðurhúsinu. Að auki fá sigursveitinar ýmis verðlaun önn- ur en einnig eru efnilegustu hljóð- færaleikarar verðlaunaðir með hljóðfærum og ýmsum búnaði og veitt verða verðlaun fyrir textagerð á íslensku. Á undankvöldunum velur salur eina hljómsveit áfram og sér- stök dómnefnd eina, en úr- slitakvöldið velur hún þrjár hljóm- sveitir í verðlaunasæti, 1., 2. og 3. sæti. Gestir í sal og áheyrendur Rás- ar 2 um land allt velja svo eina hljómsveit sem fær titilinn Hljóm- sveit fólksins. Í dómnefnd eru Árni Matthíasson, Morgunblaðinu, Steinþór Helgi Arn- steinsson, Fréttablaðinu, Ragnheið- ur Eiríksdóttir, 24 stundum, Hildur Maral Hamíðsdóttir, Monitor, Hild- ur Guðný Þórhallsdóttir, FÍH, Arn- ar Eggert Thoroddsen, Rás 2, og Kristján Kristjánsson, sem er fulltrúi fólksins. Keppnin hefst kl. 19:00 í kvöld í Austurbæ, eins og getið er. Músíktilraunir í Austurbæ Electronic Playground Liðsmenn Electronic Playground eru Reykvíkingarnir Sindri Bergsson gítarleikari, Nikulás Ari Hannigan bassaleikari, Hlynur Héðinsson söngv- ari og Ægir Sindri Bjarnason trommuleikari. Þeir eru allir sextán nema Ægir Sindri sem er fimmtán, og lýsa tónlistinni svo: „Við spilum svona rokk sem er samt ekki eins og svona rokk, þú veist.“ Buxnaskjónar Því skondna nafni Buxnaskjónar heitir hljómsveit úr Eyjafjarð- arsveit sem spilar eyfirskt pönk. Sveitina skipa þeir Þorsteinn Kári Guðmundsson gítarleikari og söngvari og Almar Daði Krist- jánsson bassaleikari, sem eru sex- tán ára, og Þorsteinn Sindri Bald- vinsson trommuleikari, sem er fimmtán ára. Hinir Hinir eru þessi: Valbjörn Snær Lilliendahl gítarleikari og söngv- ari, Sunna Margrét Þórisdóttir söngkona, Pétur Finnbogason trommuleikari og bakraddasöngv- ari, Jón Birgir Eiríksson hljóm- borðsleikari, Sveinn Pálsson hljóm- borðsleikari og Gunnar Örn Freysson bassaleikari og bakradda- söngvari. Jón Birkir er fjórtán ára, Gunnar Örn sextán en hin eru fimmtán. Þau eru úr Reykjavík og spila framsækið rokk og popp. No Practice Hljómsveitin No Practice er úr Kópavoginum og spilar pönk, rokk eða eitthvað í þeim dúr. Sveitina skipa Stefán Guðmundsson trommuleikari, Guðbjartur Sig- urbergsson gítarleikari og Herdís Arngrímsdóttir bassaleikari. Þau eru fjórtán og fimmtán ára. Proxima Úr Kópavogi kemur hljómsveitin Proxima sem skipuð er fimm ungmenn- um sem öll eru fædd 1992. Þau eru Anna Hjördís Valgeirsdóttir Skagfjörð söngkona, Ástvaldur Axel Þórisson 15 ára gítarleikari, Emil Svavarsson trommuleikari, Oddur Steinn Einarsson bassaleikari og Smári Sig- urgrímsson gítarleikari. Þau spila rokkblöndu af Muse, Sigur Rós, Klax- ons, Oceansize og eigin frumleika. Pink Rosewood Reykjavíkursveitina Pink Rosewo- od skipa Hallgrímur Hrafn Ein- arsson gítarleikari og bakradda- söngvari, Jakob Gunnarsson píanóleikari og söngvari, Aron Björn Bjarnarsson bassaleikari og Einar Sigurðsson trommuleikari. Þeir eru allir fæddir 1993 og spila fjölbreytta tónlist. Room 165 Í herbergi 165 eru Daníel Pálsson trommuleikari, Ólafur Bjarki Bogason gítarleikari og söngvari, Sindri Bergsson gítarleikari og Þórir Bergsson bassa- og píanóleikari. Daníel og Sindri eru sextán ára, Ólafur Bjarki fimmtán og Þórir átján. Þeir segjast spila einhverskonar óljósa blöndu af alternative-rokki (ef rokk skyldi kalla). Spítala Alfreð Reykvíkingarnir Andri Þórhalls- son, Auðunn Haraldsson, Arnór Pétur Marteinsson, Máni Dagsson og Gunnar Páll Halldórsson skipa hljómsveitina Spítala Alfreð. Þeir eru allir sautján ára og spila „Har- dcore Indie Rock“. Auðunn spilar á gítar og syngur, Arnór Pétur á hljómborð, Máni á gítar og Gunnar Páll á bassa. Óskar Axel og Karen Páls Þau Óskar Axel Óskarsson, Karen Pálsdóttir og Birgir Örn Magn- ússon halda uppi merki hiphopsins að þessu sinni. Þau eru úr Reykja- vík, Óskar Axel er sextán ára, Kar- en fimmtán ára og Birgir Örn sex- tán ára. Þau flytja poppað hiphop. Yggdrasill Yggradsill er hljómsveit úr Kefla- vík sem skipuð er þeim Pálmari Sigurpálssyni, Kristni Bergssyni, Davíð Má Antonssyni og Óla Baldri Jakobssyni sem allir eru fimmtán ára. Þeir spila heiðið svartmálms- rokk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.