Morgunblaðið - 14.03.2008, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur
Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
FIMM íslenskir sérsveitarmenn fylgja Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra, sem held-
ur á næstunni í heimsókn til Afganistans, á ferðum
hennar þar í landi. Þetta staðfestir Urður Gunn-
arsdóttir, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins.
Sérsveitarmennirnir eru þegar komnir til Afgan-
istans til að undirbúa öryggisgæslu vegna fyrir-
hugaðrar ferðar ráðherrans.
Urður segir það venju þegar háttsettir ráða-
menn halda til Afganistans að ríki viðkomandi sjái
um að útvega lífverði. NATO krefjist þess að líf-
varsla sé til staðar í ferð sem þessari. Það þyki
sjálfsagt mál hjá öðrum þjóðum að senda lífverði
með háttsettu fólki og utanríkisráðherra falli þar
undir.
Hún segir nauðsynlegt fyrir sérsveitarmennina
að kynna sér aðstæður í Afgan-
istan, enda verði farið á marga
staði meðan á ferð ráðherrans
stendur.
Hafa reynslu
Urður segir íslensku sér-
sveitarmennina hafa reynslu af
gæsluverkefnum sem þessum.
„Sérsveitin hefur meðal annars
gert þetta á leiðtogafundi
NATO sem var haldinn [hér] í
fyrra,“ segir hún.
Utanríkisráðuneytið vill af öryggisástæðum
ekki veita frekari upplýsingar um ferð ráðherrans
til Afganistans. „Við viljum fara varlega í að ræða
einstök efnisatriði ferðarinnar þar til nær dreg-
ur,“ segir Urður.
Norðmaður lést í árás í janúar
Í janúar á þessu ári lést norskur blaðamaður
þegar árás var gerð á hótel í Kabúl, höfuðborg
Afganistans, en Jonas Gahr Störe, utanríkisráð-
herra Noregs, dvaldist þá á hótelinu meðan á
heimsókn hans til Afganistans stóð. Ban Ki-Moon,
framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lét þau
orð falla skömmu eftir árásina að hún hefði beinst
sérstaklega að norska utanríkisráðherranum.
Talsmaður SÞ í Afganistan sagði hins vegar eftir
árásina að ekkert benti til þess að árásarmenn-
irnir hefðu vitað að Störe var á hótelinu. Störe
flýtti heimför sinni eftir atvikið.
Sérsveitarmenn fylgja ráð-
herra í ferð til Afganistans
Fimm menn eru þegar komnir til Afganistans til þess að undirbúa öryggisgæslu
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
FIMM karlmönnum sem grunaðir
voru um kynferðisbrot gegn rúmlega
tvítugri konu um síðustu helgi hefur
verið sleppt úr haldi lögreglu. Tveir
þeirra hafa þó verið úrskurðaðir í far-
bann. Konan, sem starfar fyrir ráð-
gjafarfyrirtæki, kemur aðeins til með
að dveljast hér á landi í nokkrar vik-
ur.
Einn mannanna kærði úrskurð
Héraðsdóms Reykjavíkur frá 10.
mars sl. um að hann skyldi sæta
gæsluvarðhaldsvist. Hæstiréttur
staðfesti þann úrskurð á miðvikudag
og kemur m.a. fram í greinargerð
lögreglustjórans á höfuðborgarsvæð-
inu að einn mannanna hafi játað að
hafa haft samræði við konuna. Það
hafi hins vegar verið með samþykki
hennar.
Vaknaði á öðrum stað í íbúðinni
Í greinargerðinni kemur jafnframt
fram að konan hafi verið að skemmta
sér í miðborginni aðfaranótt sunnu-
dags og orðið viðskila við vini sína.
Hún hafi farið að dvalarstað sínum en
ekki komist inn þar sem vinur hennar
hafi verið með lykilinn. Þá hafi borið
að mann sem kvaðst vera kunningi
konu sem hún hafði kynnst um kvöld-
ið. Tjáði maðurinn konunni að hún
yrði örugg á heimili hans. Konan lét
til leiðast.
Þegar þangað var komið dró mað-
urinn fram dýnu og lagðist konan til
svefns í öllum fötum. Eftir það brest-
ur minni konunnar að miklu leyti, en
hún man þó óljóst eftir því að mað-
urinn sem bauð henni heim hafi lagst
hjá henni og kysst hana á hálsinn.
Hún hafi þá ýtt honum frá sér og
sofnað aftur.
Konan vaknaði svo við að annar
maður hafði við hana samfarir – þá
var hún annars staðar í íbúðinni og
nakin að neðan. Við það stökk hún á
fætur, klæddi sig og hljóp út úr íbúð-
inni.
Að sögn Sigurbjörns Víðis Egg-
ertssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns
miðar rannsókn áfram. Búið sé að úti-
loka að þrír mannanna hafi komið að
meintu broti gegn konunni. Ekkert
er hins vegar hægt að segja til um
hvort henni hafi verið byrluð ólyfjan.
Einn mann-
anna játaði
samræði
við konuna
Öllum grunuðum
sleppt úr haldi
FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokks-
ins lögðu í gær fram tillögu í borg-
arráði, þess efnis að umhverfis- og
samgöngusviði Reykjavíkurborgar
skuli falið að kanna hagkvæmni
þess og fýsileika að koma á lest-
arsamgöngum milli Keflavíkur-
flugvallar og miðborgar Reykja-
víkur annars vegar og
léttlestakerfis í Reykjavík hins
vegar, með tilliti til fjárhags-, um-
hverfis- og skipulagslegra þátta.
Tillagan stafaði m.a. af hækk-
andi eldsneytisverði, þéttingu
byggðar, umhverfisþáttum og
áherslu á nýtingu innlendra orku-
gjafa í samgöngum. Samkvæmt
henni skal umhverfis- og sam-
göngusvið leitast við um samstarf
með samgönguráðuneytinu verk-
efnið, auk þess að hafa samráð við
Orkuveitu Reykjavíkur.
Þá skyldi ýtarlegri verkefnalýs-
ingu og kostnaðaráætlun vegna
verksins skilað til borgarráðs eigi
síðar en 1. júní næstkomandi. Af-
greiðslu málsins var frestað.
Vilja skoða
lestakerfi í
borginni
Úttekt skuli lokið 1.
júní næstkomandi
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úr-
skurð Héraðsdóms Reykjaness þess
efnis að karlmaður, grunaður um
umfangsmikinn innflutning á fíkni-
efnum til landsins, sæti áframhald-
andi gæsluvarðhaldi, til 18. apríl nk.
Jafnframt hefur rétturinn staðfest
úrskurð sama héraðsdóms yfir öðr-
um karlmanni, sem talinn er eiga að-
ild að málinu, um að hann afpláni 360
daga eftirstöðvar refsingar.
Báðir eru mennirnir taldir viðriðn-
ir fíkniefnamál sem upp kom á Kefla-
víkurflugvelli í nóvember sl., þegar
rúm fimm kíló af amfetamíni og kók-
aíni fundust við eftirlit lögreglu í bif-
reið á vegum hraðflutningafyrirtæk-
is. Annar mannanna var starfsmaður
fyrirtækisins og er talið að hann hafi
komið að innflutningi mikils magns
fíkniefna, sem hafi staðið a.m.k. frá
vormánuðum 2005 – nokkuð reglu-
lega. Sá hefur að mati lögreglu verið
afar ósamvinnuþýður við yfir-
heyrslur og er framburður hans afar
ótrúverðugur. Maðurinn er talinn
tengjast skipulagningu, milligöngu
og móttöku fíkniefna og gegndi því
lykilhlutverki.
Hinn maðurinn, sem komst í frétt-
irnar fyrir að strjúka úr haldi lög-
reglunnar á höfuðborgarsvæðinu, er
talinn hafa staðið að fjármögnun,
skipulagningu og móttöku fíkniefna,
en hann hefur staðfastlega neitað að-
ild að málinu. Samkvæmt því sem
kemur fram í greinargerð lögreglu
hefur maðurinn orðið margsaga um
einstök atvik málsins og er vísað í
framburð annarra sakborninga og
vitna. Þá hefur rannsóknin leitt það í
ljós að maðurinn eigi fjölda eigna
sem skráðar séu á aðra.
Rannsókn málsins er enn í fullum
gangi og hafa t.a.m. ekki öll gögn
borist erlendis frá. Auk þess er verið
að rannsaka tölvubúnað sem lagt var
hald á og banka- og símagögn.
Innflutningurinn
hófst vorið 2005
HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hefur
dæmt karlmann á fimmtugsaldri til
tólf mánaða fangelsisvistar, en frest-
að fullnustu níu mánaða refsingarinn-
ar, fyrir frelsissviptingu, líkamsárás
og kynferðisbrot gegn þáverandi unn-
ustu sinni. Henni þarf maðurinn að
greiða 600 þúsund krónur í miska-
bætur auk þess að greiða allan sak-
arkostnað, um 750 þúsund kr.
Maðurinn viðurkenndi brot sitt að
mestu leyti, meðal annars að hafa far-
ið að íbúð á Laugarvatni þar sem kon-
an var gestkomandi, leitt hana út og
inn í bifreið. Frá Laugarvatni ók mað-
urinn með konuna að Gjábakkavegi,
þar dró hann konuna út úr bifreiðinni
og sló hana í andlit og líkama. Í fram-
haldinu ók hann með konuna aftur á
Laugarvatn og dró hana inn í íbúð
hennar – maðurinn neitaði að vísu að
hafa dregið hana á hárinu, en í lækn-
isvottorði kemur fram að eymsli hafi
verið í öllum hársverði – eftir möl,
gangstétt og upp stiga. Inni í íbúðinni
veittist maðurinn að konunni með of-
beldi, afklæddi hana og setti fingur
inn í leggöng. Ofbeldið hélt áfram í
nokkurn tíma og var konan slegin
ítrekað í andlit og líkama, m.a. þannig
að höfuð hennar skall utan í vegg.
Átti barsmíðar skilið
Fjórtán ára dóttir konunnar var
heima þegar barsmíðarnar áttu sér
stað. Samkvæmt skýrslu sem tekin
var af henni í Barnahúsi, vaknaði hún
við að maðurinn öskraði á móður
hennar. Hún fór fram og spurði
manninn hvað gengi á. Hann sagðist
þá hafa kýlt móður hennar, þar sem
hún hefði haldið fram hjá sér og ætti
því skilið að vera barin. Maðurinn
bannaði dótturinni þá að sjá móður
sína.
Í niðurstöðu héraðsdóms kemur
fram að við ákvörðun refsingar sé litið
til að maðurinn hafi að mestu játað
brot sitt, en einnig að árásin var
hrottafengin. ófyrirleitin og að hluta
framin inni á heimili konunnar þar
sem dóttir hennar var stödd. „Þá
verður að líta til þess að um brota-
samsteypu er að ræða og að ofbeldi
ákærða stóð yfir í umtalsverðan tíma
og var til þess fallið að niðurlægja
unnustu hans og svipta hana mann-
legri reisn,“ segir m.a. í dómnum.
Ástríður Grímsdóttir héraðsdóm-
ari kvað upp dóminn. Kolbrún Sæv-
arsdóttir saksóknari flutti málið af
hálfu ákæruvaldsins og Torfi Sigurðs-
son hdl. varði manninn.
Sekur um frelsissvipt-
ingu og gróft ofbeldi
Afplánar þrjá mánuði í fangelsi fyrir brot gegn unnustu sinni
KRISTJÁN Gíslason náði sínum besta árangri í svo-
nefndu Guðlaugssundi, þegar hann synti 6 km sundið í
fyrradag á 1:40.43 klst. eða hvern km á 16 mínútum og
47 sekúndum að meðaltali. Kristján, sem er 52 ára, hef-
ur tekið þátt í sundinu síðan árið 2000, þrisvar í Vest-
mannaeyjum og fjórum sinnum á Seltjarnarnesi.
Kristján segir að hann hafi alltaf verið mikið fyrir
sund en aldrei keppt, þar sem hann hafi fengið brjósk-
los í baki fyrir tæplega 30 árum. Jósep Blöndal, skurð-
læknir í Stykkishólmi, hafi kennt sér að lifa með
brjósklosinu og síðan hafi hann synt einn kílómetra á
hverjum degi. Þátttaka í Guðlaugssundinu sé til að
halda upp á þetta afrek, en fyrst og fremst til að lýsa
yfir aðdáun á afreki Guðlaugs Friðþórssonar 12. mars
1984, sem hann telji eitt af merkilegustu afrekum ís-
landssögunnar. Á myndinni eru frá vinstri Birgir Þór
Jósafatsson, bræðurnir Baldur, Gísli og Árni Kristjáns-
synir og Kristján Gíslason, faðir þeirra þriggja.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Persónulegt met í Guðlaugssundi