Morgunblaðið - 14.03.2008, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
BJÖRN Bjarnason dómsmálaráðherra sat í vikunni ráð-
herrafund Schengen-ríkjanna í Brdo í Slóveníu.Fund-
urinn snerist um landamæravörslu á ytri landamærum
Schengen-ríkjanna, þróun hennar og ný úrræði.
Á fundinum voru kynntar hugmyndir framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins um að auka notkun tölvu-
tækni og sjálfvirkni við landamæravörslu. Vegabréf og
vegabréfsáritanir með lífkennum gera kleift að taka upp
nýjar aðferðir við skráningu á ferðum yfir landamæri,
auk þess sem varsla rafrænna lífkenna eins og fingra-
fara tryggir öruggara eftirlit með dvöl þeirra, sem
koma inn á Schengen-svæðið.
Ráðherranir ræddu einnig störf landamærastofnunar Evrópu, FRON-
TEX, og töldu reynslu af starfi hennar mjög góða. Rædd voru áform um að
herða eftirlit á Miðjarðarhafi og sunnanverðu Atlantshafi til að sporna við
ólöglegum innflytjendum og smygli á fólki og fíkniefnum. Talið var nauð-
synlegt að hvert einstakt ríki efldi þetta eftirlit.
Landamæravarsla á ytri
landamærum Schengen-ríkja
Björn Bjarnason
BÆJARSTJÓRI Seltjarnarness
undirritaði á dögunum samning við
margmiðlunarfyrirtækið Gagarín
um hönnun og uppsetningu marg-
miðlunarstanda á Seltjarnarnesi.
Standarnir munu innihalda
margmiðlunarkynningu um nátt-
úru, útivist og menningu á Sel-
tjarnarnesi. Við hönnun á marg-
miðlunarefninu verður áhersla
lögð á að varpa ljósi á sérstöðu
þessa bæjarfélags. Markmiðið er
að gefa fólki lifandi og sanna inn-
sýn í náttúruna, dýra- og fuglalíf,
fjöruna og almenna útivist-
araðstöðu sem bærinn býður upp
á, segir í tilkynningu. Þá verður
leitast við að fræða almenning um
merkar minjar og örnefni á Nesinu
og að gera útilistaverkum bæjarins
skil.
Undirritun Geir Borg og Jónmund-
ur Guðmarsson bæjarstjóri.
Margmiðlun á
Seltjarnarnesi
NIÐURSTÖÐUR þjónustukönnunar sem gerð var fyrir
Barnavernd og þjónustumiðstöðvar Reykjavíkur sýna al-
mennt ánægju hjá viðskiptavinum.
86% svarenda eru mjög eða frekar ánægð með þjónustu
þjónustumiðstöðvar borgarinnar og rúm 58% eru mjög
eða frekar ánægð með þjónustu Barnaverndar. Jafnframt
eru 93% ánægðir með viðmót og framkomu starfsfólks á
þjónustumiðstöðvum og 84% ánægð með viðmót og fram-
komu starfsfólks Barnaverndar. Hlutfall mjög eða frekar
ánægðra hefur aukist frá sambærilegri könnun sem fram-
kvæmd var árið 2006 á þjónustumiðstöðvum borgarinnar.
69% kváðu mjög eða frekar auðvelt að nálgast upplýs-
ingar um þjónustu þjónustumiðstöðvar og 65% Barnaverndar.
Ánægja með þjónustumiðstöðvar
BÚIST er við að margir útlend-
ingar sem búsettir eru hér á landi
leggi á miðvikudag í næstu viku
leið sína í Alþjóðahús til að fá þar
aðstoð við gerð skattframtals.
Undanfarið eitt og hálft ár hafa
laganemar úr Háskólanum í
Reykjavík vikulega veitt útlend-
ingum ókeypis lagaaðstoð í Al-
þjóðahúsi og hefur starfið gefist
vel, að sögn Einars Skúlasonar,
framkvæmdastjóra Alþjóðahúss.
Einar segir að aðstoðin við
skattframtalsgerðina í næstu viku
verði ókeypis. Hún verður veitt í
12 klukkustundir, frá kl. 9-21.
Þeir nemendur sem taka þátt í að
aðstoða útlendingana eru allir
langt komnir í námi eða nýlega
útskrifaðir.
Spurður hvort algengt sé að út-
lendingar sem unnið hafa hér á
landi í einhvern tíma lendi í því
að skattar og skyldur hafi ekki
verið greidd segir Einar það
koma fyrir, rétt eins og hjá Ís-
lendingum. Í slíkum tilfellum geti
Alþjóðahús aðstoðað fólkið, hafi
það haldið launaseðlum sínum til
haga.
HR-nemar aðstoða útlendinga
við gerð skattframtala
Morgunblaðið/Ásdís
Aðstoð Einar Skúlason framan við
Alþjóðahúsið á Hverfisgötu.
FRAMKVÆMDIR eru hafnar við
ofanverðan Skólavörðustíg, en um er
að ræða 2. áfanga í endurnýjun göt-
unnar. Framkvæmdasvæðið nær frá
Týsgötu upp að Njarðargötu og er
áætlað að framkvæmdum verði lokið
fyrir 31. júlí. Lokað er fyrir bílaum-
ferð en haldið verður opinni göngu-
leið um svæðið á verktímanum.
Þetta er umfangsmikil fram-
kvæmd, allt yfirborð götu og gang-
stétta verður endurnýjað, skipt um
jarðveg og snjóbræðsla sett í götu
og gangstéttar. Akbrautir verða
malbikaðar, en gangstéttir og upp-
hækkanir á gatnamótum verða
stein- og hellulagðar.
Götunni lok-
að að hluta
STUTT
VINNUMIÐLUN ungs fólks (VUF)
opnaði fyrir umsóknir vegna sum-
arstarfa hjá Reykjavíkurborg á
þriðjudag. Þeir sem fæddir eru
1991 eða fyrr geta sótt um.
Einungis er hægt að sækja um
störf rafrænt og nánari upplýs-
ingar um þau og umsóknir er að
finna á www.vuf.is. Ef umsækj-
endur hafa ekki aðgang að netinu
eru þeir velkomnir í Hitt húsið í
Pósthússtræti 3-5 til að nýta sér
tölvur sem þar eru.
Sumarstörf
hjá borginni
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„ÁRANGURINN kom skemmtilega á óvart,“ segir
stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson, sem hafn-
aði í efsta sætinu ásamt tveimur kínverskum stór-
meisturum á Alþjóðlega Opna Reykjavíkurmótinu í
skák. Þetta er í þriðja skipti sem íslenski skákmað-
urinn nær þessum árangri á Reykjavíkurmótinu, en
hann deildi efsta sætinu með tveimur erlendum skák-
mönnum 1994 og var einn í efsta sæti 2000.
Mótið fór fram í Skákhöllinni og Ráðhúsinu dagana
3. til 11. mars og var verðlaunaafhending í fyrradag.
Hannes Hlífar tefldi við þrjá stigahæstu menn móts-
ins í þremur síðustu umferðunum og fékk tvo vinn-
inga úr þeim viðureignum. Hann segist hafa vonast
til að enda í hópi efstu manna og það hafi gengið eft-
ir.
Kaflaskipti
Hannes Hlífar segir að síðustu skákirnar hafi verið
erfiðastar og hann hafi komist yfir ákveðna hindrun
með sigri á stórmeistaranum Victor Mikhalevski frá
Ísrael í næstsíðustu umferð. Skákin hafi verið mjög
flókin og spennandi, en hann hafi náð að stýra svörtu
mönnunum til sigurs eftir mikla baráttu. „Ég var sér-
staklega ánægður með byrjunina, því hann er mun
stigahærri skákmaður,“ segir Hannes Hlífar, sem
fékk frekar flókna stöðu í byrjun en tókst að vinna
sig út úr henni.
Í 7. umferð gerði Hannes Hlífar jafntefli við Yue
Wang, stigahæsta mann mótsins. Í síðustu umferð
tefldi hann við Hao Wang frá Kína, næststigahæsta
mann mótsins, og var með svart. „Hann reyndi að
tefla til sigurs og þetta var erfitt, því síðasta skákin
reynir á taugarnar þegar svona mikið er í húfi, en ég
náði að verjast.“
Kínverjarnir og Hannes Hlífar skiptu með sér
verðlaunafénu fyrir 1. til 3. sæti, samtals 16.000 doll-
urum. Hao Wang bætti við sig 6 stigum og Yue
Wang 2 stigum, en Hannes Hlífar 19 stigum og er nú
kominn með 2.583 Elo-stig. „Þetta er mjög gott og ég
þarf bara eitt svona gott mót til að ná 2.600 stigum,
sem er ákveðinn þröskuldur,“ segir hann. Hannes
Hlífar bætir við að samt sé ekki hægt að gera ráð
fyrir að ná yfir þröskuldinn í einni tilraun en vonandi
takist það á næstu mótum. „En árangurinn gefur
manni mikið sjálfstraust og segir mér að ég get ým-
islegt enn þá.“
Næsta mót, Evrópumeistaramót einstaklinga, hefst
í Búlgaríu 20. apríl og svo er líklegt að Hannes Hlífar
verði með á móti í Lúxemborg í maí.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skák-
sambandsins, er mjög ánægð með mótið og segir að
allt hafi gengið upp. Keppendur hafi verið himinlif-
andi og óskað eftir að koma aftur. Mjög margir hafi
fylgst með skákunum á keppnisstað og ótrúlega
margar flettingar hafi verið á vef Skáksambandsins
þar sem skákirnar hafi verið sýndar beint. „Það var
sprenging í aðsókn, allt upp í 113.000 flettingar á
skömmum tíma á sunnudag og mótið vakti því mikla
athygli í skákheiminum,“ segir hún.
Árangurinn eykur
sjálfstraustið
Morgunblaðið/Ómar
Góður Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson stóð
sig vel á Alþjóða Reykjavíkurmótinu í skák.
Hannes Hlífar Stefánsson efstur í þriðja sinn Bætti við
sig 19 stigum og nálgast 2.600 stiga múrinn
fermingargjöf
Flott hugmynd að
Kira 3
Frábært kúlutjald með stóru fortjaldi.
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/U
T
I
41
32
7
02
/0
8
Fermingartilboð
9.990 kr.
Verð áður 11.990 kr.
Tjöld frá 6.990 kr.
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500