Morgunblaðið - 14.03.2008, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 14.03.2008, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 11 FRÉTTIR OPIÐ VIRKA DAGA 8-18 LAUGARDAGA 10-14 N1 VERSLUN BÍLDSHÖFÐA 9 - SÍMI 440 1200 REYKJAVÍK - AKUREYRI - AKRANES - HAFNARFJÖRÐUR - KEFLAVÍK - SELFOSS - HORNAFJÖRÐUR - EGILSSTAÐIR WWW.N1.IS Ti lb o ð in g ild a út m ar sm án uð e ð a m eð an b irg ð ir e nd as t MARSTILBOÐ Allt fyrir jeppaferðina í verslunum N1 820 731616 MontBlanc farangursbox, 340 l. Lengd 150 cm, breidd 82 cm, hæð 34 cm. Opnast hægra megin. 29.900,- 41.900,- TILBOÐ 820 RF20 MontBlanc þverbogar 9.990,- 13.176,- TILBOÐ 760 412960 Vasaljós, Dorcy Gúmmíklætt, 2xD rafhlöður fylgja 990,- 1.448,- TILBOÐ 202 PMC013 Loftdæla, 90 l. 11.900,- 14.990,- TILBOÐ 708 TOG10 Dráttartóg, 10 m, 20 mm. 5.490,- 6.890,- TILBOÐ 526 4918130 Fljótandi snjókeðjur, 400 ml. 695,- 995,- TILBOÐ 664 210 215 Dekkjaviðgerðarsett 4.900,- 6.988,- TILBOÐ LANDSFRAMLEIÐSLA jókst um 3,8% að raungildi á árinu 2007. Árið 2006 var 4,4% vöxtur en hann var 7,5% og 7,7% árin 2005 og 2004. Þetta kemur fram í Hagtíðindum Hagstofunnar. Vöxt síðasta árs má helst rekja til 11% aukningar útflutn- ings og 4% aukningar einkaneyslu sem var 58,4% af landsframleiðslu. Fjárfesting dróst hins vegar saman um 14,9% og vöruinnflutningur um 1,4%. Fjárfesting var 27,5% af lands- framleiðslu, hlutfallið hefur aðeins tvisvar sinnum verið hærra frá árinu 1980. Í OECD-ríkjunum er hlutfallið um eða undir 20%. Streymi launa- og fjármagnstekna jókst mun meira frá útlöndum heldur en úr landi. Hagvöxtur dregst saman milli ára                                     BROT 137 ökumanna voru mynduð í Hvalfjarðargöngum frá mánudegi til fimmtudags í þessari viku eða á rúmlega 68 klukkustundum. Vökt- uð voru 5.927 ökutæki og því ók lít- ill hluti ökumanna, eða 2%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var rúmlega 84 km/ klst. en þarna er 70 km hámarks- hraði. Fimmtán óku á 90 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 110 km. Við vöktun á sama stað í janúar árið 2007 óku hlutfallslega mun fleiri ökumenn of hratt eða yfir af- skiptahraða, eða 5%. Aðeins 2% óku af hratt EKKI er brotið á eignarrétti land- eigenda í frumvarpi félagsmálaráð- herra um frístundabyggð, að mati Runólfs Gunnlaugssonar, fasteigna- sala og formanns Félags sumar- húsaeigenda í Dagverðarnesi. Hann segir það fjarri lagi að frumvarpið gangi í berhögg við stjórnarskrána, eins og stjórnarmaður í Landssam- tökum landeigenda hefur haldið fram. „Megininntakið í frumvarpinu er ekki hvort landeigendur hafi eign- arrétt á löndum sínum heldur hvern- ig þeir nota hann,“ sagði Runólfur. Með frumvarpinu sé verið að færa sumarhúsaeigendum samningsstöðu sem ekki sé til í lagaumhverfinu nú. „Það er auðvitað stórmál að stór hópur fólks sé nú með hluta af heim- ili sínu utan ramma laganna. Hver er samningsstaða manns sem á sum- arhús á leigulóð og er með útrunninn leigusamning? Honum er boðin lóðin áfram á margföldu markaðsverði eða að fjarlægja húsið sitt ella! Samningsstaða hans nú er nákvæm- lega engin,“ sagði Runólfur. Í frumvarpinu er lagt til að leigu- taki lóðar fyrir frístundahús geti framlengt lóðarleigusamning lóðar- innar einhliða í 25 ár í senn. Run- ólfur sagði að á móti eigi landeigand- inn að fá innlausnarrétt á mannvirkjum á lóðinni og eigi hann að geta innleyst þau næstu tvö ár eftir að leigusamningur er fram- lengdur einhliða. Eins geti landeig- andi tvöfaldað leigugjaldið við slíka framlengingu. Runólfur kvaðst hafa lagt til við félags- og tryggingamála- nefnd Alþingis breytingu á þessu og að innlausnarréttur landeiganda yrði einnig virkur við eigendaskipti á sumarhúsi. Með því yrði réttur land- eigenda einnig bættur. „Það er alls ekki verið að taka eignarréttinn af bændum eða land- eigendum,“ sagði Runólfur. „Ef eitt- hvað er þá gengur þetta frumvarp of skammt fyrir sumarhúsaeigendur.“ Frístunda- húsafrum- varp gengur of skammt Morgunblaið/RAX Hús Frumvarp um frístundabyggð er núna til umfjöllunar á þingi. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Félagi fasteignasala: „Í fjölmiðlum að undanförnu hefur kveðið talsvert að því að brotið hafi verið gróflega gegn lögum um fast- eignasala þar sem aðilar hafa verið titlaðir sem fasteignasalar án þess að vera það. Lög vernda með skýrum hætti að enginn megi kalla sig fast- eignasala nema hafa til þess löggild- ingu. Félag fasteignasala hefur ítrekað leitast við að leiðréttingar séu birtar en allajafnan án árangurs. Rétt er að geta þess að nöfn allra fasteignasala eru skráð inni á heima- síðu Félags fasteignasala ff.is og því með glöggum hætti hægt að sjá hverjir eru raunverulega fasteigna- salar og hafa tilskilin starfsréttindi. Það er alvarleg blekking og varðar sektum ef gegn þessu er brotið. FF óskar eftir að fjölmiðlar gæti að því að farið sé að lögum.“ Yfirlýsing ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.