Morgunblaðið - 14.03.2008, Page 23

Morgunblaðið - 14.03.2008, Page 23
Eftir Steingrím Sigurgeirsson sts@mbl.is Vín úr hinum stórkost-lega 2005-árgangi íbúðum eru nú farin aðsjást í vínbúðunum og í fríhöfninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, þar sem gera má mjög góð kaup í vönd- uðum vínum. Þar eru nú til dæmis komin í hillurnar vín frá vínhúsum Jonathans Mal- tus sem vakið hafa mikla athygli á síðustu árum. Bretinn Maltus er verk- fræðingur að mennt en ákvað við upphaf tíunda áratugarins að skipta um starfsvettvang. Hann leit- aði um skeið að góðri eign í Bordeaux og varð Chateau Teyssier í St. Emilion að lokum fyrir valinu en hann festi kaup á þeirri eign árið 1994. Teyssier sameinaði það tvennt að þarna var fal- legt hús sem hann vildi búa í og vínekrur sem hann taldi búa yfir mikl- um tækifærum. Maltus framleiðir nokkur vín í Bordeaux og þekktast þeirra er of- urvínið Le Dome sem keppir við þau allra bestu í Bordeaux. Breska víntímaritið Dec- anter valdi það besta vín St. Emilion 2005 ásamt Chateau Ausone. Einnig framleiðir Maltus nokk- ur önnur vín af nær- liggjandi ekrum. Þau eiga það flest sameig- inlegt að vera ein- staklega aðgengileg þótt ung séu og sum 2005- vínanna eru vel neyslu- hæf nú þegar þótt þau sé jafnframt hægt að geyma í ansi mörg ár til að ná meiri dýpt og þroska. Chateau Teyssier 2005 er dökkt með björtum sólberja- og kirsuberjaávexti sem myndar þykkan hjúp ásamt mildri eik og blómatónum, vínið hefur mýkt en jafnframt mjúk tannín sem gefa því góða hryggja- súlu og strúktúr. Umhellið 2-3 tímum áður en vínið er borið fram. Mjög góð kaup á fríhafn- arverðinu 1.819 krónur. 91/100 Chateau Grand-Destieu er eitt vínanna frá Maltus sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Gífurlega neysluvænt strax frá upphafi og með frábæra dýpt fyrir verð. 2004-vínið var einstaklega traust og það glansar svo sannarlega í 2005-árganginum. Dökkt með djúpum allt að því krydduðum cassis-ávexti sem rennur saman við þéttan en hófstilltan eikarvið. Marg lagskipt með silkimjúkum og fínum tannínum, klassískur Bordeaux sem daðrar við Nýja- heimsstílinn. Umhellið 2-3 tímum áður en vínið er borið fram. Frí- hafnarverð er 2.399 krónur. 92/ 100 Það er hins vegar Le Dome sem hefur vinninginn, sannkallað of- urvín. Gífurlega þéttur, djúpur og aflmikill ávöxtur af gömlum vínvið með svörtum berjum og jörð. Stíl- hreint og fágað en jafnframt ein- staklega mjúkt miðað við afl og stærð. Þetta er vín til að geyma í einhver ár enn en ætti þó að verða tilbúið fyrr en mörg önnur af risa- vínum Bordeaux. Ég bragðaði á Dome 2000 í kvöldverði með Mal- tus á síðasta ári og það vín var í fantaformi þá sex ára gamalt. Þar sem 2000-árganginum svipar mik- ið til 2005 má ætla að þetta vín verði komið í góðan gír um 2010- 2011. Fríhafnarverð er 11.999 krónur. 95/100 Í vínbúðunum er síðan hægt að nálgast hvítvínið Contre le Vent 2005 frá Maltus. Þetta er hvítvín frá St. Emilion en minnir þó um margt á Pessac-Léognan í stíln- um. Feitur og sætur ávöxtur, ferskjur, perur og ananas í mjúk- um og sætum eikarhjúp en jafn- framt ferskri sýru sem gerir þetta að yndislegu neysluvíni. 1.990 krónur. 90/100 Einfaldara en huggulegt Bor- deaux-vín í vínbúðunum er svo Le Regalet Bordeaux 2005. Sólber og krækiber ásamt kryddi í nefi, ör- lítið grænt, með ágætlega mildum tannínum. Umhellið snöggt rétt áður en vínið er borið fram. 1.390 krónur. 85/100 Bordeaux í vínbúðum og fríhöfn Morgunblaðið/Valdís Thor vín MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 23 LITRÍK og glitofin klæði eru efa- lítið það fyrsta sem mörgum dettur í hug þegar talið berst að ind- verskri fatatísku, enda hinn hefð- bundni sarí enn vinsæll klæðnaður hjá indversku kvenþjóðinni. Því fer þó fjarri að indverskir fatahönnuðir láti sníða sér svo þröngan stakk. Líkt og myndirnar hér til hliðar bera með sér þá kann litríkið vissulega enn að vera á sín- um stað, en lögun, sídd og stíll fatnaðarins hefur ferðast á slóðir fjarri þeim þjóðlega fatnaði sem svo mikið ber á á götum ind- verskra borga. Reutes Kjóll fyrir dívu Þessi kjóll Rohit Bal getur sómt sér vel á rauða dreglinum í Bollywood. Þjóðleg Nútímaleg en þjóð- leg hönnun Kavita Bhartia. Framúrstefna Bleikur fram- úrstefnukjóll frá Rohit Bal. Litrík Indlands- tíska Senjoríta Rauður kjóll í spænskum stíl frá Gauri og Nainika. Gúmmívinnslan á Akureyri tók nýverið yfir allan rekstur Alorku í Reykjavík, sem er ört vaxandi fyrir- tæki sem hefur sérhæft sig í sölu á hjólbörðum og flutningatækjum. Í kjölfarið var ákveðið að sameina alla hjólbarðasölu og hjólbarðaþjónustu félagsins undir nafni og vörumerki Alorku. Með þessum breytingum verður til eitt öflugasta félag landsins á sviði hjólbarðaþjónustu. Alorka er með starfsstöðvar á Akureyri og í Reykjavík og býður breiða vörulínu af hjólbörðum fyrir flestar gerðir farartækja. Hjólbarðaverkstæði Alorku að Rétt- arhvammi 1 á Akureyri og Tangarhöfða 15 í Reykja- vík hafa á að skipa traustum fagmönnum með mikla reynslu. Gúmmívinnslan verður áfram í fullum rekstri en mun fyrst og fremst sjá um framleiðslu á sóluðum hjól- börðum og ýmsum vörum úr endurunnu gúmmíi. Þessar breytingar gera okkur kleift að veita enn betri þjónustu og meira vöruúrval á samkeppnishæfu verði. Þannig viljum við styrkja tengsl okkar við núverandi viðskiptavini ásamt því sem við bjóðum nýja viðskiptavini velkomna í hópinn. Réttarhvammi 1 • Akureyri • Sími 464 7900 Tangarhöfða 15 • Reykjavík • Sími 577 3080 Vagnhöfða 6 • Reykjavík • Sími 577 3080www.alorka.is Alorka er nafnið á sameinuðum félögum Gúmmívinnslunnar og Alorku á sviði hjólbarðaþjónustu Alorka er umboðsaðili á Íslandi fyrir:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.