Morgunblaðið - 14.03.2008, Page 30

Morgunblaðið - 14.03.2008, Page 30
30 FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ DÓMUR OG OFBELDI Við lifum í nýrri veröld, sem þvímiður einkennist m.a. af auk-inni glæpastarfsemi, fíkniefn- um, ofbeldi og fleiri illum verkum. Glæpastarfsemin, ekki sízt sú sem tengist fíkniefnum, er vandlega und- irbúin og oft eru þeir sem ganga til verks þrautþjálfaðir til þeirra verka. Fyrr á þessu ári voru fjórir óein- kennisklæddir lögreglumenn við störf á Laugavegi. Þá komu aðvífandi á bíl- um nokkrir menn, sem stöðvuðu bíla, fóru út og réðust á lögreglumennina. Upplifun lögreglumannanna var sú, að árásin hefði verið undirbúin og árás- armennirnir væru þrautþjálfaðir í slagsmálum og kynnu til þeirra verka að berja fólk án þess þó að ganga of langt. Árásarmennirnir voru frá Litháen. Hinir óeinkennisklæddu ís- lenzku lögreglumenn voru sennilega að vinna að fíkniefnamálum. Í fyrradag voru tveir af þremur árásarmönnum – en upphaflega voru þeir fimm – sýknaðir í Héraðsdómi en einn dæmdur sekur og fékk 60 daga skilorðsbundið fangelsi. Um þennan dóm segir Sveinn Ingi- berg Magnússon, formaður Lands- sambands lögreglumanna, í viðtali við Morgunblaðið í gær: „Þetta er í okkar augum skelfileg niðurstaða og menn eru slegnir yfir þessum dómi […] Það réðust fimm menn að lögreglunni og þrír voru handteknir á staðnum. Að sýkna tvo þeirra á þeim forsendum, að ekki var vitað nákvæmlega hver sparkaði í hvern og hvenær finnst mér mjög skrýtin niðurstaða. Jafnframt þykir mér skrýtið að dómurinn segi, að ekki sé hægt að sakfella fyrir brot gegn valdstjórninni á þeim forsendum, að ákærðu hafi hugsanlega ekki verið ljóst, að um lögreglumenn var að ræða. Til staðar er framburður lög- reglumanna og annarra vitna. Lög- reglumennirnir voru með skilríki framan á sér og kynntu sig sem lög- reglumenn.“ Í þeirri nýju veröld glæpa og ofbeld- is, sem við búum í, starfa lögreglu- menn við erfiðar aðstæður. Þeir eru ekki á viðunandi launum. Þeir og fjöl- skyldur þeirra vita að líf þeirra getur verið í hættu, ekki sízt þeirra sem vinna að fíkniefnamálum og þeir eru ekki nægilega vel búnir til þess að geta varið sig með viðunandi hætti. Og nú kemur í ljós að jafnvel þótt árásarmenn séu teknir á staðnum tel- ur Héraðsdómur ekki unnt að dæma þá í refsingu við hæfi. Nú á auðvitað eftir að koma í ljós, hvað Hæstiréttur segir. En komist sá dómstóll að svipaðri niðurstöðu og Héraðsdómur er alveg ljóst, að lög- reglumenn njóta ekki viðunandi verndar laganna þegar þeir eru við áhættusöm skyldustörf. Verði niðurstaða Hæstaréttar svip- uð er ljóst, að löggjafarvaldið verður að gera breytingar á lögum, sem tryggja að glæpamenn fái viðeigandi refsingu og lögreglumenn okkar njóti viðunandi verndar laganna. ÁTÖK UM ÁLVER Athyglisverð átök standa nú yfirum byggingu álvers í Helguvík á milli sveitarfélaga á Suðurnesjum og Þórunnar Sveinbjarnardóttur, umhverfisráðherra. Ekki verður betur séð en bygging þessa álvers sé komin á framkvæmdastig og að ráðherrann fái við ekkert ráðið. Þetta álver hefur siglt hægt og hljótt í gegnum kerfið án þess, að mikið væri eftir því tekið. Senni- lega hafa fáir trúað því að það gæti orðið að veruleika. En það er að verða að veruleika og meiri líkur en minni á því, að framkvæmdir við það hefjist innan skamms. Bæjarstjórnir Reykjanesbæjar og Garðs samþykktu í fyrradag byggingarleyfi fyrir álverið. Norð- urál hefur gert samninga við Hita- veitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur um raforku, sem bygg- ist á jarðvarmavirkjunum. Norður- ál hefur gert samning við Landsnet um orkuflutning til álversins. Umhverfisráðherra sendi frá sér yfirlýsingu í gær þess efnis, að „það hefði verið í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti, ef sveitarfélögin hefðu beðið með að taka næsta skref í málinu þar til að úrskurður ráðherra liggur fyrir“ og er þá átt við úrskurð í kæru Landverndar, sem kærði ákvörðun Skipulags- stofnunar um að nýta ekki heimildir til að láta framkvæma heildstætt umhverfismat fyrir álver í Helguvík og tengdar framkvæmdir. Mál þetta snýst að vísu um fleira en vandaða stjórnsýsluhætti. Það er auðvitað stórpólitískt. Hver er afstaða ríkisstjórnarinnar til bygg- ingar álversins í Helguvík? Það hef- ur ekki verið hægt að skilja um- mæli Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, að undanförnu á annan veg en þann, að hann telji byggingu nýs álvers æskilega fyrir efnahagslíf þjóðarinnar. Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, hefur ekki haft sig í frammi gegn byggingu álversins í Helguvík og raunar er talið, að umtalsvert fylgi sé við byggingu þess innan Sam- fylkingarinnar. Er umhverfisráðherrann ein á báti í þessu máli? Er viðleitni henn- ar til þess að tefja framkvæmdir kannski sýndarmennskan ein til þess að hún geti sagt við umhverf- issinna í eigin flokki og annars staðar, að hún hafi gert sitt bezta en því miður ekki haft pólitískt bol- magn til þess að stöðva fram- kvæmdina? Átökum umhverfisráðherrans og sveitarfélaganna á Suðurnesjum er ekki lokið. Ráðherrann á eftir að kveða upp sinn úrskurð vegna kæru Landverndar. En jafnvel þótt sá úrskurður falli Landvernd í hag má spyrja, hvort ráðherrann hafi laga- legar forsendur til þess að koma í veg fyrir að framkvæmdir hefjist. Málið allt gæti orðið pólitískt áfall fyrir umhverfisráðherra. Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Áhyggjur af stöðu efna-hagsmála aukast hrattmeðal almenningsþessa dagana, af skilj- anlegum ástæðum. Þó að eyðsla og umsvif séu enn mikil hefur hægst um á fasteigna- og hluta- bréfamarkaði og almennt eru blikur á lofti í efnahagsmálunum. Boðaðar eru hækkanir á nauð- synjavörum og lán landsmanna lækka ekki þó að fólk borgi og borgi. Ekki má gleyma því að ný- gerðir kjarasamningar milli aðila á almennum vinnumarkaði eru bundnir því að verðbólga náist þannig niður á næstu mánuðum að kaupmáttur launafólks hald- ist. Annars eru samningarnir lausir að ári. Nú er undir stjórn- völdum komið að stýra skútunni þannig að áföllin verði sem minnst en um leið verður að ná jafnvægi í íslensku efnhagslífi og tryggja stöðugleika. Það mun að sjálfsögðu takast og við Íslend- ingar munum vinna okkur í gegnum erfiðleikana nú eins og endranær. Það getur þó tekið á enda misskilningur að til sé ein- hver einföld, sársaukalaus töfra- lausn á okkar vanda. Heimatilbúinn vandi Stöðugleiki var eitt af lyk- ilorðum Sjálfstæðisflokksins í fyrri ríkisstjórnum en lítið hefur farið fyrir því orði að und- anförnu. Undir stjórn þessa sama Sjálfstæðisflokks hefur stöðugleikinn einmitt fokið út í veður og vind og almenningur í landinu borgar nú brúsann eftir góðærisveisluna miklu sem var þegar upp er staðið fyrst og fremst veisla hinna efnameiri. Núverandi efnahagsástand þarf engum að koma á óvart þó að einhverjir í hópi stjórnarliða virðist hafa sofið eða lifað í af- neitun undanfarin þrjú til fjögur ár. Í greinargerð sinni til rík- isstjórnarinnar um verðbólgu umfram þolmörk þann 18. febr- úar 2005 sagði Seðlabankinn: „Á næstu árum mun reyna mjög á hina nýju skipan peningamála. Framkvæmdir við virkjanir og álbræðslur, sem til samans slaga að umfangi upp í þriðjung lands- framleiðslu eins árs, fela í sér meira umrót í þjóðarbúskapnum en nokkurt annað land sem hag- ar peningastefnunni með svip- uðum hætti hefur þurft að glíma við.“ Þá lá fyrir hvert yrði um- fang hinna gríðarmiklu stóriðju- fjárfestinga: byggingar Kára- hnjúkavirkjunar og álvers á Reyðarfirði, stækkunar á Grund- artanga og virkjana hér á suð- vesturhorni landsins. Verðbólga var þá þegar komin umfram þol- mörk og fór reyndar upp fyrir viðmiðunarmörkin, 2,5%, á miðju ári 2004 og hefur verið ofan þeirra marka síðan. Ofan í þessa þenslu og það mikla umrót í þjóðarbúskapnum, sem Seðlabankinn og margir fleiri vöruðu við að hlyti að leiða af hinum gríðarmiklu sam- anþjöppuðu stóriðjufram- kvæmdum, fór ríkisstjórnin að efna kosningaloforðin frá árinu 2003 og lækkaði skatta um upp- hæðir sem nema að núvirði um 40-50 milljörðum króna, og gagn- aðist það fyrst og fremst há- tekju- og stóreignafólki. Á sama tíma hófst mikið umrót á fast- eignamarkaði með hækkun láns- hlutfalls Íbúðalánasjóðs og inn- komu bankanna á íbúðalánamarkaðinn. Afleiðingar efnahagsstjórnar fyrri ríkisstjórnar þurfa engum að koma á óvart. Verðbólga fór upp, viðskiptahalli jókst og sló öll met, varð nálægt 26% af vergri landsframleiðslu árið 2006, litlir 300 milljarðar króna. Við áttum með öðrum orðum ekki fyrir fjórðu hverri krónu sem við eyddum eða fjárfestum fyrir, í þrjá mánuði af tólf árið 2006 lifði þjóðarbúið á erlendri lántöku. Aðeins þriðjungur af þessum gríðarlega viðskiptahalla var vegna stóriðjuframkvæmdanna. Meirihluti hinnar erlendu lán- töku var vegna neyslu en ekki varanlega fjárfestinga. Eini aðilinn sem reyndi þó að halda aftur af þenslunni, vax- andi verðbólgu og viðskipta- halla, var Seðlabankinn. Til þess notaði bankinn eina tækið sem hann hafði til umráða, keyrði upp stýrivextina sem urðu að lokum hinir hæstu meðal vest- rænna ríkja og eru svo enn. Þessi upprifjun er nauðsynleg til að skilja núverandi efnahags- ástand og því miður er vandinn að stóru leyti heimatilbúinn. Auðvitað bæta ekki úr skák hækkanir á olíu, innfluttum mat- vælum og alþjóðlegur fjár- málaóróleiki, en við erum af eig- in völdum sérlega illa undir það búin að takast á við slíkt. En ekki eru sjálfskaparvítin betri en önnur. Núverandi staða Ef litið er á stöðuna nú er hún ekki björguleg. Verðbólga virðist föst á bilinu 6-8%. Seðlabankinn telur að enn skorti forsendur til að lækka vexti. Verulegt ójafn- vægi er í þjóðarbúskapnum og viðskiptahalli er enn mikill. Al- varlegust er þó þung erlend skuldabyrði. Hreinar erlendar skuldir þjóðarbúsins voru um 35% af vergri landsframleiðslu 1991 en fóru í 100% — þær urðu sem sagt jafnar landsframleiðsl- unni — um aldamótin 2000. Það er þó ekkert miðað við það sem hefur gerst á síðastliðnum fjór- um árum en frá 2004 til og með 2007 hafa hreinar erlendar skuldir, að áhættufjármagni frá- töldu, farið úr 100% í vel yfir 200% af vergri landsframleiðslu. Með öðrum orðum: Á valdatíma Sjálfstæðisflokks hafa erlendar skuldir þjóðarbúsins umfram er- lendar eignir farið úr rúmum þriðjungi af landsframleiðslu 1991 í að vera vel yfir tvöföld landsframleiðslan um þessar mundir. Það er nú öll snilldin þegar hægrimenn, sem einir þykjast hafa vit á fjármálum, ráða öllu sem þeir vilja ráða með þægum meðreiðarsveinum í meira en einn og hálfan áratug. Þessarar þróunar sér ekki síst stað í gríðarlegri skuldasöfnun heimilanna. Skuldir heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum hafa á þessu sama tímabili, 1991- 2007, farið úr um 80% af ráðstöf- unartekjum í um 240-250% nú. Á sama tíma, valdatíma Sjálfstæð- isflokksins með Alþýðuflokki, Framsóknarflokki og nú Sam- fylkingu, hefur þjóðhagslegur sparnaður fallið úr um 17-18% af vergri landsframleiðslu og niður fyrir 10%. Þessi þróun hefur þó ekki orð- ið þegjandi og hljóðalaust. Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð hefur reglulega sett efna- hagsmálin á dagskrá og á útmán- uðum 2005 lagði þingflokkur Vinstri-grænna fram þingsálykt- unartillögu til að tryggja efna- hagslegan stöðugleika. Þar var gert ráð fyrir að horfið yrði frá frekari stóriðjuframkvæmdum og að fjármálaeftirlitinu yrði fal- ið að gera vandað áhættumat í bankakerfinu. Því var beint til Seðlabankans að íhuga öll mögu- leg úrræði, svo sem að auka bindisskyldu. Þá var lagt til að fallið yrði frá eða frestað því sem eftir var af þá lögfestum skatta- lækkunum og efnt yrði til víð- tæks þjóðarsáttarsamstarfs á vinnumarkaði. Þessu til viðbótar höfum við Vinstri-græn þráfald- lega lagt til á undanförnum miss- erum að staða Seðlabankans yrði styrkt og gjaldeyrisvaraforðinn aukinn. Við höfum einnig flutt tillögur um þjóðhagslega arð- semisúttekt á frekari stóriðju- fjárfestingum, mjög í anda ábendinga Efnahags- og fram- farastofnunarinnar, OECD, í s ustu þremur ársskýrslum sínu um Ísland. Þá höfum við reglu lega bent á nauðsyn þess að stofna sérstaka hagdeild Alþin is enda hefur þingið lítil tæki t að meta efnahagsástandið eftir að Þjóðhagsstofnun var lögð n ur. Skemmst er frá því að segja að bæði fyrrverandi og núver- andi ríkisstjórn hafa skellt skollaeyrum við ábendingum okkar og ýtt þeim út af borðin eins og gjarnan er gert með óþægilegan sannleik. Fyrrver- andi ríkisstjórn ber með pólití um ákvörðunum sínum, aðgerð arleysi og mistökum í hagstjór verulega ábyrgð á því ástandi sem við stöndum nú frammi fy ir. Núverandi ríkisstjórn misst af dýrmætu tækifæri, þegar hú tók við völdum í vor með ærinn þingmeirihluta, til að senda ste skilaboð út í efnahagslífið og samfélagið um að nú yrði tekið vandanum. Þegar ríkisstjórnin hafði no hveitibrauðsdaganna allt sum- arið og þing var kallað saman ný var fyrsta utandagskrár- umræða Alþingis um efnahags mál að frumkvæði okkar Vinst grænna og við höfum haldið um ræðunni lifandi í allan vetur. Hins vegar hafa viðbrögð rík- isstjórnarinnar verið lítil, allt þ til nú þegar forsætisráðherra e sendur út af örkinni í ímynd- arleiðangur til erlendra fjárfes og bönkunum er boðið í kaffi t að reyna að taka á vandanum. Einstakir stjórnarliðar virðast þó hafa komið auga á vandann skrifa langar greinar til að vek eftirtekt eigin manna á honum — kannski þarf það til að vekj ráðherra okkar af værum blundi? Aðrir kjósa að benda á Evrópusambandið sem töfra- lausn á öllum vanda, hver sem hann er, og gleyma því þá vilj- andi að innganga í sambandið tæki mörg ár og leysir ekki þa vanda sem við stöndum nú frammi fyrir í efnahagsmál- unum. En hvernig viljum við Vinstri-græn að brugðist sé vi vandanum? Styrkari gjaldeyris- forði og fjármálaeftirlit Vinstrihreyfingin – grænt framboð kynnti á dögunum ný frumvarp um ráðstafanir í efn hagsmálum. Þar leggjum við t að ríkisstjórninni verði heimilt Tökumst á við ef Eftir Steingrím J. Sigfússon og Katrínu Jakobsdóttur »Nú skiptir miklu að vanda til verk þannig að sú lægð sem íslenskt efna- hagslíf gengur í gegn um komi sem minnst niður á almenningi í landinu, komið verði jafnvægi og stöð- ugleika að nýju og framvegis verði hag- stjórnin tekin styrk- ari tökum. Steingrímur J. Sigfússon Katrí Jakob

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.