Morgunblaðið - 14.03.2008, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 31
-
-
síð-
um
u-
ng-
til
r
nið-
a,
u
-
sk-
ð-
rn
yr-
ti
ún
n
erk
ð á
tið
-
á
s-
tri-
m-
þar
er
sta
til
t
n og
kja
m
a
á
m
-
ann
ð
ýtt
a-
til
t
að auka gjaldeyr-
isvaraforða Seðla-
bankans um allt að
80 milljarða króna
og styrkja eigið fé
hans þar til við-
bótar um allt að 40
milljarða með inn-
lendu skuldafjár-
útboði. Þetta telj-
um við nauðsynlega
ráðstöfun, ekki síst
til að styrkja stöðu
krónunnar, draga
úr gengissveiflum
og til að fjármála-
fyrirtæki og hagkerfið almennt
hafi öflugan Seðlabanka að bak-
hjarli. Á meðan við höfum sjálf-
stæðan gjaldmiðil skiptir öllu
máli að bak við hann sé sterkur
og öflugur Seðlabanki, staðföst
og ábyrg hagstjórn og þannig sé
tryggt eins og kostur er að krón-
an sé ekki ofurseld spákaup-
mennsku á alþjóðlegum mörk-
uðum. Til þess þarf aukinn
gjaldeyrisvaraforða. Þá hvetjum
við til aukins sparnaðar með því
að leggja til að ríkisstjórninni
verði heimilt, á þessu ári og hinu
næsta, að bjóða út á innlendum
markaði sérstök sparnaðar-
skuldabréf til almennrar sölu að
hámarki tvær milljónir króna á
hvern einstakling til minnst
fimm ára í senn og að vaxta-
tekjur verði undanþegnar fjár-
magnstekjuskatti.
Við höfum bent á að þróunin á
fjármálamarkaði hafi verið mun
hraðari en nokkurn óraði fyrir og
þess vegna hafi stjórnvöld í raun
verið skrefinu eftir á þegar kem-
ur að regluverki og eftirliti með
fjármálageiranum. Þess vegna
leggjum við til að á þessu ári og
hinu næsta verði heimilt að verja
úr ríkissjóði allt að 100 millj-
ónum króna til að efla starfsemi
Fjármálaeftirlitsins, einkum á
sviði áhættugreiningar og
áhættuprófana fjármálafyr-
irtækja.
Styrkjum sveitarfélög
og eflum nýsköpun
Margumtalaðar mótvæg-
isaðgerðir ríkisstjórnarinnar
hafa verið gagnrýndar harðlega
um land allt. Til að mæta erf-
iðleikum byggðarlaga, sem horfa
fram á tekjubrest vegna sam-
dráttar í þorskveiðum eða erf-
iðleika í landbúnaði, og til að
bæta fjárhagsstöðu illa settra
sveitarfélaga, leggjum við til að
ríkisstjórninni verði heimilt að
verja úr ríkissjóði á þessu ári og
hinu næsta allt að fimm millj-
örðum króna gegnum Jöfn-
unarsjóð sveitarfélaga. Á sama
tímabili verði tekjuskipting ríkis
og sveitarfélaga endurskoðuð
með það að markmiði að breikka
og styrkja tekjuöflunarmögu-
leika sveitarfélaganna. Við
Vinstri-græn höfum reyndar
ítrekað lagt til að tekjuskipting
ríkis og sveitarfélaga verði end-
urskoðuð, t.d. með því að sveit-
arfélögin fái hlutdeild í heildar-
tekjum af greiddum
fjármagnstekjuskatti, enda er
staða margra sveitarfélaga veru-
lega slæm og þau eru mjög
skuldsett. Víða hafa sveitarfélög
neyðst til að selja frá sér eignir
til að geta staðið undir lögbundn-
um verkefnum og má ljóst vera
að tekjur hafa ekki fylgt öllum
þeim verkefnum sem færð hafa
verið til sveitarfélaga.
Þá leggjum við til að heimilt
verði að verja úr ríkissjóði auka-
lega allt að fimm milljörðum
króna á þessu ári og hinu næsta
til sérstakra jöfnunaraðgerða í
formi aukinna framkvæmda og
aðstöðujöfnunar. Aðstoðin skal
einkum beinast að þeim byggð-
arlögum og landshlutum, sem að
undanförnu hafa búið við, eða
horfur eru á að muni búa við,
neikvæðan hagvöxt. Sérstaklega
teljum við mikilvægt að bæta að-
stæður kvenna á viðkomandi
svæðum og aðgerðirnar geti
þannig nýst til að vinna gegn
kynbundnum launamun og kyn-
greindum búferlaflutningum.
Í því skyni að örva nýsköpun
og auka fjölbreytni í atvinnu-
málum leggjum við til að á þessu
ári og því næsta verði heimilt að
verja aukalega úr ríkissjóði allt
að einum milljarði króna til Ný-
sköpunarsjóðs atvinnulífsins, allt
að einum milljarði króna til
Tækniþróunarsjóðs, allt að 500
milljónum króna til atvinnuþró-
unarfélaga, allt að 250 milljónum
króna til aukins markaðsstarfs á
sviði ferðamála og allt að 250
milljónum króna til umhverf-
isaðgerða og uppbyggingar þjóð-
garða.
Stóriðjuhlé
Engum þarf að koma á óvart
að við leggjum til frestun stór-
iðjuframkvæmda. Í því samhengi
má reyndar nefna það að í nýj-
ustu ársskýrslu OECD segir:
„Engar frekari fjárfestingar í
orkufrekum stórverkefnum að
meðtöldum þeim sem þegar eru í
undirbúningi ættu að eiga sér
stað fyrr en farið hefur fram
gagnsæ og ítarleg arðsem-
isgreining (e. transparent and
comprehensive cost-benefit
framework).“ Þó að við tökum
ekki alltaf undir skoðanir OECD
er ljóst að um þetta atriði er ekki
deilt, ekki er hægt að ráðast í
frekari stóriðjuframkvæmdir í
blindni.
Í frumvarpinu leggjum við til
að ríkisstjórninni verði heimilt, á
grundvelli samninga þar um, að
greiða fyrirtækjum sem und-
irbúið hafa stóriðju- eða stór-
framkvæmdir hluta af útlögðum
kostnaði falli þau frá fjárfesting-
aráformum sem ekki eru talin
rúmast innan hagkerfisins. Einn-
ig að ríkisstjórninni verði heimilt
í sama tilgangi að kaupa rann-
sóknaniðurstöður af orkufyr-
irtækjum. Sé talið nauðsynlegt
til að endurheimta og viðhalda
efnahagslegum stöðugleika verði
ríkisstjórninni heimilt, þrátt fyr-
ir ákvæði viðeigandi sérlaga, að
stöðva innan tilgreindra tíma-
marka og í allt að fjögur ár leyf-
isveitingar þegar um leyf-
isskyldan stóratvinnurekstur er
að ræða. Samhliða þessu verði
vinnu við gerð rammaáætlunar
um nýtingu vatnsafls og jarð-
varma hraðað sem kostur er,
nauðsynlegum náttúruvernd-
araðgerðum flýtt og lagður
grunnur að sjálfbærri þróun í
orkubúskap landsmanna. Til að
ljúka gerð rammaáætlunar, til
brýnna náttúruverndaraðgerða
og til að leggja grunn að sjálf-
bærri þróun í orkumálum verði
heimilt að verja aukalega úr rík-
issjóði allt að 200 milljónum
króna á þessu ári og hinu næsta.
Þjóðhagsráð
Að lokum leggjum við til að
sérstakt þjóðhagsráð verði skip-
að með fulltrúum þingflokka,
fulltrúum frá Samtökum at-
vinnulífsins, Samtökum fjár-
málafyrirtækja, ASÍ, BSRB og
Sambandi lífeyrissjóða. Ráðið
verði undir forystu formanns
sem bankastjórn Seðlabanka Ís-
lands skipar. Verkefni þessa ráðs
verði að veita stjórnvöldum ráð-
gjöf, meta framvindu og horfur í
þjóðarbúskapnum og gefa mán-
aðarlega álit um stöðu mála. Skal
þjóðhagsráð einnig taka til skoð-
unar hvort ástæða sé til að end-
urreisa Þjóðhagsstofnun eða
stofnun í hliðstæðri mynd sem
sjálfstæða fagstofnun í skjóli Al-
þingis. Einnig myndi ráðið skoða
hvernig styrkur lífeyrissjóðanna
megi best nýtast innan hagkerf-
isins, t.d. í samhengi við framtíð-
arskipan húsnæðismála og til að
virkja innlendan skuldabréfa-
markað, en þó þannig að lífeyr-
issparnaður landsmanna sé ætíð
tryggður eins og best er mögu-
legt. Í reynd er hér lagt til að
koma á einhvers konar þjóð-
arsáttarvettvangi, samstarfsvett-
vangi helstu aðila efnahagslífsins
sem starfi að minnsta kosti
næstu tvö árin á meðan þjóð-
arskútan siglir gegnum brim-
garð núverandi óstöðugleika og
kemst á lygnari sjó.
Norræn króna?
Innganga í Evrópusambandið
og upptaka evru svarar ekki kalli
almennings eftir auknum stöð-
ugleika og styrkari stjórn efna-
hagsmála hér og nú. Ströng inn-
tökuskilyrði í sambandið og fyrir
upptöku evru kalla hvort eð er á
stöðugt og gott efnahagsástand,
lága verðbólgu, lítinn við-
skiptahalla, traust ríkisfjármál
og svo framvegis. Með öðrum
orðum er það ljóst að við þurfum
að taka til í okkar eigin garði
hvað sem öllu evrutali líður og
evran er engin töfralausn. Þegar
til lengri tíma er litið er hins veg-
ar rétt að íslenska krónan er lítill
gjaldmiðill og í opnu hagkerfi
eru slíkir gjaldmiðlar veikir fyrir
íhlutun fjársterkra aðila. Þetta
sjáum við á því hvernig spákaup-
mennska á mörkuðum hefur í
sumum tilfellum farið með krón-
una.
Ef íslensk stjórnvöld meta það
sem svo að íslenska krónan sé of
lítil til að lifa ein af í hagkerfi
heimsins bendum við Vinstri-
græn á nærtækara dæmi en
svissneska frankann sem ein-
hverjir hafa dregið upp í þessu
samhengi og það er möguleikinn
á því að þau Norðurlönd sem enn
nota krónu sameinist um nor-
ræna krónu. Í tilfelli Norðmanna
og Svía gæti þetta verið fýsileg
framkvæmd þar sem bæði ríkin
hafa sjálfstæða krónu. Danir
hafa bundið krónu sína við gengi
evrunnar en kynnu þó að vilja
skoða þennan möguleika.
Fulltrúi Vinstri-grænna í Norð-
urlandaráði mun á næsta fundi
láta á það reyna að þessi mögu-
leiki verði skoðaður en norræn
króna myndi styrkja enn sam-
starf Norðurlandanna og vænt-
anlega auka stöðugleika í ís-
lensku efnahagslífi. Ef ekki
norræn króna, hlyti að vera nær-
tækara að ræða við EES og
grannþjóðina Norðmenn um
samstarf í gjaldmiðlamálum ef
slíkt yrði á einhverjum tíma-
punkti talið nauðsynlegt. Slíkt er
nærtækara en að fara suður í
Alpa eftir svissneska frankanum,
traustur sem hann auðvitað er.
Vöndum til verka
Þó að stjórnvöld hafi hingað til
daufheyrst, jafnt við tillögum
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs sem varnaðarorðum
annarra, sjást þess loks merki á
síðustu vikum að ríkisstjórnin sé
að vakna. Þar tala stjórnarflokk-
arnir hins vegar ekki eftir sömu
nótum; Samfylkingarmenn
benda á ESB sem hina einu
mögulegu lausn, allsherjarlausn,
en hafa ekkert fram að færa.
Óljóst er hins vegar hvaða stefnu
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að
taka. Nú skiptir miklu að vanda
til verka þannig að sú lægð sem
íslenskt efnahagslíf gengur í
gegnum komi sem minnst niður
á almenningi í landinu, komið
verði á jafnvægi og stöðugleika
að nýju og framvegis verði hag-
stjórnin tekin styrkari tökum.
Við leggjum fram okkar tillögur
og vonum að þær verði skoðaðar
hlutlægt og á þær verði hlustað,
við lýsum eftir tillögum annarra,
biðjum um málefnalega og upp-
byggilega umræðu. Þjóðarsátt
verður ekki til af engu en það er
slíkt samstarf sem við þurfum
nú, slíkt andrúmsloft, slíkt hug-
arfar. Málið er of mikilvægt til
að hafa það fast ofan í skot-
gröfum pólitísks karps.
fnahagsvandann
ka
n-
t
i á
-
-
Steingrímur J. Sigfússon og Katr-
ín Jakobsdóttir eru formaður og
varaformaður Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs.
ín
bsdóttir
FRAMKVÆMDIR við göng undir
Vaðlaheiði og tvöföldun Suðurlandsvegar
frá Litlu kaffistofu að Hveragerði hefjast
á fyrri hluta næsta árs, en þetta kemur
fram í viðauka við samgönguáætlun 2007-
2010. Kristján L. Möller samgöngu-
ráðherra áætlar að kostnaður við tvöföld-
un Suðurlandsvegar og jarðgöng undir
Vaðlaheiði verði um 10 til 11 milljarðar,
að því er fram kom á Fréttavef Morg-
unblaðsins, mbl.is, í gær.
Í tilkynningu vegna viðaukans segir að
meginefni breytinga í vegagerð taki á
ákvörðunum sem ríkisstjórnin tók á síð-
astliðnu sumri um flýtingu vegafram-
kvæmda víða um land.
Ein þeirra breytingartillagna sem nú
eru gerðar á áætluninni er um nýjan
tengiveg að Bakkafjöruhöfn, en sam-
kvæmt áætlunum sem nú eru uppi um
hafnargerð þar þarf að leggja veginn á
þessu ári. „Önnur breytingin varðar jarð-
göng undir Vaðlaheiði og miðast við að
framkvæmdir þar geti hafist á árinu 2009
og að framkvæmdir við Suðurlandsveg
hefjist einnig árið 2009. Báðar þessar
framkvæmdir verða í einkaframkvæmd.
Hluti ríkisins verði greiddur með jöfnum
árlegum greiðslum í 25 ár eftir að fram-
kvæmdum lýkur,“ segir í tilkynningunni.
Þar segir að lagt sé til mótframlag
vegna endurbóta á ferjuhöfnum á Dal-
vík og Brjánslæk. „Þá er sýnt að ekki
verður unnt að vinna að nokkrum verk-
efnum eins og fyrri áætlun gerði ráð fyrir
þar eð undirbúningur hefur tekið lengri
tíma en gert var ráð fyrir. Hluti af því
svigrúmi sem við það myndast er notað
til að auka framkvæmdir við tengivegi.
Stofnkostnaður vegna Grímseyjarferju
er tiltekinn sérstaklega en var áður inni-
falinn í upphæðinni til ferja og flóabáta.
Að lokum er lagt til að gerðar verði
breytingar á fjárveitingum til almenn-
ingssamgangna m.a. vegna fjölgunar
ferða Herjólfs til Vestmannaeyja og
styrkts flugs til Vestmannaeyja.“
Lengingu Akureyrar-
flugvallar flýtt
Hvað flugmál varðar eru helstu breyt-
ingar á áætlun þær að lagt er til að leng-
ingu Akureyrarflugvallar um 460 m auk
ýmissa annarra tengdra aðgerða verði
flýtt, sem og viðhaldsframkvæmdum á
flugvellinum.
Gert er ráð fyrir að gerð verði flughlöð
við nýja samgöngumiðstöð á Reykjavík-
urflugvelli og einnig verði gerð ný bráða-
birgðaaðstaða fyrir innanlandsflug á vell-
inum.
Um siglingamál segir að liður í ákvörð-
un ríkisstjórnar um mótvægisaðgerðir
vegna samdráttar þorskveiðiheimilda
hafi verið að fresta skyldi gildistöku
ákvæða hafnalaga um breytingu á styrkj-
um til hafnarframkvæmda um tvö ár eða
til 1. janúar 2011. „Hafnir sem verða fyrir
tekjusamdrætti og eru með verkefni inni
á gildandi samgönguáætlun eiga því
möguleika á að fresta framkvæmdum
sem voru á áætlun árin 2007 eða 2008 til
áranna 2009 og 2010.“ Nokkrar hafnir
hafi þegar valið þennan kost í ár og fleiri
bætist við á næsta ári. Í fjárlögum fyrir
árið 2008 hafi því verið tekin ákvörðun
um tímabundna frestun 200 m.kr. fram-
lags til hafnarmannvirkja.
Fram kemur í tilkynningunni að að-
gerðir í fjarskiptamálum séu ekki hluti af
viðauka við samgönguáætlun. Rík-
isstjórnin hafi þó ákveðið að flýta fram-
kvæmdum við uppbyggingu í fjarskipta-
málum sem hluta af áðurnefndum
mótvægisaðgerðum.
Uppbyggingu á fyrsta hluta gsm-
netsins, GSM I, sem nær til hringveg-
arins og 5 fjallvega, sé nánast lokið. GSM
II taki til stofnvega aðallega á Vest-
fjörðum og NA-landi og tveggja þjóð-
garða. „Áætlunin gerði ráð fyrir að þeirri
uppbyggingu yrði lokið á árinu 2009 en
samkomulag hefur náðst við aðilann sem
fékk verkefnið um að þeirri uppbyggingu
verði hraðað og gert er ráð fyrir að verk-
efninu verði að mestu lokið á þessu ári.
Stærsta hluta þess svæðis sem GSM II
verkefnið náði til á N-Austurlandi verður
þjónað á markaðsforsendum.“
Útboð á umfangsmesta verkefninu
sem eru háhraðatengingar til allra lands-
manna sé nú í gangi en verkefnið nær til
tenginga á um 1.200 stöðum á lands-
byggðinni. Útboðsferlið og val á tilboðs-
aðila tekur um 5 mánuði og fram-
kvæmdatími ráðist af tilboðum, en verði
þó aldrei lengri en 22 mánuðir.
Einnig hafi verið í undirbúningi að
koma ljósleiðaraþráðum NATO í borg-
araleg not og sé stefnt að útboði á afnot-
um þeirra á vormánuðum. Þau meg-
inmarkmið hafi verið höfð að leiðarljósi
að stuðla að aukinni samkeppni í gagna-
flutningum á innanlandsmarkaði og um
leið að auka aðgengi almennings að há-
hraðatengingum, einkum úti á landi, auk
þess að draga úr kostnaði vegna viðhalds
og reksturs ljósleiðaranna. „Talið er að
aðgangur nýrra aðila að flutningsgetu út
á land muni auka verulega samkeppni og
hafa jákvæð áhrif á verð til neytenda
(smásölu). “
Sundabraut Framkvæmdir við Sundabraut eiga að hefjast á fyrri hluta næsta árs.
Göng og tvöföld
braut á dagskrá
Framkvæmdir við göng undir Vaðlaheiði og
tvöföldun Sundabrautar hefjast á næsta ári
Í HNOTSKURN
»Í kjölfar niðurskurðar á þorsk-kvóta í fyrrasumar ákvað rík-
isstjórnin að auka umfang fram-
kvæmda í samgöngumálum til þess að
draga úr áhrifum aflasamdráttar.
»Ákveðið var að leggja 6.500 m.kr.í flýtingu framkvæmda.
» Í ljósi breytinganna á samgöngu-áætlun þótti nauðsynlegt að gera
viðauka við hana fyrir árin 2007-
2010, sem samþykkt var á Alþingi í
mars í fyrra.
»Viðaukinn verður lagður fyrir Al-þingi í formi þingsályktun-
artillögu á vorþingi.