Morgunblaðið - 14.03.2008, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 14.03.2008, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ hafa ekki farið hátt enn sem komið er þær gríðarlegu skipu- lagsbreytingar sem eru fyrirhugaðar við Smár- ann í Kópavogi. Í Smáranum og næsta nágrenni eru í dag um 190 þús. ferm. af verslunar- og þjón- usturými. Þegar hefur verið samþykkt viðbót upp á 100 þús. ferm. og í farvatninu eru ríflega 400 þús. ferm. því til við- bótar, hátt í þrefalt það sem komið er. Í dag samsvarar verslunar- og þjónusturými í Smár- anum þremur Smára- lindum en verði þetta að veruleika verður það á við 12-13 Smáralindir. Munar þar mest um hinn svokallaða Glað- heimareit en þar eru áform um að byggja álíka mikið og þegar hefur verið byggt í Smáranum. Hugmyndir eru um að byggðin verði háreist og upp úr henni skagi turnar svipaðir og hærri en sá sem nú er risinn. Svo viðamiklar breytingar á und- antekningarlaust að vinna í samvinnu og sátt við íbúa bæjarins. Þær verður að skoða í samhengi og þá með því að endurskoða að- alskipulag eins og lög gera ráð fyrir. Sam- kvæmt lögum á að end- urskoða aðalskipulag í upphafi hvers kjör- tímabils en í Kópavogi hefur það ekki verið gert tvö síðustu kjör- tímabil. Núverandi að- alskipulag er því orðið úrelt enda margstagað og bætt. Það er einnig bundið í lög að við gerð að- alskipulags skuli hafa samráð við íbúa og taka tillit til sjónarmiða þeirra, þetta er jú bær okkar allra. Staðreyndin er sú að í Kópavogi er að- alskipulag nánast marklaust plagg. Því er breytt svo oft sem lóð- arhafar óska og þá vega sérhagsmunir gjarnan þyngra en hagsmunir heildarinnar. Og það er einmitt á kostnað al- mannahagsmuna sem bæjarstjórnarmeiri- hluti Kópavogs ætlar að reka í gegn svo fárán- legt byggingamagn í Smáranum. Svo mikil þétting byggðar á þessu svæði mun vissulega skila Kópavogsbæ tekjum í kassann í formi fast- eignaskatta, en hversu þungt vega þær krónur í huga íbúa í Smáranum, Lindunum og suðurhlíðum Kópavogs sem mega þola stóraukna loft- og hljóðmengun? Engin umferðarlíkön hafa sýnt með sannfærandi hætti að svo þétt megi byggja við Reykjanes- brautina, Fífuhvammsveg og Dalveg án þess að sprengja gatnakerfið. Um- hverfismatið bendir ekki á neinar mótvægisaðgerðir gegn aukinni mengun frá útblæstri bíla og svifryks. Enda fátt hægt að gera. Nú liggur tillaga að byggð í Glað- heimum fyrir Samvinnunefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins en þar gefst fulltrúum hinna sveitarfé- laganna tækifæri til þess að taka af- stöðu til hennar. Tveir fulltrúar Kópa- vogs sitja í þeirri nefnd og mun annar þeirra ekki styðja tillöguna í óbreyttri mynd. Hann hefur ítrekað bent á nauðsyn þess að skoða skipulags- breytingar í Glaðheimum í samhengi við aðra fyrirhugaða byggð á Smára- svæðinu. Einungis þannig getum við metið af skynsemi áhrif þessara breytinga á umhverfi og umferð. Eins og í svo mörgu er aðferð- arfræði meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi að skjóta fyrst en spyrja svo. Bráðlæti og flumbrugangur eru ólíðandi vinnu- brögð þegar verið er að skipuleggja byggð og umhverfi fólks fyrir margar komandi kynslóðir. Samfylkingin í Kópavogi hefur snúist hart gegn þess- um hugmyndum og vinnulagi. Við vilj- um fara miklu betur ofan í saumana á skipulagi svæðisins alls, hafa íbúa með og ná góðri sátt í bænum um hvernig við viljum byggja upp í Smáranum. Skipulagsslys við Smárann í Kópavogi Guðríður Arnardóttir skrifar um þéttingu byggðar og skipulagsmál í Kópavogi » Svo mikil þétting byggðar mun vissulega skila Kópavogsbæ tekjum í kass- ann en hversu þungt vega þær krónur á móti stóraukinni um- ferð og meng- un? Guðríður Arnardóttir Höfundur er oddviti Samfylking- arinnar í Kópavogi. HINN árlegi Evrópudagur neyt- enda er í dag 14. mars. Þessi dagsetn- ing var valin til þess að minnast þess að þennan dag árið 1962 ávarpaði John F. Kennedy forseti Bandaríkj- anna þingheim þar í landi og setti hann fram í fyrsta sinn yfirlýsingu um grundavallarréttindi neytenda. Sameinuðu þjóðirnar lýstu síðar yfir að á þessum degi skuli minnast sértak- lega baráttu fyrir rétt- indum neytenda. Árið 1999 ákvað síðan Evr- ópuþingið að árlega skuli þessi dagur helg- aður neytendum og um leið er hvatt til þess neytendur séu betur upplýstir um neytenda- mál og stefnu stjórn- valda á sviði neytenda- mála. Ný stefnumótun í neytendamálum Í tilefni dagsins tel ég því rétt að vekja at- hygli á mikilvægi neyt- endaverndar og þýð- ingu hennar fyrir almenning í landinu. Í nóvember kynnti við- skiptaráðuneytið nýja stefnumótun og átak í neytendamálum. Fyrsta skref stefnu- mótunarinnar byggist á viðamikilli úttekt þriggja há- skólastofnana á réttarstöðu neytenda og úttekt á stöðu neytendamála á Ís- landi. Á þeirri úttekt sem lýkur nú í apríl munum við m.a. grundvalla fjöl- þætta vinnu á mörgum sviðum neyt- endamála. Ása Ólafsdóttir lektor, dr. Þórólfur Matthíasson prófessor og dr. Ragna Garðarsdóttir, sérfræðingur, eru forsvarsfólk þeirrar úttektar og vinnu við fyrirhugaðar skýrslur frá Félagsvísindastofnun, Hag- fræðistofnun og Lagastofnun. Þessu tengt var skipaður starfs- hópur til að skýra heimildir fjár- málastofnana til gjaldtöku. Þeirri vinnu lauk um áramót og hafa nið- urstöður verið kynntar. Þá hafa nokk- ur stór neytendamál komið til þings- ins í vetur og fleiri á leiðinni. Má þar nefna ný lög um innheimtur og ólög- mæta viðskiptahætti. Viðskiptaráðuneytið mun á kjör- tímabilinu kappkosta að stuðla að góð- um viðskiptaháttum í íslensku sam- félagi og freista þess að skapa samkeppnishæft við- skiptaumhverfi, jafn- framt því að styrkja neytendarétt í landinu með því að greiða götu lagasetningar sem er hliðstæð því sem þekkist í nágrannalöndum. Þekktu rétt þinn – notaðu rétt þinn Markmið ríkisstjórn- arinnar er að skapa rétt- indum og hagsmunum neytenda verðugri sess í samfélaginu. Ennfremur að vinna gegn háu verð- lagi á Íslandi; auðvelda almenningi að takast á við breytta heimilis- og verslunarhætti; styrkja og auka vitund neytenda um rétt sinn; innleiða í auknum mæli upplýs- ingatækni í þágu neyt- enda og styðja þá til að taka virkari þátt til að sinna hagsmunum sínum á markaði. Í Evrópu er kjörorð dagsins til neytenda: „Þekktu rétt þinn – not- aðu rétt þinn“. Með samþykkt og aðild Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið hefur orðið mikil breyting á viðskiptaumhverfinu í átt til aukins frelsis fyrir fyrirtækin en samhliða hefur neytendavernd verið styrkt svo um munar. Vöruframboð hefur margfaldast og fyrirtækin keppa um viðskipti við neytendur. Þegar fyrirtækin keppa á markaði leggjast markaðskraftar þeirra að hluta á neytendur. Stöðu neytandans – eða einstaklingsins – þarf að vernda sérstaklega gagnvart sterkum fyr- irtækjum sem oftar en ekki setja neytendum einhliða samningsskilmála sem gilda í viðskiptum við þau. Mark- mið með neytendavernd er að setja lög og reglur sem miða að því að vernda hagsmuni neytenda gagnvart sterkri stöðu fyrirtækja sem þeir eiga í viðskiptum við. Nauðsynlegt er að meta stöðugt hvort aðstæður á mark- aðnum eða breyttir viðskiptahættir krefjist annarra lausna eða nýrrar lagasetningar til verndar neytendum. Hlutverk Neytendastofu Markvisst verður því að vinna að því að fylgjast með viðskiptaháttum og hefur Neytendastofa þar mik- ilvægu hlutverki að gegna sem eft- irlitsstofnun á sviði neytendaverndar. Mikilvægt er einnig aðhald frjálsra félagasamtaka svo sem Neytenda- samtakanna svo og embætti tals- manns neytenda sem hvoru tveggja gegna mikilvægu hlutverki við hags- munagæslu fyrir neytendur. Brýnt er að neytendur kynni sér og þekki réttindi sín samkvæmt gildandi lögum. Jafnframt verður að styrkja eftirlit á sviði neytendaverndar og hvetja neytendur til þess að taka virk- an þátt í því og nota rétt sinn lögum samkvæmt þegar á reynir. Markaðs- áreiti á neytendur eykst stöðugt en samtímis gerir almenningur sífellt meiri kröfur um neytendavernd. Nýlega var þannig nauðsynlegt að gefa út tilmæli til að stemma stigu við töku seðilgjalda eftir vandlega skoðun á viðskiptaháttum sem nú eru stund- aðir á þessu sviði. Það er full ástæða til að óska neytendum til hamingju með margvísleg réttindi sem hafa áunnist á undanförnum árum. Miklu skiptir fyrir neytendur og hag heim- ilanna í landinu að þau þekki þau rétt- indi sem neytendur njóta lögum sam- kvæmt og noti þau – en veiti jafnframt markaðnum aðhald með því koma á framfæri ábendingum sínum til stjórnvalda þegar brotið er á lög- bundnum réttindum neytenda. Ár- angur verður aðeins tryggður með markvissri uppbyggingu sem miðar að því að efla eftirlit á sviði neyt- endaverndar og styrkja eftirlitsstofn- anir sem vinna að vernd neytenda hér á landi. Betri neytendavernd er allra hagur. Evrópudagur neytenda Björgvin G. Sigurðsson skrifar um neytendamál Björgvin G. Sigurðsson »Markmið ríkisstjórn- arinnar er að skapa rétt- indum og hags- munum neyt- enda verðugri sess í samfélag- inu og vinna gegn háu verð- lagi á Íslandi. Höfundur er viðskiptaráðherra. LÍFTÓRAN er flestum sem enn hafa hjartans mál. Á Íslandi er hún lengri en víðast annars staðar og eldri borgurum fjölgar. Fyrirtaks heilbrigðisþjónusta á sinn sess í þessari þró- un og viðheldur eigin tilvist með vaxandi þörf. Hún einskorðast þó ekki við ellina því öndvert við það sem margir héldu hefur upplýsingaöldin ekki fært okkur aukna sjálfsbjörg, þvert á móti. Flóðbylgja fram- tíðarinnar sam- anstendur því af öllum aldurshópum, óháð stað og stöðu. Boltinn er reyndar þegar byrj- aður að rúlla og vindur hratt upp á sig. Enn halda margir stjórnmálamenn dauðahaldi í rík- isrekstur heilbrigð- isþjónustunnar og sjá fyrir sér deyjandi fá- tæklinga á gluggum verði því breytt. Telja ójafnræði þegnanna endurspeglast í einka- rekstri sem hygli sér- lega líftóru borg- unarmanna. Samstiga þessum sjónarmiðum er nýjasta útspil heilbrigð- isráðherra, ókeypis aðgangur barna að heilsugæslustöðvum sem lýtur að rétti allra óháð efnahag að sækja börnum sínum læknisþjónustu. Þessu skrefi er fagnað og telst til góðverka ríkisstjórnarinnar. En er það svo? Myndi einhver úthýsa bráð- veiku barni eða útiloka frá nauðsyn- legri læknishjálp? Ég sé það ekki fyrir mér. Reynslan sýnir hinsvegar að fjöldi manns notfærir sér ókeypis þjónustu og gildir einu hvort um er að ræða lækni eða almenningssal- erni. Og þá erum við komin að kjarn- anum: Neyðin spyr ekki um verð. Þó aurar tryggi engum lengri líf- tóru geta þeir aukið líkur og hæg- indi. Fjallajeppi, einka- þjálfari, utanlandsferðir, heima- hjúkrun, einkalæknir, lífverðir, nudd, sund- laug, sálfræðingur, frí- tími, stuðtæki, lyf, lík- amsrækt, einkasjúkrahús, allt í boði en ekki allra. Eig- um við að banna auð- mönnum að hafa hjarta- stuðtæki heima til að jafna lífslíkurnar? Heilbrigðisþjónusta er dýr. Málaflokkurinn hefur lengi verið í viðj- um en er nú að sprengja af sér klakaböndin. Því er mikilvægt að ráða- menn nútíðarinnar taki rétta ákvörðun fyrir notendur framtíð- arinnar. Hlaup er í ánni og stíflan þarf að halda. Skynsamlegast væri að minnka rennslið og veita allri þjónustu sem ekki telst neyð í aðra, markvissari farvegi. Þannig skapast svig- rúm sem tryggir jafnan aðgang allra að neyð- arþjónustu. Hin leiðin, sem kristall- ast í nýju hátæknisjúkrahúsi, er ófær og ekki bara vegna kostnaðar og fyrirsjáanlegra rekstrarvand- ræða heldur gengur hún gersamlega á skjön við þarfir framtíðarinnar. Umræðan um staðsetningu þessa draugahúss er hlægileg en líkanið flott. Látum þar staðar numið. Neyðin spyr ekki um verð Lýður Árnason skrifar um heil- brigðisþjónustu Lýður Árnason »Reynslan sýnir hins- vegar að fjöldi manns notfærir sér ókeypis þjónustu og gildir einu hvort um er að ræða lækni eða al- menningssal- erni. Höfundur er heilbrigðisstarfsmaður. ÞETTA er svar við nýlegri Morgunblaðs- grein formanns Ís- landshreyfingarinnar – lifandi lands. Í greininni gagn- rýnir Ómar harðlega Morgunblaðsgrein mína frá 4 mars sl., undir heitinu Virkjum Skaftá heima í héraði. Í greininni líkir Ómar kröfum heima- manna til að tryggja sér Skaftá og nýtingu árinnar við blinda græðgi. Ómar vísar síðan í áróðursvél Landsvirkjunar og segir: „hvergi sér þess stað í áætlunum um mögulegar virkj- anir að þessi virkj- unarkostur Ágústs komi til greina, ein- faldlega vegna þess að Skaftárveita yfir Langasjó hefur yfirburði hvað snertir hagkvæmni og er því sóun á fé og fyrirhöfn að skoða aðra kosti“. Síðan byrjar Ómar að fjasa um þrepavirkjun í Skaftá í farvegi, eitthvað sem engum dettur í hug. Forathugun á Skaftárvirkjun lof- ar góðu hvað varðar umhverfismál og arðsemi. Markmiðið er að sam- nýta virkjun og uppgræðslu á af- réttinum og um leið bæta þau gíf- urlegu gróðurspjöll sem Skaftá hefur valdið, með framburði og síðan áfoki er veldur gríð- arlegu tjóni á gróðri og náttúru í Skaft- árhreppi. Tillögurnar ganga líka út á að jafna rennsli árinnar, minnka framburð og með því bæta fiski- gengd og sjóbirtings- veiði í ánum í Land- broti og víðar í héraði. Hér er vitaskuld um mjög flókið og krefj- andi verkefni að ræða og er því nauðsynlegt að yfirgripsmiklar rannsóknir færustu vísindamanna eigi sér stað áður en nokkuð verði gert. Að lokum vil ég taka fram, að inntak grein- ar minnar er að benda á að einungis tveir kostir séu í stöðunni. Skaftá verði virkjuð í héraði eða ekkert átt við hana. Skaftfellingar, sameinumst um að sópa áformun Landsvirkjunar um Skaftárveitu út í hafsauga. Er Ómar farinn að mala í kjöltu Landsvirkjunar? Ágúst Thorstensen svarar ný- legri grein Ómars Ragn- arssonar Ágúst Thorstensen » Skaftfell- ingar, sam- einumst um að sópa áformun Landsvirkjunar um Skaftárveitu út í hafsauga. Höfundur er matvælafræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.