Morgunblaðið - 14.03.2008, Síða 37

Morgunblaðið - 14.03.2008, Síða 37
sér í flottasta manninn og þig vildi hún ekki missa. Svo að hún var bara 17 ára þegar þið giftust. Nú er ég á leiðinni til heim til Ís- lands til þess að kveðja þig í hinsta sinn. Nú get ég ekki hitt þig lengur í sundlaugunum, sem þú varst dugleg- ur að heimsækja. Nú kemur þú ekki lengur í heimsókn þegar ég kem til Íslands. Það verður skrýtið og tóm- legt. Þótt það sé svo sárt að missa þig afi þá getum við verið svo glöð að hafa fengið að hafa þig svo lengi hjá okkur. Ég á svo margar góðar minningar um þig. Þú áttir svo stórt pláss í hjarta mínu afi. Þú varst svo sprækur og ungur í anda og líkama. Að fá svona fallegan dauðdaga er yndislegt. Ég mun alltaf minnast þín með þakklæti og gleði, söknuði og með bros á vör, elsku afi Elías! Þín sonardóttir, Helga Elín. Elsku afi, langafi. Nú hefur þú kvatt þennan heim og þótt þú hafir verið 96 ára fannst manni að þinn tími væri ekki kominn. Þú varst ennþá svo rosalega hress, alltaf á þeytingi. Þú komst oft til mömmu og pabba í mat og þar hittum við þig reglulega. Þú sást alveg um þig sjálfur, komst keyr- andi og fórst allra þinna ferða eins og þú vildir, aldurinn var ekki vandamál hjá þér. Þótt það sé erfitt að kveðja þig veit maður að þú ert ábyggilega ánægður að fá að kveðja á þennan hátt, stoltur, sjálfstæður og hraustur. Þú naust síð- ustu klukkustundanna vel og engan óraði fyrir að þetta væri þitt síðasta. Að vera búinn að fara í morgungöng- una þína og kominn á þrekhjólið þeg- ar þú sagðir bless er lýsandi fyrir orkuna og kraftinn sem fylgdi þér. Nú ert þú kominn til þinnar heitt- elskuðu Helgu sem þú elskaðir svo mikið og Hannesar sonar þíns sem lést fyrir aldur fram. Við söknum þín öll og minnumst þín með hlýju í hug og hjarta. Berglind Sigurðardóttir og fjölskylda. Þá er komið að því að kveðja hann Elías langafa. Okkur fannst öllum að hann mundi bara alltaf vera með okk- ur, þrátt fyrir sín 96 ár. Svo ótrúlegur maður hann Elías afi, við vorum svo stolt af honum. Við gátum endalaust sagt sögur af honum og vildum óska þess að allir hefðu þessa heilsu og þetta lífsviðhorf sem hann hafði. Hann munaði ekki um að koma keyr- andi norður til Húsavíkur, meðan við bjuggum þar, að samfagna með lang- afabörnum sínum við fermingu eða útskrift eða bara kíkja í heimsókn. Aldrei lét hann sig vanta. Alltaf fund- um við þessa hlýju og væntumþykju í okkar garð. Ég man þegar ég kynnt- ist honum fyrst, þá var Helga amma enn á lífi. Þá var hann í stuttbuxum og bol að horfa á fótbolta, þetta þótti mér sérstakur klæðnaður hjá manni sem var á áttræðisaldri. En Elías var íþróttamaður og fyrir honum var þetta eðlilegasti klæðnaður í heimi. Svo hafa afkomendurnir nákvæmlega sama háttinn á og klæða sig gjarnan á þennan hátt. Þannig að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Elías fylgdist með öllum íþróttum og fór oft á völlinn og þá gjarnan með syni og sonarsyni sínum sem fór oftar með Elíasi afa á völlinn en vinum sín- um. Stundum fannst nú Helgu ömmu einum of og hafði þá á orði að það væri ekki nóg með að Elías færi á völlinn heldur yrði hann líka að horfa á sama leikinn þegar heim væri kom- ið, í sjónvarpinu! Elías stundaði heilsurækt alla sína tíð og fór á hverjum degi í sund. Hann þótti góður dansmaður og er nú sakn- að sem dansfélaga á Dalbraut. Elías hafði sterkar skoðanir og var meira að segja frekar róttækur á yngri ár- um og þótti ekki heppilegasta eigin- mannsefnið fyrir unga blómarós sem komin var af miklu sjálfstæðisfólki. Helga og Elías voru ólík en kunnu að meta hvort annað og getum við sem yngri erum lært margt af þeim. Með þessum orðum þökkum við honum samfylgdina. Blessuð sé minning hans. Elsa, Sveinbjörn og börn. Elsku langafi. Það er svo margt sem ég vil segja og rifja upp með þér en sterkasta minningin mín mun allt- af vera hversu hress og kátur þú varst. Ég man alltaf eftir okkur sem svo góðum vinum þegar við sátum úti á svölum hjá ykkur langömmu í Hraun- bænum að borða harðfiskinn sem þú áttir alltaf. Þú varst alltaf svo stoltur af mér, labbaðir um með mig í Hraun- bænum og kynntir mig fyrir öllum þar: „Elín, langafastelpan mín.“ Ég verð að segja að dæmið hefur snúist við, nú er það ég sem segi svo stolt frá langafa mínum, sem keyrði um á gula bílnum sínum og hafði alltaf nóg að gera. Hversu ótrúlegt er það að geta sagt frá langafa sínum, að hann hafi farið í sund og leikfimi á hverjum degi 96 ára gamall. Elsku afi minn, ég mun sakna þín sárt og erfitt að hugsa til þess að nú mun enginn leiðrétta mig þegar ég segi hæ en ekki halló eins og þú sagð- ir alltaf, hvernig þú laumaðir alltaf til okkar krakkanna peningum. Þú varst alltaf svo blíður og góður elsku langafi. Takk fyrir allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman. Hvíldu í friði. Þin langafastelpa Elín Jónsdóttir. Fallinn er nú frá öðlingsmaðurinn Elías Valgeirsson á nítugasta og sjö- unda ári, sem við fjölskyldan vorum svo lánsöm að fá að vera til samfylgd- ar við, um nokkurt skeið í lífinu. Elías var föðurbróðir minn, báðir voru þeir fæddir bræðurnir að Kjal- veg í Neshreppi utan Ennis á Snæ- fellsnesi. Ég kom til Ólafsvíkur 1960 hafði þá ráðið mig á vertíð og bjó þá hjá þeim hjónum Helgu og Elíasi, hann var þá rafveitustjóri við rafveitu Ólafsvíkur. Þar leið mér vel og þau reyndust mér sem bestu foreldrar, umhyggjusöm og skemmtileg. Elli, eins og hann var kallaður, var dugnaðarforkur og lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Það var mikið verk að byggja upp rafveitu á svona afskekktu svæði eins og Ólafsvík var á þessum tíma og því í mörg horn að líta. Starfið fólst í því að vera á vakt all- an sólarhringinn, sökum þess að mik- ið var um að rafmagnið rofnaði við svo frumstæð skilyrði því bæði var vél- búnaður og aðstaða bágborin. Þá varð að drífa sig af stað og redda málunum og finna hvar bilun hafði orðið, sem gjarnan var uppi á fjalli eða suður í sveit og oftast í vond- um veðrum, og það gerði Elli með sín- um mönnum. Annað sem mig langar að minnast varðandi starfið var inn- heimtan! Ganga þurfti í öll hús og lesa á mælana. Það var yfir stórt svæði að fara, allt útnesið og út fyrir Enni, en til þess þurfti að sæta sjávarföllum sökum vegleysu! Elli var mjög félagslyndur og geð- góður maður og lét sig allt varða, bæði menn og málefni, enda mjög vin- sæll og hrókur alls fagnaðar, hvar sem hann kom. Hann var um skeið formaður Leik- félags Ólafsvíkur og var Helga konan hans einnig í stjórn á sama tíma, und- ir þeirra stjórn voru sett upp mörg metnaðarfull verk, sambærileg við þau sem verið var að setja upp á fjöl- um Þjóðleikhússins. Má þar nefna Mann og konu og Ævintýri á göngu- för. Elli söng líka í kirkjukór Ólafsvík- ur um margra ára skeið. Hann var mikill áhugamaður um íþróttir enda spilaði hann fótbolta með K.R. á sín- um yngri árum og er mér það minn- isstætt þegar KR-ingar urðu Íslands- meistarar í knattspyrnu eftir tæpl. 30 ára bið, hvað hann varð glaður. Eins mætti nefna að Elli var góður sund- maður og keppti í sundi út í Engey hér áður fyrr. Eftir að þau hjónin fluttu suður komu þau gjarnan í heimsókn, enda bar Elli alltaf sterkar tilfinningar vestur. Það voru gæðastundir sem við nut- um í botn, og þá var spjallað um nútíð og ekki síst fortíðina, sem gerði mér svo gott þar sem ég fékk m.a. að heyra um móður mína blessaða, sem ég missti mjög ungur. Við minnumst þeirra Elíasar og Helgu með miklu þakklæti. Ég þakka innilega fyrir að hafa fengið að njóta samvista við svo gott fólk. Guð blessi minningu þeirra. Fjölskyldu Elíasar vottum við okk- ar dýpstu samúð. Gunnar og Ester. Elli er farinn úr þessu lífi, en minn- ingin um hann mun lifa. Þrátt fyrir að hann væri orðinn 96 ára þá hvarflaði ekki að manni sú hugsun að hann færi að kveðja. Allt hans viðmót fram á síðasta dag var líkt og hann væri ára- tugum yngri, hress og kátur í viðmóti og félagslyndur. Hann starfaði um langt árabil hjá RARIK, m.a. sem raf- veitustjóri í Ólafsvík. Skömmu áður en hann fór á eftirlaun var stofnaður kór hjá fyrirtækinu og að sjálfsögðu var Elli meðal stofnfélaga, enda tón- elskur með afbrigðum. Margir minnast hans úr ferðalög- um með kórnum fyrir uppátæki sín, alltaf iðinn við að koma öllum í gott skap. Þrátt fyrir háan aldur og starfs- lok fyrir aldarfjórðungi hélt Elli alltaf tryggð við RARIK og mætti á árshá- tíðir og flestar aðrar samkomur fram til hins síðasta. Við kveðjum Ella með söknuði og hlýju og vottum aðstand- endum samúð okkar. Kórfélagar og samstarfsfólk hjá RARIK. Hann Elías Valgeirsson er allur. Hann mætir ekki aftur í heitu pottana og útiskýlið. Hann hefur lokið sund- inu. Hann er endanlega farinn upp úr og er hættur, enda kominn í endahöfn á slóðum þess mögulega á mannlegu æviskeiði – 96 ára gamall. Söngrödd Elíasar er þar með líka þögnuð og þorrablót pottorma hafa misst sína bestu rödd. Á slíkum tímamótum er ekkert annað tilhlýðilegt en að rísa úr sætum og bugta sig. Elías Valgeirsson fæddist á utan- verðu Snæfellsnesi árið 1912. Eftir dvöl á Eskifirði um tíma fluttist hann ungur til Reykjavíkur þar sem hann eyddi bernsku- og unglingsárum sín- um. Elías missti ungur föður sinn og setti föðurmissirinn varanlegt mark á unga manninn og reyndar fjölskyld- una alla, sem barðist föðurlaus áfram við kröpp kjör. Elías tók snemma þátt í íþróttum. Hann stundaði sjósund við Örfirisey, í Vatnagörðum og Naut- hólsvík. Fyrstu sigurverðlaun sín í sundi hlaut Elías í sundkeppni við Ör- firisey. Þar voru 50 og 100 metra keppnisbrautir merktar við bryggju með staurum. Á unglingsárunum hófst dagurinn gjarnan með verkamannavinnu. Að henni lokinni var hjólað út í Örfirisey og farið í sjósund og æft fram að lok- un kl. 19. Þá var hjólað heim til að fá eitthvað í gogginn hjá mömmu áður en farið var út á „Völl“ til að spila fót- bolta fram að háttatíma. Þannig mót- aðist Elías ungur. Byggði upp styrk og seiglu sem entist í 96 ár. Elías hóf nám í járnsmíði 1928. Hann sneri sér að rafvirkjun síðar og lauk því námi 1933. Árið 1951 lauk Elías viðbótar- prófi úr Vélskólanum og varð þannig fær um að stjórna uppbyggingu raf- línukerfa í dreifbýlinu. Elías varð einn af frumkvöðlum rafvæðingar í landinu og sá það til dæmis með eigin augum þegar kona nokkur missti agndofa fangfylli af eggjum í gólfið, þegar kviknaði í fyrsta skipti á ljósa- peru innanhúss. Elías settist í helgan stein árið 1982 eftir glæsilegan starfsferil og átti því að baki heil 26 ár sem ellilífeyrisþegi, þegar kallið kom. Elías skilur eftir sig þrjú uppkomin börn en ekkill varð hann fyrir allmörgum árum. Sá sem þetta skrifar á minningar um Elías sem heimilislæknir hans til margra ára en einnig sem félagi hans í hópi pottorma í Laugardalslauginni. Svo mikilvægur var Elías félagi pottorma að hann var kosinn heiðursfélagi á þorrablóti árið 2002. Eftirlifandi pott- ormar minnast Elíasar með hlýju og sakna vinar í stað. Tenórrödd Elíasar mun ekki hljóma aftur á samkomum pottorma, en góð minning um róttæk- an og stoltan höfðingja og góðan fé- laga mun fylgja pottormum um ókomin ár. Pottormar bugta sig í dag og þakka Elíasi liðnar samverustund- ir. Gunnar Ingi Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 37 ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞRÁINN SIGTRYGGSSON skipstjóri og útgerðarmaður, Grundarbraut 26, Ólafsvík, sem andaðist föstudaginn 7. mars. verður jarð- sunginn frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 15. mars kl. 14.00. Sætaferðir verða frá umferðarmiðstöðinni (BSÍ) kl. 10.30. Guðbjörg Elín Sveinsdóttir, Egill Þráinsson, Hrefna Guðbjörnsdóttir, Pálína Þráinsdóttir, Ingvar Sigurðsson, Bryndís Þráinsdóttir, Valur Magnússon, Sigurbjörg Þráinsdóttir, Þröstur Kristófersson, Björk Þráinsdóttir, Lárus Einarsson, Berglind Þráinsdóttir, Heimir Maríuson, Sigtryggur Þráinsson, Margrét Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON, Vesturvegi 4, Vestmannaeyjum, sem lést laugardaginn 1. mars, verður jarðsunginn frá Landakirkju laugardaginn 15. mars kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Kvenfélagið Líkn, Vestmannaeyjum. Brynja Friðþórsdóttir, Kolbrún Þorsteinsdóttir, Sverrir Gunnlaugsson, Kristín Þorsteinsdóttir, Óskar Árnason, Eiríkur Þorsteinsson, Karen Sigurgeirsdóttir, Gunnar Þorsteinsson, Erna Ottósdóttir, afa- og langafabörn. Lokað Z-brautir og gluggatjöld, Laura Ashley verður lokað í dag frá kl. 14.00 vegna útfarar ELÍASAR VALGEIRSSONAR. Z-brautir og gluggatjöld, Laura Ashley. ✝ Elsku eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, BJÖRN ELÍAS INGIMARSSON skipstjóri og útgerðarmaður, Bakkavegi 13, Hnífsdal, verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 15. mars kl. 11.00. Theodóra Kristjánsdóttir, Halldóra Elíasdóttir, Guðmundur Thoroddsen, Sigríður Inga Elíasdóttir, Svavar Geir Ævarsson, Finnbjörn Elíasson, Gyða Björg Jónsdóttir, Guðmunda K. Elíasdóttir, Friðrik Ó. Friðriksson, Margrét Ingimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, VILBORG JÓNSDÓTTIR frá Hrísum, Norðurbraut 13, Hvammstanga, verður jarðsungin frá Hvammstangakirkju laugar- daginn 15. mars kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Magnús Helgi Sveinbjörnsson, Friðbjörg Dröfn Magnúsdóttir, Birgir Jónsson, Jón Heiðar Magnússon, Ása Kristín Knútsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Hilmar Hjartarson, Guðrún Birna Magnúsdóttir, Ómar Jónsson, Sveinbjörn Ævar Magnússon, Ólína Kristín Austfjörð, Aðalheiður Lilja Magnúsdóttir, Júlíus Bjarki Líndal og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.