Morgunblaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 47
Opnun Lárus Dagur Pálsson, stjórnarformaður LM 2008, Gunnar Már Sig- urfinnsson, markaðsstjóri Icelandair, og Jóna Fanney Friðriksdóttir, fram- kvæmdastjóri Landsmóts 2008, takast í hendur þegar miðasöluvefur Ice- landair og Landsmóts hestamanna var opnaður. LANDSMÓT hestamanna verður haldið við Hellu dagana 30. júní – 6. júlí. Landsmótið í ár er hið 18. í röð- inni en saga Landsmótanna nær aft- ur til 1950 þegar fyrsta landsmótið var haldið á Þingvöllum. Í fréttatil- kynningu segir að á landsmótinu í ár komi 1.000–1.200 af glæsilegustu hrossum landsins fram og eru kepp- endur yfir 500 manns á öllum aldri. Fjöldi stuðningsaðila leggja hönd á plóg til að mótið geti orðið hið veg- legasta en aðalstyrktaraðilar Lands- móts 2008 eru Icelandair, Samskip, Toyota, Glitnir, VísAgría og Húsa- smiðjan. Miðasalan á 18. Landsmót hestamanna er hafin og er áhuga- sömum bent á að tryggja sér miða í forsölu fyrir 1. maí nk. en eftir það hækkar miðaverðið. Að auki verður hægt innan tíðar að kaupa miða á völdum stöðvum N1. Nánari upplýs- ingar er að finna á vefsíðunni www.landsmot.is Miðasala á Landsmót hestamanna hafin MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 47 Félagsstarf Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30-9.15, vinnustofa kl. 9– 16.30, baðþjónusta kl. 10–16.30, bingó kl. 14-15, söng- stund við píanóið kl. 15.30-16.30. Árskógar 4 | Baðþjónusta kl. 8.15–16, opin smíðastofa kl. 9–16.30, páskabingó kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, almenn handa- vinna, morgunkaffi/dagblöð, fótaaðgerð, hádegisverður, kertaskreyting, spilað, kaffi. 19. mars kl. 13.15 verður farið frá Bólstaðarhlíð í Háskólabíó á myndina Brúð- guminn kl. 14. Skráning í s. 535-2760. Félag eldri borgara í Kópavogi | Opið hús í félagsheim- ilinu Gjábakka, 15. mars kl. 14. Upplestur: Svanhildur Th. Valdimarsdóttir. Gamanmál: Guðlaug Erla Jónsdóttir. Myndbrot úr félagslífinu: Kristmundur Halldórsson. Kaffiveitingar. Félagsmenn taki með gesti. Félag eldri borgara Kópavogi, ferðanefnd | Sparidagar eldri borgara verða haldnir á Hótel Örk 6. til 11. apríl. Aðeins 4 herbergi laus og er síðasti skráningardagur í dag, 14. mars. Skráningarlistar í félagsmiðstöðvunum, símaskráning og nánari uppl. veitir Þráinn í síma 554- 0999. Félagsheimilið Gjábakki | Bossía og málm- og silf- ursmíði kl. 9. 30, jóga kl. 10.40, hádegisverður, kaffi til kl. 16 og félagsvist kl. 20.30. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Vefnaður kl. 9, jóga kl. 9.15, ganga kl. 10, leikfimi, hádegisverður, bingó kl. 14. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 12, félagsvist í Jónshúsi kl. 13.30, rúta frá Hleinum kl. 13 og Garðabergi kl. 13.15. Skráning í Jónshúsi í 5 daga Vestfjarðarferð 21.–25. júlí. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur opnar kl. 9- 16.30, prjónakaffi/bragakaffi kl. 10, lagt upp í létta göngu um Elliðaárdalinn og leikfimi í ÍR heimilinu v/ Skógarsel, kaffi og spjalli kl. 10.30. Frá hádegi er spila- salur opinn, kóræfing kl. 14.20. Sími 575-7720. Hraunbær 105 | Baðþjónusta kl. 9–14, almenn handa- vinna kl. 9-12, hádegismatur, bókabíllinn kl. 14.45, bingó kl. 14, kaffi. Hraunsel | Lokað í dag vegna aðalfundar Hampiðjunnar. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, leikfimi kl. 11.30, brids kl. 13, boccia kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Frjáls aðgangur að vinnustofu kl. 9-12, postulínsmálning. Jóga kl. 9-11, Björg F. Böðun fyr- ir hádegi. Hádegisverður. Páskabingó kl. 13.30, spilaðar 8 umferðir, páskaegg í aðalvinning, kaffiveitingar í hléi. Hársnyrting. Hæðargarður 31 | Tölvukennsla, Íslandssöguspjall, myndlist, bókmenntir, framsögn og framkoma, Bör Bör- son, söngur, páfagaukar, hláturhópur, skapandi skrif, postulín, Þegar amma var ung, hugmyndabanki, Müll- ersæfingar, nýstárleg hönnun fermingarkorta, vorferð á vit skálda o.fl. S. 568-3132. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morgunkaffi og spjall kl. 10, leikfimi kl. 11, opið hús, spilað kl. 13, kaffiveitingar. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaaðgerðir kl. 9.15- 14.30, handavinna kl. 10.15, spænska, byrjendur, kl. 11.45, hádegisverður, sungið v/flygilinn kl. 14, kaffiveit- ingar, dansað í aðalsal. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8, 30, leirmótun kl. 9, morgunstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10 og páska- bingó kl. 13.30. Uppl. í síma 411 9450. Þórðarsveigur 3 | Salurinn opinn kl. 13, framhaldssaga og spjall kl. 13.30, kaffiveitingar. Kirkjustarf Áskirkja | Djákni Áskirkju verður með stólajóga og bæn kl. 10.15. Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn kl. 10–12. Grafarvogskirkja | Björk Guðjónsdóttir alþingismaður les 28. passíusálm kl. 18. 70ára afmæli. 16. mars,pálmasunnudag, verð- ur Sigurður Sigmundsson frá Syðra-Langholti sjötíu ára. Af því tilefni tekur hann á móti ættingjum og vinum í Félags- heimili Hrunamanna á afmæl- isdaginn kl. 11-14. Orð dagsins: Og hann sagði við þá: Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna og eigi maðurinn vegna hvíldardagsins. (Markús 2, 27.) Frístundir og námskeið Betra nám | Helgarnámskeið í minn- istækni fyrir krakka frá 10 ára aldri. Lærið að nota minnið rétt og utanbók- arlærdómur verður auðveldari. Einnig Davis-viðtöl vegna lesblindu. Upplýsingar á www.betranam.is Tónlist Græni hatturinn | Hvanndalsbræður halda 5 ára afmælistónleika á Akureyri 19. og 20. mars kl. 21.30, húsið opnar kl. 20.30. Krakkatónleikar í boði KEA kl. 16-17 á fim. Forsala hafin í pennanum Glerártorgi. Flutt verða gömul lög í bland við ný. Tónskóli Sigursveins Hraunbergi 2 | Burtfarartónleikar. Edda Hreinsdóttir fiðlu- leikari heldur einleikstónleika kl. 17 í sal Tónskólans Hraunbergi 2. Tónleikarnir eru hluti af framhaldsprófi hennar. Á efnisskrá eru verk eftir Barber, Bach og Franck. Myndlist Geysir, Bistro-bar | Sýning Eddu Guð- mundsdóttur á olíumálverkum stendur yf- ir í Aðalstræti 2. Sýningunni lýkur 16. apríl. Listhús Ófeigs | Gunnars Kr. myndlist- armaður sem starfar á Akureyri, sýnir „Blýsólir“. Hann vinnur að málverki, teikn- ingum og gerð þrívíðra verka. Sýningin stendur til 9. apríl og er opið kl. 10-18 má- nud.- föstud. og kl. 11-16 laugardaga. Lokað á sunnudögum http://www.simnet.is/gkr/ Skriðuklaustur | „Trjálíf“ nefnist sýning sem Handverk og hönnun opnar 15. mars kl. 14. Sýnendur eru: Aðalheiður Eysteins- dóttir, Bjarni Þór Kristjánsson, Bragi Bald- ursson, Helgi Björnsson, Ragnhildur vegi. Páskaegg af öllum stærðum í vinn- ing. Spjaldið kostar 200 kr. Hægt verður að kaupa kaffi og safa. Allir velkomnir. Kvikmyndir Tjarnarbíó | Frumsýning heimildarmyndar um Ketil Larsen verður 16. mars kl. 15 og 20. Joseph Marzolla og Tómas Lemarquis hafa búið til mynd þar sem veruleikinn og ævintýralegur heimur sagnanna hans Ket- ils blandast saman. Magnúsdóttir, Reynir Sveinsson, Sig- urbjörg Jónsdóttir og Sigurður K. Eiríks- son. Á sýningunni eru fólk og fjölbreytt dýr unnin í tré. Margir af gripunum hafa ekki verið sýndir áður. Sýningin stendur til 6. apríl og er opin þegar opið er á Skriðu- klaustri. Uppákomur MS-félag Íslands | Páskabingó MS- félagins verður 15. mars kl. 13, á Sléttu- Morgunblaðið/Ómar Skriðuklaustur. árnað heilla ritstjorn@mbl.is 40ára afmæli. Í dag, 14.mars, er Jón Bjarni Baldursson lífskúnstner fer- tugur. Hann mun fagna tíma- mótunum með hækkandi sól í sumar í nýju húsi. dagbók Í dag er föstudagur 14. mars, 74. dagur ársins 2008 Raunvísindadeild HÍ og und-irstofnanir hennar efna tilRaunvísindaþings 2008 dag-ana 14. og 15. mars. Snæbjörn Pálsson er formaður und- irbúningsnefndar þingsins: „Á Raunvís- indaþingi kynnum við rannsóknir sem stundaðar eru við Raunvísindadeild Há- skólans,“ segir Snæbjörn. „Á þinginu verða flutt tæplega 70 erindi, auk þess að 150 verkefni verða kynnt á vegg- spjöldum. Tveir þriðju þeirra sem kynna rannsóknir sínar eru nemendur í framhaldsnámi, og endurspeglar það hinn mikla vöxt sem hefur verið í fram- haldsnámi raungreina við Háskólann.“ Raunvísindaþing er nú haldið í þriðja sinn, en hefð hefur skapast fyrir að halda þingið á tveggja ára fresti: „Við- fangsefni fyrirlestranna eru að vanda mjög fjölbreytt, og spanna ólík svið, allt frá efnafræði og eðlisfræði yfir í stærð- fræði, matvælafræði, líffræði og land- fræði,“ útskýrir Snæbjörn. „Flestar rannsóknanna eru mjög metnaðarfullar og sumar þeirra hafa staðið yfir í lengri tíma. Gefa fyrirlestrarnir spennandi sýn inn í ferskustu strauma í raunvísindum á Íslandi í dag.“ Þingið skiptist niður í málstofur eftir ólíkum fræðasviðum, en einnig eru flutt- ir stærri yfirlitsfyrirlestrar um viða- mestu rannsóknarverkefnin: „Á fyrri degi þingsins má nefna erindi Páls Her- steinssonar, Tófan og veðurfarsbreyt- ingar í fortíð og nútíð, kl. 13 og erindi Guðmundar G. Haraldssonar Efnasmíð- ar á ómega-3 ríkum fituefnum kl. 15.40,“ segir Snæbjörn. „Á laugardeginum kl. 8.30 flytur Páll Jakobsson fyrirlesturinn Tengsl gammablossa við þróun vetr- arbrauta og stjörnumyndun í alheimi, Guðrún Gísladóttir ætlar kl. 10.30 að flytja erindið Kolefnisbúskapur í jarð- vegi á sögulegum tíma á Reykjanes- skaga, Helgi Björnsson segir kl. 13 frá Stöðu jöklarannsókna á Íslandi við upp- haf 21. aldar og Elínborg Ingunn Ólafs- dóttir flytur kl. 15.40 erindið Nálganir með ósamleitnum röðum: Fyrirbæri Stokes. Raunvísindaþing 2008 fer fram í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Ís- lands, og í Norræna húsinu. Finna má nánari upplýsingar um dag- skrá þingsins á slóðinni www.raun- vis.hi.is/~thing. Fræði | Raunvísindaþing haldið við Háskóla Íslands föstudag og laugardag Frá tófum til vetrarbrauta  Snæbjörn Páls- son fæddist í Reykjavík 1963. Hann lauk BS- prófi í líffræði frá HÍ 1988, meistara- gráðu frá vist- og þróunarfræðideild Ríkisháskólans í New York, í Stony Brook 1992 og doktorsgráðu frá Upp- salaháskóla í Svíþjóð 1999. Snæbörn starfaði um tíma hjá Íslenskri erfða- greiningu, en hóf störf hjá HÍ 2002 og hefur gegnt stöðu dósents frá 2006. Eiginkona Snæbjörns er Þórdís Gísla- dóttir íslenskufr. og eiga þau tvö börn. FRÉTTIR NÆSTA kvenna- kirkju- messa verð- ur í Kópavogs- kirkju sunnudags- kvöldið 16. mars kl. 20.30. Elína Hrund Kristjánsdóttir guðfræð- ingur prédikar. Messukaffi verður á leikskólanum Urðarhóli við Kópavogsbraut. Bænastundir eru í Kvennagarði, Laugavegi 59, 4. hæð kl. 12.15 á miðvikudögum. Borðað saman í eldhúsinu á eftir. Kór Kvenna- kirkjunnar æfir á miðvikudögum kl. 17 í Kvennagarði. Konur eru velkomnar að slást í hópinn. Kvennakirkjan er sjálfstæður hópur innan þjóðkirkjunnar og heldur guðsþjónustur í hinum ýmsu kirkjum þjóðkirkjunnar, oft- ast í Reykjavík, en líka úti á landi. Kvennakirkjan hefur einnig hald- ið guðsþjónustur í öðrum löndum og hefur tengsl við kirkjukonur þar. www.kvennakirkjan.is Kvenna- kirkjumessa í Kópavogs- kirkju Á ÞESSU ári eru liðin 20 ár síðan Fella- og Hólakirkja var vígð. Vígsludagur hennar er pálmasunnu- dagur. Ýmislegt verður gert í kirkj- unni á þessu ári til að minnast þess- ara tímamóta. Á vígsludaginn, pálmasunnudag 16. mars nk., verður hátíðarmessa í kirkjunni kl. 14. Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt prestum og djákna kirkjunnar. Kór Fella- og Hólakirkju syngur í messunni og hefur sérstaklega verið vandað til lagavals að þessu sinni. Organisti og söngstjóri kirkjunnar, Guðný Ein- arsdóttir, hefur ásamt kórfélögum staðið að undirbúningi söngveislu og mun fyrrverandi organisti kirkjunn- ar, Lenka Mátéová, einnig spila á orgelið. Eftir messu verður kirkju- gestum boðið upp á veitingar í safn- aðarheimilinu. Í tilefni vígsluafmælis kirkjunnar hefur kvenfélagið Fjallkonurnar í Efra-Breiðholti ákveðið að gefa djáknastólu sem listakonan Sigríður Jóhannsdóttir hefur gert. Kven- félagið hefur öll þessi ár sýnt Fella- og Hólakirkju mikla ræktarsemi og gefið kirkjunni ómetanlegar gjafir, segir í tilkynningu. Á tíunda þúsund sóknarbarna Fella- og Hólakirkja er sóknar- kirkja tveggja sókna, Fellasóknar og Hólabrekkusóknar. Alls eru sóknar- börn hennar á tíunda þúsund manns. Það er von sóknarnefnda og starfs- fólks kirkjunnar að íbúar í Efra- Breiðholti og einnig aðrir sem áður hafa búið í sóknunum eða tengst kirkjunni með einhverjum hætti fagni þessum tímamótum og komi til messu á pálmasunnudag, segir m.a. í fréttatilkynningu. Vígsluafmæli í Fella- og Hólakirkju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.