Morgunblaðið - 14.03.2008, Page 47
Opnun Lárus Dagur Pálsson, stjórnarformaður LM 2008, Gunnar Már Sig-
urfinnsson, markaðsstjóri Icelandair, og Jóna Fanney Friðriksdóttir, fram-
kvæmdastjóri Landsmóts 2008, takast í hendur þegar miðasöluvefur Ice-
landair og Landsmóts hestamanna var opnaður.
LANDSMÓT hestamanna verður
haldið við Hellu dagana 30. júní – 6.
júlí. Landsmótið í ár er hið 18. í röð-
inni en saga Landsmótanna nær aft-
ur til 1950 þegar fyrsta landsmótið
var haldið á Þingvöllum. Í fréttatil-
kynningu segir að á landsmótinu í ár
komi 1.000–1.200 af glæsilegustu
hrossum landsins fram og eru kepp-
endur yfir 500 manns á öllum aldri.
Fjöldi stuðningsaðila leggja hönd
á plóg til að mótið geti orðið hið veg-
legasta en aðalstyrktaraðilar Lands-
móts 2008 eru Icelandair, Samskip,
Toyota, Glitnir, VísAgría og Húsa-
smiðjan. Miðasalan á 18. Landsmót
hestamanna er hafin og er áhuga-
sömum bent á að tryggja sér miða í
forsölu fyrir 1. maí nk. en eftir það
hækkar miðaverðið. Að auki verður
hægt innan tíðar að kaupa miða á
völdum stöðvum N1. Nánari upplýs-
ingar er að finna á vefsíðunni
www.landsmot.is
Miðasala á Landsmót
hestamanna hafin
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 47
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30-9.15, vinnustofa kl. 9–
16.30, baðþjónusta kl. 10–16.30, bingó kl. 14-15, söng-
stund við píanóið kl. 15.30-16.30.
Árskógar 4 | Baðþjónusta kl. 8.15–16, opin smíðastofa
kl. 9–16.30, páskabingó kl. 13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, almenn handa-
vinna, morgunkaffi/dagblöð, fótaaðgerð, hádegisverður,
kertaskreyting, spilað, kaffi. 19. mars kl. 13.15 verður
farið frá Bólstaðarhlíð í Háskólabíó á myndina Brúð-
guminn kl. 14. Skráning í s. 535-2760.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Opið hús í félagsheim-
ilinu Gjábakka, 15. mars kl. 14. Upplestur: Svanhildur Th.
Valdimarsdóttir. Gamanmál: Guðlaug Erla Jónsdóttir.
Myndbrot úr félagslífinu: Kristmundur Halldórsson.
Kaffiveitingar. Félagsmenn taki með gesti.
Félag eldri borgara Kópavogi, ferðanefnd | Sparidagar
eldri borgara verða haldnir á Hótel Örk 6. til 11. apríl.
Aðeins 4 herbergi laus og er síðasti skráningardagur í
dag, 14. mars. Skráningarlistar í félagsmiðstöðvunum,
símaskráning og nánari uppl. veitir Þráinn í síma 554-
0999.
Félagsheimilið Gjábakki | Bossía og málm- og silf-
ursmíði kl. 9. 30, jóga kl. 10.40, hádegisverður, kaffi til
kl. 16 og félagsvist kl. 20.30.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Vefnaður kl. 9, jóga kl.
9.15, ganga kl. 10, leikfimi, hádegisverður, bingó kl. 14.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl.
12, félagsvist í Jónshúsi kl. 13.30, rúta frá Hleinum kl.
13 og Garðabergi kl. 13.15. Skráning í Jónshúsi í 5 daga
Vestfjarðarferð 21.–25. júlí.
Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur opnar kl. 9-
16.30, prjónakaffi/bragakaffi kl. 10, lagt upp í létta
göngu um Elliðaárdalinn og leikfimi í ÍR heimilinu v/
Skógarsel, kaffi og spjalli kl. 10.30. Frá hádegi er spila-
salur opinn, kóræfing kl. 14.20. Sími 575-7720.
Hraunbær 105 | Baðþjónusta kl. 9–14, almenn handa-
vinna kl. 9-12, hádegismatur, bókabíllinn kl. 14.45, bingó
kl. 14, kaffi.
Hraunsel | Lokað í dag vegna aðalfundar Hampiðjunnar.
Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, leikfimi kl. 11.30, brids kl.
13, boccia kl. 13.30.
Hvassaleiti 56-58 | Frjáls aðgangur að vinnustofu kl.
9-12, postulínsmálning. Jóga kl. 9-11, Björg F. Böðun fyr-
ir hádegi. Hádegisverður. Páskabingó kl. 13.30, spilaðar
8 umferðir, páskaegg í aðalvinning, kaffiveitingar í hléi.
Hársnyrting.
Hæðargarður 31 | Tölvukennsla, Íslandssöguspjall,
myndlist, bókmenntir, framsögn og framkoma, Bör Bör-
son, söngur, páfagaukar, hláturhópur, skapandi skrif,
postulín, Þegar amma var ung, hugmyndabanki, Müll-
ersæfingar, nýstárleg hönnun fermingarkorta, vorferð á
vit skálda o.fl. S. 568-3132.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morgunkaffi og spjall kl.
10, leikfimi kl. 11, opið hús, spilað kl. 13, kaffiveitingar.
Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaaðgerðir kl. 9.15-
14.30, handavinna kl. 10.15, spænska, byrjendur, kl.
11.45, hádegisverður, sungið v/flygilinn kl. 14, kaffiveit-
ingar, dansað í aðalsal.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8, 30, leirmótun
kl. 9, morgunstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10 og páska-
bingó kl. 13.30. Uppl. í síma 411 9450.
Þórðarsveigur 3 | Salurinn opinn kl. 13, framhaldssaga
og spjall kl. 13.30, kaffiveitingar.
Kirkjustarf
Áskirkja | Djákni Áskirkju verður með stólajóga og bæn
kl. 10.15.
Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn kl. 10–12.
Grafarvogskirkja | Björk Guðjónsdóttir alþingismaður
les 28. passíusálm kl. 18.
70ára afmæli. 16. mars,pálmasunnudag, verð-
ur Sigurður Sigmundsson frá
Syðra-Langholti sjötíu ára. Af
því tilefni tekur hann á móti
ættingjum og vinum í Félags-
heimili Hrunamanna á afmæl-
isdaginn kl. 11-14.
Orð dagsins: Og hann sagði við þá: Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna og eigi maðurinn vegna hvíldardagsins. (Markús 2, 27.)
Frístundir og námskeið
Betra nám | Helgarnámskeið í minn-
istækni fyrir krakka frá 10 ára aldri. Lærið
að nota minnið rétt og utanbók-
arlærdómur verður auðveldari. Einnig
Davis-viðtöl vegna lesblindu. Upplýsingar
á www.betranam.is
Tónlist
Græni hatturinn | Hvanndalsbræður halda
5 ára afmælistónleika á Akureyri 19. og
20. mars kl. 21.30, húsið opnar kl. 20.30.
Krakkatónleikar í boði KEA kl. 16-17 á fim.
Forsala hafin í pennanum Glerártorgi.
Flutt verða gömul lög í bland við ný.
Tónskóli Sigursveins Hraunbergi 2 |
Burtfarartónleikar. Edda Hreinsdóttir fiðlu-
leikari heldur einleikstónleika kl. 17 í sal
Tónskólans Hraunbergi 2. Tónleikarnir eru
hluti af framhaldsprófi hennar. Á efnisskrá
eru verk eftir Barber, Bach og Franck.
Myndlist
Geysir, Bistro-bar | Sýning Eddu Guð-
mundsdóttur á olíumálverkum stendur yf-
ir í Aðalstræti 2. Sýningunni lýkur 16. apríl.
Listhús Ófeigs | Gunnars Kr. myndlist-
armaður sem starfar á Akureyri, sýnir
„Blýsólir“. Hann vinnur að málverki, teikn-
ingum og gerð þrívíðra verka. Sýningin
stendur til 9. apríl og er opið kl. 10-18 má-
nud.- föstud. og kl. 11-16 laugardaga. Lokað
á sunnudögum http://www.simnet.is/gkr/
Skriðuklaustur | „Trjálíf“ nefnist sýning
sem Handverk og hönnun opnar 15. mars
kl. 14. Sýnendur eru: Aðalheiður Eysteins-
dóttir, Bjarni Þór Kristjánsson, Bragi Bald-
ursson, Helgi Björnsson, Ragnhildur
vegi. Páskaegg af öllum stærðum í vinn-
ing. Spjaldið kostar 200 kr. Hægt verður
að kaupa kaffi og safa. Allir velkomnir.
Kvikmyndir
Tjarnarbíó | Frumsýning heimildarmyndar
um Ketil Larsen verður 16. mars kl. 15 og
20. Joseph Marzolla og Tómas Lemarquis
hafa búið til mynd þar sem veruleikinn og
ævintýralegur heimur sagnanna hans Ket-
ils blandast saman.
Magnúsdóttir, Reynir Sveinsson, Sig-
urbjörg Jónsdóttir og Sigurður K. Eiríks-
son. Á sýningunni eru fólk og fjölbreytt
dýr unnin í tré. Margir af gripunum hafa
ekki verið sýndir áður. Sýningin stendur til
6. apríl og er opin þegar opið er á Skriðu-
klaustri.
Uppákomur
MS-félag Íslands | Páskabingó MS-
félagins verður 15. mars kl. 13, á Sléttu-
Morgunblaðið/Ómar
Skriðuklaustur.
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
40ára afmæli. Í dag, 14.mars, er Jón Bjarni
Baldursson lífskúnstner fer-
tugur. Hann mun fagna tíma-
mótunum með hækkandi sól í
sumar í nýju húsi.
dagbók
Í dag er föstudagur 14. mars, 74. dagur ársins 2008
Raunvísindadeild HÍ og und-irstofnanir hennar efna tilRaunvísindaþings 2008 dag-ana 14. og 15. mars.
Snæbjörn Pálsson er formaður und-
irbúningsnefndar þingsins: „Á Raunvís-
indaþingi kynnum við rannsóknir sem
stundaðar eru við Raunvísindadeild Há-
skólans,“ segir Snæbjörn. „Á þinginu
verða flutt tæplega 70 erindi, auk þess
að 150 verkefni verða kynnt á vegg-
spjöldum. Tveir þriðju þeirra sem
kynna rannsóknir sínar eru nemendur í
framhaldsnámi, og endurspeglar það
hinn mikla vöxt sem hefur verið í fram-
haldsnámi raungreina við Háskólann.“
Raunvísindaþing er nú haldið í þriðja
sinn, en hefð hefur skapast fyrir að
halda þingið á tveggja ára fresti: „Við-
fangsefni fyrirlestranna eru að vanda
mjög fjölbreytt, og spanna ólík svið, allt
frá efnafræði og eðlisfræði yfir í stærð-
fræði, matvælafræði, líffræði og land-
fræði,“ útskýrir Snæbjörn. „Flestar
rannsóknanna eru mjög metnaðarfullar
og sumar þeirra hafa staðið yfir í lengri
tíma. Gefa fyrirlestrarnir spennandi sýn
inn í ferskustu strauma í raunvísindum
á Íslandi í dag.“
Þingið skiptist niður í málstofur eftir
ólíkum fræðasviðum, en einnig eru flutt-
ir stærri yfirlitsfyrirlestrar um viða-
mestu rannsóknarverkefnin: „Á fyrri
degi þingsins má nefna erindi Páls Her-
steinssonar, Tófan og veðurfarsbreyt-
ingar í fortíð og nútíð, kl. 13 og erindi
Guðmundar G. Haraldssonar Efnasmíð-
ar á ómega-3 ríkum fituefnum kl. 15.40,“
segir Snæbjörn. „Á laugardeginum kl.
8.30 flytur Páll Jakobsson fyrirlesturinn
Tengsl gammablossa við þróun vetr-
arbrauta og stjörnumyndun í alheimi,
Guðrún Gísladóttir ætlar kl. 10.30 að
flytja erindið Kolefnisbúskapur í jarð-
vegi á sögulegum tíma á Reykjanes-
skaga, Helgi Björnsson segir kl. 13 frá
Stöðu jöklarannsókna á Íslandi við upp-
haf 21. aldar og Elínborg Ingunn Ólafs-
dóttir flytur kl. 15.40 erindið Nálganir
með ósamleitnum röðum: Fyrirbæri
Stokes.
Raunvísindaþing 2008 fer fram í
Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Ís-
lands, og í Norræna húsinu.
Finna má nánari upplýsingar um dag-
skrá þingsins á slóðinni www.raun-
vis.hi.is/~thing.
Fræði | Raunvísindaþing haldið við Háskóla Íslands föstudag og laugardag
Frá tófum til vetrarbrauta
Snæbjörn Páls-
son fæddist í
Reykjavík 1963.
Hann lauk BS-
prófi í líffræði frá
HÍ 1988, meistara-
gráðu frá vist- og
þróunarfræðideild
Ríkisháskólans í
New York, í Stony
Brook 1992 og doktorsgráðu frá Upp-
salaháskóla í Svíþjóð 1999. Snæbörn
starfaði um tíma hjá Íslenskri erfða-
greiningu, en hóf störf hjá HÍ 2002 og
hefur gegnt stöðu dósents frá 2006.
Eiginkona Snæbjörns er Þórdís Gísla-
dóttir íslenskufr. og eiga þau tvö börn.
FRÉTTIR
NÆSTA
kvenna-
kirkju-
messa verð-
ur í
Kópavogs-
kirkju
sunnudags-
kvöldið 16. mars kl. 20.30. Elína
Hrund Kristjánsdóttir guðfræð-
ingur prédikar. Messukaffi verður
á leikskólanum Urðarhóli við
Kópavogsbraut.
Bænastundir eru í Kvennagarði,
Laugavegi 59, 4. hæð kl. 12.15 á
miðvikudögum. Borðað saman í
eldhúsinu á eftir. Kór Kvenna-
kirkjunnar æfir á miðvikudögum
kl. 17 í Kvennagarði. Konur eru
velkomnar að slást í hópinn.
Kvennakirkjan er sjálfstæður
hópur innan þjóðkirkjunnar og
heldur guðsþjónustur í hinum
ýmsu kirkjum þjóðkirkjunnar, oft-
ast í Reykjavík, en líka úti á landi.
Kvennakirkjan hefur einnig hald-
ið guðsþjónustur í öðrum löndum
og hefur tengsl við kirkjukonur
þar. www.kvennakirkjan.is
Kvenna-
kirkjumessa
í Kópavogs-
kirkju
Á ÞESSU ári eru liðin 20 ár síðan
Fella- og Hólakirkja var vígð.
Vígsludagur hennar er pálmasunnu-
dagur. Ýmislegt verður gert í kirkj-
unni á þessu ári til að minnast þess-
ara tímamóta.
Á vígsludaginn, pálmasunnudag
16. mars nk., verður hátíðarmessa í
kirkjunni kl. 14. Biskup Íslands,
Karl Sigurbjörnsson prédikar og
þjónar fyrir altari ásamt prestum og
djákna kirkjunnar. Kór Fella- og
Hólakirkju syngur í messunni og
hefur sérstaklega verið vandað til
lagavals að þessu sinni. Organisti og
söngstjóri kirkjunnar, Guðný Ein-
arsdóttir, hefur ásamt kórfélögum
staðið að undirbúningi söngveislu og
mun fyrrverandi organisti kirkjunn-
ar, Lenka Mátéová, einnig spila á
orgelið. Eftir messu verður kirkju-
gestum boðið upp á veitingar í safn-
aðarheimilinu.
Í tilefni vígsluafmælis kirkjunnar
hefur kvenfélagið Fjallkonurnar í
Efra-Breiðholti ákveðið að gefa
djáknastólu sem listakonan Sigríður
Jóhannsdóttir hefur gert. Kven-
félagið hefur öll þessi ár sýnt Fella-
og Hólakirkju mikla ræktarsemi og
gefið kirkjunni ómetanlegar gjafir,
segir í tilkynningu.
Á tíunda þúsund sóknarbarna
Fella- og Hólakirkja er sóknar-
kirkja tveggja sókna, Fellasóknar og
Hólabrekkusóknar. Alls eru sóknar-
börn hennar á tíunda þúsund manns.
Það er von sóknarnefnda og starfs-
fólks kirkjunnar að íbúar í Efra-
Breiðholti og einnig aðrir sem áður
hafa búið í sóknunum eða tengst
kirkjunni með einhverjum hætti
fagni þessum tímamótum og komi til
messu á pálmasunnudag, segir m.a. í
fréttatilkynningu.
Vígsluafmæli í
Fella- og Hólakirkju