Morgunblaðið - 14.03.2008, Page 50

Morgunblaðið - 14.03.2008, Page 50
Hvað heitir Gillzeneg- ger réttu nafn? 55 » reykjavíkreykjavík Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is BÓNUSVÍDEÓLEIGURNAR eru að skipta um ham. Í stað fjölda rekka með DVD- og VHS-hylkjum verða tölvuskjáir. Viðskiptavinir munu geta skoðað alla titla sem í boði eru hjá Bónusvídeói á þessum skjám og brátt á Netinu einnig. Vefsíða Bónusvídeó opnar um mánaðmótin mars/apríl, www.bo- nusvideo.is. Þar munu menn geta valið sér myndir og pantað. Reyndar þarf enn að gera sér ferð út á leigu til að sækja myndirnar. Bjarki Pétursson, framkvæmda- stjóri Bónusvídeós, segir þessa breytingu eðlilega þróun. Í stað þess að nota nánast allt gólfpláss leig- anna undir hylkin sé það nú notað undir söluvarning, t.d. sælgæti. Diskarnir taka enda lítið pláss þegar þeir eru komnir í plast bakvið af- greiðsluborð. 6.000 titlar Bjarki segir þó nokkurn undir- búning liggja að baki breytingunni. ,,Við höfum verið núna í átta mánuði að búa til hugbúnað með auglýs- ingastofunni Vatíkaninu,“ segir hann. Í nýja kerfinu verður hægt að leita að myndum eftir flokkum, leik- urum, komast að því í hvaða leigu eða leigum myndin er fáanleg og panta hana, svo eitthvað sé nefnt. Sex þúsund titlar eru á skrá þannig að úrvalið ætti að vera ágætt. Bjarki segir tvær eða þrjár vikur í vígslu nýju vefsíðunnar. Hægt verð- ur að sjá allar myndir leiganna, hvar þær eru inni, hægt að panta þær, horfa á kynningar á myndum, vænt- anlegar myndir o.fl. „Ef þú býrð úti á landi þá sendum við þér myndina en ef þú býrð í Reykjavík geturðu skotist út á næstu leigu og sótt hana,“ segir Bjarki um þjónustuna. Verðið breytist ekki við tölvuvæð- inguna, nýjar myndir á 650 krónur. ,,Þú færð eina nýja mynd í einn dag og tvær eldri með í tvo daga, þrjár myndir fyrir 650 krónur,“ segir Bjarki. Leigur Bónusvídeós eru 21, langflestar á Reykjavíkursvæðinu. Bónusvídeó tölvuvætt Morgunblaðið/Golli Tölvuvæðing í Árbænum Einn af skjám Bónusvídeós í Hraunbæ. Sú leiga er fullkláruð, allt orðið tölvuvætt og hvergi hylki að sjá. Hægt verður að skoða alla titla á Netinu innan skamms  Tónleikar þar sem meistaraverk Bítlanna, Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band verður flutt í heild sinni, hafa verið færðir í Háskólabíó. Upp- haflega stóð til að halda tónleikana í Laugardalshöll, en ekki tókst að selja eins marga miða í forsölu og reiknað hafði verið með og því var brugðið á það ráð að færa tón- leikana í Háskólabíó. Án þess að menn vilji lesa of mikið í miðasöl- una þykir ljóst að ekki sé það skort- ur á vinsældum Bítlanna sem liggur að baki dræmri miðasölu, en hvað þá? Þá má einnig velta því fyrir sér að ef Bítlarnir trekkja ekki að hvernig skyldi miðasalan ganga á Eagles heiðrunartónleikana í næstu viku? Þar kostar miðinn litlar 5.900 krónur. Íslendingar fúlsa við meistaraverki  Hljómsveitin múm kom fram á Mosaic-tónlistarhátíðinni í Singa- púr í gærkvöldi og lék í Esplanade- tónlistarhúsinu sem tekur um 1.600 manns í sæti. Hópnum hefur verið vel tekið í Singapúr og vöktu tón- leikarnir töluverða athygli en til marks um það var sveitinni m.a. boðið að koma fram í þættinum Singapúr í bítið á Channel News Asia. Að lokinni heimsókn sveit- arinnar til Singapúr heldur múm tónleikarferðalaginu áfram til Ástralíu og kemur þar fram á fimm tónleikum á fimm dögum, en í kjöl- farið á því verður gert mánaðarhlé á tónleikaferðum sveitarinnar sem hafa staðið með hléum undanfarna mánuði. Þá má geta þess í lokin að Örvar Þóreyjarson Smárason og Gunnar Tynes komu fram á loka- hófi kvikmyndahátíðarinnar í Ist- anbúl sem plötusnúðar. Singapúr í bítið Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is SÍMINN hringir, blaðamaður svarar: „Helgi“. „Ég er Juan,“ er svarað á móti, suðrænni og seiðandi röddu. Kólumbíumaðurinn Juan Ca- milo Román Estrada er á línunni, sá hinn sami og leikur spænska þjóninn Manolo í leikriti Guðmundar Steinssonar, Sólarferð, þjóninn sem dregur hina harðgiftu Nínu á tálar. Juan er hins vegar kvæntur íslenskri konu, býr og starfar hér á landi og er alls enginn flagari. Juan lagði stund á sálfræði við háskólann í Antioquia í heimalandi sínu og fékkst þar einn- ig við leiklist, kennslu og dans. Þá ferðaðist hann einnig um margra mánaða skeið meðfram strönd Kyrrahafsins, frá Kólumbíu til Chile. Blaðamaður þykist kunna hrafl í spænsku og ákveður í samráði við Juan að taka viðtalið á því ágæta tungumáli, með því skilyrði að við- mælandinn mæli sem allra hægast. Þjóðleik- húsið auglýsti eftir spænskumælandi leikara í hlutverk Manolos í Morgunblaðinu í fyrra og ákvað Juan að slá til, mætti í leikprufu og hreppti hluverkið. Hann lagðist þó ekki í rann- sóknarvinnu fyrir hlutverk hins munúðarfulla og síbrosandi Manolo. – Hvernig finnst þér leikritið, Sólarferð? „Mér líkar það mjög vel af því það er eins og spegill á öfgakenndar aðstæður. Þá á ég við að í hvert sinn sem við ferðumst, förum á stað sem er ólíkur okkar heimaslóðum, þá komumst við í kynni við eitthvað nýtt, opnum okkur fyr- ir því og uppgötvum um leið nýjar hliðar á okkur.“ Báðir lífsglaðir – Sumir virðast hins vegar ekki læra neitt nýtt, hvorki um sjálfa sig né annað og virðast ekki vilja breyta eigin venjum, ekki satt? „Jú, en samt sem áður held ég að við höfum öll þörf fyrir að komast í annað andrúmsloft og umhverfi, til að átta okkur á því hvort við séum á réttri leið. Sumir breyta sínum háttum og venjum, aðrir ekki.“ – Áttu eitthvað sameiginlegt með Manolo? „Ég held að við eigum gleðina sameiginlega, brosið, löngunina í að lifa lífinu fyrir augna- blikið,“ svarar Juan. Manolo sé hins vegar ung- ur og vilji njóta lífsins án nokkurrar ábyrgðar. Juan segist kunna vel við Ísland, vilji gjarn- an búa hér í nokkur ár með íslenskri fjölskyldu sinni. Hann langi þó að snúa aftur til Kólumbíu einn daginn. Nú sé hann hins vegar að læra ís- lensku og það nám gangi mjög vel. Juan gefur dæmi á íslensku: „Ég er að læra, smátt og smátt.“ Spurður að því hvort til greina komi að hann kenni íslenskum karlmönnum að táldraga konur svarar Juan því til að menn verði bara að skella sér á Sólarferð og læra af Manolo. Funheitur flagari Juan Camilo Román Estrada leikur sídaðrandi, spænskan þjón í Sólarferð Morgunblaðið/Árni Sæberg Brosmildur Juan Camilo er lífsglaður leikari og hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína í leikritinu Sólarferð í Þjóðleikhúsinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.