Morgunblaðið - 20.03.2008, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 20.03.2008, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2008 51 ROKKSVEITIN Mínus hefur í dag tónleikaferð sína um Bretland, heldur sjö tónleika og lýkur túrnum 28. mars. Nýjasta plata sveit- arinnar, The Great Northern Whalekill, kom út í Bretlandi og Evrópu 3. mars en platan er sú fjórða sem sveitin sendir frá sér. Að ferðalaginu loknu snúa Mínus- menn aftur til landsins og halda tónleika á Organ 4. apríl. Aftur verður svo haldið í tón- leikaferð um Evrópu í maí og júní og komið við á öllum helstu tónlist- arhátíðum í Evrópu í sumar, eins og segir í tilkynningu. The Great Northern Whalekill var tekin upp í Los Angeles og sáu Joe Barresi og S. Husky Höskulds um upptökur og hljóðblöndun. Mín- us ætlar að taka úrval laga af öllum plötum sínum á Organ og því mikil veisla fyrir aðdáendur sveitarinnar í vændum. Hljómsveitirnar Skátar og Celestine hita upp fyrir Mínus og Frosti Gringo þeytir skífum að loknum tónleikum. Forsala á tónleika Mínuss á Org- an hefst á þriðjudaginn, 25. mars, kl. 10 á midi.is og afgreiðslustöðum mida.is. Verð í forsölu er 1.200 kr. og 1.500 kr. við hurð. Engar sýningar eru á Jesus Christ Superstar yfir páskana, en sem kunnugt er fer Krummi með hlutverk frelsarans. Það þarf því enginn að hlaupa í skarðið fyrir Krumma og syngja hlutverk Jesú yfir páskahelgina. Krummi Söngvari Mínuss er þekkt- ur fyrir líflega sviðsframkomu. Mínus á ferð um Bretland Fyrir rúmum sextán árum sendi írskapopphljómsveitin U2 frá sér sína sjö-undu hljóðversplötu, Achtung Baby. Platan er af mörgum talin besta breiðskífa sveitarinnar og sem dæmi má nefna að bandaríska tónlistartímaritið Rolling Stone setti plötuna í 62. sæti yfir bestu plötur allra tíma á lista sem það birti árið 2003. Skal eng- an undra því þarna var mikið meistaraverk á ferðinni, verk sem þeim sjálfum hefur ekki enn tekist að toppa.    Nokkrum mánuðum eftir að platan komút, eða í mars árið 1992, kom út smá- skífa með einu sterkasta lagi plötunnar, lag- inu „One“ sem Bono samdi ógleymanlegan texta við. Lagið nýtur ekki síðri virðingar í poppsögunni en platan, en „One“ var til dæm- is í 36. sæti á lista Rolling Stone yfir bestu lög allra tíma sem birtur var í tímaritinu árið 2004.    Löngu áður en liðsmenn U2 fæddust, eðaárið 1936, samdi Halldór Laxness kvæð- ið Maístjörnuna fyrir 1. maí-blað Rauða fán- ans sem ungir kommúnistar gáfu út á sínum tíma. Maístjarnan nýtur ekki síðri virðingar en lag U2, þótt með gjörólíkum hætti sé, en til að mynda er kvæðið nánast orðið að „þjóð- söng“ íslenskra barna.    Ástæða þess að þessi tvö kvæði eru nefndhér í sömu andrá er sú að í þeim eru textabrot sem eru glettilega lík. Í „One“ segir á einum stað: „You gave me nothing – Now it’s all I’ve got,“ sem gæti útlagst „Þú gafst mér ekkert – það er allt sem ég hef“. Þetta minnir óneitanlega á þekkt brot úr Maístjörn- unni sem hefur eflaust framkallað marga gæsahúðina: „Þetta eitt sem þú gafst mér – það er allt sem ég hef.“    Því verður auðvitað ekki haldið fram hérað Bono hafi lesið þýðingu á kvæði skáldsins, og þannig fengið innblástur sem varð kveikjan að textabrotinu í lagi hans. Það er að minnsta kosti ákaflega ólíklegt. En það er gaman að skoða hvernig þessir tveir texta- höfundar hugsa texta sína með svipuðum hætti, en þó þannig að merkingin verður ólík. Popparinn Bono er svartsýnn og dapur, hann fær ekkert og á því ekkert, á meðan „klass- íska“ skáldið Laxness fær eitthvað eitt sem nægir honum, því það er það dýrmætasta sem hann á.    Þótt þeir Bono og Halldór Laxness séuhvor af sinni kynslóðinni, hvor frá sínu landinu og úr ólíkum geirum menningar- innar, lýsa þeir báðir sama ástandi manns- andans í þessum textabrotum – eins konar þrá eftir einhverju sem annar fær en hinn ekki. Og hvorugur þeirra segir beinum orð- um hvað þetta er sem þeir þrá, þótt margir geti vafalaust lesið á milli línanna og getið sér til um hvað það er.    Þannig er þetta lítið dæmi um það hvernigtveir listamenn geta túlkað svipaðar til- finningar með nánast sama hætti – jafnvel þótt himinn og haf skilji þá að. Þetta eitt sem þú gafst mér AF LISTUM Jóhann Bjarni Kolbeinsson Morgunblaðið/Jim Smart Halldór Laxness og Bono Ólíkir listamenn sem tjá tilfinningar sínar með svipuðum hætti. Reuters » Í „One“ segir á einum stað:„You gave me nothing – Now it’s all I’ve got,“ sem gæti útlagst „Þú gafst mér ekkert – það er allt sem ég hef“. jbk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.