Morgunblaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MARS 2008 13
FRÉTTIR
NÝVERIÐ var gengið frá ráðningu
í stöðu forstöðumanns Þjóð-
fræðistofu á Ströndum sem
Strandagaldur hefur undanfarið
unnið við að
koma á laggirnar
á Hólmavík.
Fjórar umsóknir
bárust um stöð-
una og fyrir val-
inu varð Kristinn
Schram þjóð-
fræðingur, að því
er fram kemur á
strandir.is.
Kristinn er
með meistarapróf í þjóðfræði, er að
ljúka doktorsnámi í greininni og er
stundakennari í þjóðfræði við Há-
skóla Íslands. Hann mun hefja störf
fljótlega. Kristinn er kvæntur Kötlu
Kjartansdóttir þjóðfræðingi og þau
eiga tvö börn. Helstu verkefni Þjóð-
fræðistofu sem er nýtt fræðasetur,
verða rannsóknir og miðlun menn-
ingararfsins í samvinnu við fjölda
ólíkra aðila, mennta- og menning-
arstofnana. Þá verður unnið að
uppbyggingu menningar- og
menntatengdrar ferðaþjónustu,
skráningarverkefnum tengdum
þjóðfræði og sagnfræði, nám-
skeiðahaldi og kennslu og umsjón
höfð með upplýsingamiðstöð um ís-
lenska þjóðtrú.
Stjórnar Þjóð-
fræðistofu
á Ströndum
Kristinn Schram
NÝLIÐANÁMSKEIÐ fyrir verð-
andi sérsveitarmenn verður haldið í
september næstkomandi og að því
loknu má búast við að fjölgað verði
í sveitinni úr 42 sérsveitarmönnum
í 48. Sérsveitarmenn eru nú á Norð-
urlandi, Suðurnesjum og á Suðvest-
urlandi.
Fram kemur á heimasíðu rík-
islögreglustjóra, að sérsveitin hafi
haft í nógu að snúast að und-
anförnu við sérsveitarverkefni auk
almennra löggæsluverkefna.
Fjölgað um
sex í sérsveit
lögreglunnar
HÁTÆKNI hefur gefið bráða-
móttöku barna á Landsspítalanum
Tetra-talstöð til þess að nota í
samskiptum við áhafnir sjúkrabíla.
Tetra-fjarskiptakerfið er notað til
samskipta fyrir viðbragðsaðila.
Í nýlegri uppfærslu á kerfinu
var farið út í þær breytingar að
sjúkrabílar nota talstöðina til þess
að tilkynna slysa- og bráða-
móttökum Landspítalans komu
væntanlegra sjúklinga. Bráðamót-
taka barna hefur til þessa ekki
verið með talstöð til þess að taka
á móti þessum tilkynningum en nú
hefur verið ráðin bót á því. Þar
sem verið er að útbúa alla sjúkra-
bíla í landinu með Tetra-fjar-
skiptabúnaði geta þeir nú haft
samband við bráðamóttöku barna,
bráðamóttöku Hringbraut og
slysa- og bráðamóttöku í Fossvogi
í gegnum Tetra-fjarskipti.
Á myndinni eru, frá vinstri:
Helgi Finnbogason bráðatæknir,
Kristján Orri Ágústsson og Kjart-
an Þráinsson frá Hátækni, Ingileif
Sigfúsdóttir, deildarstjóri bráða-
móttöku barna, og Sverrir Haukur
Grönli sjúkraflutningamaður.
Beint samband
við Barnaspítalann
Morgunblaðið/Júlíus
Allir velkomnir
www.hr.is
>
<
Stofa 101 – 1. HÆÐ
A-HÚS
12:00 ÍÞRÓTTAFRÆÐI
12:30 VIÐSKIPTAFRÆÐI
13:00 LÖGFRÆÐI
13:30 KENNSLUFRÆÐI
14:30 TÖLVUNARFRÆÐIDEILD
• Hugbúnaðarverkfræði
• Kerfisfræði
• Tölvunarfræði
15:00 STÆRÐFRÆÐI
Stofa 231 – 2. HÆÐ B-HÚS
13:00 FRUMGREINAR
13:30 IÐNFRÆÐI
• Byggingarfræði
• Byggingariðnfræði
• Rafiðnfræði
• Rekstrariðnfræði
• Véliðnfræði
14:30 VERKFRÆÐI
• Fjármálaverkfræði
• Hátækniverkfræði
• Heilbrigðisverkfræði
• Rekstrarverkfræði
15:00 TÆKNIFRÆÐI
• Byggingartæknifræði
• Rafmagnstæknifræði
• Vél-og orkutæknifræði
Stofa 302 – 3. HÆÐ A-HÚS
> Meistaranám <
12:00 STÆRÐFRÆÐI FYRIR KENNARA
12:30 TÖLVUNARFRÆÐI
• Hugbúnaðarverkfræði
• Máltækni
• Tölvunarfræði
13:00 MBA/AMP
13:30 MSc Í VIÐSKIPTADEILD
• Alþjóðaviðskipti
• Fjármál
• Reikningshald og endurskoðun
14:30 LÖGFRÆÐI
15:00 LÝÐHEILSUFRÆÐI
• MPH
• MPH Executive
15:30 VERKFRÆÐI
• Byggingarverkfræði
• Fjármálaverkfræði
• Hátækniverkfræði
• Heilbrigðisverkfræði
/Heilbrigðisvísindi
• Rekstrarverkfræði
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
0
8
-0
5
3
4
SÝNDAR verða hátt í 100 byssur á
afmælissýningu Skotíþróttafélags
Ísafjarðarbæjar á laugardag. Fé-
lagið er tvítugt um þessar mundir
og verður þess vegna blásið til þess-
arar sýningar á skotvopnum fé-
lagsmanna og velunnara félagsins,
að því er fram kemur á bb.is.
Sýnt verður á efri hæð vélsmiðj-
unnar Þryms á Ísafirði og verða
dyr smiðjunnar opnar milli klukkan
10 og 16.
Hátt í 100
byssur til sýnis
Í ANNAÐ skipti
á stuttum tíma
hefur Lottó-
áskrifandi haft
heppnina með
sér með því einu
að vera með af-
mælisdaga fjöl-
skyldunnar í
áskrift. Í þetta sinn var það heppinn
fjölskyldufaðir á höfuðborgarsvæð-
inu sem var með afmælisdag sinn,
konunnar og barnanna í áskrift og
vann 13,5 milljónir í Lottó síðasta
laugardag. Þetta kemur fram á vef
Íslenskrar getspár.
Afmælisdagar
gáfu vel af sér