Morgunblaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MARS 2008 19 LANDIÐ Reyðarfjörður | Helga M. Steins- son hefur hafið störf sem verkefnastjóri þróunarverkefna hjá Fjölmenningarsetri á Austur- landi, með starfsaðstöðu á Reyð- arfirði og Egilsstöðum. Hún mun ásamt því að kynna Fjölmenning- arsetrið, vinna að þróun verkefna sem varða móttöku innflytjenda og auðvelda samskipti og efla þátttöku þeirra í samfélaginu. Þá mun Helga vinna náið með stofn- unum og sveitarfélögum á Austur- landi við að framfylgja stefnu stjórnvalda í þessum málaflokki, koma í veg fyrir fordóma og efla fjölmenningarlega kennslu og samskiptahætti. Þróun fjöl- menningar Seyðisfjörður | Starfsfólk og stjórn Þróunarfélags Austurlands fagnar n.k. föstudag, 28. mars, 25 ára af- mæli félagsins í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði. Félagið var stofnað sem Iðnþróunarfélag Austurlands í Herðubreið árið 1983 og er því eitt elsta atvinnuþróunarfélag landsins. Meðal gesta sem flytja ávörp á af- mælishátíðinni verða Össur Skarp- héðinsson iðnaðarráðherra, Svan- fríður Inga Jónasdóttir, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, Að- alsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, og Axel Beck, forstöðumaður þróunarfélags Kaupmannahafnarsvæðis. Dag- skráin hefst kl. 15. Kvartaldar þróunarfélag Borgarfjörður eystri | Tvö ný hótel eru að rísa í Bakkagerðisþorpinu á Borgarfirði eystri; heilsuhótelið Blá- björg, sem Ásta Sigfúsdóttir er í for- svari fyrir og Hótel Útskálar sem Arngrímur Viðar Ásgeirsson er að reisa ásamt fleirum. Útskálar eru vinnuheiti á hótelinu sem rís nú á svokölluðum Bökkum í Bakkagerðisþorpi. Grunnur að því var tekinn í janúar og er um að ræða tíu tveggja manna herbergi sem gengt verður í utan frá og því um n.k. mótel að ræða. Á að hefja rekstur þar í sumar. Blábjörg verða til húsa í gömlu frystihúsi á Bakkaeyri og stefnt að því að þar verði sjö her- bergi á efri hæð og á neðri hæð gestamóttaka, eldhús, matsalur og listmunaverkstæði. Opnar það lík- lega fyrir sumarið en hótelrýmið sjálft verður væntanlega ekki tilbúið fyrr en vorið 2009, þrátt fyrir að tals- verðu sé lokið af endurbótum á frystihúsinu. Nokkrir gistisalir eru fyrir á Borgarfirði, en bæði fram- kvæmdaaðilar og heimamenn vænta mikils af uppbyggingunni. Á ráðstefnu um ferðaþjónustu á Borgarfirði eystri, sem haldin var nýverið, kom m.a. fram að sjálfbærni í ferðamennsku yrði lykilatriði í upp- byggingu þjónustu á svæðinu. Green Globe vottun væri eftirsóknarvert markmið og Borgarfjörður og ná- grenni ætti að verða vistvænt ferða- mannasvæði. Gera þurfi ítarlega út- tekt á stöðu og möguleikum svæðisins, virkja íbúa og samstilla ólík sjónarhorn og hagsmuni heima- fólks. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Tvö hótel í bygg- ingu á Borgarfirði Ljósmynd/Hafþór Snjólfur Smíða Hótel Útskálar rísa á Borg- arfirði og verður opnað fyrir sumar. Dyrfjöll Borgfirðingar hafa lagt metnað í þjónustu við t.d. göngu- ferðamenn og horfa nú til spennandi möguleika í sjálfbærri ferðaþjónustu. Egilsstaðir | Góð afkoma var af rekstri Fljótsdalshéraðs á árinu 2007. Ársreikningur fyrir árið 2007 var lagður fram í bæj- arstjórn til fyrri umræðu 19. mars sl. Rekstrarafkoma ársins varð betri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir vegna lengds framkvæmda- tíma við Kárahnjúkavirkjun. Fljótsdalshérað var rekið með 189,6 m. kr. rekstrarafgangi á árinu 2007. Rekstrartekjur voru 2.436 milljónir og rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði 2.066 m. kr. Fjárfest var fyrir 193 milljónir og lántökur námu 94 milljónum á árinu. Íbúar voru um áramót 4.073. Góð afkoma á Héraði í fyrra Eftir Guðfinnu Hreiðarsdóttur Ísafjörður | Eitt af mestu verkum tónlistarsögunnar, Jóhann- esarpassía Bachs, var flutt í Ísafjarð- arkirkju á föstudaginn langa. Um var að ræða páskatónleika Tónlist- arskóla Ísafjarðar undir yfirskrift- inni Heimsins ljós og komu þar fram strengjasveit, einleikarar, söng- hópar og upplesarar. Var flutningurinn á verkinu óhefðbundinn að því leyti að fluttir voru valdir þættir úr Jóhann- esarpassíunni en hún rekur písl- arsögu Krists eins og hún kemur fyrir í Jóhannesarguðspjallinu. Að sögn Sigríðar Ragnarsdóttur, skóla- stjóra, var það einn kennari tónlist- arskólans, pólski fiðluleikarinn Ja- nusz Frach, sem átti hugmyndina að þessum óvenjulegu tónleikum. „Hann valdi þætti úr passíunni, út- setti, æfði verkið og stjórnaði flutn- ingnum. Markmiðið var að kynna þetta meistaraverk Bachs og veita kennurum og nemendum tækifæri til að taka þátt í að flytja það auk þess að bjóða heimafólki og gestum Skíðavikunnar að hlýða á tónlist sem fjallar um boðskap páskahátíð- arinnar,“ segir Sigríður. Hún segir tónleikana jafnframt hafa verið lið í 60 ára afmælishaldi skólans. Hátt á annað hundrað áheyrendur sóttu tónleikana og hrifust mjög af flutningum enda tókst listamönn- unum að koma píslarsögu Krists til skila á áhrifamikinn og hátíðlegan hátt. Óhefðbundinn flutning- ur Jóhannesarpassíu Tónlist Janusz Frach hylltur ásamt öðru listafólki í Ísafjarðarkirkju. Ljósmynd/Ingunn Ósk Sturludóttir Eftir Jón Sigurðsson Blönduós | Eigendaskipti urðu hjá fyrirtækinu Ísgel á Blönduósi skömmu fyrir páska. Guðfinna Ingi- marsdóttir sem rekið hefur fyrirtæk- ið í 9 ár ákvað að selja það heima- mönnum því hún gat ekki hugsað sér að það hyrfi úr bæjarfélaginu. Hinir nýju eigendur eru Gunnar Kristinn Ólafsson, Zophonías Ari Lárusson og Lárus B. Jónsson. Hjá Ísgel hafa aðallega verið fram- leiddar gelmottur sem notaðar hafa verið til að viðhalda kælingu á fiski sem sendur er á erlendan markað. Ennfremur eru framleiddar vörur sem tilheyra svokallaðri sjúkrapokal- ínu en það tengist kæli- og hita- bakstri. Fyrirtækið framleiðir einnig einnota kælipoka sem eru mikið not- aðir við íþróttameiðsl og Guðfinna sagði gott að hafa svona poka við hlið- ina á grillinu ef kæla þarf brunasár. Enn ein framleiðsluvara fyrirtækisins Ísgels er það sem kallað er „multifrís“ en það eru pakkningar sem settar eru ofan í kælibox. Guðfinna sagði í samtali við Morg- unblaðið að framleiðslugetan hefði vaxið mikið frá því hún hóf rekstur- inn. Í dag eru framleiddar um 14.000 gelmottur á dag, allt frá 125 g að þyngd upp í 300 g mottur. Vélbún- aðurinn sem notaður er við fram- leiðsluna er frá Frakklandi og var í upphafi ætlaður til að pakka inn ávaxtasafa en með nokkrum breyt- ingum hefur vélin verið löguð að ísgel- framleiðslunni. 14 þúsund gelmottur Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Framleiðsla Eigendur Ísgels ásamt Guðfinnu Ingimarsdóttur, f.v. Kristín I. Lárusdóttir, Guðfinna, Gunnar Kristinn Ólafsson, Lárus B. Jónsson, Sig- rún Zophoníasdóttir, Zophonías Ari Lárusson og Katrín Benediktsdóttir. AUSTURLAND                  !  "    #$   %& '   &  %                                            !   "                 ! #    "     $% &   ' (  )  * *+,,-./.0*     1  2 /333 -4)            

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.