Morgunblaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ LJÓST þótti að það yrði við ramm- an reip að draga fyrir þær fimm ís- lensku stúlkur sem um páskana tóku þátt í einu glæsilegasta opna kvenna- móti á þessu ári, Stockholm ladies open sem fram fer rétt utan höfuð- borgarinnar í Täby. Sú staðreynd að einn af skipuleggjendum mótsins var gamla íshokkístjarnan Peter Hla- watch var nánast trygging fyrir góðri framkvæmd. Peter stóð fyrir glæsi- legum mótum í Stokkhólmi og grennd undir lok tíunda áratugarins. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, Elsa María Kristínardóttir, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Sigríður Björg Helgadóttur og Tinna Kristín Finn- bogadóttir voru í kringum 100. sætið á stigatöflunni við upphaf þessa móts. Langflestir þátttakendur eru talsvert eldri og reyndari en þær stöllur og raunar margar í hópi fremstu skákkvenna veraldar. Mikið stigabil var milli efsta keppanda sem kom frá Armeníu með 2480 stig og þess neðsta. Til marks um styrkleika þessa móts voru 98 alþjóðlegir titil- hafar meðal 126 keppenda, þar af 16 alþjóðlegir meistarar og 31 stór- meistari kvenna. Titilsókn bestu ská- kvenna er aðeins flóknari en hjá körl- unum því þær geta t.d. keppt að stórmeistaratitli „karla“ og kvenna. Þannig er t.d. titillinn alþjóðlegur meistari í reynd hærra metinn en stórmeistaratitill kvenna. Mótinu lauk á þriðjudaginn og röð- uðu þrjár skákkonur sér í efsta sæti: Anna Muzychuk frá Slóveníu, Sop- hiko Khukhasvili frá Georgíu og El- ina Danielian frá Armeníu og hlutu allar 7 vinninga. Frammistöðu ís- lensku stúlknanna var góð og hækk- uðu þær allar á stigum. Á styrkleika- vísu tefldu þær þetta á bilinu 50–200 stigum ofar „ætluðum“ árangri. Hall- gerður Helga Þorsteinsdóttir fékk erfiðasta prógrammið og hlaut 3½ vinning af 9 mögulegum sem er ár- angur upp á 2082 stig. Hún tefldi við titilhafa í öllum umferðunum nema einni. Jafnar Hallgerði að vinningum voru þær Jóhanna Björg Jóhanns- dóttir með árangur uppá 1864 stig og Elsa María Þorfinnsdóttir með 3½ vinning og árangur upp á 1822 stig. Þær Sigríður Björg og Tinna Kristín Finnbogadóttir hlutu báðar 2½ vinn- ing. Sigríður var með árangur upp á 1659 stig og Tinna Kristín með ár- angur uppá 1736 stig. Þær hafa minni reynslu á alþjóðlegum vett- vangi og sennilega er þetta fyrsta mót Tinnu erlendis. Sá var enda til- gangur ferðarinnar að öðlast reynslu í keppni við þær bestu. Stúlkurnar fundu mótið og fjármögnuðu ferðina sjálfar og geta verið stoltar af frammistöðu sinni. Aronjan efstur á Amber-mótinu Ermski stórmeistarinn Lev Aronj- an hefur náð öruggri forystu þegar 2x9 umferðum er lokið á Amber– mótinu í Mónakó. Mótið samanstend- ur af atskákum og blindskákum og kemur þar fram merkilegur munur á getu skákmannanna. Þannig hefur Alexander Morozevits talsverða yfirburði í blindskákinni en er mun lakari í atskákinni. Staðan þegar kepp- endur hafa teflt 18 skákir: 1. Lev Aronjan 12 ½ v. 2.–4. Magn- ús Carlsen, Vladimir Kramnik og Peter Leko 10 v. 5.–6. Vasilí Ivant- sjúk og Venselin Topalov 9½ v. 7. Wisvanthan Anand 9 v. 8. Alexander Morozevits 8½ v 9. Sergei Karjakin 8 v. 10. Van Wely 7½ v. 11. Boris Gelf- and 7 v. 12. Shakriyar Mamedyraov 6½ v. Athyglisvert er að Aronjan og Magnús Carlsen urðu efstir á stór- mótinu í Wijk aan Zee í janúar sl. Magnús varð í 2. sæti á eftir Anand í Morelia/Linares á dögunum. Norð- maðurinn ungi virðist því vera að treysta sig í sessi sem einn af fimm sterkustu skákmönnum heims. Fimm íslenskar stúlkur með góðan árangur í Svíþjóð SKÁK Taby Stockholm ladies open 20. – 25. mars 2008 Krónprinsinn og heimsmeistarinn Magnús Carlsen og Anand að tafli á Amber-mótinu. helol@simnet.is Helgi Ólafsson MINNINGAR ✝ Vigdís Ingi-bergsdóttir fæddist á Ísafirði 31. ágúst 1925. Hún lést á Landspít- alanum 15. mars síðastliðinn. Foreld- arar hennar voru þau Ingibergur Hallgrímsson og Bryndís Eiríks- dóttir. Hálfsystkini Vigdísar eru Stef- anía Karelsdóttir, Hrefna Kar- elsdóttir, Sig- urbjörg Albertsdóttir og Eiríkur Albertsson. Eiríkur er einn eft- irlifandi af þeim systkinum. Vigdís giftist Karli Georg Þor- leifssyni, f. 15.10. 1927, d. 26.5. 1997, syni Katrínar (Guðbjarts- dóttur) Haim og Þorleifs Gísla- sonar. Börn þeirra eru: A) Katrín Kristjana snyrtifræðingur, f. 23.9. 1946, gift Sigurbirni Víði Egg- ertsyni, aðstoðaryf- irlögregluþjóni hjá lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu, f. 19.7. 1948. Börn þeirra eru Vigdís iðnhönnuður, f. 23.6. 1966, Karl Georg hæstarétt- arlögmaður, f. 22.12. 1969, og Ágústa Amalía kennari, f. 15.1. 1974. Barnabörnin eru 5. B) Kristján Einvarður graf- ískur hönnuður, f. 17.3. 1959, kvæntur Lilju Ívarsdóttur, flug- freyju, f. 28.6. 1965. Dætur þeirra eru Lóa Mjöll, f. 5.1. 1996 og María Sól, f. 20.4. 2000. Dóttir hans af fyrra hjónabandi er Auð- ur Anna, f. 7.7. 1987. Útför Vigdísar fer fram frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Tengdamóðir mín Vigdís Ingi- bergsdóttir er fallin frá. Vigdísi sá ég fyrst einn fallegan laugardags- morgun fyrir mörgum árum síðan. Hún kom óvænt í heimsókn til sonar síns, eflaust til að berja nýju konuna í lífi hans augum. Vigdís, smágerð með fínan hatt á höfði, horfði á mig brúnum rannsakandi augum. Hún minnti mig á Edith Piaf. Okkur kom strax ágætlega saman og þær eru margar minningarnar sem Vigdís skilur eftir sig. Vigdís dansandi með hattinn á höfði í brúðkaupi barna- barns síns, geislandi af gleði. Vigdís að skipuleggja enn eina Glasgow- ferðina fyrir jólin. Vigdís að sjóða nýja ýsu ofaní aðkomukisurnar á Grettisgötunni sem hún var fullviss um að ættu hvergi heima og þær kallaði hún allar Dísí mín. Við Vigdís áttum margar góðar stundir saman í bílnum á leiðinni upp í Hamratún en meðan heilsan leyfði þá borðaði hún með okkur sunnudagssteikina. Ég skildi snemma að þrátt fyrir bjart yfirlitið og geislandi brún augun þá hafði lífið sett sitt mark á Vigdísi, það hafði ekki verið henni dans á rósum. Það kom í hlut barnanna hennar tveggja að annast hana síð- ustu árin en þá hafði heilsunni hrak- að og hún hafði litla ánægju af amstri daganna. Hvíldin langa var henni því eflaust kærkomin lausn. Eða eins og ömmubörnin hennar segja: „Ég veit að þér fannst gott að fara upp til Guðs og allir deyja ein- hverntímann.“ „Vonandi mun þér líða sem best hjá Guði og passa okk- ur hér niðri.“ Algóður guð geymi Vigdísi Ingibergsdóttur og hjálpi okkur öllum sem eftir sitjum að varðveita góðu minningarnar um hana. Góða ferð, elsku Vigdís, og gangi þér vel. Lilja Ívarsdóttir, Lóa Mjöll Kristjánsdóttir, María Sól Kristjánsdóttir. Amma litla eða amma kakómalt eins og ég kallaði þig þegar ég var yngri, þú verður mér alltaf ofarlega í huga af því þú varst og verður þessi litríki karakter í mínu lífi. Ég man eftir því þegar ég var hjá þér sem krakki og þú gafst mér rúg- brauð með osti sem þú skarst í pínu- litla teninga og eldaðir hafragraut- inn góða sem þú bragðbættir með hrúgu af sykri og grauturinn varð eins og hlaup. Og þegar við fórum saman á myndina „As good as it gets“ með Jack Nicholson og skemmtum okkur konunglega saman. Ég veit ekki hvort þú fórst nokkuð í bíó eftir það. Þegar ég fékk bílpróf keyrði ég þig af og til í búðir og bankann og satt að segja var það ekki alltaf dans á rós- um því þú áttir það nú til að vera hortug við afgreiðslufólk, svipuð Jack Nicholson í myndinni. Þér þótti gaman að stríða og taka fólk á taug- um. Pínlegt fyrir mig stundum að horfa upp á þessar uppákomur en eftir á gat ég alltaf hlegið. Þetta var stundum fáránlega fyndið. Það er mér afar dýrmætt að við náðum að fara saman í leiðangur rétt fyrir jól og settumst síðan inn á Kaffivagninn á Granda og við feng- um okkur kaffi og tertusneið. Þér fannst gaman að fara á kaffihús og þá fórst þú í þitt fínasta púss og sett- ir upp hatt enda mikil smekkmann- eskja. Ég hefði viljað gera svo miklu meira með þér, fara í leikhús og oft- ar í bíó. Amma mín, megi Guð taka á móti þér opnum örmum, ég efast ekki um að hann elski húmorista. Við sjáumst seinna, elsku amma litla, og þá ætla ég að fá að faðma þig ræki- lega að mér. Þín elskandi sonardóttir, Auður Anna. Í dag kveðjum við ömmu okkar með söknuði. Hún skipaði stóran sess í lífi okkar og við eigum margar góðar minningar um hana sem munu lifa með okkur. Við systkinin getum setið saman og rifjað upp ýmislegt sem amma okkar brallaði með okkur og skemmtisögur sem hún sagði okkur af sjálfri sér. Amma var litrík- ur persónuleiki sem seint gleymist. Hún kenndi okkur að vera við sjálf og sagði alltaf sína meiningu, sama hvað öðrum fannst. Amma var ung í anda og útliti og mikil hefðarkona. Hún var lítil og nett og þess vegna fannst manni að maður þyrfti að vernda hana. Amma var iðulega kát þegar maður kom í heimsókn og sagði margar skemmti- legar sögur sem við hlógum dátt að. Amma gætti þess að við værum aldrei svöng og ef maður hafði bætt á sig þá hrósaði hún manni fyrir að líta vel út. Hún kunni að elda góðan mat og margar matarvenjur okkar eru frá henni komnar. Amma naut þess að ferðast og gerði mikið af því og naut lífsins. Hún var mikill dýravinur og átti nokkrar kisur um ævina. Allar hétu þær Dísa eða Didda eins og hún var sjálf iðulega kölluð. Hún tók að sér flækingsketti og hlúði að þeim. Amma kenndi okkur mikilvægi þess að hafa dýr á heimilinu og bera um- hyggju fyrir dýrum. Hún var alltaf góð við þá sem minna máttu sín og sýndi það í verki. Elsku amma, við þökkum þér öll þau ár sem við áttum saman. Saknaðarkveðja, Vigdís, Karl og Ágústa. Vigdís Ingibergsdóttir Elsku besta amma okkar. Mikið er erfitt að kveðja þig en það er huggun að vita að þú ert komin til afa. Við vitum að þar viltu vera. Það var alltaf jafn yndislegt að koma í heimsókn til ykkar afa. Það fyrsta sem tók á móti okkur var stórt ömmuknús. Það er svo sterkt í minn- ingunni hversu hjartahlý og góð þú varst við okkur, alltaf vildir þú öllum vel. Aldrei gleymum við þeim stund- um þegar við sátum saman, gæddum okkur á bestu vöfflum í heimi og hlustuðum á skemmtilegar sögur af ykkur afa. Amma, þú varst alltaf svo fín og vel til höfð. Það geislaði af þér eins og drottningu. Við munum ófáar tískusýningar þar sem þú sýndir okkur hverja flíkina á fætur annarri, nýjasta nýtt hverju sinni. Þú varst svo ung í anda, alltaf til í glens og gaman, enda ávallt mikið líf og fjör í kringum þig. Það rifjast upp ótal minningar á kveðjustund, við munum geyma þær í hjörtum okkar um ókomna tíð. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Guð geymi þig, elsku amma, þínar, Ingunn, Bergljót og Þórunn. Elsku Björg, okkur systurnar langaði að senda stutta kveðju. Það er nú oft þannig með samrýnd hjón að þau fara með stuttu millibili, sér- staklega ef þau eru mjög samrýnd. Þannig var það í ykkar tilfelli en þið Jóhann voruð yndisleg hjón og alltaf gríðarlega samrýnd. Okkur systrun- um sýnduð þið alltaf mikinn hlýhug Björg Jónsdóttir ✝ Björg Jónsdóttirfæddist í Hnífs- dal 21. september 1928. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík 14. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaða- kirkju 25. mars. og buðuð okkur oft að vera með ykkur í fjöl- skylduboðum, veislum og ferðum með fjöl- skyldunni. Þetta eru yndislega fallegar minningar sem við eig- um um tímann með ykkur og við erum rík- ar að búa að þeim. Þú varst alltaf svo ráða- góð varðandi lífið og ástina og Jóhann var alltaf svo ráðagóður varðandi praktísku málin í lífinu. Elsku Sigga Dóra, Öddi, Egill og fjölskyldur. Megi Guð styrkja ykkur á þessum tímamótum. Sigríður Erla og Þóra Björk Eysteinsdætur. Hjónaminning Í dag 25. mars er til moldar borin móðursystir mín Björg Jónsdóttir, Bubba frænka eins og hún var oftast kölluð, og langar mig að minnast hennar og eiginmanns hennar Jó- hanns T. Egilssonar, Dadda, sem jarðsettur var fyrir rúmum mánuði þann 15. febrúar. Bubba og Daddi voru einstök hjón, samrýmd í meira lagi og kom því ekki á óvart að stutt yrði í endurfundinn. Þau voru sérlega samhent, duglegt ósérhlífið atorkufólk, vinir vina sinna og einstakar fjölskylduverur. Það var alltaf jafn gaman, bæði fyrr og síðar að hitta þau eða heim- sækja. Ef komið var til Akureyrar meðan þau voru þar, þá stóð heimili þeirra alltaf opið. Þið bara gistið, ávallt nóg pláss, sama hlýjan, gleðin og dugnaðurinn.Uppörvunarorð til þeirra sem voru að takast á við lífið, byggja og eignast börn. Það var ekki til neitt nema jákvæðni og bjartsýni í þeirra orðabók. Sigga Dóra, Egill og Örn voru ekki, ef þannig má að orði komast, þeirra einu börn því við systkina- börnin vorum öll þeirra, velferð okk- ar létu þau sig miklu varða. Að leiðarlokum vil ég þakka þeim allt, minn orðaforði er of fátæklegur til að lýsa þessum góðu manneskjum. Við systkinin og fjölskyldur okkar sendum öllum ástvinum hlýjar sam- úðarkveðjur og biðjum góðan Guð að blessa minningu þessara heiðurs- hjóna. Megi þau hvíla í friði. Kristján Frímann Tryggvason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.