Morgunblaðið - 27.03.2008, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MARS 2008 43
Krossgáta
Lárétt | 1 handtak, 8
stúlkan, 9 trylltar, 10
skepna, 11 regn, 13 beisk-
ar, 15 búa litlu búi, 18 afl-
mikil, 21 lengdareining,
22 fugl, 23 hylur grjóti,
24 land í Evrópu.
Lóðrétt | 2 frægðarverk,
3 dútla, 4 öls, 5 lærir, 6
bergmál, 7 þrjóskur, 12
hestur, 14 rándýr, 15
byggingu, 16 ástfólgnir,
17 þverneita, 18 dugleg-
ur, 19 dáin, 20 þráður.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 fljót, 4 glögg, 7 ólgan, 8 ætlar, 9 der, 11 sært, 13
eggi, 14 endur, 15 spöl, 17 róma, 20 krá, 22 golan, 23 túl-
um, 24 rígur, 25 kiðin.
Lóðrétt: 1 flóns, 2 jagar, 3 tind, 4 glær, 5 öflug, 6 gerpi, 10
eldur, 12 tel, 13 err, 15 sýgur, 16 örlög, 18 óglöð, 19 aum-
an, 20 knýr, 21 átak.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Varðandi samtalið sem þú álítur
þig þurfa að eiga við vissan aðila: hafðu
það stutt. Eina setningu. Fimm kraftmikil
orð nægja.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Það hentar þér betur að einbeita
þér að einu í einu en að gera margt í einu.
En þú getur skipt um verk eftir tvo tíma.
Það svínvirkar.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Hugmyndaflugið dansar. Þú ert
tilbúinn að leyfa öðrum að sjá hugarfóstur
þín. Steingeit getur hjálpað þér að kynna
þau þannig að þau njóti réttrar athygli.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Fólk tekur aðrar ákvarðanir en þú
býst við og það hefur bein áhrif á þig.
Fyrstu viðbrögðin eru sterk. Stuttu
seinna verður hugurinn rökvísari.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Stjörnurnar undirstrika þann hæfi-
leika þinn til að vinna vel með fólki með
sérstakar þarfir: Börn, gamalmenni, sjúk-
lingar og erfitt fólk dregst að þér.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Sagt er að hinir lítillátu erfi jörð-
ina en það er ekki satt í dag. Nú er gott að
vera djarfur. Þú getur verið sterkur án
þess að vera ýtinn.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þú kemst að sannleikanum – og veist
nákvæmlega hvert skal halda þaðan. Þú
slærð í gegn á hógværan hátt en langtíma
áhrif verða meiriháttar.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þú vilt sanna að þú sért hæf-
ur og sjálfstæður, en þarft ekki að ferðast
einn. Leyfðu einhverjum sem þekkir leið-
ina að sýna þér hvað ber að forðast.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Vertu raunsær áður en þú
gefst upp á sambandi. Þú munt aldrei
elska hverja mínútu í neinu sambandi.
Horfðu framhjá smá-leiðindum og skoð-
aðu grunninn.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú ert á ferð og flugi, tilbúin/n
að kynnast nýjum stöðum og nýju fólki.
Vertu viss um að ferðafélaginn hafi einnig
áhuga á ferðinni.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Nálgastu rómantískt vanda-
mál frá öllum hliðum. Svörin eru ekki allt-
af augljós. Ef þú efast skaltu gefa, hægt
er að gefa svo mikið að maður þjáist.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Það eru furðuleg sannindi að fólk
kann betur við fólk sem það hefur hjálpað
en fólk sem hefur hjálpað þeim. Ekki vera
hræddur um að biðja um aðstoð.
stjörnuspá
Holiday Mathis
1. Rf3 Rf6 2. b3 g6 3. Bb2 Bg7 4. e3
O–O 5. d4 b6 6. Rbd2 Bb7 7. Bd3 d6 8.
Rc4 Rbd7 9. De2 Rd5 10. a3 a5 11. Dd2
R5f6 12. De2 e6 13. O–O Re4 14. Rcd2
f5 15. Hac1 De7 16. c4 c5 17. a4 Rdf6
18. Bb1 h6 19. Rxe4 Rxe4 20. Re1 e5
21. dxe5 dxe5 22. f3 Rg5 23. Rd3 Had8
24. Rf2
Staðan kom upp á opna Reykjavík-
urmótinu sem lauk fyrir skömmu. Al-
þjóðlegi meistarinn Amon Simutowe
(2457) frá Sambíu hafði svart gegn Er-
lingi Þorsteinssyni (2132). 24… Bxf3!
25. gxf3 Hd2! og hvítur gafst upp enda
óumflýjanlegt að hann tapi drottning-
unni.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Svartur á leik.
Skipt um hest í miðri á.
Norður
♠KG
♥Á8
♦D10952
♣ÁD96
Vestur Austur
♠Á932 ♠D10654
♥K965 ♥G10743
♦7643 ♦--
♣2 ♣G84
Suður
♠87
♥D2
♦ÁKG8
♣K10753
Suður spilar 5♣.
„Á ég út?“ Svíinn Björn Thalén hafði
leyft huganum að reika um stund, enda
leit út fyrir að mótherjarnir væru á leið
í slemmu og að makker hans ætti út-
spilið. Þetta var á Norðurlandamóti
ungmenna, sem fór fram í Örebro um
páskana.
Thalén var í vestur. Suður vakti á
Standard–laufi, norður svaraði á tígli
og suður lyfti í tvo tígla. Slík byrjun
sýnir lágmarksopnun og 5–4 í sögðum
litum. Norður stökk í 4♦ til að lýsa yfir
slemmuáhuga og suður sýndi fyrir-
stöðu í laufi með 5♣, en neitaði um leið
fyrirstöðu í hálit. Norðri leist þá ekki á
slemmuhorfur og passaði óvænt 5♣ –
sem þýddi að Thalén átti út.
Thalén spurði vandlega út í sagnir
og sá ekki betur en að NS ættu níu
spila samlegu í tígli. Hann kom út með
♦7 – hæsta spilið til að biðja um spaða
til baka. Austur trompaði, spilaði spaða
um hæl, fékk aðra stungu: einn niður.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
1 Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins hefur áhyggj-ur af eldhættu í yfirgefnum húsum í miðborginni.
Hver er slökkviliðsstjóri?
2 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er á faraldsfæti sem oft-ar. Hvar er hún núna?
3 Íslendingur hefur verið beðinn um að sitja áfram ístjórn Finnair. Hver er hann?
4 Hvar var fyrirliði knattspyrnulandsliðsins í leiknumgegn Slóvakíu í gærkvöldi?
Svör við spurningum
gærdagsins:
1. Síðustu forvöð eru að
skoða Náttúrugripasafnið
sem senn verður lokað.
Hver er forstöðumaður
Náttúrufræðistofnunar?
Svar: Jón Gunnar Ott-
ósson. 2. Leikhúsið 540
Gólf hyggur á leikferð til
Bretlands með íslenskt
forvarnarleikrit. Hvað heit-
ir það? Svar: Hvað EF. 3. Bogi Örn Emilsson, framkvæmdastjóri
Skjals ehf., hefur tekið sæti í evrópskum samtökum. Á hvaða
sviði? Svar: Þýðenda. 4. Kunnur leikstjóri leikstýrir eiginmanni,
dóttur og bróður í leikritinu Engisprettunum sem Þjóðleikhúsið er
að fara að frumsýna. Hver er hún? Svar: Þórhildur Þorleifsdóttir.
Spurter… ritstjorn@mbl.is
dagbók|dægradvöl
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
FRÉTTIR
ÍSLENSK málnefnd og Alþjóðahús boða til málþings um
íslensku sem annað mál og framtíð íslenskrar tungu í
fjölþjóðlegu samfélagi á Íslandi. Málþingið fer fram
föstudaginn 28. mars kl. 14-17, í Alþjóðahúsinu á Hverf-
isgötu 18.
Til umræðu verða spurningar á borð við þessar:
Hvernig getum við tryggt að íslenska verði áfram að-
alsamskiptamálið í fjölþjóðlegu samfélagi á Íslandi?
Hvernig verður best staðið að íslenskukennslu fyrir út-
lendinga? Hvert er viðhorf Íslendinga til málsins? Er ís-
lenska með hreim ekki íslenska?
Frummælendur verða Haraldur Bernharðsson, Ís-
lenskri málnefnd, Kolbrún Friðriksdóttir aðjunkt í ís-
lensku fyrir erlenda stúdenta við Háskóla Íslands, Paul
Nikolov varaþingmaður, Tatjana Latinovic formaður
Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, og Þor-
björg Halldórsdóttir verkefnastjóri og íslenskukennari
hjá Mími-símenntun.
Fyrirspurnir og umræður verða að loknu hverju er-
indi. Fundarstjóri verður Einar Skúlason fram-
kvæmdastjóri Alþjóðahúss.
Málþingið er öllum opið og er hið sjötta í röð ellefu
málþinga sem íslensk málnefnd stendur fyrir á vormiss-
eri 2008 um ýmislegt er lýtur að íslenskri málstefnu en
nefndin vinnur nú að tillögu að málstefnu fyrir mennta-
málaráðuneytið, segir í fréttatilkynningu.
Sjá nánar um Íslenska málnefnd á http://www.is-
lenskan.is
Málþing um framtíð íslenskrar tungu
Málþing Hvernig er hægt að tryggja að íslenskan verði áfram aðalsamskiptamálið í fjöl-
þjóðlegu samfélagi á Íslandi? Svo verður spurt á málþingi í Alþjóðahúsinu.