Morgunblaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. NEYTENDUR STANDI VAKTINA Í þeim ólgusjó verðbreytinga,vaxtahækkana, gengissveiflnaog óróa á fjármálamörkuðum er þýðingarmeira en ella að neytendur standi vaktina og geri allt hvað þeir geta til þess að efla eigið verðskyn og verðaðhald. Það skiptir miklu máli, við þær að- stæður sem nú ríkja, að neytendur hér á landi verði á varðbergi gagn- vart verðbreytingum á vöru og þjón- ustu og séu ekki endilega reiðubúnir til þess að sætta sig við þær verð- hækkanir sem seljendur á vöru og þjónustu eru nú farnir að boða ljóst og leynt. Í Kastljósi sjónvarpsins í fyrra- kvöld var m.a. greint frá því að kaup- menn segðu 20% verðhækkun blasa við ef krónan styrktist ekki á ný. Fyrir þeirri tölu var borinn Finnur Árnason, forstjóri Haga. Pétur Blöndal alþingismaður var gestur í Kastljósinu, til þess að ræða verðhækkanir, vaxtahækkanir og gengismál. Pétur benti réttilega á að forstjóri Haga hefði talað eins og allur kostn- aður hér á landi væri útlendur kostn- aður, sem væri fjarri lagi. Hann hefði ekki tekið með í reikninginn þann innlenda kostnað sem ekki ætti að þurfa að taka neinum breytingum þótt gengi krónunnar hefði lækkað. Nefndi hann sem dæmi húsaleigu og raforkukostnað. Engin ástæða væri til þess að fjölmargir innlendir kostnaðarliðir hækkuðu í verði þótt gengi krónunnar hefði veikst. Vegna þessa sagði þingmaðurinn að út- reikningar Finns Árnasonar hafi ein- faldlega verið rangir. Þetta eru orð að sönnu og mik- ilvægt er að opinberir aðilar, félaga- samtök, fjölmiðlar og íslenskir neyt- endur taki saman höndum á næstu vikum og mánuðum og veiti þeim sem selja vöru og þjónustu strangt verðlagseftirlit og aðhald. Þegar krónan stóð sem sterkust og gengisvísitalan fór í hundrað stig, fengust innfluttar vörur vissulega á hagstæðu verði en ekki bar á því þá, frekar en oftast áður, að um almenn- ar verðlækkanir væri að ræða á inn- fluttum vörum. Sú hefur jafnan reynst raunin hér á landi, að selj- endur vöru og þjónustu, þar sem um erlend aðföng er að ræða, eru ótrú- lega snöggir að hækka verð þegar krónan veikist en að sama skapi sein- ir til verðlækkana þegar krónan styrkist. Á þessu þarf að verða breyting. „Vöruverð lækkaði ekki þegar gengið styrktist og þess vegna geri ég kröfu til markaðarins um hið sama nú, þegar krónan hefur veikst, að samkeppnin sjái til þess að vöru- verð hækki ekki jafnmikið og geng- ið,“ sagði Pétur Blöndal orðrétt. Hér á landi hefur það iðulega verið þannig að íslenskir neytendur láta bjóða sér nánast hvað sem er í vöru- verði. Nú er lag, þegar svo mikil um- ræða er um verðlag og verðhækk- anir, að neytendur leggi það á sig að kynna sér vöruverð; að þeir kaupi vöruna þar sem hún fæst ódýrust, eða þeir einfaldlega sleppi því að kaupa viðkomandi vöru, ef verðlagn- ingin ofbýður verðskyni þeirra. ÓLYMPÍULEIKARNIR OG KÍNA Þegar ákveðið var að ólympíuleik-arnir skyldu haldnir í Kína á þessu ári var það meðal annars rök- stutt með því að þessi mikli viðburður og öll sú athygli, sem hann myndi beina að landinu, myndi stuðla að því að opna landið og auka frelsi. Það er hins vegar mikil mótsögn í því að halda ólympíuleikana í landi þar sem harðstjórar eru við völd. Ólympíu- hugsjónin snýst um reisn mannsand- ans. Hún snýst ekki um kúgun, rit- skoðun og mannréttindabrot. Árið 1950 fóru Kínverjar inn í Tíbet og báru því við að þeir væru að „frelsa“ landið. Tíbetar hafa aldrei litið Kín- verja með velþóknun. Kínverjar hafa látið sig það litlu varða og beitt valdi sínu til að halda yfirráðum í Tíbet. Atburðir undanfarinna vikna sýna með hvaða hætti Kínverjar tryggja „frelsi“ Tíbets. Í augum kínverskra stjórnvalda eru ólympíuleikarnir leið til að tryggja stöðu þeirra í samfélagi þjóð- anna. Kínverskir ráðamenn hafa yndi af því að baða sig í sviðsljósinu með ráðamönnum frá lýðræðisríkjum. Þannig fá þeir stimpil viðurkenning- ar, sem þeir geta veifað framan í kín- verska borgara, þar á meðal andófs- menn. Ólympíuleikarnir eru ansi vænn skammtur af slíkri viðurkenn- ingu, en það er barnaskapur að halda að kínverskir ráðamenn hafi í hyggju að láta leikana verða til þess að þeir lini tökin. Þeir hafa engan áhuga á að fara sömu leið og Míkhaíl Gorbatsjov fór með Sovétríkin. Þeir vilja halda völdum og hafa fundið leið til þess að gera það. Þeir bjóða upp á aukna vel- megun og lífsgæði, sem fyrri kynslóð- ir hefðu ekki getað látið sig dreyma um, en lýðræði og opið samfélag fylgir ekki með í kaupunum. Af og til lyftist þó gríman og stjórnvöld sýna sitt rétta andlit. Að því hefur um- heimurinn orðið vitni síðustu tvær vikurnar, þótt lokað sé á fréttaflutn- ing af atburðunum í Tíbet í Kína. Nú hefur Nicholas Sarkozy, forseti Frakklands, látið að því liggja að hann kunni að sniðganga opunarhátíð ólympíuleikanna vegna framgöngu Kínverja í Tíbet. Vaclav Klaus, for- seti Tékklands, sagði í gær að hann færi ekki á leikana, þótt hann efaðist um að fjarvera stjórnmálamanns frá opnunarhátíð þeirra myndi skipta miklu máli, allra síst frá landi sem væri 130 sinnum fámennara en Kína. Flestir þjóðarleiðtoga heims virð- ast hins vegar ætla að láta sem ekk- ert sé og mæta á leikana. En hversu sjálfsagt er það? Það er full ástæða til að fara yfir þátttöku Íslands í ólymp- íuleikunum. Það er draumur hvers íþróttamanns að keppa á ólympíu- leikum og Kínverjar munu án efa halda glæsilega hátíð, en í bakgrunn- inum blasir við kúgunin og valdbeit- ingin í Tíbet. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Nú er ástkær móðir mín gengin til sinnar hinstu hvílu. Hún var sátt á dánarbeði sínum, áttatíu og sex ára gömul, södd lífdaga. Hún lifði tímana tvenna í bókstaflegum skiln- ingi. Hún var af alþýðufólki komin, rakti ættir sínar annars vegar að Hálsi í Kjós og hins vegar til Eyrarbakka. Hún ólst upp í Hafnarfirði, var elst þriggja systra. Faðir hennar var sjómaður á togaranum Sviða, sem fórst á jólum 1941 með manni og mús. Móður sína missti hún aðeins fimm ára gömul og markaði sá missir hana ævi- langt. Eftir móðurmissinn var henni komið í fóstur hjá góðu fólki, en tekin frá því, þegar faðir hennar giftist aftur. Einungis sjö ára gömul hafði hún tvisvar verið svipt örygginu sem börn- um er mikilvægara en allt annað. Um tánings- aldur var hún fengin til að vera barnfóstra – vera í vist eins og þá var kallað – hjá öndvegishjónum í Hafnarfirði, þeim Sjöfn Sigurðardóttur og Baldvini Einarssyni. Reyndist Sjöfn henni sem besta móðir. Þar átti hún athvarf og mynduðust tengsl, sem entust lífið á enda. Á ég sjálfur mjög kærar minningar af heimili Sjafnar, Tungu við Reykjavíkurveg, frá bernsku, og kallaði hana aldrei annað en ömmu Sjöfn. Barn að aldri fór ég oft úr Reykjavík til þeirra með Hafnarfjarð- arstrætó, sem var mikið ferðalag í mínum aug- um þá. Um áratug eftir að Sigurður Gísli móð- urafi minn fórst, tæmdist móður minni arfur eftir hann og varði hún peningunum til þess að halda utan og fór hún til dvalar í París vetur- langt rétt eftir 1950 og lagði stund á frönsk- unám. Á árunum milli tvítugs og þrítugs vann hún fyrir sér með almennum verslunarstörfum. Vann meðal annars hjá Pennanum í Hafn- arstræti og hjá Magnúsi Baldvinssyni úrsmið á Laugaveginum. Hún bjó hjá systur sinni Sig- rúnu í Langagerðinu fyrstu árin eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn, en svo hófu þau Pálmi Jónsson, faðir minn, búskap á Sólvallagötu 41, í risinu hjá Andrési Björnssyni og Margréti Vil- hjálmsdóttur. Móðir mín var fagurkeri. Hún hafði yndi af lestri bókmennta, bókaskápur foreldra minna var ómetanleg uppspretta fyrir mig á uppvaxt- arárunum. Þar mátti finna ýmsar perlur heims- bókmenntanna, frá Íslendingasögunum til sagna samtímans. Móðir mín hafði dálæti á málverki, og þá sérstaklega samtímaverkum. Hún fylgdist vel með í listaheiminum og eignaðist verk eftir því sem efni og ástæður leyfðu. Er mér er minn- isstætt þegar hún eignaðist litla skissu eftir Gunnlaug Scheving, en það var töluverð ákvörð- un á þeim tíma. Hún hafði næmt auga fyrir list og vissi hvað henni fannst. Leiklist var henni kær og var hún með fasta miða á sýningar Þjóð- leikhússins um árabil. Faðir minn var Skagfirð- ingur og af hestamönnum kominn. Hélt hann hesta í Reykjavík um langt árabil. Átti móðir mín hestinn Grána og var hann hennar reiðhest- ur í á annan áratug. Þegar hann var felldur hætti hún hestamennsku. Hún var alþýðuflokksmaður alla tíð, ekki ákafamanneskja í pólitík, en mikill jafn- aðarmaður. Eins var móðir mín áhugasöm um tónlist og hvatti börnin sín til tónlistarnáms. Ég Jónína Sigríður Gísladótt Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Árlega greinast um fimmtíubörn yngri en átján ára meðflogaveiki hér á landi.Fyrstu skrefin eftir slíka greiningu geta verið börnunum og að- standendum þeirra erfið og á stuttum tíma þarf fólk að tileinka sér mikla þekkingu á sjúkdómi sem það áður hef- ur jafnvel haft litla sem enga vitneskju um. „Það getur verið mikið áfall að fá staðfestingu á því að barnið manns sé flogaveikt og upplýsingar og fræðsla sem heilbrigðisstarfsfólk gefur í viðtöl- um fyrst eftir slíka greiningu, geta far- ið fyrir ofan garð og neðan,“ segir Þor- lákur Hermannsson, formaður LAUF, Landssamtaka áhugafólks um floga- veiki. Samtökin höfðu fundið fyrir þessum vanda og fyrir skömmu brugð- ust þau við með útgáfu vandaðra bækl- inga um börn og flogaveiki sem allir foreldrar barna sem greind eru á Barnaspítala Hringsins fá nú afhenta ásamt öðru fræðsluefni. Efninu er komið fyrir í poka sem barnið getur svo notað sem sundpoka. „Nú fá foreldrar þennan pakka af- hentan strax og barnið þeirra fær greiningu og geta stuðst við þetta efni til að fræðast um sjúkdóminn,“ segir Þorlákur og bendir á að fræðsluefnið sé einnig ætlað börnunum sjálfum. Hann segir að nokkuð hafi skort á að foreldrar hafi fengið slíkar upplýsingar Fordómar í samfé Flogaveiki spyr h kyni. Þá getur flog varleg, sumir fá m köst, jafnvel aðeins á en aðrir glíma við sj aldri. Þorlákur og Mar miður verði flogave kasti og fordómum v og dæmi um að foreldrar upplifað sig eina á báti með barnið sitt og sjúkdóm- inn. Hins vegar bendir Þorlákur á að foreldrar geti alltaf leitað til LAUF um stuðning og fræðslu. „Hér getur fólk komist í samband við aðra sem eru í sömu sporum og geta miðlað af sinni reynslu,“ segir Margrét Njálsdóttir, starfsmaður LAUF. Skrifstofa LAUF er opin alla virka daga frá kl. 9-15. Í samtökunum eru um 500 félagar. Á heimasíðu þeirra, www.lauf.is er einnig að finna mikið fræðsluefni og þangað eru reglu- lega settar inn fréttir, jafnt innlendar sem erlendar, er snerta flogaveiki. Öflugt fræðslustarf LAUF hefur lengi staðið fyrir öfl- ugri útgáfu á margs konar fræðsluefni um flogaveiki, jafnt fyrir þá sem eru flogaveikir sem og aðstandendur þeirra. Þá hefur verið farið á vegum LAUF með fræðslufyrirlestra á starfs- mannafundi hjá sambýlum, í skóla fyr- ir kennara og annað starfsfólk og einn- ig á starfsmannafundi fólks sem vinnur við sundlaugar. „Það er nauðsynlegt að gera þetta reglulega, yfirleitt á hverju ári, því það eru tíð mannaskipti hjá þessum þjónustustofnunum,“ segir Margrét. LAUF vinnur nú einnig að tveimur öðrum stórum verkefnum. Annað snýr að útgáfu mynddisks um flogaveiki sem dreift verður víða um land og hitt að upplýsingamiðlun um öryggi floga- veikra í sundlaugum og er það verkefni unnið í samstarfi við ÍTR. Fræða börn með veiki og foreldra Stútfullur Poki með LAUFs sem afhentu flogaveikra barna. „ÞAÐ ER mjög mikilvægt að foreldrar fái fræðslu um flogaveiki strax og barn þeirra er greint flogaveikt,“ segir Pétur Lúðvigs- son, barnalæknir á Barnaspítala Hrings- ins. „Margir eru með ranghugmyndir um flogaveiki, alls konar fordómar eru í gangi sem mikilvægt er að eyða svo fólk geti horft á sjúkdóminn réttum augum.“ Pétur bendir á að flogaveiki sé ekki einn sjúkdómur heldur margir ólíkir sjúkdóm- ar. „Það eina sem sameinar sjúkdómana eru flogin en þau geta líka verið mjög mis- munandi.“ Um þriðjungur þeirra sem greinast með flogaveiki árlega eru börn, eða um 50. Hjá miklum meirihluta þeirra eða um 70%, er sjúkdómurinn góðkynja, líkt og Pétur orðar það, og eldist af börn- unum og hefur ekki umtalsverð áhrif á þeirra hversdagslega líf. „Þessi börn lifa eðlilegu lífi eins og hver annar þó alltaf verði að taka tillit til sjúkdómsins og gæta þess að taka lyfin,“ segir Pétur. Hjá um 30% barnanna er sjúkdómurinn alvarlegri og hefur þá jafnvel mikil áhrif á þeirra líf. Ranghugmyndir upprættar Sá fyrsti Þorl vigssyni barna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.