Morgunblaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MARS 2008 35 ✝ SkarphéðinnMagnús Pálsson fæddist á Kolgröf í Skagafirði 5. maí 1926. Hann lést á heimili sínu, Hátúni 12, 15. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Elísa Magnúsdóttir, f. 24. apríl 1899, d. 26. júní 1988, og Páll Sigurðsson, f. 4. apríl 1880, d. 9. sept. 1967, seinna bændur í Keldudal í Hegranesi. Var hann þriðji í aldursröðinni af sjö börnum þeirra, en hin voru: Sigurður, f. 1922, Magn- hildur, f. 1924, d. 1991, Reynir Bergmann, f. 1929, Hólmfríður Sigurrós, f. 1930, Gestur Bjarki, f. 1934, Hólmar Bragi, f. 1939. 31. des. 1953 kvæntist Skarp- héðinn Helgu Jóns- dóttur, f. 14. maí 1921, d. 25. sept. 1974. Þau eign- uðust engin börn saman, en Skarp- héðinn ættleiddi dóttur Helgu, Her- dísi Jónu, f. 6. 3 1948, maki Gunnar S. Gunnarsson; börn þeirra eru Helga Ingibjörg, Eva, Ásdís og Skarphéðinn Þór, barnabörnin eru tíu. Sonur Skarphéðins og Arn- dísar Theódórs er Borgar, f. 3. apríl 1949, maki Sesselja Svav- arsdóttir, börn þeirra eru Hrólf- ur Árni, Sólveig og Berglind, barnabörnin eru sjö. Útför Skarphéðins fer fram frá Árbæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku pabbi minn. Það er margs að minnast og þakka fyrir. Ég man fyrst eftir þér á stórum hertrukk í Tjarn- argötunni þegar mamma var að sækja mig á barnaheimilið. Ég held að það hafi verið þegar þú varst að gera hosur þínar grænar fyrir mömmu. Svo fluttir þú inn hjá okkur á Hofteiginn og við urðum vinir. Ég lærði að gegna þér og bera virðingu fyrir þér. Ég er viss um að ég hefði ekki getað fengið pabba sem var betri við mig eða þótti vænna um mig, en þig. Þú varst viljugur að taka mig með þér, þegar þú varst að snú- ast og ekki að vinna. Ég lærði snemma að maður átti að vera stillt- ur í bíl og ganga vel um, ekki fikta, ekki brúka munn, segja satt og klára matinn sinn. Við sungum saman og alltaf þegar við fórum norður í Keldudal sungum við „ég er kominn heim í heiðardalinn“ þegar við keyrð- um heim afleggjarann. Svo kom hestamennskan og við fórum á hest- bak saman, en ég var ekki eins hest- lagin og ættir mínar stóðu til svo að mín hestamennska hætti um ferm- ingu. En sumrin sem þú varst að temja vestur í Dölum og við mamma vorum með þér eru ógleymanlegur tími. Útreiðar, söngur, kátir karlar, bjartar sumarnætur og gæðingaúr- val. Þegar ég varð ófrísk að mínu fyrsta barni, hlakkaðir þú til að fá barn á heimilið og þegar Helga fædd- ist sástu ekki sólina fyrir henni. Það lá við að ég yrði pínulítið abbó þegar þú færðir Lömbu-gælunafnið yfir á hana. Að missa mömmu var mikið áfall fyrir okkur en lífið heldur áfram og þú á besta aldri. Þú fannst þó enga sem gat komið í staðinn fyrir hana. Þegar þú fékkst heilablæðinguna varstu einn og lást á gólfinu í tvo sól- arhringa áður en ég fann þig. Það mátti ekki tæpara standa en þú hafð- ir misst máttinn vinstra megin. Eftir endurhæfingu eignaðist þú heimili hjá Sjálfsbjörg, þar sem að vel var hugsað um þig og þú fékkst þá aðstoð sem þú þurftir. Til að byrja með gastu keyrt bílinn og fórst aust- ur til Hólmars að Minni-Borg. Hann hjálpaði þér að ríða út og það skipti þig miklu máli. Við fórum saman norður til Díu á Krókinn á haustin og hún dekraði við þig. Gaf þér silung, súrt slátur og svið. Það má ekki gleymast að tala um utanlandsferðirnar sem þú fórst með Sjálfsbjörgu. Þær voru mikil til- breyting og upplifun fyrir þig. Seinni árin fór að draga af þér og þú hættir að hafa úthald eins og áður. Lengi vel komstu alltaf til mín á laugardögum og ég bakaði handa þér pönnukökur, næstum eins góðar og hjá mömmu. Þú veiktist í ágúst á síðasta ári og smátt og smátt dró af þér. Líkaminn var búinn að gefast upp og svo 15. mars fórstu til mömmu. Ég er glöð þín vegna og veit að hún hefur tekið vel á móti þér. Ég er líka eiginlega al- veg viss um að vinir þínir Eyjólfur, Olli, Eyvi og Böðvar hafa verið búnir að leggja á og þið látið spretta úr spori á grænum grundum og það heyrist hæ og hó ef vel er hlustað. Elsku pabbi, takk fyrir að vera pabbi minn, Herdís. Mamma hringdi í mig, „Hann afi þinn er dáinn.“ Afi Skarphéðinn var búinn að vera veikur lengi og síðan í ágúst hafði ég í raun búist við þessum fréttum í hvert skipti sem mamma hringdi í mig. Ég var þakklát að hann fékk að deyja en ég var sorgmædd yfir því að afi væri farinn. Afi minn, Skarphéðinn Magnús Pálsson, var fyrstur af uppeldisfeðr- um mínum. Ég bjó hjá honum og Helgu ömmu fyrstu níu árin. Mínar fyrstu minningar af afa eru tengdar hestum, reiðtúrum, söng með kátu hestafólki, camel-sígarettum og kók- flöskum sem við börnin máttum ekki drekka úr. Ég fór oft upp í hesthús með afa og fékk að kemba Rauði mín- um. Lilli var oft með okkur eða Ey- steinn og stundum fórum við að heimsækja nöfnu mína á Engi og mikið var talað um að gera hesta- kaup. Mér hefur verið sagt að daginn áður en ég fæddist hafi afi átt að fara í hestaferð, en hann vildi ekki fara af stað áður en Jobbi litli væri kominn í heiminn. Svo fæddist bara stelpa sem alla tíð mun minnast afa síns þegar hún sér hesta eða finnur hestalykt. Margar minningar á ég af afa og leigubílunum hans. Ég man að afi átti venjulega nýjan bíl á nokkurra ára fresti og bílarnir hans afa voru alltaf svo hreinir og fínir. Ég man að einu sinni átti afi Citroen-bíl sem settist eins og hundur og var með svo mjúk sæti að Guðrún Á. Símonar átti erfitt með að komast út úr bílnum. Ég man að einn eftirmiðdag kom afi heim á bílnum sínum, opnaði skottið og tók út nýja, skínandi reiðhjólið mitt. Ég man eftir að hafa farið í bíltúra með afa niður á Borgarbíl og síðar Bæj- arleiðir, í sund, til þess að kaupa harðfisk, í bankann svo hann gæti kennt mér að leggja inn og margar ferðir í Ríkið. Ég man eftir miklu klinki og mörgum úrum í eldhús- skápnum og mörgum peningaseðlum í nærfatahillunni hans. Þegar ég var orðin eldri hjálpaði ég afa við að reikna saman allar bílakvittanarnar fyrir árlega skattframtalið. Hann afi kenndi mér að tefla. Ég smakkaði fyrst pilsner hjá afa og fannst hann mjög góður á bragðið. Ég á minningar um afa, svo bakveik- an að hann gat varla staulast ganginn á Vesturbrúninni, og mér fannst svo sprenghlægilegt að sjá hvernig hann bar sig að, að ég þurfti að fela mig inni í stofu svo hann sæi ekki að ég væri að hlæja. Ég man eftir því þegar afi var magaveikur og drakk safann af njólablöðum. Ég man eftir afa inni í eldhúsi á Vesturbrún að skera niður skrokk af dýri. Ég man eftir að fara oft í Skagafjörðinn með afa og ömmu og ég man að þau fóru með mig að Svanshóli þegar ég var 6 ára. Seinna heyrði ég afa tala um kóræfingar, en ég heyrði hann aldrei syngja í kór. Ég man eftir afa með vinkonur, eftir að amma dó. Við afi fórum í okkar fyrstu flugferð saman, þegar við fór- um á Krókinn til að vera þar um jólin eftir að amma dó. Ég fór með afa til Írlands í viku með Sjálfsbjörg, sem var hans fyrsta utanlandsferð. Afi studdi mig fjárhagslega við ljós- myndanám mitt í San Francisco. Elsku afi minn, takk fyrir að vera þátttakandi í mínu lífi! Ég á eftir að sakna þín. Þín Lamba. Helga Ingibjörg Sigvaldadóttir. Skarphéðinn M. Pálsson ✝ Nílsína ÞórunnLarsen fæddist á Ísafirði 17. janúar 1926. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 22. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Níls Christian Lar- sen frá Ísafirði, f. 5. júní 1903, d. 17. maí 1926, og Þórunn Helga Steindórs- dóttir frá Melum í Árneshreppi, f. 26. ágúst 1899, d. 27. maí 1926. Fósturforeldrar Nílsínu voru Valdimar Eggertsson frá Stóru-Ávík í Trékyllisvík, f. 10. júní 1868, d. 14. ágúst 1939, og Þórunn Sveinsdóttir frá Vífilsmýrum í Ön- undarfirði, f. 12. júlí 1877, d. 9. júní 1950. Afi hennar var Bjarni Sig- urðsson frá Ísafirði, f. 31. maí 1863, d. 25. ágúst 1941. Hinn 26. nóvember 1948 giftist Nílsína Ólafi Högna Egilssyni frá Njarðvík, f. 15. júní 1927, d. 26. nóv- ember 1991. Þau slitu samvistum. Foreldrar hans voru Sigurbjörg Ög- mundsdóttir, f. 29. október 1892, d. 27. maí 1974, og Egill Jónasson, út- gerðarmaður í Njarðvík, f. 26. nóv- ember 1895, d. 20. september 1973. Nílsína og Ólafur eignuðust 7 börn, þau eru: 1) Þórdís, f. 12. september 1946. apríl 1981, sambýliskona Birgitta Ína Unnarsdóttir, f. 11. júlí 1975, og b) Nanna Guðrún, f. 4. maí 1987. 5) Ragna, f. 16. mars 1958, maki Henry R. Lirot, f. 5. október 1952. Þau eiga 4 börn, þau eru: a) Brian Þór, f. 8. apríl 1980, sambýliskona Traci Hartz, f. 3. apríl 1983, sonur þeirra er Trevin Þór, b) Rebekka Zenith, f. 12. september 1988, c) Amy Elísabet, f. 19. maí 1991, og d) Ólöf Rós, f. 18. nóvember 1992. 6) Ólafur Högni, f. 7. janúar 1961, sambýlismaður Gunnar Guðmunds- son, f. 24. mars 1976. Ólafur á tvo syni Alexander, f. 30. nóvember 1980, og Vilhjálm, f. 1. ágúst 1990. 7) Sóley, f. 19. júní 1964. Nílsína bjó á Ísafirði til rúmlega tvítugs þegar hún flutti til Reykja- víkur. Á Ísafirði var hún meðlimur í Sunnukórnum og Tónlistarkórnum. Árið 1945 varð hún Íslandsmeistari í handbolta sem markvörður í lið- inu Ísfirðingar og var einnig mikið í fimleikum. Í Reykjavík starfaði hún meðal annars hjá Máli og menningu og síðar hjá Loftleiðum. Hún flutt- ist til Njarðvíkur árið 1948 þegar hún giftist Ólafi Högna. Nílsína var mjög söngelsk og söng í kirkjukór Ytri-Njarðvíkurkirkju um árabil. Nílsína vann við afgreiðslustörf á Keflavíkurflugvelli í 25 ár eða þar til hún hætti að vinna. Síðustu þrjú árin bjó Nílsína á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði. Útför Nílsínu fer fram frá Ytri- Njarðvíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Faðir hennar Jónas Nordquist en Ólafur ættleiddi hana. Dóttir hennar heitir Sigríður Benía Bergmann, f. 11. janúar 1965, maki Gísli Einarsson, f. 21. október 1954. Þau eiga 3 börn, Þórdísi, Einar og Önnu Katr- ínu. 2) Sigurbjörg, f. 5. ágúst 1949, maki Ein- ar S. Guðjónsson, f. 4. janúar 1948. Þau eiga 3 börn, þau eru: a) Bryndís, f. 6. júní 1969, sambýlismaður Daniel Coa- ten, f. 7. desember 1976, b) Gísli Níls, f. 21. desember 1972, sambýlis- kona Hildigunnur Þráinsdóttir, f. 7. maí 1970, þau eiga einn son, Þráin, og c) Nílsína Larsen, f. 22. október 1978. 3) Egill, f. 17. ágúst 1951, maki Jóna Guðrún Bjarnadóttir, f. 24. janúar 1950. Þau eiga tvö börn, þau eru: a) Jóhannu Þórunn, f. 9. janúar 1973, sambýlismaður Guð- mundur Grétar Sigurðsson, f. 1. september 1977, þau eiga 3 börn, Jónau Kristínu, Lovísu Mist og Tómas Loga. b) Ólafur Högni, f. 11. mars 1976, sambýliskona Kristín Birna Karlsdóttir, f. 15, apríl 1971. Þau eiga 3 börn, Þorstein Goða, Aþenu Ýri og Egil Orra. 4) Bjarni Þór, f. 3. október 1956. Hann á 2 börn, þau eru a) Davíð Már, f. 8. Hún elsku Nilla amma mín er farin upp í himnaríki. Dásamlega, fallega og hlýja, góða kona. Ég á eftir að sakna þín svo mikið. Hjartans Nilla amma mín, mig langar til að þakka þér frá botni hjarta míns fyrir öll okkar samtöl og kæru samverustundir í gegnum tíðina. Þú varst mér yndisleg vinkona, með þér gat ég grátið, hlegið og rætt um hvað sem var. Þú hefur verið mín besta fyrirmynd, heið- arleg og sönn. Hlý, jákvæð og and- lega sterk. Aldrei dæmdir þú neinn ranglega og alltaf átti maður beinan aðgang að tryggð og um- hyggju hjá þér. Þú varst og verður mér áfram svo dýrmæt. Ég þakka þér innilega fyrir alla þá ást, skiln- ing og kærleika sem þú hefur veitt mér. Ég sé þig fyrir mér, ljúfa Nilla amma mín, fulla af lífsvisku, hlát- urmilda, með opinn huga og enda- lausa ást. Þú ert sterkust, stórkostlegust og best. Ég elska þig heitar en orð fá lýst. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Guð geymi þig, amma mín, og varðveiti í örmum sér. Þín að ei- lífu, Bryndís. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elsku, elsku amma mín. Þú ert mér svo kær. Hver stund með þér svo dýrmæt og ég mun varðveita okkar stundir og geyma eins og gull. Ég þakka þér fyrir samfylgd- ina, fyrir allan kraftinn frá þér. Allar skemmtilegu sögurnar sem þú sagðir mér og ég á svo sann- arlega eftir að segja börnunum mínum þær þegar þau verða eldri. Ég á eftir að sakna þess að heyra þig ekki syngja afmælissönginn fyrir okkur eins og þú ert vön. Þú ert svo einstök að muna eftir öllum afmælisdögum fjölskyldunnar, svo nákvæm og skipulögð að það er til eftirbreytni fyrir okkur hin. Megi góður Guð styrkja pabba og mömmu og okkur öll á þessum erfiða tíma því við söknum þín mjög. Með tár á hvarmi og söknuð í hjarta kveð ég þig, elsku Nílla amma mín. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Hvíl í friði. Þín Hanna Þórunn. Nílsína Þórunn Larsen Ó, Jesú, bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (Páll Jónsson.) Elsku Nílla amma, megi góður Guð geyma þig og varðveita. Þín barnabarnabörn, Jóna Kristín, Þorsteinn Goði, Lovísa Mist, Aþena Ýr, Tómas Logi og Egill Orri. HINSTA KVEÐJA ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BIRNU HALLDÓRSDÓTTUR, Dalalandi 1, Reykjavík. Laufey Vilhjálmsdóttir, Samir Bustany, Halldór Vilhjálmsson, Bryndís Helgadóttir, Sigríður Vilhjálmsdóttir, Þórarinn Þórarinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, RÖGNU MÖLLER, Sóleyjarrima 9, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjartadeild Landspítala háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Fyrir hönd aðstandenda, Steinn Hansson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.