Morgunblaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MARS 2008 11
FRÉTTIR
FRÉTTASKÝRING
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
VERÐTRYGGÐ íbúðalán bank-
anna drógust saman í febrúarmán-
uði um 3,3 milljarða króna. Skýr-
ingin á þessu virðist vera sú að
eitthvað hafi verið um að fólk hafi
greitt upp verðtryggð fasteignalán
og tekið í staðinn lán í erlendum
gjaldmiðli, en slík lán jukust um 4
milljarða í mánuðinum.
Tölur Seðlabanka Íslands um út-
lán viðskiptabankanna sýna að
bankarnir hafa nánast ekki veitt
nein fasteignalán í febrúar. Höfuð-
stóll þessara lána nam 528 milljörð-
um í lok janúar og nam 528,6 millj-
örðum í lok febrúar. Verðtryggð
íbúðalán bankanna námu 467,7
milljörðum og lækkuðu um 3,3 millj-
arða í febrúar, en fasteignalán bank-
anna í erlendri mynt námu 60,9
milljörðum og hækkuðu um 4 millj-
arða.
Höfuðstóll erlends láns sem fólk
tók í febrúar hækkaði mikið í mars
vegna gengisfalls krónunnar og
greiðslubyrðin hækkaði. Það er þó
ekki hægt að ganga út frá því að
þessi lántaka hafi verið mistök. Hafa
ber í huga að vextir af nýju verð-
tryggðu húsnæðisláni eru komnir
upp fyrir 7%. 12 mánaða verðbólgan
var samkvæmt síðustu mælingu
6,8% og fer að öllum líkindum upp
fyrir 8% þegar Hagstofan birtir töl-
ur sínar á morgun. Vextir og verð-
bætur af láninu eru því um 15%.
Vextir af erlendu óverðtryggðu láni
sem flestir taka (svissneskur franki
og japanskt jen) eru hins vegar inn-
an við 4%. Þá má ekki gleyma því að
höfuðstóll verðtryggðs innlends láns
hækkar nokkuð hratt þegar verð-
bólgan er komin upp í 8%.
Afar rólegt hjá fasteignasölum
Ingibjörg Þórðardóttir, formaður
Félags fasteignasala, segir að rólegt
hafi verið yfir fasteignamarkaðinum
undanfarnar vikur. Aðeins 102
kaupsamningum hafi t.d. verið þing-
lýst í annarri viku mars. Megin-
ástæðan fyrir þessu sé lítið aðgengi
að lánsfé. Bankarnir séu afar tregir
til að lána og geri í mörgum tilvikum
fólki erfitt fyrir að ganga frá kaup-
um á húsnæði. Íbúðalánasjóður hafi
að vísu ekki breytt um stefnu í lána-
málum en hann sé hins vegar undir
þeirri kvöð að mega ekki lána nema
18 milljónir að hámarki. Það er allt
of lítið að mati Ingibjargar og bend-
ir hún að á miðað við breytingar á
neysluvísitölu frá júlí 2004 ætti þessi
upphæð að vera 22-23 milljónir.
Samdráttar fór að gæta á fast-
eignamarkaði í kjölfar vaxtahækk-
unar Seðlabankans í nóvemer sl.
Ingibjörg segir að nýjasta vaxta-
hækkun bankans liðki ekki fyrir.
Hún segir ekki gott að fasteigna-
markaðurinn gangi í svona bylgjum.
Nú sé búið að skapa þær aðstæður
að fólk eigi mjög erfitt með að selja
og kaupendur haldi að sér höndum.
Þegar markaðurinn fari svo af stað
á ný megi allt eins búast við hann
geri það með hvelli með tilheyrandi
verðhækkunum á húsnæði.
Verktakar í vandræðum
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins eru sum smærri verk-
takafyrirtæki í verulegum vanda.
Þau hafa keypt lóðir dýru verði og
byggt íbúðarhúsnæði sem mjög illa
gengur að selja. Það bætir ekki
stöðu þeirra að bankarnir eru nán-
ast lokaðir og fyrirtækin eiga því í
erfiðleikum með að standa í skilum
við birgja. Þetta hefur t.d. komið illa
við steypustöðvar og fleiri fyrirtæki
sem selja byggingarefni til verk-
taka.
Greiða upp verðtryggð lán
og taka erlend myntlán
Morgunblaðið/Jim Smart
Hús Rólegt hefur verið yfir fasteignamarkaðinum að undanförnu. Þetta
veldur byggingaverktökum erfiðleikum sem sitja uppi með óseldar eignir.
Viðskiptabankarnir lánuðu nánast ekki neitt til fasteignakaupa í febrúarmánuði
Í HNOTSKURN
»Svo er að sjá sem Íbúðalána-sjóður sé ráðandi í nýjum
fasteignalánum um þessar mund-
ir. Sjóðurinn lánaði 2,8 milljarða
í ný lán í febrúar sem er þó mikill
samdráttur frá janúar þegar ný
útlán námu 4,5 milljörðum.
»Erlend lán heimilanna íbankakerfinu námu 162
milljörðum í lok febrúar. Þetta
er næstum 100% aukning á 12
mánuðum. Íbúðalán í erlendri
mynt stóðu í 61 milljarði í febr-
úarlok.
JÓN Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Sam-
taka iðnaðarins, telur að það sé illframkvæmanlegt að
afnema eingöngu stimpilgjald fólks sem er að kaupa
sína fyrstu íbúð. Hið eina rétta sé að afnema gjaldið að
fullu.
Í tengslum við gerð kjarasamninga hét ríkisstjórnin
því að fella niður stimpilgjöld fólks sem er að kaupa sína
fyrstu íbúð.
„Ég held að þetta verði illframkvæmanlegt. Hvenær
ert þú með fyrstu íbúð og hvenær ekki? Hvernig á að
fara með par sem er að taka saman, annað hefur átt íbúð
en hitt ekki? Ég held að þetta eigi eftir að valda ótrúleg-
um flækjum. Við höfum því sagt að nú væri tækifærið að taka þetta skref
til fulls og örva þennan markað með því að afnema gjaldið að fullu.“
Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, segir að
verið sé að vinna frumvarp í fjármálaráðuneytinu um þessa breytingu.
Hann segist eiga von á að frumvarpið verði lagt fram á þingi í næstu viku.
Hann segir vissulega rétt að við útfærslu á svona breytingu komi upp ýmis
álitamál, en verið sé að fara yfir þau í ráðuneytinu. Hann vildi ekki svara
því hvernig tekið yrði á því dæmi sem Jón Steindór nefndi.
Breyting á stimpilgjaldi
illframkvæmanleg?
Jón Steindór
Valdimarsson
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
TÖLUVERÐUR hluti af þeim
geisladiskum, tölvuleikjum og
mynddiskum sem Sena gefur
út og dreifir er nú ófáanlegur í
verslunum Skífunnar, og mun
ástæðan vera sú að forsvars-
menn Skífunnar sætta sig ekki
við verðhækkanir sem gerðar
voru á vörum Senu fyrir
nokkrum vikum. Þannig eru
sumar vörur frá Senu uppseld-
ar í verslunum Skífunnar, og
aðrar að klárast. Sem dæmi
má nefna nýútkomnar safn-
öskjur Sálarinnar hans Jóns
míns, Vatnaskil, sem ekki hafa
fengist í Skífunni.
Sena er stærsti dreifingar-
aðili og útgefandi íslenskrar
tónlistar, gefur út um 25%
þeirrar tónlistar sem kemur út
hér á landi og er með um 65%
markaðshlutdeild. Þá er fyrir-
tækið það stærsta í dreifingu á
erlendri tónlist og tölvuleikj-
um á Íslandi, og eitt það
stærsta í dreifingu á mynd-
diskum.
Skífan er stærsta plötu-
verslun á Íslandi og sem dæmi
má nefna að um helmingur
allra seldra platna hjá Senu fer
til Skífunnar. Skífan og Sena
voru eitt sinn í eigu sömu aðila,
en Sena er nú í eigu 365 hf. og
Skífan í eigu Árdegis ehf.
Hagur beggja
„Við eigum í mjög miklu og
góðu samstarfi við Skífuna,
þótt það sé einhver stirðleiki í
augnablikinu og menn ekki
sammála í einu og öllu. En það
er eitthvað sem verið er að
vinna í, og verður leyst á allra
næstu dögum,“ segir Björn
Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Senu. „Við þurftum að
hækka verð á öllum okkar
vörum í kjölfar gengishækk-
ana, og það er eitthvað sem
þeir eru að melta.“
Aðspurður segist Björn vita
til þess að eitthvað af vörum
Senu sé ófáanlegt í verslunum
Skífunnar. „Ég veit að það eru
einhver göt farin að myndast,
og það er meðal annars þess
vegna sem menn vilja setjast
niður og leysa málið í eitt
skipti fyrir öll. Báðir aðilar
hafa hag af því að plötusala sé
blómleg, eins og hún var á síð-
asta ári,“ segir framkvæmda-
stjórinn og bætir því við að
einnig sé um að ræða mynd-
diska og tölvuleiki. „Þannig að
þetta er stór og mikilvægur
aðili fyrir okkur, og sömuleiðis
í hina áttina.“
Ekkert stríð
„Þetta er voðalega einfalt.
Við rekum smásölufyrirtæki
og kaupum vörur til endur-
sölu. Ef okkur líkar ekki verðið
sem okkur er boðið kaupum
við ekki, það er svo einfalt. En
svo tuskast menn eitthvað á
eins og gengur, það er að segja
verslunin og birgirinn,“ segir
Sverrir Berg Steinarsson, eig-
andi og stjórnarformaður Ár-
degis sem á og rekur Skífuna.
„Sena er okkar stærsti birg-
ir og við eigum fín viðskipti við
þá. En það eru einstakir titlar
sem menn koma sér ekki sam-
an um innkaupsverðið á, og þá
er það eins og í hverri annarri
verslun að þá er það ekki til.
Við viljum geta boðið vöruna á
góðu verði, en samt sem áður
þurfum við að geta rekið okkar
fyrirtæki þannig að sómi sé að.
Þannig að þetta beinist ekki
gegn Senu sérstaklega, við er-
um með tugi þúsunda titla í
boði í Skífunni.“
Sverrir segist telja að þær
hækkanir sem forsvarsmenn
Senu gerðu á vörum sínum
fyrir nokkrum vikum hafi ver-
ið of miklar. „Við vorum alla-
vega ekki tilbúnir til að kyngja
því, eins og gengið var á þeim
tíma. En þetta er ekkert stríð,
og það eru engin illindi. En
menn hafa mismunandi skoð-
anir á því hvert verðið eigi að
vera. Okkar hagur er sá að
hafa verðið sem lægst, þá selj-
um við meira, en þeir vilja auð-
vitað hafa verðið sem þeir selja
okkur vöruna á sem hæst,“ út-
skýrir Sverrir.
Boðað hefur verið til fundar
í málinu í dag og eru báðir
málsaðilar bjartsýnir á að
samningar náist.
Stórir titlar ófáanlegir í
stærstu plötubúð landsins
Sena og Skífan takast á um verð á tónlist, tölvuleikjum og mynddiskum
Vatnaskil Nýútkomin askja með öllum plötum Sálarinnar
hans Jóns míns er ófáanleg í Skífunni.
Björn
Sigurðsson
Sverrir Berg
Steinarsson
SVO virðist sem útigangsfólk hafi
hreiðrað um sig í gámi sem stendur
á lóð við Bergstaðastræti 16. Á lóð-
inni er verið að endurbyggja hús
sem þangað var flutt en fram-
kvæmdir voru stöðvaðar við það um
áramótin.
Íbúi í nágrenninu, Kári Halldór
Þórsson, hefur kært veru fólksins
til lögreglu. Hann segir að lögregl-
an segist ekkert geta aðhafst í mál-
inu, þar sem fólkið sé þar með leyfi
eiganda gámsins. Lögreglan stað-
festi það í samtali við Morgunblaðið
að hafa fengið þær upplýsingar að
fólkið væri þarna með leyfi eiganda
gámsins.
Það er fyrirtækið BBH bygging-
arfélag sem á húsið sem flutt var á
lóðina. Starfsmaður félagsins sagð-
ist í gær ekki hafa heyrt af neinum
mannaferðum í gámnum. Það væri
af og frá að fólki hefði verið gefið
leyfi til að hafast þar við. Málið yrði
því strax skoðað.
Gámurinn er í eigu SR-verktaka
og samkvæmt upplýsingum frá
byggingastjóra, Almari Gunnars-
syni, sem reyndar sagði sig frá
verkinu þar sem framkvæmdir voru
stöðvaðar, hafði enginn fengið leyfi
til að vera í gámnum. Svo virtist þó
sem einhverjar mannaferðir hefðu
verið við hann eða í honum en engu
verið stolið eða raskað. Skipt var
um skrá í gámnum í gær og honum
læst.
Útigangs-
fólk í
gámi?
Ágreiningur hvort
það hafi verið með
leyfi eiganda
Morgunblaðið/Golli
Vistarvera? Gámurinn stendur á
lóð við Bergstaðastræti 16.