Morgunblaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MARS 2008 27 var ungur sendur í píanótíma í Hlíðarnar í nokkra vetur, en það kom fyrir lítið. Þá var hún ástríðufullur rósaræktandi og hafði mikla ánægju af garðrækt. Annaðist hún um blómin sín af mikilli natni. Var borið saman árferði milli ára og töluverður spenningur fylgdi því hvenær fyrstu rósirnar sprungu út á hverju sumri. Þeg- ar hún flutti úr Ásendanum og hafði ekki lengur sinn eigin garð, var hún með stóra potta á svöl- unum í Miðleitinu og ræktaði blóm. Móðir mín hélt heimili upp á gamla mátann, það var heitur matur í hádeginu og á kvöldin, alla daga. Máltíðin var fram reidd stundvíslega klukkan tólf og klukkan sjö. Framan af var vik- umatseðillinn alltaf sá sami, svo sem kálbögglar í mánudagshádegi, Ora-bollur á þriðjudögum, saltfiskur og skata á laugardögum. Það var mikil regla og festa í öllu og vel um alla praktíska hluti hugsað. Móðir mín var um ýmislegt gott dæmi um konuna á bak við manninn. Faðir minn var stórtækur í lífsstarfi sínu, og tefldi djarft á stundum, en heimilið var honum þá mikilvægt ankeri, festan og reglusemin sem móðir mín stóð fyrir. Þau áttu bæði þátt í þeirri sköpun sem fram fór í lífi þeirra. En innra starfið kom í hennar hlut og og hún lét sér annt um framgang og líðan barna sinna og barnabarna allt til loka. Móðir mín gat verið með afbrigðum orðheppin og oft snögg til í þeim efnum. Hún var skemmti- legur félagi og leiddist engum í návist hennar. Hún var og einstakur kennari. Foreldrar kenna börnum sínum með því að vera fyrirmyndir. Hún kenndi mér að lifa bæði skort og velsæld, því hvort tveggja þekkti hún á eigin skinni. Henni tókst að lyfta sér upp fyrir þá erfiðleika sem hún hafði þurft að ganga í gegnum, og náði að líta á lífið frá heimspekilegu sjónarhorni. Hennar nið- urstaða var að allir hlutir öðlast einungis þá merkingu sem við kjósum sjálf að gefa þeim. Móðir mín naut umönnunar Helgu Þór- isdóttur heima við hin síðustu ár, en Helga ann- aðist hana af einstakri alúð og þolinmæði. Var hennar starf og nærvera ómetanleg. Móðir mín dvaldi síðustu þrjá mánuði nánast samfleytt á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði, þar sem hún naut sérstaklega góðs atlætis. Fyrir það ber að þakka. Þar tókst starfsfólki að láta fjórum gömlum hjálparvana konum líða vel á 30 fermetra stofu. Nú er lokið viðburðaríkri ævi. Móðir mín til- heyrði kynslóð sem hefur lokið ævistarfi sínu. Verkefni þeirrar kynslóðar var að byggja upp sjálfstætt Ísland, menningarlegt Ísland, Ísland draumanna um fagurt mannlíf, þar sem allir hefðu nóg að bíta og brenna, þar sem allir stæðu saman um að lyfta fátæku landi upp úr eymd og volæði. Til þess að svo gæti orðið þurftu allir að leggja fram sinn skerf, trúa á framíðina, mennta sig og efla, ferðast og kynnast heiminum. En inngróið í þessa kynslóð var sú viska að þrátt fyrir efnaleg markmið og það yndi sem menning og listir geta veitt er allt hjóm miðað við það mikilvægasta af öllu, að vera trúr yfir þeim verk- efnum sem lífið felur manni í hendur. Það heitir að rækta garðinn sinn. Sigurður Pálmason. tir ustu sem skipherra. Hann var ötull og fylginn sér og lenti í hörðum átökum við Breta sem ætluðu sér, með því að senda stóra drátt- arbáta á Íslandsmið, að sökkva íslensku varð- skipi. Í hinu síðasta þorskastríði voru átökin harkaleg af hálfu Breta og óvægnari en áður. Skipherrar Landhelgisgæslunnar urðu því oft að tefla á tæpasta vað. Lýsingar Helga í bók- inni „Í kröppum sjó“ á atburði í des. 1975 í mynni Seyðisfjarðar þegar þrír breskir drátt- arbátar ætluðu að sökkva v/s Þór og þeim átökum og áhættu sem lífi áhafnarinnar á v/s Þór var stefnt í er með ólíkindum og lauk ekki fyrr en Helgi gaf fyrirskipun um að skjóta föstu skoti, púðurskot dugði ekki í þessum hildarleik. V/s Þór var siglt til Loðmund- arfjarðar, því skipið var mikið laskað eftir ásiglingar dráttarbátanna bresku. Þar jafnaði áhöfnin sig í sólarhring og síðan hófust við- gerðir á skipinu og darraðardansinn við hin stóru bresku skip hófust á ný. Þorskastríðs- átökin mörkuðu manninn, en Helgi hafði það út af fyrir sig. Síðustu setningar í fyrrnefndri viðtalsbók við Helga voru „Stundum hljóta stormar að geisa og sjóar að rísa og þannig á það að vera því það veitir kröftunum nauðsyn- legt viðnám. En á eftir hlýtur að lægja og menn fagna logninu.“ Við þökkum þér kæri bróðir fyrir góða og skemmtilega samfylgd um leið og við vottum Erlu, börnunum, tengdabörnum og barna- börnum okkar dýpstu samúð. Agnar, Birgir og Guðmundur. Sæll bróðir, þannig hóf Helgi umræðuna, þá við töluðum saman í síma eða hittumst á förn- um vegi. Hann var hjálpsamur og greiðvikinn og þess nutu yngri bræðurnir í viðræðum og fræðslu. Það var oft kátt í litla húsinu á Hrísateig. Sex ærslafullir strákar nærri óendanleg víðátta leiksvæðis stutt í fjöruna á Kirkjusandi og ög- un og þroski sóttur í Laugarnesskóla. Það hef- ur stundum verið erfitt hlutverk móður okkar að halda utan um ærslafullan strákahópinn. Faðir okkar langtímunum á sjó, en elstu bræð- urnir liðtækir og aðstoðuðu við húsverkin sem þeir yngri tóku síðan upp. Leiðir okkar allra bræðrana lágu til sjós um lengri eða sekmmri tíma. Agnar og Helgi sóttu sjómannaskólann samtímis og löbbuðu alla veturna í og úr skóla frá Hrísateignum, hvernig sem viðraði. Helgi átti gott með að umgangast fólk og var vel liðinn af skólafélögum sínum og skips- félögum. Helgi stundaði sjómennsku í 54 ár, og nærri allan þann tíma hjá Landhelgisgæsl- unni og hennar veg vildi hann sem mestan, 10 ár sem stýrimaður og 35 ár sem skipherra segja allt þar um. Á þessum tíma veitti Land- helgisgæslan hinni dreifðu byggð mikla aðstoð og þjónustu og fúsir áhafnamenn varðskipanna reiðubúnir til starfans sem oft gátu leitt af sér vökur og vosbúð. Strönd og skipsskaðar tóku á og þá mest þegar ekki var hægt að bjarga öll- um sem um borð voru. Í þorskastríðunum þremur 1958, 1973 og 1975-76 var Helgi þátttakandi og í tveimur síð- Helgi Hallvarðsson Fyrir þremur árum fór sonur minní nefkirtlatöku og þegar hannkom heim úr henni fékk hannfyrsta flogakastið,“ segir Thelma Björg Brynjólfsdóttir, en sonur hennar og Said Lakhlifi Mickael Ómar, er nú níu ára gamall. Fyrsta flogið var stórt, „og þar með hófst hans sjúkrasaga,“ segir Thelma. Mickael var greindur flogaveikur skömmu síðar. Tilviljun réð því að sjúk- dómurinn kom fyrst fram í kjölfar nef- kirtlatökunnar. „Eftir greininguna var mér réttur lyfseðill og sagt að koma aftur með hann eftir nokkra daga í skoðun,“ segir Thelma. Meiri upplýsingar fékk hún ekki að sinni. Hún segir það algjöra tilviljun að hún hafi áður unnið á leikskóla með manneskju með flogaveiki og því vitað sitt hvað um sjúkdóminn og meðhöndlun hans. „Það hreinlega gleymdist að kynna mér sjúk- dóminn,“ segir Thelma. „Þetta var ekki góð reynsla. Ég var eiginlega í tómarúmi fyrst. Sonur minn fær aðeins flogaköst í svefni og ég var til dæmis mjög hrædd við að sofa fyrstu næturnar á eftir.“ En hjálpin var skammt undan, Thelmu var bent á LAUF, Landssamtök áhuga- fólks um flogaveiki, og þar fékk hún góðar upplýsingar. Fljótlega fékk hún svo fræðslu hjá lækni á Barnaspítalanum. „Þetta gekk allt mjög brösulega fyrst,“ segir Thelma. „Mickael fékk oft flog og að- eins á nóttunni. Það gekk mjög illa að stilla lyfin hans þannig að fyrstu tvö árin voru mjög erfið. Hins vegar hefur þetta allt gengið miklu betur í vetur og margar vikur liðið milli flogakasta.“ Hún segir mikilvægt að regla sé á öllum hlutum til að minnka hættuna á flogaköst- um. „Það er hræðileg upplifun, alveg hræði- leg, að sjá barnið sitt fá flogakast og vita ekkert hvað er í gangi,“ segir Thelma um fyrsta kastið sem sonur hennar fékk. „En ég gerði allt rétt, hringdi strax á Neyð- arlínuna og fékk sjúkrabíl.“ Og sjúkrabílarnir áttu eftir að verða margir næstu mánuðina. Thelma telur að fjölskyldan hafi þurft að greiða um 200 þúsund krónur í kostnað vegna sjúkrabíla frá því Mickael fékk fyrsta flogið. Allt úr eigin vasa. Allir vita af sjúkdómnum Mickael er í Álftamýrarskóla en þar sem hann fær aðeins flogaköst á nóttunni hefur nóttunni og spítalalega, þá hefur hann tek- ið þessu í raun vel miðað við aðstæður.“ Thelma segir jákvætt að LAUF hafi nú útbúið fræðsluefni fyrir foreldra sem þeim er afhent strax og börn þeirra eru greind. „Það er engin spurning að það er mjög mikilvægt að foreldrar fái strax upplýs- ingar um sjúkdóminn, séu ekki sendir heim óöruggir og hræddir. Einnig að fá upplýs- ingar um LAUF, því það skiptir svo miklu að komast í samband við aðra foreldra sem ganga í gegnum sömu lífsreynslu.“ hann ekki fengið kast í skólanum. Thelma undirbjó starfsfólk skólans samt vel og skólasystkini Mickaels horfðu m.a. á kvik- mynd um flogaveiki sér til fróðleiks. Þá lét hún foreldra vina hans einnig vita af sjúk- dómnum. „Þannig að það ættu allir að vera við- búnir ef eitthvað kemur upp á,“ segir Thelma. Hún segir Mickael taka sjúkdómnum með miklu æðruleysi. „Eins og það hefur verið mikið álag á honum, sjúkrabílar á Mikilvægt að fá strax fræðslu um sjúkdóminn „Hræðileg upplifun að sjá barnið sitt fá flogakast og vita ekkert hvað er í gangi,“ segir móðir níu ára flogaveiks drengs Morgunblaðið/G.Rúnar Saman heima Thelma Björg Brynjólfsdóttir ásamt syni sínum, Mickael Ómar, níu ára, og nýfæddri ónefndri dóttur. Flogaveiki Mickaels kom fyrst fram fyrir þremur árum. í íslensku samfélagi þó að úr því hafi vissulega dregið undanfarna áratugi. Þorlákur segir að börn með floga- veiki geti einnig orðið fyrir aðkasti og stríðni. Ef börn alast upp með floga- veiku barni, t.d. á leikskóla, taka þau sjúkdómnum sem sjálfsögðum hlut. „Hins vegar geta flogaveik börn svo orðið fyrir stríðni þegar þau koma upp í grunnskólana,“ segir Þorlákur og þau Margrét benda á að þá skipti máli að starfsfólk skólanna hafi þekkingu á sjúkdómnum og geti miðlað henni til nemendanna. „Einkenni flogaveiki eru svo margbreytileg,“ segir Margrét. „Stundum er eins og fólk detti út í nokkrar sekúndur í senn, en í öðrum tilvikum fær fólk krampa. Fræðslan er því svo mikilvæg.“ Fjárhagslegur stuðningur lítill Spurður um hvað Þorlákur telji helst skorta á varðandi þjónustu við floga- veika á Íslandi í dag segir hann af mörgu að taka og nefnir sem dæmi fjárhagslegan stuðning. „Kostnaður flogaveikra vegna sjúkrabíla, getur t.d. verið umtalsverður,“ segir Helena María Agnarsdóttir, starfsmaður LAUF. „Foreldrar flogaveikra barna geta þurft að greiða tugi þúsunda í sjúkrabílakostnað á ári, sérstaklega fyrst eftir að barnið greinist.“ Á næsta ári verða LAUF 25 ára og er ætlunin að ýta þá úr vör stóru fræðsluátaki um flogaveiki í samfélag- inu. „Það er aldrei nóg gert til að vekja athygli á þessum sjúkdómi,“ segir Þor- lákur. élaginu hvorki að aldri né gaveiki verið misal- mjög sjaldan floga- á margra ára fresti, júkdóminn að stað- rgrét segja að því eikir enn fyrir að- vegna sjúkdómsins ð floga- a þeirra Morgunblaðið/Golli ð fræðsluefni ur er foreldrum lákur Hermannsson, formaður LAUFs, afhentdr Pétri Lúð- alækni fyrsta fræðslupokann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.