Morgunblaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
UM miðjan dag í gær var enn leitað
fimm manna eftir að neðsta hæðin í
sex hæða blokk í Álasundi í Noregi
lagðist saman. Var ástæðan sú, að
klöppin undir húsinu, sem stóð í hlíð,
rann af stað, líklega vegna frost-
þenslu. Slösuðust tveir en þó ekki al-
varlega.
Atburðurinn átti sér stað rétt fyrir
klukkan fjögur í fyrrinótt að stað-
artíma og eins og fyrr segir lagðist
neðsta hæðin saman og húsið færðist
nokkra metra út í götuna. Við húsið
var niðurgrafinn própangasgeymir
með 4.000 lítrum og af ótta við, að
hann spryngi var öllum íbúum húsa í
allt að 500 m fjarlægð skipað að fara
burt. Var eldur laus í húsinu og gekk
illa að ráða niðurlögum hans.
Haraldur Freyr Guðmundsson,
knattspyrnumaður úr Keflavík, sem
leikur nú með Álasundi, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið, að fréttin um
slysið væri aðalefnið í öllum fjölmiðl-
um og ekki síst vangaveltur um þá
fimm, sem enn væru ekki komnir í
leitirnar. Þeir áttu hins vegar heima
á ýmsum hæðum hússins og því ekki
ólíklegt og vonandi að þeir hafi verið
að heiman. Sagði Haraldur, að vetur
væru yfirleitt mildir og snjóléttir í
Álasundi en þessi vetur hefði þó ver-
ið undantekning þar á, nokkuð snjó-
þungur og frostasamur. Hefði það
trúlega átt sinn þátt í, að hlíðin undir
húsinu fór af stað.
Fólk í næstu húsum kveðst hafa
vaknað upp við mikinn hávaða og
hræringar, sem sumir töldu í fyrstu
vera jarðskjálfta. Þustu flestir út til
að kanna hvað um væri að vera og þá
kom í ljós, að neðsta hæð fyrrnefnds
húss hafði lagst saman, önnur hæðin
laskast mikið og húsið sjálft færst
fram um eina sjö, átta metra. Fyrir
ofan húsið var mikil steinblokk, sem
hafði losnað úr berginu.
Norsku fjölmiðlarnir, meðal ann-
ars Aftenposten, sögðu í gær, að
jarðfræðingurinn Geir Bertelsen
hefði áður varað íbúa hússins við og
lagt til, að þeir létu sprengja ofan af
berginu upp af því. Ástæðan væri sú,
að það væri mjög sprungið og því
mikil hætta á, að það spryngi enn
meira í frostum.
Fimm saknað eftir
húshrun í Álasundi
Reuters
Á vettvangi Björgunarmenn við húsið. Neðsta hæð þess lagðist saman er
bergið fyrir ofan það fór af stað. Við því hafði raunar verið varað.
Stóð í hlíð sem fór
af stað, líklega
vegna frostþenslu
JOHN McCain
hefur þegar
tryggt sér út-
nefningu banda-
rískra repúblik-
ana fyrir
forsetakosning-
arnar í nóvem-
ber og hefur
hann ítrekað þá
skoðun sína að
ekki beri að draga heraflann strax
burt frá Írak.
„Það væru ólýsanleg svik, blett-
ur á karakter okkar sem mikillar
þjóðar, ef við við skildum írösku
þjóðina eftir á köldum klaka,“
sagði hann í Los Angeles í gær.
Hann virtist hins vegar gefa í skyn
að hann myndi fylgja annarri
stefnu en George W. Bush er hann
lagði áherslu á samráð við gamlar
vinaþjóðir. „Þótt við séum öflug
merkir það ekki að við getum gert
hvað sem er, hvenær sem við vilj-
um.“
Hyggst
ekki hvika
í Írak
John McCain
TVEGGJA daga heimsókn forseta Frakklands, Nicolas
Sarkozy, til Bretlands hófst í gær með því að forsetinn
og eiginkona hans, Carla Bruni, heilsuðu upp á El-
ísabetu drottningu og fjölskyldu hennar í Windsor-höll.
Drottningin er lengst t.v., þá kemur Bruni og loks Sar-
kozy en í baksýn eru Karl ríkisarfi og eiginkona hans,
Camilla hertogaynja. Forsetinn ávarpaði síðar þingið í
London og sagðist þá meðal annars ætla að senda fleiri
franska hermenn til Afganistan, afar mikilvægt væri
að halda áfram baráttunni gegn talíbönum.
Reuters
Fleiri Frakkar til Afganistan
London. AP. | Miklar deilur hafa ver-
ið í Bretlandi um áform stjórnar
Gordons Brown forsætisráðherra
sem hyggst gera breytingar á lög-
um um rannsóknir á stofnfrumum
og fósturvísum. Vísindamenn segja
að breytingar séu nauðsynlegar til
að hægt sé að gera tilraunir til að
finna lækningu við sjúkdómum eins
og Alzheimer og Parkinsonsveiki.
Skortur er á eggjum úr konum til
að stunda stofnfrumurannsóknir.
Lagt er til að þessum skorti verði
m.a. svarað með því að leyft verði
að gera tilraunir til að búa til
mannlega fósturvísa úr eggi dýrs.
Þá er frumukjarninn í eggi úr kú
eða kanínu fjarlægður en í staðinn
sprautað í eggið DNA-erfðaefni úr
manni og loks komið af stað frumu-
skiptingu með rafstraumi. Einnig á
að heimila frumuflutninga sem hafa
að markmiði að búa til fósturvísa
með erfðaefni, DNA, úr tveim kon-
um og einum karli.
Opinber eftirlitsnefnd, sem fylg-
ist með tilraunum á þessu sviði,
hefur þegar veitt allmörgum bresk-
um vísindamönnum takmarkaða
heimild til að búa til blandaða fóst-
urvísa af þessu tagi. En með nýju
lögunum yrðu ákvæðin gerð skýr-
ari.
Andstæðingar tillagnanna sem nú
eru í bígerð hjá stjórninni eru
margir hvassyrtir og segja að verið
sé að leggja grunn að Franken-
stein-tilraunum, með vísan til skáld-
sögunnar frægu um mannskrímslið
er vísindamaður bjó til. Leiðtogar
kaþólsku kirkjunnar segja að tillög-
urnar séu „andstyggileg árás á
mannréttindi, mannlega reisn og
mannlegt líf“.
Þrír kaþólskir ráðherrar í stjórn
Browns hafa sagt að þeir myndu
íhuga stöðu sína ef svo færi að
Brown leyfði ekki liðsmönnum
Verkamannaflokksins að greiða at-
kvæði án tillits til flokksaga. Brown
ákvað því á þriðjudag að flokks-
agareglunum yrði ekki beitt við at-
kvæðagreiðsluna.
Deilt um stofn-
frumutilraunir
Breska stjórnin vill rýmri heimildir til
rannsókna á hættulegum sjúkdómum
Peking. AFP. | Stjórnvöld í Kína reyna
nú að sýna að þeim hafi tekist að
binda enda á mótmælin í Tíbet með
því að bjóða fámennum hópi er-
lendra fréttamanna í þriggja daga
skoðunarferð um svæðið. Kínverskir
fjölmiðlar sögðu í gær að alls hefðu
660 mótmælendur gefið sig fram við
yfirvöld og flestir þeirra hefðu verið
„blekktir eða knúnir“ til að taka þátt
í mótmælunum.
Flugvél fréttamanna, sem kín-
verskir embættismenn völdu, lenti í
Lhasa, höfuðborg Tíbets, í gær og er
þetta í fyrsta skipti sem erlendum
fréttamönnum er leyft að fara þang-
að eftir mótmælin. Kínversk stjórn-
völd hafa gefið til kynna að frétta-
mennirnir fái að tala við fólk, sem
varð fyrir árásum, og skoða hús sem
urðu fyrir skemmdum í óeirðum. Bú-
ist er þó við að fréttamennirnir fái
aðeins að sjá það sem stjórnvöldin
vilja, en þau hafa gagnrýnt umfjöllun
vestrænna fjölmiðla um mótmælin.
Útlagastjórn Tíbeta segir að 140
manns hafi beðið bana í mótmælun-
um en kínverskir fjölmiðlar segja að
alls liggi 20 manns í valnum, þar af
nítján í Lhasa.
Hundruð
Tíbeta gefa
sig fram
ÁÆTLAÐ er, að um tvær milljónir
Dana þjáist af höfuðverk, ýmist
vegna mígrenis eða þeirrar spennu
og streitu, sem einkennir daglegt líf
nú á dögum.
„Þetta er eins og hver annar far-
aldur en rannsóknir hér í landi og í
Noregi sýna, að á milli 10-15% íbú-
anna eru með mígreni en allt að 35%
þjást af höfuðverk, sem stafar af
innri spennu,“ segir Helge Kasch,
sérfræðingur á taugadeild háskóla-
sjúkrahússins í Árósum. Kom þetta
fram á fréttavef Berlingske Tidende.
Höfuðverkurinn er ekki aðeins
höfuðverkur fyrir þá, sem af honum
þjást, heldur líka fyrir hið opinbera
því að útgjöldin hans vegna hafa
hækkað ár frá ári. Kostnaður vegna
mígrenisjúklinga er um 24 milljarðar
ísl. kr. árlega og Jes Olesen tauga-
sjúkdómafræðingur telur, að tvö-
falda megi þá upphæð sé útgjöldum
vegna höfuðverkjar af öðrum ástæð-
um bætt við.
Rannsóknir, sem gerðar hafa ver-
ið í ESB-ríkjunum, sýna, að höfuð-
verkur er ein af 10 algengustu
ástæðunum fyrir því, að fólk mætir
ekki í vinnuna og fyrir skertri starfs-
getu.
Hvað er þá til ráða? Rigmor Jen-
sen, prófessor og yfirlæknir við höf-
uðverkjardeild sjúkrahússins í
Glostrup, segir, að að undanskildu
mígreni sé höfuðverkurinn lífsstíls-
sjúkdómur. Lækningin felist í hóf-
semi, hollum mat, nægum svefni og
hreyfingu.
Innri spenna og streita
helsta ástæða höfuðverkja
Morgunblaðið/Ásdís
Höfuðverkur Getur stafað af ýmsu
en oft er lífsstílnum um að kenna.
HÓPUR munka, sem búa í klaustri
frá 12. öld rétt við Vín í Austurríki,
hefur gert mjög hagstæðan upp-
tökusamning við Universal Music en
fyrirtækið hefur á sínum snærum
poppstjörnue eins og þau Amy
Winehouse og Eminem.
Tildrögin eru þau, að fyrirtækið
ætlar að gefa út diska með gregorí-
önskum söng en hann er ein elsta
tegund vestrænnar sönglistar og á
rætur að rekja aftur á 10. öld. Er
áhugi á þessum söng mjög vaxandi,
til dæmis fyrir áhrif frá tölvuleiknum
Halo.
Meira en 100 söngflokkar sóttust
eftir samningnum við Universal en
talsmaður þess sagði, að hrífandi
söngur munkanna hefði borið af öll-
um öðrum.
Munkarnir
voru bestir
♦♦♦