Morgunblaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MARS 2008 15
Bagdad. AP, AFP. | Nouri al-Maliki,
forsætisráðherra Íraks, veitti í gær
liðsmönnum Mahdi-hersins í Basra,
næststærstu borg landsins, þriggja
daga frest til að afvopnast eftir
tveggja daga átök þeirra við íraskar
öryggissveitir og bandaríska her-
menn.
Að minnsta kosti 55 manns liggja í
valnum í Basra og Bagdad eftir að
átökin breiddust út til Sadr-borgar,
hverfis sjíta í írösku höfuðborginni.
Um 300 manns hafa særst í átök-
unum eftir að íraskar öryggissveitir í
Basra létu til skarar skríða gegn
liðsmönnum Mahdi-hersins, sem er
skipaður stuðningsmönnum sjíta-
klerksins Moqtada al-Sadr.
Óttast er að aðgerðir öryggissveit-
anna verði til þess að al-Sadr falli frá
vopnahléi sem hann lýsti yfir í ágúst
og framlengdi í síðasta mánuði.
Stuðningsmenn hans segja að írösku
öryggissveitirnar og bandaríska her-
liðið hafi notfært sér vopnahléið til
að reyna að ganga milli bols og höf-
uðs á Mahdi-hernum. Vopnahléið er
talið ein af helstu ástæðunum fyrir
því að dregið hefur úr blóðsúthell-
ingunum í Írak síðustu mánuði.
Átökin í Basra eru rakin til harð-
vítugrar valdabaráttu milli Mahdi-
hersins og tveggja annarra fylkinga
sjíta fyrir héraðskosningar sem fram
fara í október. Fylkingarnar vilja
njóta góðs af olíuútflutningnum frá
Basra og mútugreiðslum í tengslum
við vöruinnflutning um höfn borgar-
innar.
Mahdi-herinn fær þriggja
daga frest til að afvopnast
Reuters
Ólga Sjítar í Bagdad mótmæla herferð yfirvalda gegn Mahdi-hernum.
„HVAR eru fugl-
ar þeir á sumri
sungu? segir í
kvæði Stein-
gríms Thor-
steinssonar og
Bretar spyrja sig
nú þessarar
spurningar.
Talningar á síð-
ustu árum sýna
nefnilega, að
garðfuglum þar í landi fækkar
stöðugt.
Mikið er um fuglaáhugamenn í
Bretlandi og þegar vetrartalningin
fór fram að þessu sinni í janúarlok
tóku þátt í henni næstum 400.000
manns. Varði hver þeirra klukku-
tíma í að telja fugla í garðinum sín-
um eða í skemmtigörðum í bæjum
og borgum. Hefur þessi talning ver-
ið árlegur viðburður frá árinu
1979.
Niðurstaðan nú er sú, að til jafn-
aðar sáust 28,4 fuglar í görðunum
en 34,8 árið 2004. Hefur þeim stöð-
ugt fækkað í þessi 29 ár. Hefur
gráspör, sem þó er enn algengasti
fuglinn, fækkað um 64% og þeim
duglega fugli staranum um 77%.
Hringdúfum, tyrkjadúfum og
finkum hefur að vísu fjölgað en í
öðrum tegundum er um afturför að
ræða. Ástæðurnar fyrir þróuninni
kunna að vera margar að mati sér-
fræðinga, til dæmis mengun og
eyðilegging búsvæða, og einnig
þær breytingar, sem orðið hafa á
loftslagi á síðari árum.
„Hvar eru
fuglar…“
Þröstur, frændi
gráspörsins.
BRÚNÓ, villtur björn sem reikaði
um fjöll Þýskalands í mánuð áður
en hann var skotinn, hefur verið
stoppaður upp og er nú til sýnis á
safninu Maður og náttúra í Münch-
en. Brúnó hafði verið fluttur til
Norður-Ítalíu en ráfaði þaðan til
Austurríkis og Þýskalands. Villt
bjarndýr hafði þá ekki sést í Þýska-
landi frá árinu 1835. Evrópskir fjöl-
miðlar fylgdust grannt með ferðum
Brúnós sem skaut reglulega upp
kollinum til að gæða sér á sauðfé og
kanínum eða brjótast inn í bý-
flugnabú. Brúnó var síðan skotinn í
júní 2006 með sérstöku leyfi yf-
irvalda þrátt fyrir mótmæli nátt-
úruverndarsamtaka.
AP
Uppstoppaður Björninn Brúnó var
í heimsfréttunum sumarið 2006.
Brúnó til
sýnis á safni
YFIRTÖKUTILBOÐ TIL
HLUTHAFA Í SKIPTUM
Þann 19. mars 2008 tilkynnti Exista hf.
(„Exista”) að það hefði ákveðið að gera
öðrum hluthöfum Skipta hf. („Skipti”) tilboð
í hluti þeirra í félaginu.
Tilboðið er valfrjálst yfirtökutilboð samkvæmt
101. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007
(hér eftir nefnd „VVL”) og um það gilda X. og XI.
kafli laganna. Hljóðar yfirtökutilboðið upp á 6,64
krónur fyrir hvern hlut í Skiptum í samræmi við
þá skilmála og skilyrði sem fram koma í tilboðs-
yfirlitinu.
Exista á nú 43,68% hlutafjár í Skiptum í gegnum
dótturfélög sín, Exista B.V. (43,65%), Vátrygginga-
félag Íslands hf. (0,02%) og Líftryggingafélag
Íslands hf. (0,01%).
Tilboðshafar
Tilboðið nær til allra hluta í Skiptum sem ekki eru
þegar í eigu Exista og dótturfélaga þess eða teljast
til eigin hluta Skipta, sama dag og tilboðið er gert.
Tilboðið mun einnig ná til þeirra hluta sem Skipti
hafa skuldbundið sig til að gefa út í tengslum við
kaup á fyrirtækjum, sbr. XVIII. kafla tilboðsyfirlitsins.
Hluthafar sem skráðir eru í hlutaskrá Skipta við
lokun viðskipta miðvikudaginn 26. mars 2008
munu fá sent tilboðsyfirlitið, samþykkiseyðublað
og svarsendingarumslag.
Framangreind skjöl eru einnig aðgengileg hjá
fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings banka hf., Borgar-
túni 19 í Reykjavík. Einnig er hægt að nálgast
tilboðsyfirlitið á heimasíðu Kaupþings banka hf.,
http://www.kaupthing.is, og í gegnum fréttakerfi
OMX Nordic Exchange Iceland hf. („OMX ICE”),
http://www.omxgroup.com.
Umsjónaraðili
Fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings banka hf.
(„Kaupþing”) hefur umsjón með yfirtökutilboðinu
fyrir hönd Exista. Nánari upplýsingar veita
ráðgjafar bankans í síma 444 7000.
Tilboðsverð og greiðsla
Verð samkvæmt yfirtökutilboði þessu er 6,64
krónur fyrir hvern hlut í Skiptum, kvaða- og
veðbandalausan. Greitt verður fyrir hlutina með
hlutabréfum í Exista þar sem hver hlutur í Exista
er verðlagður á 10,1 krónu, sem var lokagengi
þeirra í kauphöll 18. mars 2008, daginn fyrir til-
kynningu um að yfirtökutilboð væri væntanlegt.
Skiptigengið er því 0,6574 hlutir í Exista fyrir
hvern hlut í Skiptum. Verði fjöldi hluta sem til-
boðshafi á rétt á að fá afhentan ekki heil tala
verður námundað upp í næstu heilu tölu fyrir
ofan.
Gildistími
Gildistími yfirtökutilboðsins er frá kl. 9 árdegis
þann 31. mars 2008 til kl. 4 síðdegis þann 26.
maí 2008. Samþykki við yfirtökutilboðinu verður
að hafa borist til Kaupþings eigi síðar en kl. 4
síðdegis þann 26. maí 2008. Hluthafar bera sjálfir
ábyrgð á að samþykkiseyðublaðið hafi borist til
Kaupþings. Exista áskilur sér einhliða rétt til að
ákveða hvort samþykkiseyðublöð sem berast
eftir að gildistími tilboðsins rennur út verði tekin
gild. Yfirtökutilboðið getur verið framlengt að því
marki sem heimilt er samkvæmt VVL.
Taka úr viðskiptum
Ef tilboðið nær fram að ganga munu Skipti ekki
lengur uppfyllas skilyrði um lágmarksdreifingu á
eignarhaldi. Mun Exista þá fara fram á það við
stjórn Skipta að hún óski eftir því að hlutabréf
Skipta verði tekin úr viðskiptum af aðalmarkaði
OMX ICE.
Exista býður hluthöfum Skipta að kaupa hluti þeirra í félaginu