Morgunblaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 20
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Það er ennþá pláss fyrir allaá heimilinu þrátt fyrirmikla fjölgun í fjölskyld-unni upp á síðkastið og ennþá eru allir með sérherbergi, tvífætlingar jafnt sem fjórfætling- ar,“ segir Líney Björk Ívarsdóttir, húsmóðir í Garðabæ, hundarækt- andi og kennari sex ára barna við Barnaskóla Hjallastefnunar, en hún eignaðist hvorki fleiri né færri en sautján hvolpa á fjórum dögum í janúarlok. Líney pakkaði öllum litlu kríl- unum inn í tvær töskur skömmu fyrir páskafrí í skólanum og bank- aði upp á með alla hersinguna í far- teskinu. Litlu kolsvörtu krílin nutu auðvitað óskiptrar athygli nemenda, sem eru á aldrinum frá fimm til átta ára. Krökkunum var hleypt inn á sal í hollum til að leika og hand- fjatla þessa fjörugu fjórfætlinga, sem þurftu svo að hvíla sig á milli árganga. „Það var gaman að sjá ljómann í andliti barnanna því mörg hver eru ekkert vön því að umgang- ast dýr,“ sagði Líney í samtali við Daglegt líf, sem fór í heimsókn á hundaheimilið í dymbilvikunni. Hjálpast að við uppeldið Hvolparnir sautján, tíu tíkur og sjö rakkar, sem nú eru orðnir átta vikna gamlir, komu í heiminn í þremur gotum, sem voru óvenju frjósöm. Í því fyrsta komu fimm hvolpar, í öðru aðrir fimm og það þriðja toppaði enn betur með sjö hvolpum, en venjan er að hvert got skili ekki af sér nema þremur til fimm hvolpum. Mömmunum, þeim París, Dimmu og Lísu, sem eru í eigu Líneyjar, heilsast ákaflega vel og eru þær allar afskaplega ánægð- ar með hvolpahópinn sinn enda hjálpast þær svo sannarlega að við uppeldið. Þær hafa mikið móðureðli og eru duglegar við að leika, þrífa og siða afkæmin til. Pabbarnir eru síður duglegir í uppeldishlutverkinu og finnst skömminni skárra að láta sig bara hverfa. Pabbi allra sautján hvolpanna er hinn sænski Texas, sem Líney fékk að láni frá Svíþjóð til að auka á fjölbreytni ræktunar- innar, en hún er að rækta hunda- tegund af dvergschnauzer-kyni undir ræktunarnafninu Kolskeggs- ræktun. Auk tíkanna þriggja á Líney rakkann Núma, sem fékk frí að þessu sinni enda hafði hann áður verið notaður til undaneldis. Og svo er húsmóðirin harðákveðin í að halda eftir þremur hvolpum, einum úr hverju goti, og er fyrir löngu bú- in að velja þá. Hvolparnir fara nú að halda á vit nýrra heimila eftir átta vikna ald- urinn og hafa átta litlir ein- staklingar þegar verið teknir í pant. Þó hvolparnir virðist fyrir leikmann allir vera eins útlítandi, segist Lín- ey sjá heilmikinn mun á þeim. „Þeir fengu allir nöfn við fæðingu sem skráð eru í ættbækur þeirra. Fyrstu þrjár vikurnar sjá tíkurnar alfarið um afkvæmi sín og þá þarf bara að passa að þær fái nóg að borða og að ró ríki í kringum þær. Maður er því ekkert að bjóða gest- um heim á þessum hreiðurtíma. Hvolparnir þurfa eitthvað gott að naga þegar þá fer að klæja í góm- inn út af tanntöku, rétt eins og ungabörnin, og svo þarf að um- hverfisvenja þá við alls konar hljóð til að verja þá gegn hræðslu. Heim- ilistækin eru því nokkuð reglulega sett í gang og hvolparnir eru teknir með í bíltúra af og til.“ Gjörsamlega komin í hundana „Ég kolféll fyrir þessari tegund þegar við fjölskyldan bjuggum úti í Noregi á árunum 1996–2001. Við fluttum inn tíkarhvolp frá Noregi nokkrum mánuðum eftir heimkom- una. Síðan hefur hundaveikin bara ágerst og nú er ég gjörsamlega komin í hundana. Þetta er mitt áhugamál og félagsskapurinn í kringum hundabransann er mjög skemmtilegur. Nú er ég að rækta á fullu og á hundasýningum, sé um að snyrta og er í stjórn Schnauzer- deildarinnar innan Hundaræktar- félagsins. Svo er ég búin að smita fullt af fólki í kringum mig af hundabakteríunni og við skiptumst á að líta eftir ef einhver þarf að bregða sér af bæ. Annars förum við lítið ef undan er skilinn sumarbú- staðurinn fyrir austan fjall þar sem við erum með hesta,“ segir Líney, sem býr ásamt Óla manni sínum og þremur unglingum í afskaplega hundavænu einbýlishúsi í Garðabæ. Litlu krílin hafa nóg pláss inni, meira að segja sér hundaherbergi án þess að unglingarnir þrír hafi þurft að ganga úr rekkju. Og þegar sólargeislarnir teygja anga sína inn á sólpallinn er gott að fá að hlaupa um úti og stríða sínum líkum í ærslagangi á milli góðra dúra. „Þetta eru stórir hundar í fremur litlum líkama,“ segir Líney spurð um lundarfar dvergschnauzer- kynsins, sem til er í fjórum litum. „Þeir eru miklar félagsverur, vilja athygli, hafa mikla leikgleði, eru sí- kátir og taka alltaf vel á móti manni. Þetta eru vinnu- og varð- hundar, sem hægt er að þjálfa upp í hvað sem er. Þeir eru ákaflega sjálfstæðir, lítið undirgefnir, en með ríkan persónuleika og laga sig svolítið eftir lífsháttum eigenda sinna.“ Hundamamma Líney Björk Ívarsdóttir kolféll fyrir dvergschnauzer-kyninu. Systkinahópur Þótt hvolparnir virðist allir eins útlítandi hefur hver og einn sín sérkenni. Morgunblaðið/Ómar Leikgleði Gott er að spássera og leika sér á útipallinum undir geislum sólarinnar. Forvitni Þeir eru sjálfstæðir, lítið undirgefnir og með ríkan persónuleika. „Þeir eru miklar félagsver- ur, vilja athygli, hafa mikla leikgleði, eru síkátir og taka alltaf vel á móti manni. Þetta eru vinnu- og varðhundar, sem hægt er að þjálfa upp í hvað sem er," segir voffamamman Líney Björk Ívarsdóttir. Sautján hvolpar í sérherbergi |fimmtudagur|27. 3. 2008| mbl.is daglegtlíf Pétur Stefánsson lætur hugannreika og yrkir í léttum dúr: Útúrdrukkinn oft ég var í Austurstræti rambandi. Steig í væng við stúlkurnar, sterkar veigar þambandi. Leitaði ég lengi þar að löngu kynlífssambandi. Oftast nær mér illa gekk, – það olli sálarkvölunum. Ótal nætur einn ég hékk upp að rekkjufjölunum. Að endingu þó eina fékk íðilfagra úr Dölunum. Það er af sem áður var þegar Árni G. Eylands ritstjóri orti: Bankar hækka, hallir rísa, hér og þar er gulli stráð. Þar munu allir eiga vísa uppskeru í lengd og bráð. Séra Hjálmar Jónsson greiddi af lánum og varð þetta á: Borga ég niður bankalán sem bara vaxa hraðar. Þetta myndi þykja rán og þjófnaður annars staðar. Nafni hans, Hjálmar Freysteinsson læknir á Akureyri, heldur ró sinni: Ljót er nú staða landans; umfang efnahagsvandans, það eina sem hér til huggunar er: Það fer aldrei lengra en til Fjandans. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af stúlku og bönkum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.