Morgunblaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Heiðarleiki í Keflavík Ég varð fyrir því óláni á annan páskadag að gleyma Heineken bjór- kassa sem ég keypti í fríhöfninni fyr- ir utan Hótel Keflavík um kl. 15.30- 16. Þegar ég hringdi og spurðist fyr- ir um hann þá var hann horfinn. Mig langar að biðja þann sem fékk kassann lánaðan að skila honum í gestamóttökuna á Hótel Keflavík og munu þeir koma kassanum til skila til mín. Íhugun En hvað ég er sammála Jóhanni Sig- urjónssyni sem skrifar í sunnudags- blaðið 23. mars og það á páskadag. Við höfum ekkert að gera við olíu- hreinsistöð með öllum þeim vanda sem af henni getur hlotist. Veður eru oft vond og geta tortímt stórum skipum sem sigla með þennan illa þefjandi farm um Dýra- eða Arn- arfjörð, og geta þar með valdið þeim skaða sem aldrei yrði bættur. En í Dýrafirði getur komið dýrleg veð- urblíða sem sárt yrði saknað ef olíu- mengunin ógnaði svo að ekki yrði líf- vænlegt hjá Dýrfirðingum. Eina björgun okkar væri sú að ríkið skilaði okkur aftur fiskveiði- heimildinni sem er okkar lífsviður- væri. En þegar mér verður litið á Ís- landskortið kemur upp í huga minn af hverju við kúpluðum okkur ekki frá landinu, og þá meina ég ekki að grafa okkur frá heldur stofna sjálf- stætt ríki. Þá ættum við fiskinn í fjörðunum en athafnarýmið var ekki nógu sterkt til athafna, því er nú verr. Kristjana Vagnsdóttir. Þjóðkirkjan Ég hef verið í Þjóðkirkjunni frá því ég fæddist og álpaðist inn á fund hjá sértrúarsöfnuði. Ég varð mjög undr- andi þegar ég sá að presturinn þar, sem var með undarlegan boðskap, er á fullum launum hjá þjóðkirkjunni og hélt ég að það væri ólöglegt. Síðan fór ég á fund hjá þjóðkirkju, þar var maður að predika og sagðist vera trúlaus sem er allt í lagi mín vegna, nema hvað að hann bölvaði Guði og þjóðkirkjunni í predikun sinni, sem mér finnst vera skrítið. Mér finnst að yfirstjórn kirkjunnar þurfi að fara að sinna sínum málum betur. Svo ekki sé minnst á klíku- ráðningar sem hafa viðgengist að undanförnu þar sem prestsdætur og synir eru ráðin í þær fáu stöður sem eru fyrir presta. Ég er gapandi yfir þessu öllu saman og ég get með engu móti réttlætt það að skatt- greiðendur borgi fyrir svona fyrir- komulag. Þetta er ekki mín þjóð- kirkja lengur. Kirkjugestur. HINN 1. desember 1998 voru 120 ár liðin frá því að fyrsti viti í eigu hins op- inbera, Reykjanesviti, var formlega tekinn í notkun. Vitinn var endurnýj- aður árið 1897 en hann hafði skemmst í jarðskjálftum. Reykjanesviti Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand SÍRÓP? EF ÞÚ BÝRÐ EKKI TIL PÖNNUKÖKUR ÞÁ SPRAUTA ÉG HÁLT ÞAK ÉG HEF ÁKVEÐIÐ AÐ HÆTTA Í SKÓLANUM ÉG ÞARF ENGA MENNTUN... ÉG ÞARF EKKI AÐ LÆRA NEITT! ÉG ÞARF EKKI AÐ KUNNA NEITT ÉG ÞARF BARA AÐ KOMAST Í SJÓNVARPIÐ HVERNIG ÆTLAR ÞÚ AÐ FÁ VINNU EF ÞÚ KANNT EKKI NEITT OG VEIST EKKI NEITT? HÆ, ÉG ER NÝR HÉRNA... ÉG ER BLENDINGUR ÉG ER BRITTANY SPANIEL! ÉG GET EKKI SPJALLAÐ, ÉG ÞARF AÐ FARA Í SÖNGTÍMA BRITNEY SPANIEL SPEARS! ÞETTA VAR ANSI FÍN FERMING JÁ... OG HÚN VAR ALLS EKKI ÓDÝR ÞÚ VEIST AÐ ÞAÐ ER EKKI LANGT Í AÐ KALLI FERMIST ÞAÐ ER ÓTRÚLEGT HVAÐ BÖRN VAXA HRATT ÞVÍ MIÐUR VEX SPARI- REIKNINGUR- INN EKKI JAFN HRATT VIÐ HLJÓTUM AÐ HAFA EFNI Á ÞVÍ ÞÚ LEYFÐIR DR. OCTOPUS AÐ SLEPPA JÁ, VEGNA ÞESS AÐ ÉG ÞURFTI AÐ BJARGA ÞÉR AFSAKANIR! AFSAKANIR! ÞÚ ERT NÚ MEIRI HETJAN ÉG ER AÐ VINNA HETJUDÁÐ Í ÞESSUM TÖLUÐU ORÐUM HVER ER HÚN? ÉG SLEPPTI ÞVÍ AÐ SLÁ ÞIG HELGA, HVAÐ ER Í MATINN? KÁLFAKJÖT Í RAUÐVÍNSSÓSU MÉR FINNST KÁLFAKJÖT FRÁBÆRT EN VILTU EKKI BARA HELLA SÓSUNNI Í GLAS FYRIR MIG? dagbók|velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is FRÉTTIR DR. GEORGES S. Zouain heldur fyrirlestur um hagrænt gildi minja á vegum Fornleifaverndar ríkisins og Húsafriðunarnefndar ríkisins. Fyrirlesturinn verður haldinn 28. mars kl. 14, í fyrirlestrarsal Þjóð- minjasafns Íslands Dr. Georges S. Zouain er doktor í hagfræði og hefur próf í kennslu- fræði, með sérstaka áherslu á skipulag skólastarfs. Árið 2002 stofnaði hann Gaia- Heritage, fyrirtæki sem einbeitir sér að ráðgjöf varðandi hagræna stjórnun og nýtingu menningar- arfs. Fyrirlestur haldinn um hagrænt gildi minja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.