Morgunblaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 21
ferðalög MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MARS 2008 21 ÍÁstralíu er fjölskrúðugtmannlíf, ósnortin náttúra ogkristaltær sjór með litskrúð-ugu kóralrifi. Ástralir standa mjög framarlega þegar kemur að verndun náttúrunnar. Þeir eiga marga þjóðgarða og nokkra staði á heimsminjaskrá UNESCO sem vert er að skoða,“ segir Guðbjörg Braga- dóttir. Þegar hún kom fyrst til Ástralíu árið 1999 að heimsækja dóttur sína, sem þá var skiptinemi í Nýja- Sjálandi, hélt Guðbjörg að hún ætti aldrei eftir að koma þangað aftur. „En ég heillaðist gjörsamlega af landinu og gæti vel hugsað mér að búa þar um tíma.“ Síðasta ferð þeirra hjóna til Ástralíu var í sept- ember í fyrra en þá bauð móðir Guð- bjargar börnum sínum og mökum þeirra í tveggja vikna ferð um Ástr- alíu í tilefni af áttræðisafmæli sínu. Gómsætt sjávarfang Guðbjörg og Kristján hafa á ferð- um sínum um Ástralíu ávallt heim- sótt borgina Brisbane. Borgin er í um 12 tíma akstursfjarlægð norður af Sidney og þar búa um 1,8 milljónir manna. Brisbane er að sögn þeirra hjóna mjög falleg og gróin. „Fljótið Brisbane River rennur í gegnum borgina og gaman er að fara í sigl- ingu niður eftir ánni. Fallegar brýr brúa fljótið á mörgum stöðum og margir góðir veitingastaðir eru við árbakkann sem og í bátum sem sigla upp eftir fljótinu.“ Uppáhaldsveitingastaður Guð- bjargar og Kristjáns heitir River- side Restaurant en þar er boðið upp á kínverskan mat sem klikkar ekki að þeirra sögn. Annars bjóða mörg veitingahús upp á gómsætt sjávar- fang en Ástralir eru þekktir fyrir úr- vals krabbarétti og mæla hjónin sér- staklega með sjávarrétta- hlaðborðunum. Barnvæn borg Í Brisbane er einnig athyglisvert að skoða tré sem færist úr stað. „Þetta tré er staðsett í miðri borg- inni og bókstaflega gengur,“ segir Guðbjörg og þegar Kristján sér furðusvip blaðamanns bætir hann við: „Tréð skýtur út loftrótum sem fara að lokum niður í jörðina og deyja. Nýjar rætur vaxa síðan niður eftir trénu og þannig dregst það áfram með tímanum.“ Brisbane er að sögn þeirra hjóna mjög fjölskylduvæn borg. Þar eru góðar samgöngur og mörg útivist- arsvæði með grillaðstöðu og leik- svæðum fyrir börnin. Í borginni eru tvær sundlaugar með fersku sjó- vatni, en aðgangseyrir er enginn þrátt fyrir góðan aðbúnað og sturtu- aðstöðu. Guðbjörg og Kristján hafa einnig farið til Sidney og Melbourne en finnst Brisbane og svæðið þar í kring mun áhugaverðara. Ósnortin náttúra umlykur borgina og ferða- mennskan er ekki allsráðandi. Sandurinn eins og snjór Stutt er að fara með ferju út í eyj- ar sem eru í námunda við Brisbane. Ein þeirra er Fraser Island sem er á heimsminjaskrá UNESCO. „Eyjan er stærsti sandskafl í heimi en á hon- um vex regnskógur. Sandurinn virk- ar í raun eins og snjóskaflarnir okk- ar hér á Fróni og er svo gljúpur að ekki er hægt að ferðast um eyjuna nema á fjórhjóladrifnum trukkum,“ segir Guðbjörg. Fjölskyldan gisti tvær nætur á eyjunni í sæluhúsi við hótelið á staðnum. Villtir hundar er kallast Dingo lifa á eyjunni, en láta helst á sér kræla þegar skyggja tek- ur. Hundarnir teljast ekki hættu- legir og fjölskyldan varð ekki vör við þá. Fá far með hákörlum Önnur áhugaverð eyja rétt við Brisbane er Heron og tekur ferðin þangað um tvo tíma með ferju. Þar er að sögn Guðbjargar hægt að fá kennslu í köfun. „Litlir kóral- hákarlar synda um í víkinni og vel er hægt að fá sér far með þeim. Þeir eru alveg hættulausir en fólk tekur í uggana á þeim og lætur þá synda með sig“. Risaskjaldbökur verpa á eyjunni og þar er einnig mikið fugla- líf. „Þarna sáum við fugl sem var ná- kvæmlega eins og krían okkar nema hvað hún var svört með hvítan haus. Fuglinn heitir Tern en við kölluðum hann kríusystur,“ segir Guðbjörg. Eyjan er ekki nema 800x300 m að stærð og segir Kristján að hægt sé að fara í í kringum hana á sérstökum báti sem er með glæran botn. Þann- ig megi upplifa litadýrð kóralsins, fiskana og skjaldbökurnar í sjónum. Upp í fjalli rétt fyrir utan Bris- bane er lítið þorp sem nefnist Mont- ville og mæla Guðbjörg og Kristján sérstaklega með að fólk geri sér far þangað. Þar hafa íbúarnir atvinnu af ýmiss konar handverki og selja fal- lega muni eins kristal, leðurvörur, klukkur o.fl. Þorpið er rétt hjá skemmtilegum dýragarði, Australia Zoo, þar sem hinn þekkti krókódíla- veiðimaður, Steve Irwin, átti heima en þangað er um 40 mínútna akstur norður frá Brisbane. „Í garðinum eru öll þau dýr sem hugsast geta, ljón, fílar, krókódílar, kóalabirnir og spakar kengúrur sem hægt er að klappa. Þreyttir ferðalangar geta hoppað í og úr lest sem keyrir um dýragarðinn en þarna er auðvelt að eyða heilum degi og njóta umhverf- isins,“ segir Guðbjörg. Gengið á milli trjátoppa Lamington-þjóðgarðurinn sunnan við Brisbane er á heimsminjaskrá UNESCO. Þar er mikil náttúrufeg- urð og fjölskrúðugt fuglalíf að sögn Guðbjargar og Kristjáns. „Hundruð páfagauka í öllum regnbogans litum lifa í trjánum sem sum eru nokkuð sérstök. Eina trjátegundina, Black Boy, nýttu frumbyggjarnir forðum til þess að búa sér til vopn en n.k. spjót vex upp frá stofninum. Í þjóð- garðinum er einnig að finna 25 metra hátt, lifandi tré sem er holt að innan og manngengt. „Maður getur farið inn í tréð og horft upp í him- ininn. Ég hélt að tré hol að innan væru bara til í teiknimyndasögum en þarna var það ljóslifandi fyrir framan mig,“ segir Guðbjörg upp- rifin. Hengibrýr eru efst uppi á milli trjátoppanna og því hægt að ganga um skóginn ofan frá. Að sögn Kristjáns er mjög auðvelt að aka um Ástralíu en þó þarf að venjast vinstri umferð. „Vegakerfið er mjög þægilegt, góðar merkingar og auðvelt að rata.“ Þau hjónin hafa skipulagt hópferð til Ástralíu í októ- ber á þessu ári en þá hyggjast þau kynna álfuna fyrir ævintýraþyrstum Íslendingum. „Gangandi“ Móðir Guðbjargar, Pálína Pálsdóttir, við tréð góða sem „gengur“ yfir bekkinn. Gangandi tré er ekki bara í teiknimyndum Brisbane River Guðbjörg og Kristján við fljótið í Brisbane sem er í baksýn. Spakar Viktoria Rose, bróðurdóttir Guðbjargar, klappar kengúru í dýragarðinum við Brisbane. Ástralía hefur svo sannarlega heillað hjónin Guðbjörgu Bragadóttur og Krist- ján Guðmundsson upp úr skónum. Þau hafa þrisvar sinnum flogið yfir hálfan hnöttinn á vit ævintýranna í Ástr- alíu og hyggjast nú fara þangað árlega. Elín Lilja Jónasdóttir tók hús á þeim og fræddist um borgina Brisbane og aðra markverða staði í Ástralíu. www.kgbtours.is Höfundur er í meistaranámi í blaða- og fréttamennsku og var í starfskynn- ingu hjá Morgunblaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.