Morgunblaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FINNUR Dellsén hefur verið ráð- inn aðstoð- armaður Stein- gríms J. Sigfús- sonar, formanns Vinstri grænna. Finnur er 23 ára og heim- spekingur að mennt. Finnur hefur tekið þátt í póli- tísku starfi um árabil, í ungliða- hreyfingu Vinstri grænna, í al- mennu flokksstarfi, og starfað mikið með Röskvu. Aðstoðarmaður Steingríms Finnur Dellsén STUTT NÁM við hæfi hvers og eins – fjöl- breyttir kennsluhættir er yfirskrift samráðsfundar foreldra og borg- aryfirvalda um menntamál sem haldinn verður í hádeginu fimmtu- daginn 27. mars í salnum að Frí- kirkjuvegi 1. Fjallað verður um ein- staklingsmiðað nám og teymisvinnu kennara. Júlíus Vífill Ingvarsson formaður menntaráðs Reykjavíkur mun flytja stutt ávarp og Ágúst Ólason deildarstjóri ætlar að segja frá fyrirkomulagi kennslu í Norðlingaskóla sem vakið hefur athygli. Samráðsfundur með for- eldrum er vettvangur þar sem leit- að er eftir sjónarmiðum foreldra grunnskólabarna í borginni. Samráðsfundur „ÞETTA ER hroðalegt ástand. Ég fylgist með þessu af athygli og sé þetta oft á þjóðvegum þegar ég er á ferðinni,“ segir Kristján Möller samgönguráðherra um afstöðu sína til slælegs frágangs á farmi flutningabifreiða á vegum lands- ins. „Ég er þeirrar skoðunar að ef þetta muni ekki skána munum við semja miklu harðari og strangari reglur þar sem allt verður dregið til, að ábyrgð ökumanns og fyr- irtækis verði þá tekinn til skoð- unar, jafnvel með miklu hærri sektum en nú tíðkast. Það er ekki hægt að þola að fréttir af svona frágangi birtist ítrekað í fjöl- miðlum. Fólk er mjög hrætt við þetta og það er ólíðandi að þetta skuli eiga sér stað.“ Kristján sagði samgönguráðu- neytið vera að fara yfir athuga- semdir sem borist hefðu frá hags- munaaðilum vegna draga að nýrri reglugerð ráðuneytisins um þessi mál. Þau sjónarmið hefðu borist að leiðbeiningar nýju reglugerðar- innar væru of flóknar og að til greina kæmi að semja sérstaka handbók um fráganginn fyrir bif- reiðastjóra til að fara eftir og þá sem málið varðar. Sektirnar lágar Innan Vegagerðarinnar er að finna lík viðhorf til frágangsins. „Það er alltof algengt að frá- gangur sé lélegur, bæði hvað varð- ar festingar og annan frágang, til dæmis í lestum,“ segir Sævar Ingi Jónsson, deildarstjóri umferðareft- irlits Vegagerðarinnar, um slæleg- an frágang á flutningabílum. Inntur eftir því til hvaða úrræða sé hægt að grípa segir Sævar að sektir séu „afskaplega lágar í þessu og hafi verið það lengi“. „Þær mætti hækka og til að gera ökumenn ábyrgari þá mætti leggja til að þetta félli inn í punktakerfið eins og önnur brot á umferðarlögum. Oftast borgar vinnuveitandinn fyrir brot sem tengjast þessum reglum, þannig að ábyrgð ökumannsins verður engin. Hann er ekkert að skipta sér af þessu. Vinnuveitandinn borgar.“ Taka lögin ekki alvarlega Manntjón getur hlotist af léleg- um frágangi, einkum þegar farm- urinn er í þyngra lagi. Spurður hvort hann telji líkur á að Vegagerðin muni fara í herferð til að draga úr slíkri hegðun í ár segir Sævar Vegagerðina stöðugt vera að vinna í þessum málum, að- eins tólf manns í fjórum bílum á landinu öllu sinni þessu eftirliti, sem sé fyrst og fremst á verksviði lögreglunnar. Erfitt sé að draga úr slíkum brotum á meðan hugsunarhátt- urinn sé að „þetta sé allt í lagi“. „Menn eru alltaf að fara svo stutt og láta gjarnan að því liggja að svona lög komi frá útlöndum og eigi ekki við á Íslandi. Það ber á miklu virðingarleysi hjá mörgum aðilum sem snúa að þessum þátt- um umferðar. Menn halda að það sé allt í lagi að brjóta þau, rétt eins og lögin skipti ekki máli.“ Morgunblaðið/Júlíus Ábyrgðarhluti Flutningabíllinn til vinstri var á leið um Suðurlandsveg í gær en sá hægra megin var á Selfossi í síðustu viku. Manntjón getur orðið af slysum vegna lélegs frágangs. Samgönguráðherra segir fráganginn oft „hroðalegan“ Í HNOTSKURN »Lélegur frágangur farmsgetur varðað sektum allt að 100.000 krónum. »Lögreglan hvetur vegfar-endur til að hafa samband við 112 og biðja um fjarskipta- miðstöð lögreglu verði þeir varir við slælega frágang.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.