Morgunblaðið - 27.03.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MARS 2008 33
✝ Sigurlaug Sig-rún Björnsdóttir
fæddist á Brekku í
Seyluhreppi í
Skagafirði 27. ágúst
1908. Hún lést á
Dvalarheimili aldr-
aðra í Borgarnesi
15. mars síðastlið-
inn. Hún var dóttir
hjónanna Björns
Bjarnasonar, bónda
á Brekku, f. 30.
ágúst 1854, d. 30.
desember 1926, og
Stefaníu Ólafs-
dóttur, f. 14. ágúst 1878, d. 27. jan-
úar 1974. Systkini Sigurlaugar
voru Margrét, gift Óskari Jón-
assyni kafara; Sigurlína, gift Jóni
Jónssyni, bónda á Hofi á Höfð-
aströnd; Kristín, gift Geir Gunn-
laugssyni, bónda í Eskihlíð í
Reykjavík og Lundi í Kópavogi;
bifreiðarverkstæði. Börn þeirra
eru: 1) Hörður Sveinsson, f. 28.
mars 1932, d. 16. október 2006,
kvæntur Elínu Kristinsdóttur. Þau
eiga fimm börn, átta barnabörn og
þrjú barnabarnabörn. 2) Þráinn
Sveinsson, f. 5. september 1938, d.
3. september 1978, kvæntur
Björgu Kolka, þau eiga eitt barn.
Þráinn á dóttur og dótturdóttur
frá fyrra sambandi. 3) Stefanía
Guðlaug Drew, f. 13. janúar 1946,
gift Arnold Drew, f. 25. september
1946, þau eiga tvö börn og fimm
barnabörn. Sigurlaug ólst upp í
Skagafirði til 9 ára aldurs, en þá
fór hún til Sigurbjargar systur
sinnar í Deildartungu í Reykholts-
dal. Sigurlaug stundaði nám við
Húsmæðraskólann á Varmalandi í
Borgarfirði veturinn 1929-1930.
Eftir að Sveinn dó og hún flutti til
Reykjavíkur vann hún m.a. við
ýmis verslunarstörf. Sigurlaug bjó
á Sólvallagötu 41 í Reykjavík eftir
að hún flutti frá Borgarnesi þar til
hún fór á Dvalarheimili aldraðra í
Borgarnesi árið 1999.
Útför Sigurlaugar fer fram frá
Bústaðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Anna, gift Eiði Sig-
urðssyni, bónda í
Lækjamóti í Mikla-
holtshreppi; Jórunn,
gift Pétri Jónssyni
bifreiðarstjóra; og
Andrés útvarpsstjóri,
kvæntur Margréti
Vilhjálmsdóttur.
Einnig átti hún tvö
hálfsystkini sam-
feðra, Sigurbjörgu,
gift Jóni Hannessyni,
bónda í Deildartungu
í Reykholtsdal, og
Andrés er lést ungur.
Systkinin eru nú öll látin.
Sigurlaug giftist, 15. mars árið
1931, Sveini Sveinbjarnarsyni bif-
reiðarstjóra frá Geirshlíðarkoti í
Flókadal, f. 15. júní 1902, d. 6. des-
ember 1946. Þau bjuggu fyrstu ár-
in í Geirshlíðarkoti en fluttu síðar
í Borgarnes þar sem Sveinn rak
Elsku amma mín, lífsganga þín
var löng, næstum 100 ár. Þú sagðir
mér fyrir tveimur árum að þú gætir
örugglega gengið til Reykjavíkur
með göngugrindina þína og ætlaðir
að dansa við mig þegar þú yrðir 100
ára.
Ég kynntist Sveini afa aldrei,
hann dó langt fyrir aldur fram, í
desember 1946, aðeins rúmlega fer-
tugur að aldri. Þú stóðst ein uppi
með þrjú börn, það yngsta Stefaníu
tæplega eins árs, Þráin átta ára og
Hörð (pabba) 14 ára.
Þið Stebba voruð mjög samrýnd-
ar, en hún giftist og flutti til Am-
eríku um 1970. Þráinn dó ungur,
tæplega fertugur, árið 1978. Pabbi,
mamma og við systkinin vorum þín
nánasta fjölskylda á Íslandi upp frá
því. Pabbi og mamma heimsóttu þig
reglulega í Borgarnes og fylgdust
vel með þér. Þið afi áttuð fyrirtæki í
Borgarnesi sem gerði þér kleift, eft-
ir að hann dó, að kaupa hús að Sól-
vallagötu 41 í Reykjavík ásamt
Andrési bróður þínum og fjölskyldu
hans. Þar bjugguð þið öll mín æsku-
ár.
Þegar þú fluttir á Sólvallagötuna
vannst þú fyrir þér með því að vera
með kostgangara. Pálmi Jónsson
systursonur þinn var meðal þeirra
sem áttu athvarf hjá þér, en hann
bjó á neðri hæðinni hjá Andrési
frænda.
Þegar þú fórst á vinnumarkaðinn
vannst þú lengst af fyrir Pálma
Jónsson, bæði í Ísbúðinni við Aust-
urstræti og í Hagkaupum.
Pabbi og mamma giftu sig árið
1954 og þú leigðir bræðrum frá
Vestmannaeyjum, þeim Ingólfi og
Árna herbergi. Ingólfur fór aftur til
Eyja, en Árni fór hvergi. Þið bjugg-
uð saman þar til þú fórst á Dval-
arheimilið í Borgarnesi 1999. Árni
lést fyrir nokkrum árum. Sambúð
ykkar var mjög sérstök, hann tæp-
um 20 árum yngri, en þið áttuð
margt sameiginlegt. Þið spiluðuð
brids, brugguðuð í baðkerinu og fór-
uð í saman í sund. Að mínu mati var
sambúðin mikið lán fyrir ykkur
bæði og virðingin gagnkvæm. Þú
umgekkst ættingja hans og vini eins
og okkur fjölskylduna og gerðir
aldrei mannamun.
Þú varst ekki allra, enda mjög
hreinskilin kona og hafðir skoðanir
á mönnum og málefnum. Þú sagðir
mér einhvern tíma að þú hefðir ekki
átt margar vinkonur í æsku vegna
þess hversu hreinskilin þú varst. Þú
gættir okkar systkinanna þegar for-
eldrar okkar fóru til útlanda. Það
sem ég man frá þeirri dvöl var tifið í
klukkunni í stofunni og sundið á bak
við húsið hjá þér. Mér fannst þögnin
oft yfirþyrmandi enda vön miklu
fjöri á mínu heimili. En pönnukök-
urnar þínar slógu svo sannarlega í
gegn og eru okkur systkinunum
minnisstæðar.
Pabbi dó skyndilega fyrir rúmu
ári, þú spurðir ekki um hann fyrr en
fyrir nokkrum vikum, en þá sagðir
þú mömmu að þú myndir hitta hann
fljótlega. Svona geta vegir Guðs ver-
ið órannsakanlegir.
Fjölskyldan þakkar starfsfólki
Dvalarheimilis aldraðra í Borgar-
nesi fyrir frábæra umönnun og
hversu vel var ávallt tekið á móti
okkur þegar við komum í heimsókn,
sérstakar þakkir fá frænkur okkar,
þær Ingibjörg og Margrét.
Elsku amma, það voru forréttindi
að fá að kynnast þér. Þú fórst í friði,
sátt við þitt hlutskipti og færð að
hvíla við hlið afa eftir öll þessi ár.
Margrét Harðardóttir og
fjölskylda.
Elsku amma mín, nú þegar
þreyttur líkami þinn er búinn að fá
hvíld eftir næstum 100 ára veru hér
á jörð, langar mig að senda þér
nokkur kveðju- og þakkarorð.
Þegar ég fæddist bjuggu foreldr-
ar mínir Björg og Þráinn ásamt Ax-
el hálfbróður mínum, í risíbúðinni í
húsinu þínu á Sólvallagötu 41 og þú
á annarri hæð. Samgangur var ná-
inn og þú varst okkur drengjunum
alltaf góð amma og passaðir mig oft,
mömmu varstu góð tengdamóðir.
Þú hafðir þessa ljúfu lund. Pabbi
minn var líka svona ljúfur. Hann var
ekki hraustur, fæddist með hjarta-
galla og þurfti að fara í hjartaskurð
til London, þar sem skipt var um
hjartalokur í honum vorið 1978 en
hann náði ekki heilsu eftir það og
lést 3. september 1978, þá rétt fer-
tugur, ég var þá sjö ára. Þú varst
sterk, amma mín, eins og þú þurftir
oft að vera eftir ástvinamissi.
Mamma mín flutti til Bandaríkjanna
haustið 1981 með okkur bræður og
settumst við þar að, það varð því vík
milli okkar, við höfum komið tvisvar
til Íslands á þessum tíma og varst
þú þá enn við nokkuð góða heilsu og
gott að hitta þig.
Nú ert þú komin til betri heima,
elsku amma, og búin að hitta ástvini
þína sem á undan voru farnir. Hjá
okkur lifir minningin um elskulega,
hjartahlýja konu sem öllum vildi vel
og öllum þótti vænt um, sem hana
þekktu.
Vertu blessuð, elsku amma mín.
Þinn sonarsonur
Sveinn Þráinsson (Svenni),
Houston í Bandaríkjunum.
Sigurlaug Björnsdóttir ömmu-
systir mín er látin í hárri elli. Lauga
kom ríðandi úr Skagafirði níu ára
gömul með ömmu minni og afa sem
höfðu farið í heimsókn norður að
Hólum og tóku hana með sér á
heimleiðinni. Lauga hélt hún væri
að fara í orlof suður í Borgarfjörð,
en það lengdist í dvölinni og í Deild-
artungu átti hún heimili þar til hún
fór á Kvennaskólann á Blönduósi og
festi síðan ráð sitt. Lauga var því ein
af stórfjölskyldunni í Deildartungu
og ætíð nátengd móðurfólki mínu.
Það hefur ekki verið létt fyrir ömmu
Stefaníu að þurfa að láta yngstu
dótturina í fóstur eða fyrir Laugu að
uppgötva að orlofið var til frambúð-
ar. En það var alla tíð fjarri Laugu
að vera með vol og víl og kannski
huggun harmi gegn að tengingin við
skyldfólkið í Skagafirði var sterk og
fleiri afkomendur Björns og Stef-
aníu áttu eftir að dvelja lengri og
skemmri tíma í Tungu. Í þá daga
var ekki sí og æ verið að þeytast
milli landshluta, en þó heimsótti
Björn í Brekku dætur sínar í Deild-
artungu einu sinni. Hann reið þá
einhesta úr Skagafirðinum suður í
Borgarfjörð. Tveir elstu móður-
bræður mínir voru fyrir austan tún
að leik er til þeirra kom gamall grá-
skeggjaður maður á brúnum hesti
sem spurði þá að heiti. Þegar þeir
tjáðu honum það rak hann þeim
rembingskoss og sagðist vera afi
þeirra. Þegar Lauga og Sveinn sett-
ust að í Borgarnesi bjuggu þau fyrst
í húsi með annarri fjölskyldu. Þar
var þó alltaf nóg gistipláss þegar
farið var í kaupstað frá Deildar-
tungu enda þau hjón bæði afar gest-
risin og ekki verið með neitt vesen
eða smámunasemi. Strákarnir
flugust á á eldhúsgólfinu á kvöldin
svo það var alltaf hreint sagði
Lauga. Á sumrum var Lauga síðan
oft í Deildartungu bæði með sín
börn og annarra. Þráinn heitinn,
yngri sonur hennar, varð þar heima-
gangur og fékk að verða eftir einn
vetur þegar Lauga flutti til Reykja-
víkur eftir lát Sveins. Komin á ní-
ræðisaldur flutti svo amma mín í
bæinn og þurfti þá sem fyrr oft að
líta til yngri systranna. Ég fór iðu-
lega með ömmu á Sólvallagötuna til
Laugu sem ætíð tók á móti manni
glöð í bragði og tilbúin að spila. Ég
votta aðstandendum mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Sigurbjörg Þorsteinsdóttir.
Að mörgu leyti er það svolítið
undarleg tilhugsun að hún Lauga
frænka hefði orðið eitt hundrað ára
síðar á þessu ári. Undarleg tilhugs-
un fyrir þær sakir að minningin um
Laugu er um síunga manneskju.
Innan um peysufataklæddar eldri
systur sínar var Lauga yngri kyn-
slóðin, næst í aldri Andrési föður
okkar, en hann var yngstur barna
afa okkar og ömmu, þeirra Ingi-
bjargar Stefaníu Ólafsdóttur og
Björns Bjarnasonar. Á fyrstu bú-
skaparárum foreldra okkar bjuggu
þau í nánu sambýli á Sólvallagötu 41
í Reykjavík, Lauga á efri hæðinni,
við á neðri hæð. Inn í þetta sambýli
á Sólvallagötunni kom einnig Pálmi
systursonur þeirra Laugu og Andr-
ésar, seinna kenndur við Hagkaup,
fyrst einn á báti og síðar með sína
ungu fjölskyldu sem hreiðraði um
sig á efstu hæð hússins. Stigagang-
urinn á milli heimilanna var fjölfar-
inn, enda góður vinskapur með öllu
þessu fólki auk fjölskyldutengsla.
Þegar fram liðu stundir starfaði
Lauga í fyrirtæki systursonar síns
og má nokkuð víst heita að hún hafi
reynst drjúgur liðsauki enda vinnu-
söm og skipuleg með afbrigðum.
Heimili hennar bar þessum karakt-
ereinkennum skýran vitnisburð. Þar
var allt í röð og reglu, hreint og vel
til haft.
Á Sólvallagötunni tókust góð
kynni með okkur og fjölskyldu
Laugu, börnum hennar, Herði,
Þráni og Stefaníu, en Sveinn Svein-
björnsson, eiginmaður Laugu, féll
frá fyrir aldur fram, aðeins rúmlega
fertugur. Sveinn var mikill atorku-
maður og hafði, með dyggum stuðn-
ingi konu sinnar, byggt upp öflugt
flutningafyrirtæki í Borgarnesi þeg-
ar hann lést. Við fráfall Sveins flutti
Lauga til Reykjavíkur en á gamals
aldri vitjaði hún upprunans því síð-
ustu æviárum sínum varði hún í
Borgarnesi. Bjó hún þar í góðu yf-
irlæti á dvalarheimili aldraðra.
Þótt Lauga þyrfti á lífsleiðinni að
glíma við ýmsa erfiðleika heyrðist
hún aldrei kvarta. Hún var það sem
kalla má jarðbundin manneskja,
tókst á við hvern vanda af yfirvegun
og æðruleysi. En þótt hún ræddi lít-
ið um eigin hag eða sinna nánustu
mátti öllum ljóst vera að fjölskyldu
sinni reyndist Lauga afar vel, bar
hag hennar mjög fyrir brjósti og var
ætíð til að reiða sig á. Hún var og
trygglynd öllum þeim sem hún bast
vináttuböndum. Það fengu vinir
hennar oft að reyna.
Til Laugu var ætíð gott að sækja.
Hún var brosmild, létt í lund og sér-
lega greiðvikin. Æðruleysi og bjart-
sýni einkenndu lyndiseinkunn
Laugu frænku okkar, enda er birta
yfir minningu hennar.
Valgerður, Vilhjálmur,
Ólafur Bjarni og Margrét
Birna.
Sigurlaug Sigrún
Björnsdóttir
✝
Elskuleg systir okkar, frænka og mágkona,
AUÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Ytra-Skógarnesi,
síðast til heimilis á
Bræðraborgarstíg 55,
Reykjavík,
sem lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund
fimmtudaginn 13. mars, verður jarðsungin frá
Neskirkju föstudaginn 28. mars kl. 13.00.
Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á
minningarsjóð Grundar s. 530-6100.
Jens Kristjánsson, Ingibjörg Þorvaldsdóttir,
Einar Haukur Kristjánsson, Anna Jóna Sigurðardóttir,
Kristjana Ágústa Kristjánsdóttir,
Sigríður Dinah Dunn, Magnús Hansson,
Birgir Sigmundsson, Ásdís Guðmundsdóttir
og aðrir ættingjar og vinir.
✝
Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
GUÐBJÖRG ODDSDÓTTIR,
Kópavogsbraut 1a,
lést fimmtudaginn 20. mars á líknardeild Landa-
kotsspítala.
Kveðjuathöfn fer fram í Háteigskirkju föstudaginn
28. mars kl. 11.00.
Jarðsett verður á Keldum á Rangárvöllum.
Ingibjörn Hallbertsson,
Ragna Jónsdóttir,
Ingunn Pétursdóttir Sim, John W. Sim,
Einar Pétursson, Ingibjörg Magnúsdóttir,
Loftur Þór Pétursson, Dröfn Eyjólfsdóttir,
Linda Björg Pétursdóttir, Jóhann Unnsteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, afi og
langafi,
HELGI HALLVARÐSSON
fyrrverandi skipherra,
Lautasmára 1,
Kópavogi,
andaðist á Landspítalanum laugardaginn 15. mars.
Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í
dag, fimmtudaginn 27. mars, kl. 13.00.
Þuríður Erla Erlingsdóttir,
Guðfinna Helgadóttir, Guðni Einarsson,
Sigríður Helgadóttir, Birgir H. Sigurðsson,
Helgi Helgason, Brynja Tómasdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SIGURBJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR
frá Flatey
á Skjálfanda,
verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju laugardaginn
29. mars kl. 14.00.
Vigdís Helga Guðmundsdóttir, Pálmi Sigfússon,
Sigurjón Guðmundsson, Ása Grímsdóttir,
Jóhanna Guðmundsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.