Morgunblaðið - 07.04.2008, Side 6

Morgunblaðið - 07.04.2008, Side 6
6 MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR S kólaþríþraut Frjáls- íþróttasambands Íslands (FRÍ) var endurvakin á skólaárinu 2006-2007 eft- ir að hafa legið í láginni árum saman. Að sögn Egils Eiðs- sonar, framkvæmdastjóra FRÍ, tóku 40 skólar og 1.200 krakkar úr skólum víðs vegar á landinu þátt í þríþrautinni á sl. ári. Allir skólar hafa getað tekið þátt í þríþrautinni frá 15. febrúar en 15. maí lýkur skráningunni og úrslit fyrir þetta skólaár ráðast í Laugardalnum 31. maí. Keppt er í kúluvarpi, hástökki og 400 metra hlaupi. Þríþrautin fer þannig fram að í íþróttatímum viðkomandi skóla eru skráðar niðurstöður í keppni á milli nemanna sem síðan eru settar í for- rit á heimasíðu Frjálsíþrótta- sambandsins, fri.is. Eftir 15. maí verður tekið saman hverjir hafa lent í 16 efstu sætum í hverjum ár- gangi og af báðum kynjum. Nem- endur í 6. og 7. bekk hafa þátt- tökurétt og fjórir sigurvegarar, tvær stelpur og tveir strákar, munu taka þátt í Gautaborgarleikunum sem fara fram um mánaðamótin júní-júlí í sumar. Frjálsíþróttakonurnar Silja Úlf- arsdóttir (FH) og Helga Margrét Þorsteinsdóttir (Ármanni) aðstoð- uðu við skráninguna í Setbergs- skóla um daginn, ásamt Íslands- methafanum í sleggjukasti, Bergi Inga Péturssyni, og Heiði Ósk Eggertsdóttur (bæði í FH). Berg Inga vantar einn metra upp á að ná ólympíulágmarki og Heiður Ósk æfir spretthlaup og langstökk. Hún er í afrekshópi ungmenna hjá FRÍ. Ólympíulágmark framundan Í raun má segja að Silja og Helga Margrét endurspegli nútíð- ina og framtíðina því Silja stefnir á Ólympíuleikana í Peking í sumar og Helga Margrét þykir mjög efnileg. Silja tók þátt og sigraði í skólaþríþrautinni árin 1994 og 1995. Hún hafði fram að því stundað handbolta og fótbolta og kom henni því þessi góði árangur nokkuð á óvart. Sjálf segir hún að þarna hafi komið í ljós að hún gæti hlaupið hratt og eftir þetta skipti hún yfir og fór að æfa frjálsar íþróttir með þeim árangri að nú vantar hana einungis 12/100 úr sekúndu til að ná ólympíulágmarki og hún stefnir ótrauð á það. „Ég vissi ekki að þetta væri keppni [úrslitin í Laugardalnum], íþróttakennarinn minn hafði skráð mig,“ segir Silja. „Ég mætti í hand- boltastuttbuxum og fótboltabol og endaði með að vinna,“ bætir hún við og hlæjandi lýsir hún undrun sinni og hversu gaman þetta hafi verið. „Ég byrjaði á því að hætta í fótbolta en hélt áfram í handbolta. Svo náði ég bronsi á Norð- urlandamóti og hélt þá að ég væri orðin svona góð og ákvað að leggja handboltann á hilluna og einbeita mér að þessu.“ Silja hefur verið í spretthlaupi og stefnir á að ná ól- ympíulágmarkinu í 400 metra grind sem allra fyrst. Hún er núna 26 ára gömul. Helga Margrét Þorsteinsdóttir, 17 ára menntaskólamær, er í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún er frá Reykjum í Hrútafirði en er flutt í bæinn. Skólaþríþrautin var ekki í gangi á þeim tíma sem hún var í grunnskóla og aðkoma hennar að frjálsum því kannski ekki eins og óvænt og hjá Silju. Helga Margrét fer hálfpartinn hjá sér þegar blaðamaður varpar því að henni að hún sé sögð mjög efnileg. „Jaa,“ segir hún og hlær. „Við skul- um segja það!“ Helga Margrét keppir í sjöþraut, öllum þessum stökkum, hlaupi og köstum, eins og hún segir sjálf og bætir við til útskýringar: „Kúla, spjót, langstökk, hástökk, 200 m, 100 grind og áttahundruð.“ Hún segir að hún vilji aðstoða við skólaþríþrautina því frjálsíþrótt- irnar séu íþrótt sem virki „… ekk- ert rosalega spennandi utan frá“. Frjálsíþróttir séu þannig að til að fá krakka til að vera með þurfi gjarnan að uppgötva þá. Ástæðan sé að ungir krakkar halli sér gjarn- an að boltaíþróttum en svolítið þurfi að hafa fyrir því að finna íþróttamennina sem hæfileikana hafa í frjálsum. Skólaþríþrautin snýst um að gefa krökkunum tæki- færi til að finna sig í einhverri íþróttagrein. „Þetta er líka svo sniðugt fyrir sigurvegarana; að fá að fara til Svíþjóðar á Gautaborg- arleikana,“ segir Helga Margrét. „Það er alveg rosalega skemmtilegt mót. Þegar maður er búinn að prófa það verður ekkert aftur snú- ið.“ Ekkert skemmtilegra en að uppskera Helga Margrét segir að það sé um að gera fyrir krakkana að halda áfram þó að æfingar virki stundum ekkert of skemmtilegar. „Maður uppsker eins og maður sáir og mér finnst það aðalmálið. Oft er það þannig að maður er latur og nennir ekki á æfingu, en þá er bara að drífa sig. Fara á æfingu og gera það sem til þarf. Það mun bera ár- angur. Og það er ekkert skemmti- legra en að uppskera, ekkert sem jafnast á við það.“ Þær stöllur Silja og Helga Mar- grét eru sammála um að skólaþrí- þrautin sé mjög gott framtak og gaman fyrir krakkana að prófa þetta. „Við íþróttamenn viljum hvetja alla íþróttakennara, alla skóla og alla krakka til að taka þátt í þríþrautinni,“ segir Silja og Helga Margrét tekur undir það. „Og krakkarnir eiga bara að ýta á íþróttakennarana að taka þátt í skráningunni. Og ef kennararnir vilja hjálp er alltaf hægt að fá íþróttamenn til að koma og hjálpa til við að mæla,“ segir Silja hvetj- andi. sia@mbl.is Skólaþríþraut kveikir áhuga á frjálsum íþróttum Morgunblaðið/Valdís Thor Kúluvarp Vilmar Breki Jóhannsson kastar kúlunni og til aðstoðar er Bergur Ingi Pétursson, Íslandsmethafi í sleggjukasti. Félagar Vilmars Breka bíða spenntir eftir að fá að reyna á sig í kúluvarpinu. Framtíð og nútíð Afrekskonurnar Helga Margrét Þorsteinsdóttir og Silja Úlfarsdóttir aðstoða við skráningu í skólaþríþraut grunnskólanna. Efnilegur „Hann er mjög efnilegur,“ sagði Silja um Darra Tryggvason, sem stökk hæst í hástökkinu. Einnig er keppt í kúluvarpi og 400 m hlaupi. Skólaþríþraut á vegum Frjálsíþróttasambands Íslands er í fullum gangi. Sigrún Ásmundsdóttir fór í íþróttatíma í Setbergs- skóla í síðustu viku og fylgdist með hressum krökkum spreyta sig á þrautunum. STAÐAN á Íslandi gæti verið Skot- um víti til varnaðar í baráttu þeirra fyrir sjálfstæði frá Bretlandi. Þetta kom fram í grein í blaðinu Sunday Herald um helgina. Þar er stöðu mála í íslenzku efna- hagslífi lýst og bent á að landið sé ríkt og efnahagurinn traustur og byggist á endurnýjanlegum orku- lindum, fiski, ferðamennsku og fjár- málastofnunum. Engu að síður sé landið of lítið til þess að geta varizt atlögum mjög stórra aðila úti í heimi á efnahaginn, meðal annars með því að taka svokallaðar skortstöður. Ís- lendingar hafi lifað of hátt í góðær- inu og gjaldi þess nú. Þá segir í greininni að efnahagur Skotlands sé á vissan hátt líkur hin- um íslenzka og byggist á svipuðum grunni. Munurinn sé reyndar sá að ekki ríki góðæri í Skotlandi eins og á Íslandi áður en gengi krónunnar fór að falla. Hins vegar megi búast við góðæri samfara sjálfstæði og þá verði að fara varlega. Annars sé helsti lærdómurinn að draga af Ís- lendingum sá að vera ekki of háðir bönkunum. Er Ísland víti til varnaðar? Skotar íhuga sjálf- stæði frá Bretlandi STJÓRN Landssamtaka landeig- enda á Íslandi telur nýjustu þjóð- lendukröfur ríkisvaldsins, sem ný- lega voru birtar vegna svæðisins frá Fnjóská að Blöndu, ekki vera í neinu samræmi við yfirlýsingar Árna M. Mathiesen, fjármálaráð- herra, á aðalfundi samtakanna fyrr í vetur. „Stjórnin fjallaði um málið fyrir helgina og furðar sig yfir því að ríkisvaldið skuli enn ætla sér að vaða freklega inn á þinglýstar landareignir sveitarfélaga og ein- staklinga og hirða þær af lögmæt- um eigendum sínum. Ætli Akur- eyringar hafi til dæmis trúað því að óreyndu að þeirra biði það verkefni að verja sitt ágæta Hlíð- arfjall gagnvart ásælni ríkisvalds- ins, eins og nú er orðin raunin,“ segir meðal annars til tilkynningu frá samtökunum. Þá segir þar að fjármálaráð- herra hafi gert eigin orð marklaus, þegar hann sagði að ríkið myndi nú fara að nokkru leyti hægar í sakirnar en hingað til hefði verið stefnt að. Segja orð ráðherra marklaus ♦♦♦ ♦♦♦ KVIKMYNDAHÚSIN hafa hækkað verð aðgöngumiða eða eru að íhuga hækkun. Talsmenn þeirra nefndu 15–18% launahækkun starfsfólks sem helstu ástæðu hækkunar. Björn Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Senu, sem rekur m.a. Smára- bíó, Regnbogann, Borgarbíó Akur- eyri og Háskólabíó, sagði að verð bíómiða fullorðinna hjá þeim hafi hækkað um 50 kr. og sé nú 950 kr. í netsölu en 1.000 kr. í miðaafgreiðslu. Alfreð Árnason, framkvæmda- stjóri hjá Samfélaginu, sem m.a. rek- ur Sambíó í Álfabakka og Kringlunni í Reykjavík og Sambíó á Akureyri, Selfossi og í Keflavík, sagði að þeir hefðu hækkað verð ódýrustu miða um 100 kr. og kostar nú fyrir yngstu börnin 550 kr. og eldri börnin 650 kr. Sparibíómiðar hækkuðu einnig í 650 kr. Sambíóin ætla að skoða nú í vik- unni hækkun á miðum fullorðinna. Verð bíómiða að hækka

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.