Morgunblaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.04.2008, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ÁHUGI á hvers kyns gönguferðum um Ísland hefur aukist mikið und- anfarin ár og hratt hefur bókast í ferðir Ferðafélagsins síðustu vikur. Þetta segir Sigrún Valbergsdóttir, varaforseti Ferðafélagsins. Færst hefur í vöxt að fólk ferðist um há- lendið allt árið. Sigrún segir að mikill kippur komi í bókanir hjá Ferðafélaginu í apríl. „Þegar páskarnir eru liðnir finnst fólki sólin hækka ört á lofti og fær ferðafiðring. Þá kemur aftur kippur í bókanirnar,“ segir Sigrún. Sumar ferðir seljist fljótt upp. „Sem dæmi má nefna að Haraldur Örn Ólafsson ætlar með 100 manna hóp á Hvannadalshnjúk um hvítasunn- una og þar eru komnir sextíu manns á biðlista,“ segir Sigrún. Hún segir að það sé hlutverk Ferðafélagsins að kynna allt landið fyrir fólki og veita því möguleika á að uppgötva nýjar slóðir. Þess vegna sé þess gætt að bjóða reglu- lega upp á nýjungar í ferðaáætl- uninni. „Síðan eru leiðir sem eru alltaf í boði, sem eru sígildar og fólk vill gjarnan fara oftar en einu sinni,“ segir Sigrún. Þar megi nefna Laugavegsferðir, sem séu alltaf vin- sælar. Hið sama gildi um ferðir á Hornstrandir. „Nánast þriðjungur allra ferða er á Vestfirði og Horn- strandir.“ Afa- og ömmuferðir Bryddað hafi verið upp á nýj- ungum á vinsælum ferðaleiðum. Þar megi nefna ömmu- og afaferðir. „Þetta er ferð um Laugaveginn, þar sem ömmur og afar eru hvött til að ganga með barnabörnin,“ segir Sig- rún og bætir við að þessar ferðir henti börnum frá um það bil sex ára aldri. „En börn hafa ótrúlega mikla orku og þrek og sérstaklega þegar fleiri börn eru með í ferð, en ferðin er sniðin að þeirra þörfum.“ Meðal fleiri vinsælla ferða hjá Ferðafélaginu eru svonefndar sögu- ferðir, en Sigrún hefur m.a. verið fararstjóri í slíkum ferðum. Fyrsta sumarleyfisferð Ferðafélagsins verður farin í fjóra daga um hvíta- sunnuna, en þar verður gengið á æsku- og örlagaslóðir Grettis Ás- mundssonar. „Það hefur orðið al- gjör sprengja í þessum ferðum, þær seljast upp um leið og þær koma á dagskrá. Það hefur aukist mjög mikið áhugi á því að sögutengja ferðir, að tengja ferðirnar við sér- staka atburði, lifnaðarhætti eða ákveðna kafla í sögu landsins. Það eru til dæmis ferðir um byggðir og búsetu á Hornströndum, sögu stríðsminja og um sögu hvalveiða og síldaráranna, sem víða er hægt að sjá á Hornströndum.“ Sumar ferðannna á vegum félags- ins eru þó á afar fáfarnar slóðir. „Ég verð fararstjóri í ferð sem að- eins örfáir Íslendingar hafa gengið, ef frá eru taldir bændur og smala- menn í uppsveitum Borgarfjarðar og Húnavatnssýslu, en það er yfir sunnan- og austanverða Arn- arvatnsheiðina,“ nefnir Sigrún til dæmis. Margir hafi farið slóða sem hægt er að keyra yfir Arnarvatns- heiði frá Norðlingafljóti og norður í Arnarvatn. „En ferðin sem ég fer er upp í Fljótsdrög og þaðan upp undir Langjökul, upp í Jökulkrók. Þetta er sex daga ferð sem farin verður 30. júlí,“ segir Sigrún. Núna í apríl standi hins vegar til að bjóða upp á fjallaskíðaferðir og fjallaskíða- námskeið á Tröllaskaganum. „Nám- skeiðin fara fram í Skíðadal, inn af Svarfaðardal,“ segir Sigrún, en Jök- ull Bergmann er fararstjóri og kennari í ferðunum. Félagar í Ferðafélaginu eru fleiri en 7.000 talsins. Auk þess að vera með starfsemi í Reykjavík eru deildir á vegum þess á landsbyggð- inni. „Það eru mjög virkar deildir, t.d. á Akureyri og fyrir austan hjá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs og Fjarðamanna. Þar er boðið upp á margar ferðir á þær slóðir sem eru nær þeim heimamönnum.“ Skálavörður í Landmanna- laugum yfir vetrartímann Sigrún segir það hafa færst í vöxt að fólk ferðist um hálendið allt árið um kring. „Ferðaárið er orðið miklu lengra en þessar átta björtu sum- arvikur sem við eigum. Ferðamát- inn er orðinn svo margvíslegur og auðvelt að komast til fjalla með til- komu allra fjallajeppanna,“ segir hún. Því hefur Ferðafélagið tekið upp á þeirri nýbreytni að hafa starfandi skálavörð í Landmannalaugum alla vikuna yfir vetrartímann, en ekki aðeins um helgar. Það er ekki van- þörf á því. Fólk hefur gríðarlega mikið verið á hálendinu í vetur,“ segir Sigrún. Nóg hafi verið að gera hjá skálverðinum. „Það hefur verið mikið bókað,“ segir Sigrún og bætir við að allt að 60 manns hafi dvalist í skálunum í vetur, þegar mest hefur verið. Hún segir það vera mikið örygg- isatriði að hafa skálavörð í Land- mannalaugum alla daga. Jafnframt tryggi það góða umgengni á staðn- um. „Þetta tryggir líka það að fólk getur notið þess að vera í skála og notið hvíldar og verið í öruggri um- sjón skálavarðar.“ Skórnir nauðsynlegur grunnur En þarf ekki heilmikinn búnað til þess að geta stundað ferðalög eins og Ferðafélagið býður upp á? Sigrún segir að hið eina sem sé alveg nauðsynlegt sé að eiga góða skó. „Fólk þarf að byrja á skónum. Þegar skórnir eru komnir er það komið með grunninn að góðri gönguferð. Ekki sakar að ganga með stafi. Það veitir líkamanum meiri alhliða þjálfun og hreyfingu, en er samt ekki skilyrði. Annað get- ur fólk tínt utan á sig, en fólk ætti ekki að ganga í gallabuxum eða bómullarbolum. Það er ekki gott, því að svitna í bómull þýðir að hún verður blaut og fólki getur orðið kalt þegar stoppað er,“ segir hún. Hún segir að fyrir allar lengri og erfiðari ferðir á vegum félagsins séu haldnir undirbúningsfundir. Það sé mjög gagnlegt fyrir fólk að sækja slíka fundi, sé það óvant gönguferð- um. Hún segir alla geta gengið. „Það er mín reynsla að fólk er miklu öflugara en það heldur,“ segir hún. Ferðafiðringurinn kominn Ljósmynd/Gísli Már Gíslason Páskaferð Um páskana fór hópur á vegum Ferðafélagsins til Hesteyrar í skíðaferð. Hér sést hópurinn skíða upp brekkurnar í átt að Dagmálaskarði. Morgunblaðið/RAX Áhugi Sigrún segir gönguáhuga landans hafi aukist mjög síðustu árin.  Kippur í bókanir hjá Ferðafélaginu eftir páska  Meðal vinsælla ferða eru ömmu- og afaferðir og ferðir á söguslóðir  Fleiri ferðast allt árið og var skáli í Landmannalaugum opinn alla vikuna í vetur FORNLEIFAUPPGRÖFTUR á Al- þingisreitnum við Austurvöll hefur verið boðinn út. Um er að ræða um 2.000 m2 svæði vestan við Alþingis- húsið, sem ekki hefur þegar verið kannað vegna bygginga. Meginhluti svæðisins sem á að kanna er nú bíla- stæði. Grafa á eftir fornleifum í reit sem afmarkast að austan af bílakjallara Alþingis, sem nær til vesturs til móts við miðja langhlið Skjaldbreiðar við Kirkjustræti 8, að sunnan af Vonar- stræti, að vestan af Tjarnargötu og að norðan af Kirkjustræti. Forn- leifagreftrinum á að vera að fullu lokið 31. október næstkomandi. Samkvæmt útboðslýsingu er mann- vistar- og mannvirkjalagið sem á að rannsaka um 1,2–1,5 m undir núver- andi yfirborði. Þetta lag er áætlað vera um eins metra þykkt. Því hefur verið spillt að hluta, að því er fram kemur í auglýsingu Ríkiskaupa. Alþingi á einum stað Eins og fram hefur komið er ætl- unin að byggja yfir alla starfsemi Al- þingis á Alþingisreitnum sem í heild afmarkast af Kirkjustræti, Vonar- stræti, Tjarnargötu og Templara- sundi. Hugmyndin er m.a. að flytja húsið Vonarstræti 12 á horn Tjarn- argötu og Kirkjustrætis, gegnt Her- kastalanum, að því er fram kemur í verkefniskynningu Framkvæmda- sýslu ríkisins. Bak við gömlu húsin og meðfram Tjarnargötu og Vonar- stræti er ætlunin að reisa 7.100 m2 nýbyggingu að flatarmáli. Tengja á húsin á reitnum með 300 m2 glerbrú á 2. hæð húsanna. Um leið verði gerður 1.900 m2 bílakjallari sem rúmi 75 bíla. Miðað er við að þessar fram- kvæmdir geri kleift að hafa alla starfsemi Alþingis á Alþingisreitn- um. Þá verður hægt að losa núver- andi leiguhúsnæði þingsins við Aust- urstræti og selja húseignina Þórs- hamar við Templarasund. Uppgröftur við Alþingishúsið Teikning/Framkvæmdasýsla Alþingisreitur Stefnt er að því að öll starfsemi Alþingis rúmist á Alþingis- reitnum þegar uppbyggingu þar verður lokið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.