Morgunblaðið - 10.04.2008, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
YFIRVÖLD í San Francisco voru
með mikinn öryggisviðbúnað í gær-
kvöldi þegar ólympíukyndillinn var
borinn um götur borgarinnar. Þús-
undir manna söfnuðust saman við
leið kyndilsins, sumir til að mótmæla
mannréttindabrotum kínverskra
stjórnvalda í Tíbet, aðrir til að láta í
ljós stuðning við Kína.
San Francisco er eini bandaríski
viðkomustaður ólympíukyndilsins.
Borgin var valin vegna þess m.a. að
margir íbúa hennar eru af kínversk-
um uppruna. Til átaka kom milli
stuðningsmanna Tíbeta, sem héldu á
fána Tíbets til að mótmæla mann-
réttindabrotum Kínverja, og stuðn-
ingsmanna Kína sem héldu á kín-
verska fánanum.
„Ég er hér vegna þess að þótt ég
sé hreykinn af því að vera Kínverji
þá er ég á móti því sem er að gerast í
Tíbet,“ sagði Xiao Tan, 32 ára lækna-
nemi við Stanford-háskóla, sem hélt
á fána Tíbets. Stuðningsmenn kín-
verskra stjórnvalda reyndu að hrifsa
fánann af honum og hrópuðu vígorð
á borð við „Ólympíuleikarnir eru
ekki pólitík“ og „CNN, lygarar“.
„Ólympíuandinn sameinar allt
mannkynið, ekki aðeins Kínverja –
líka Bandaríkjamenn og alla heims-
byggðina,“ sagði Hui Chen, 36 ára
stuðningsmaður Ólympíuleikanna í
Peking. Hann kvaðst hafa farið til
San Francisco í einni af 50 rútum
sem íþróttasamtök leigðu til að
fagna því að Ólympíuleikarnir verða
í fyrsta skipti haldnir í Kína.
Aðrir í mannfjöldanum notuðu
tækifærið til að mótmæla mannrétt-
indabrotum almennt í Kína og stuðn-
ingi þarlendra ráðamanna við stjórn-
völd í Súdan og Búrma.
Kyndillinn hvarf
Áður en hlaupið hófst sögðust yf-
irvöld vera staðráðin í að koma í veg
fyrir að mótmælendur trufluðu það
eins og í París á mánudaginn var
þegar eldurinn var slökktur nokkr-
um sinnum vegna mótmæla.
„Við reynum að ná tveimur mark-
miðum núna. Annað þeirra er að
vernda málfrelsið og hitt að tryggja
öryggi almennings, og hér í San
Francisco erum við góð í hvoru
tveggja,“ sagði Nathan Ballard, tals-
maður borgarstjórans Gavins New-
soms.
Gert hafði verið ráð fyrir því að
kyndillinn yrði borinn um tíu kíló-
metra langa leið meðfram strönd
San Francisco en lögreglan sagði að
ákveðið hefði verið á síðustu stundu
að stytta hana um tæpan helming
vegna þess að mótmælendur hefðu
lokað henni.
Skömmu eftir að fyrsti kyndilber-
inn hóf hlaupið fór hann inn í vöru-
hús við höfnina og kyndillinn sást
ekki í um hálfa klukkustund. Hann
birtist síðan um einn og hálfan kíló-
metra frá fyrirhugaðri leið hlaups-
ins. Vegartálmar voru notaðir til að
loka nálægum götum. Aðeins lög-
regluþyrlum, sjúkraflutningavélum
og þyrlum fjölmiðla var leyft að
fljúga yfir borgina.
Brown ekki við setninguna
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti hvatti stjórn Kína til að hefja
viðræður við Dalai Lama, leiðtoga
Tíbeta, sem hann sagði „friðsaman
mann“ er berðist ekki fyrir sjálf-
stæði Tíbets, heldur fyrir því að Tíb-
etar fengju að halda menningu sinni.
Talsmaður Bush vildi ekki svara
því hvort forsetinn hygðist vera við-
staddur setningarathöfnina í Peking.
Breska forsætisráðuneytið skýrði
frá því í gær að Gordon Brown for-
sætisráðherra yrði ekki viðstaddur
setningarathöfnina. Ráðuneytið tók
fram að það hefði aldrei verið ætlun
Browns að vera við athöfnina. „Við
höfum alltaf sagt að hann verði við
lokaathöfnina,“ sagði talsmaður for-
sætisráðuneytisins.
Leið ólympíukyndilsins
breytt vegna mótmæla
Þúsundir mótmælenda trufluðu hlaup með ólympíueldinn í San Francisco
Reuters
Heitt í hamsi Stuðningsmenn Tíbeta karpa við stuðningsmenn Ólympíu-
leikanna í Peking áður en hlaupið var með kyndilinn um San Francisco.
!
!" #$% &$
'(& ) * + "+ $ (
" -+ .
$
/$
!
0$1
"
#$!%&$& '(' )
'
*
2
!"#
$%
&
' (
)
*
+ *$ + &
3,
1
-+
4, +1 /"$"
!
"
, +1 2
#
" !
" !
$
%
"
" "
5$1 + %$
'+ 2,
Í HNOTSKURN
» Ólympíukyndillinn á að faratil 23 borga í fimm heims-
álfum og síðan um Kína á 130
dögum.
» Kyndillinn verður fluttur tilKína 4. maí. Eftir þriggja
mánaða ferð um landið fer hann
til Peking þar sem hann verður
notaður til að kveikja ólympíu-
eldinn við setningarathöfn Ól-
ympíuleikanna 8. ágúst.
» Alls á ólympíueldurinn aðfara 137.000 km leið, sem er
sú lengsta í sögu Ólympíu-
leikanna.
BARACK Obama hefur náð
mun betur til unga fólksins í
Bandaríkjunum en keppinaut-
urinn Hillary Clinton. Sex af
hverjum tíu þátttakendum und-
ir 30 ára aldri í forkosningum
demókrata hafa stutt hann, seg-
ir í grein á vefsíðu The New
York Times.
Og sumir foreldrar kveinka
sér jafnvel undan áganginum,
stanslausum áskorunum unga fólksins og rökræð-
um. Enn aðrir finna fyrir vænum skammti af fortíð-
arþrá og minnast þess þegar þeir voru ungir og
fullir af eldmóði, til dæmis í baráttunni gegn Víet-
namstríðinu.
Ýmsum aðferðum er beitt. Megan Simpson er 22
ára og stundar nám við ríkisháskólann í Pennsylv-
aníu. Hún hafði suðað lengi án árangurs í föður sín-
um, Ralph E. Simpson yngri, sem er fimmtugur
repúblikani, til að fá hann til að skipta um flokk og
geta þá kosið Obama í forkosningunum 22. apríl.
Loks tókst henni að bræða hann.
„Ég skal ná í eyðublöðin fyrir þig strax daginn
eftir forkosningarnar ef þú vilt gerast aftur repú-
blikani,“ sagði hún. Faðirinn gafst upp. „Líklega
skipti ég aftur um flokk,“ segir Simpson, „en ég er
ekki búinn að ákveða hvern ég kýs í sjálfum for-
setakosningunum. Ef Meg heldur áfram að róa í
mér er aldrei að vita hvað gerist.“
Þekktir demókrataleiðtogar hafa lýst því hvernig
börnin þrýsta á þá um að styðja Obama, þ. á m. Bob
Casey, öldungadeildarþingmaður í Pennsylvaníu,
Jim Doyle, ríkisstjóri í Wisconsin og Kathleen
Sebelius, ríkisstjóri í Kansas. Fjórar dætur Caseys,
frá 11-19 ára, festu upp plaköt með Obama í svefn-
herberginu og hlusta nú þegjandi og með andagt í
stofunni þegar frambjóðandinn flytur ræðu í sjón-
varpinu.
Þótt stjórnmálamenn geri yfirleitt mikið af því að
vísa til þess að hafa beri í huga framtíð barnanna er
það sögulega séð harla sjaldgæft að þeir láti skoð-
anir barna sinna hafa umtalsverð áhrif á sig.
„Börnin eru sennilega dýrmætari fyrir okkur en
fyrri foreldrakynslóðir,“ segir Dan Kindlon, barna-
sálfræðingur við Harvard-háskóla. „Við eigum
færri börn, við erum full afstæðishyggju og auð-
veldara fyrir þau að telja okkur hughvarf. Margir
foreldrar eru dálítið hræddir við börnin sín.“
En sumir foreldrar eru líka stoltir af því að eiga
börn sem sýna áhuga á pólitík en láta ekki duga að
blaðra um sérhagsmuni sína og partí.
Telja foreldrunum hughvarf
Barack Obama
Mikill áhugi er á framboði Baracks Obama meðal ungs fólks í Bandaríkjunum
Í HNOTSKURN
»Barack Obama er 46 ára, þrem árum eldrien John F. Kennedy var þegar hann var
kjörinn forseti árið 1960.
» Yngsti forseti landsins frá upphafi varTheodore Roosevelt. Hann var 42 ára þeg-
ar hann tók við embætti 1901 eftir að William
McKinley var myrtur.
» Kjörsókn fólks undir þrítugu hefur að jafn-aði verið mun minni í forsetakosningum í
Bandaríkjunum en gerist meðal eldra fólks.
FORSETI Sam-
bíu, Levy
Mwanawasa, hef-
ur boðað til neyð-
arfundar sam-
taka ríkja í
sunnanverðri
Afríku (SADC)
næstkomandi
laugardag vegna
ástandsins í Sim-
babve. Mwanawasa telur nauðsyn-
legt að leiðtogar grannríkja Sim-
babve komi saman til að leita lausnar
á vandanum í Simbabve en niður-
stöður forsetakosninga sem þar voru
haldnar í lok mars síðastliðins hafa
ekki enn verið birtar auk þess sem
landið á við gríðarlegan efnahags-
vanda að stríða. Biðin eftir kosninga-
úrslitunum hefur valdið ólgu í land-
inu og stjórnarandstaðan sakar
yfirvöld um að undirbúa kosninga-
svik.
Mwanawasa er einn fárra leiðtoga
í Afríku sem hafa tjáð sig opinber-
lega um ástandið í Simbabve og hef-
ur stjórnarandstaðan gagnrýnt af-
skiptaleysi grannríkjanna.
Formaður stærsta stjórnarand-
stöðuflokksins, Morgarn Tsvangirai,
hefur verið á ferð í grannríkjunum til
að hvetja til afskipta leiðtoga þeirra
og auka þannig þrýsting á að úrslit
verði gerð kunn. Forseti Suður-Afr-
íku, Thabo Mbeki, hefur hingað til
ekki viljað aðhafast heldur hefur
hann hvatt til þolinmæði.
Boðar til
neyðar-
fundar
Levy Mwanawasa
TIL STENDUR að hanna nýtísku
einkennisbúninga á foringja rúss-
neska hersins og hefur tískuhönn-
uðurinn Valentin Yudashkin verið
fenginn til verksins.
Efasemdir eru þó um að búning-
arnir henti herforingjunum, þar sem
tæplega fjórðungur þeirra er of
þungur og í slæmu líkamlegu formi.
Því hefur verið blásið til líkams-
ræktarátaks meðal foringjanna svo
útlit þeirra sæmi nýju búningunum
og til stendur að reisa leikfimisali og
sundlaugar til að koma patt-
aralegum herforingjum í form á ný.
Eftir ástandsmælingar þar sem
foringjarnir voru prófaðir í sundi,
hlaupum og skotfimi kom í ljós að
mikil þörf er á frekari æfingum, sér-
staklega þolæfingum. Sérstakt átak
er einnig ráðgert til að efla þátt
íþrótta innan hersins.
Of feitir fyrir
herbúningana
♦♦♦
ALYN Smith, sem á sæti í nefnd á
þingi Evrópusambandsins um land-
búnaðar- og sjávarútvegsmál, gagn-
rýnir harðlega stefnu sambandsins í
fiskveiðimálum. Kom þetta fram á
ráðstefnu um loftslagsmál í Færeyj-
um nýverið. Smith vill fá fulltrúa
stjórnvalda í Noregi, Færeyjum og á
Íslandi á fund til að ræða umbætur á
stefnunni.
Umræddur fundur um fiskveiði-
stefnuna verður í maí. „Því betur
sem menn eru kunnugir því hvernig
koma má á umbótum þeim mun betri
og hæfari eru þeir til að hjálpa
bandamönnum sínum,“ sagði Smith.
Meðal þeirra sem sóttu ráðstefn-
una í Þórshöfn voru Al Gore, fyrr-
verandi varaforseti Bandaríkjanna,
og Einar Kristinn Guðfinnsson, sjáv-
arútvegsráðherra Íslands. Markmið
hennar var að vekja athygli á lofts-
lagsbreytingum og leggja grunn að
loftslagsstofnun í Færeyjum.
Samstarf
um breytta
stefnu?
♦♦♦