Morgunblaðið - 10.04.2008, Síða 22
22 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
VERÐLAGSHÆKKANIR
Um fátt er meira rætt um þess-ar mundir en verðlagshækk-anir. Fólki ofbýður verð á
vörum og þjónustu og tekur eftir því
hvað verð á einstökum vörum og
þjónustu hækkar mikið frá viku til
viku þótt vissulega séu dæmi um ann-
að.
Slíkar umræður fóru líka fram
sumarið 2007. Þá komu fram upplýs-
ingar sem bentu til þess að lækkun á
virðisaukaskatti og vörugjöldum
hefði ekki skilað sér til neytenda. Þá
sagði Björgvin G. Sigurðsson við-
skiptaráðherra:
„Þessar vísbendingar eru það al-
varlegar að ekki er hægt að sitja með
hendur í skauti heldur þurfum við að
komast að því hvað af þessum lækk-
unum á virðisaukaskatti og vöru-
gjöldum hafi skilað sér á sama tíma
og krónan er að styrkjast. Það eru
allar forsendur fyrir lækkun, engar
fyrir hækkun.“
Í tilefni af þessum ummælum ráð-
herrans sagði Morgunblaðið í for-
ystugrein hinn 14. júlí 2007:
„Nú hefur Björgvin G. Sigurðsson
viðskiptaráðherra tilkynnt að hann
muni taka þetta mál til skoðunar síð-
ar í þessum mánuði með þátttöku
allra aðila sem hlut eiga að máli. Því
frumkvæði ráðherrans ber að fagna.
Stundum er sagt að neytendur á Ís-
landi láti bjóða sér hvað sem er. En
veruleikinn er sá að neytendur eiga
ekki margra kosta völ. Þeir geta ekki
ekið yfir næstu landamæri í leit að
lægra vöruverði. Þeir eiga í raun allt
undir því að gagnkvæmt traust ríki á
milli þeirra og viðskiptaaðila, hvort
sem það er á þessu sviði eða öðrum.“
Nú eru verðlagsmál til umræðu á
ný þótt á öðrum forsendum sé en
sumarið 2007. Hins vegar er nú tíma-
bært að viðskiptaráðherrann geri ít-
arlega grein fyrir afrakstri þeirrar
vinnu sem hann efndi til síðla sumars
2007 og hverju sú vinna hefur skilað.
Ekki verður dregið í efa í ljósi um-
mæla viðskiptaráðherra fyrir tæpu
ári að ötullega hafi verið unnið að
þessum málum. Nú hefur fólk
áhyggjur af því að miklar verðhækk-
anir séu framundan og þá þarf að
tjalda öllu sem til er til þess að verja
hagsmuni neytenda. Það er löng
reynzla fyrir því að sumir söluaðilar
notfæra sér óvissuástand í verðlags-
málum eins og nú ríkir til þess að
koma fram verðhækkunum.
Neytendur sjálfir geta auðvitað átt
mestan þátt í því að aga söluaðila með
því einfaldlega að kaupa ekki þá vöru
eða þjónustu sem augljóslega er verið
að verðleggja of hátt.
En ráðamenn þjóðarinnar geta
einnig átt hér mikinn hlut að máli. Í
þeim efnum duga ekki orðin ein, yf-
irlýsingar og loforð. Verkin verða að
tala.
Á þeim tímamótum sem nú eru í
verðlagsmálum þarf viðskiptaráð-
herra því að gera þjóðinni grein fyrir
því sem unnið hefur verið á hans veg-
um frá því að þessar umræður hófust
fyrir tæpu ári. Þau verk munu áreið-
anlega skipta máli á næstu mánuðum.
MERKINGAR VEGNA FRAMKVÆMDA
Merkingar við vegaframkvæmdireru mikilvægar. Það hefur kom-
ið rækilega fram á Reykjanesbraut
undanfarið. Framkvæmdir vegna tvö-
földunar Reykjanesbrautar hafa legið
niðri mánuðum saman. Í gær voru sex
fluttir á slysadeild eftir harðan
árekstur skammt frá afleggjaranum
við Voga og hafa fleiri slys átt sér stað
á þessu svæði.
Það er ekki nýtt að ófullnægjandi
merkingar séu settar upp þar sem
framkvæmdir eiga sér stað. Akreinar
eru illa merktar og oft þurfa ökumenn
að hafa sig alla við til að átta sig á því
hvað er á seyði. Það getur verið nógu
erfitt fyrir bílstjóra, sem þekkja til,
en ókunnugir geta lent í verulegum
erfiðleikum. Eins verður að gera ráð
fyrir því að merkingar skiljist ekki að-
eins við ákjósanlegustu aðstæður,
heldur einnig í myrkri og slagveðri
þegar bílstjórar þurfa að hafa sig alla
við. Það hlýtur til dæmis að vera eðli-
legt að þegar hraðbraut, þar sem tvær
akreinar liggja í hvora átt og mön
liggur á milli, breytist vegna fram-
kvæmda í tveggja akreina veg þar
sem bílar mætast séu akreinarnar
rækilega merktar og aðgreindar
þannig að ekki fari á milli mála hvers
kyns er. Það er vinna að setja upp
slíkar merkingar en nánast þarf að
leiða bílstjóra áfram þar sem aðstæð-
ur eru óvenjulegar. Í þessum efnum
er ekki hægt að stytta sér leið, merk-
ingarnar verða að vera rækilegar.
Kaflinn þar sem framkvæmdirnar
hafa legið niðri á Reykjanesvegi ligg-
ur nokkurn veginn frá Vogaafleggjara
vestur að Njarðvík. Frá ágúst 2004 til
janúar 2005 urðu 24 umferðarslys á
þessum vegarkafla. Það var áður en
framkvæmdir hófust. Frá ágúst á síð-
asta ári út janúar á þessu ári hafa orð-
ið þar 55 umferðarslys. Samkvæmt
áætlun fyrirtækisins Jarðvéla, sem í
desember sagði sig frá verkinu, átti
framkvæmdunum á þessum kafla að
ljúka í ágúst.
Þetta kemur fram í frétt í Morg-
unblaðinu í dag. Þar segir Einar
Magnús Einarsson, verkefnisstjóri
hjá Umferðarstofu, að bæta verði
ástandið á Reykjanesbraut hið snar-
asta: „Það verður að búa svo um hnút-
ana varðandi umferðarmannvirki, og
ég tala nú ekki um framkvæmda-
svæði, að ef og þegar við gerum mis-
tök þá hljótist ekki alvarleg slys af.
Við verðum að krefjast þess að það
verði gerð einhver úrræði til þess að
koma í veg fyrir svona lagað.“
Samkvæmt tilkynningu, sem Vega-
gerðin sendi frá sér í gær, hefur
„þrátt fyrir verulegar merkingar á
svæðinu“ nú verið ákveðið að aðskilja
akstursstefnurnar. Verður það gert
með því að setja upp gátskilti milli ak-
reina. „Verulegar merkingar“ duga
greinilega ekki til. Varhugaverðir
vegarkaflar þurfa greinilega að vera í
gjörgæslu til þess að akandi vegfar-
endur lendi ekki á gjörgæslu.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
Yfirstandandi kjörtímabilhefur ekki verið tímabilátaka við samninga-borðið, enda samningar
löngu gerðir og við það að renna
út. Það hefur hins vegar ekki farið
fram hjá neinum að skólarnir hafa
átt í vandræðum með að ráða til
sín fólk og margur góður kenn-
arinn hefur horfið til annarra og
betur launaðra starfa. Skólarnir
hafa orðið undir í samkeppni um
vinnuafl og margt bendir til þess
að þeir samningar sem nú standa
yfir, eða eru framundan, muni
skilja á milli feigs og ófeigs í starf-
semi skóla á næstu árum,“ sagði
Eiríkur Jónsson, formaður Kenn-
arasambands Íslands (KÍ), í opn-
unarávarpi sínu á þingi sambands-
ins á Grand Hótel í Reykjavík í
gær.
Bjartsýnn þrátt fyrir allt
Aðspurður segist Eiríkur þó vilja
leyfa sér ákveðna bjartsýni fyrir
komandi samninga. „Mér skilst að
samskipti grunnskólakennara við
sveitarfélögin, hingað til, gefi til
kynna gagnkvæman vilja til að
leysa málin í sameiningu. Ég held
að menn séu búnir að upplifa svo
mikið á undanförnum mánuðum
og búnir að sjá á eftir svo mörgum
kennurum úr þeirri stétt, að þessi
gagnkvæmi vilji hafi skapast.“
Hann segir sömu lögmál gilda um
aðstæður annarra hópa, bæði
leik-, tónlistar- og framhaldsskóla-
kennara. Mjög mikilvægt sé til
dæmis að framhaldsskólinn komi
vel út úr næstu samningum.
„Það verður með einhverjum
hætti að tryggja að kjaraþróun
kennara haldi í við þróun annarra
hópa hjá ríki og sveitarfélögum.
Við hljótum að fagna ítrekuðum
yfirlýsingum menntamálaráðherra
um nauðsyn þess að bæta kjör
kennara en harma um leið úrtölur
annarra ráðamanna í því sam-
bandi.,“ sagði Eiríkur í ávarpi
sínu. Hann segir það hafa ein-
kennt framhaldsskólana að þar
hafi kennarar náð kjörum annarra
rétt á meðan setið er við samn-
ingaborðið en þeim svo hnignað í
hlutfalli við kjör annarra eftir því
sem frá líður. „Þetta er eitthvað
sem menn þurfa að taka á,“ segir
Eiríkur.
Í ræðu sinni fór Eiríkur vítt og
breitt yfir sviðið og lagði ekki síð-
ur áherslu á jákvæða þætti. Til
dæmis samstarf við mennta-
málaráðuneyti í svonefndu
skrefa samkomulagi og ni
urstöður kannana sem sýn
kennarastéttin nýtur miki
ingar í þjóðfélaginu, að stó
þjóðarinnar vill áhrif henn
meiri. „Óskandi væri hins
að sú stétt sem jafnan kem
ast út í könnunum af þess
þingmenn, tækju meira m
þessum niðurstöðum og vi
í störfum sínum,“ sagði Ei
Grunnskólakennarar l
Capacent Gallup kynnti þi
fulltrúum niðurstöðu kjar
unar sem gerð var fyrir K
arasambandið. Helstu nið
voru að grunnskólakennar
lægstlaunaðir kennara í K
algrunnlaun þeirra í októb
voru rúmar 242 þúsund kr
Næstu samninga
milli feigs og ófeig
Ræða Eiríkur Jónsson fór vítt og breitt yfir málefni kennara á þ
Nú styttist í að kjara-
samningar kennara
verði lausir og eitt af
öðru hefja félög við-
ræður. Þing Kenn-
arasambands Íslands
hófst í gær.
Suður-Afríkumaðurinn Thulas Wal-termade Nxesi er aðalritari Kenn-arasambands S-Afríku sem inni-heldur um 65% af kennurum í
landinu á öllum skólastigum eða um
235.000 manns. Fjöldi félagsmanna í sam-
tökunum hefur rúmlega sjöfaldast á síð-
ustu 10 árum. Þá hefur barátta hans fyrir
réttindum kennara og opinberra starfs-
manna í heimalandinu m.a. orðið til þess
að kennarar fóru inn í heildarsamtök op-
inberra starfsmanna þar í landi.
Einnig er hann forseti Alþjóðasambands
kennara, Education International (EI), og
er sem slíkur heiðursgestur þings Kenn-
arasambands Íslands sem fram fer 9.-11.
apríl í Reykjavík. EI inniheldur 394 kenn-
arasamtök í 171 landi og eru félagsmenn
alls um 30 milljónir, allt frá leikskólakenn-
urum til háskólaprófessora. Þing samtak-
anna er haldið á þriggja ára fresti. Í fyrra
var það í Berlín en í Porto Alegre í Bras-
ilíu árið 2004.
AIDS eitt af viðfangsefnunum
„Ég minni íslenska kollega mína á að þeg-
ar við hittumst árið 2004 var mikið rætt
um ógnina sem stafar af HIV-AIDS víða í
heiminum, ekki síst í Afríkuríkjum, fyrir
menntun og almenna framþróun. HIV tek-
ur fjölda mannslífa á hverju ári. Kennarar
um allan heim þurfa að tvöfalda átak sitt í
fræðslu gegn þessum faraldri,“ segir Nxesi
í samtali við Morgunblaðið og leggur þá
ekki síður áherslu á kennara í þróuðum
löndum, þar sem HIV sækir nú mjög á.
Hann segir sjálfsmynd EI vera þá að þau
séu í raun mannréttindasamtök sem berjist
fyrir rétti alls fólks til þess að eiga aðgang
að menntun, auk þess að berjast fyrir fé-
lagafrelsi kennara, sem víða þrengi mjög
að. Þess vegna berjist samtökin m.a. fyrir
ákveðnum þúsaldarmarkmiðum, þ.e. að
sem flest ríki geti veitt öllum börnum inn-
an sinna vébanda grunnmenntun árið
2015. Hins vegar sé mjög langt í að sum
ríki nái þessum markmiðum.
Í menntun felast samgæði
„Ein megináhersla samtakanna eru gæði
opinberrar menntunar. Opinber menntun
eru samgæði en það felast hættur í því að
einkavæða menntakerfi landa. Það er lík-
legt til að gagnast aðeins hinum efnaðri og
leiða til meiri aðskilnaðar í samfélögum,“
segir hann og bætir við: „Við þurfum að
líta á menntun sem fjárfestingu til fram-
tíðar en ekki bara peningahít. Þá er það
viðhorf viðskiptaheimsins, að meta alla
hluti eftir því hvað er sett inn og hvað
kemur út, algerlega óviðeigandi. Menntun
gengur ekki út á að framleiða svo og svo
mörg fagidjót fyrir mismunandi atvinnu-
greinar. Um það snýst menntun ekki. Það
Mannréttindasam
Gestur