Morgunblaðið - 10.04.2008, Side 24

Morgunblaðið - 10.04.2008, Side 24
24 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÍSLAND hefur búið við meira ör- yggi í hollustu kjötvara og heilbrigði búfjár en flest önnur lönd í Evrópu. Í þessum gæðum felst dýrmæt sér- staða okkar og framtíðarsóknarfæri íslensks landbúnaðar og matvæla- vinnslu undir formerkjum sjálf- bærrar þróunar. Við höfum nýtt okk- ur kosti þess að vera eyland og náð góðum árangri í að útrýma sjúkdómum sem eru jafnvel landlægir víða erlendis. Smit getur borist með hráu kjöti og því hefur ekki verið heimilt að flytja ferskt, hrátt kjöt til landsins nema með undanþágum. Heilbrigði íslensks búfjár, nautgripa, sauðfjár, svína og hænsna er sérstök auðlind sem er þjóðinni afar dýrmæt til framtíðar. Landbúnaðarráðherra boðar nú grundvallarbreytingar á íslenskum landbúnaði í allt aðra átt, aftur til for- tíðar. Opna skal upp á gátt fyrir inn- flutningi á hráum kjötvörum erlendis frá. Þar með er árangursrík barátta fyrir hollustu kjötvara og heilbrigði íslensks búfjár sett í uppnám. Gengið er erinda ártuga gamalla, úreltra kratahugmynda um galopinn innflutning landbúnaðarvara. Með því að heimila óheftan inn- flutning á hráum kjötvörum er veru- lega skert öryggi neytenda um holl- ustu þessara vara og hætta á innflutningi sjúkdóma og smiti í ís- lenskt búfé stóraukin. Fróðlegt verður að fylgjast með viðbrögðum verkalýðshreyfing- arinnar sem á að verja hagsmuni kjötvinnslufólksins og Neytenda- samtakanna sem eiga að berjast fyrir hollustu og vörugæðum. Rándýrt eftirlit – smithætta eykst – hver borgar? Ljóst er að byggja þarf upp nýtt, gríð- arlega öflugt eftirlit með innfluttum mat- vælum ef þessi áform ráðherrans ná fram að ganga. Einhver mun þurfa að borga þann aukna eftirlitskostnað sem leggst fyrr eða síðar á neytendur. Hvort sem það verða innlendir framleiðendur eða neytendur sem borga hann beint eða íslenskir skatt- borgar er hér fullkomlega að þarf- lausu verið að efna til kostnaðar. Það er dagljóst að eftirlitsiðnaður- inn mun fitna og þenjast út. Nýtum kosti þess að vera eyland Það hefur verið hluti af matvæla- öryggi okkar að vera sjálfum okkur nóg með kjöt og mjólkurvörur. Skoð- anakannanir sýna að afgerandi meiri- hluti þjóðarinnar vill standa vörð um íslenskan landbúnað og hreinleika hans. Með frumvarpi þessu gengur ráð- herra þvert á þennan þjóðarvilja. Við höfum nýtt okkur kosti þess að vera eyland. Með samstilltu átaki hefur tekist að verja íslenska búfjárstofna gegn nýjum sjúkdómum sem margir herja á búfé erlendis. Það er því mikil skammsýni að fórna þessari ímynd okkar og sér- stöðu og stefna í óvissu þeim árangri sem unnist hefur í sjúkdómavörnum hér á landi. Tökum Nýsjálendinga til fyr- irmyndar í hollustukröfum Mjög strangt gæðaeftirlit er með öllum þáttum kjötframleiðslu hér á landi, bæði á búunum og í öllu fram- leiðsluferlinu, m.a. um meðferð beiti- lands undir kjörorðinu: „Frá haga til maga.“ Í hreinleikanum er einmitt falinn styrkur og sóknarfæri íslensks land- búnaðar Nýsjálendingar, sem eru eylend- ingar eins og við, heimila ekki inn- flutning á kjötvörum. Það er hluti af matvælaöryggi þeirra og sérstöðu. Þessi vörn þeirra er trygging fyrir út- flutningi hágæðalandbúnaðarvara. Neytendur vilja öryggi og trygg gæði matvælanna og vistvæna fram- leiðsluferla. Bæði ytri og innri umgjörð íslensks landbúnaðar býr að þeirri stöðu og það á ekki að leika sér að eldinum, hvað hollustu matvæla og heilbrigði íslensks búfjár varðar. Óheftur innflutningur á hráu kjöti ógnar heilbrigði íslensks landbúnaðar Jón Bjarnason skrifar um inn- flutning á hráum kjötvörum » Í hreinleikanum er einmitt falinn styrk- ur og sóknarfæri ís- lensks landbúnaðar. Jón Bjarnason Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. VÖRUBÍLSTJÓRAR skora á stjórnvöld að samþykkja breyt- ingar á reglum um hvíldartíma, falla frá fyrirhuguðu umhverf- isgjaldi, lækka álögur, bæði gjöld á vörubifreiðar og virðisaukaskatt á eldsneyti, og endurskoða nýjar, íþyngjandi reglur um endurnýjun á meiraprófsöku- skírteinum. Stutt fundahöld með ráða- mönnum benda til að þeir muni draga lappirnar við úrlausn þessara mála. En um hvað er deilt? Hvíldartíminn Í reglum um hvíld- artíma vöru- bifreiðastjóra eru ströng ákvæði um að þeir hvílist frá akstri eftir 4,5 klst., ekki minna en í 45 mínútur í senn en hámarksakst- urstími er 9 klst á dag. Til þess að þetta sé hægt þarf hvíldarað- staða að vera fyrir hendi en svo er ekki. Bílstjórum er gert að leggja bifreiðum sínum þar sem þeir eru þegar hámarkstíma er náð. Þeir sem stunda næt- urakstur hafa því eng- in tækifæri til að kom- ast í hreinlætisaðstöðu, þar sem allir greiða- sölustaðir eru lokaðir. Það er því augljóst að til þess að hægt sé að uppfylla þessi ákvæði verða sam- gönguyfirvöld að útvega fullnægj- andi aðstöðu. Þessar reglur, sem eru evr- ópskar að uppruna, eiga við akst- ur á hraðbrautum Evrópu þar sem ferðast er á milli landa, jafnvel þúsundir kílómetra. Hraðbrautir sem þessar eru ekki til á Íslandi heldur eru þjóðvegirnir örmjóir, hlykkjóttir og hættulegir og ekki hægt að fara hratt yfir. Fyrir bragðið getur ferðalag, t.d. milli Reykjavíkur og Akureyrar tekið meira en 9 klst. Vetrarfærð getur orðið til þess að vörubílstjóri þarf að taka hvíldartímann t.d. á Holta- vörðuheiði og getur átt á hættu að lokast þar inni í snjóum, því hann er neyddur til að taka hvíldina á háheiðinni! Fyrir bragðið er hætt við að menn aki hraðar en skilyrði leyfa til að ná milli staða og skapi þannig hættu í umferðinni. Ef svo heppilega vildi til að viðkomandi kæmist yfir heiðina í næturakstri kæmi hann að Staðarskála harð- lokuðum! Engin stétt á Íslandi býr við þessi ströngu vinnutíma- skilyrði, ekki alþingismenn, leigu- bílstjórar, iðnaðarmenn, versl- unarmenn, læknar. Enginn! Að auki sinnir Vegagerð ríkisins ofur- eftirliti með því að eftir þessum vinnutímareglum sé farið og þeir eru sektaðir sem hinir verstu af- brotamenn sem fara ekki eftir reglunum, auk þess sem þeir fá punkta í ökuferilskrár sínar. Ein krafa bifreiðastjóra er að þangað til að viðunandi lausn verði fundin á þessu máli verði sektarákvæði felld niður, því lög sem ekki er hægt að fullnægja eru ólög. Sam- gönguráðherra getur hringt í und- irmann sinn, vegamálastjóra, og skipað honum að létta á þessu eft- irliti. Í leiðara Morgunblaðsins sunnu- daginn 6. apríl sl. var fjallað um vegakerfið og komið að kjarna málsins, vegirnir eru ekki byggðir fyrir þessa umferð, sem þjóðfélag- ið gerir þó kröfur um að fari fram. Álögur á ökutæki Auk skatta og gjalda sem eru í olíuverði greiða vörubílstjórar þungaskatt, kr. 13,95 fyrir hvern ekinn km. Fyrirhugað er að setja á þessar bifreiðar svokallað um- hverfisgjald, 20 kr/km og er því harðlega mótmælt. Miðað við þyngd menga þessir bílar minna en minnstu fólksbílar. Nær væri að fella öll slík gjöld niður og draga þannig úr verð- bólguhvata. Olíuverð hefur hækkað, það vita allir. Stjórnmálamenn hafa klifað á því að það séu lægri álögur á elds- neyti hérlendis en t.d. á Norðurlöndum. Áður en gengi krónunnar féll var eldsneytisverð hæst hérlendis auk þess sem almenn laun eru talsvert hærri þar en hér. Þegar eldsneytisverð í mismunandi lönd- um er borið saman verður að miða við hversu lengi menn eru að vinna fyrir hverjum lítra. Vöru- flutningar fara ein- göngu fram með bif- reiðum hérlendis en ekki með járnbraut- arlestum eða skipum eins og víðast annars staðar. Íbúar Norðurlanda eiga val; þeir geta kosið að ferðast með almenningsfarartækjum, stræt- isvögnum eða járnbrautum, og komist fljótt og auðveldlega leiðar sinnar en slíkt val er ekki fyrir hendi hér. Auknar og ófyrirséðar álögur geta stefnt starfsemi vörubílstjóra í voða þar sem þeir eru margir með langa samninga, marga þeirra óverðtryggða. Samgönguráðherra hefur sýnt málefnum vörubílstjóra skilning með því að efna til viðræðu við þá um þá þætti sem að hans ráðu- neyti snúa en viðræður við fjár- málaráðherra hafa verið bergmál af þriggja ára gamalli umræðu; málin eru í nefnd, skoðast síðar o.s.frv. Ökuskírteini meiraprófsbílstjóra Nýjar reglur um endurnýjun meiraprófsökuskírteina hafa verið kynntar. Þær fela í sér að meira- próf þarf að endurnýja á fimm ára fresti í stað tíu ára og umsækjandi þarf að sitja 35 klst. námskeið og missa þar af leiðandi úr vinnu, auk þess kostar það 70 þúsund kr. á mann að sitja þetta námskeið. Þessar breyttu reglur eru enn einn votturinn um evrópska for- ræðishyggju sem efast má um að eigi við hér. Niðurlag Stjórnvöld hafa gagnrýnt vöru- bifreiðastjóra harkalega fyrir að- gerðir þeirra og hafa reynt að fá fjölmiðla í lið með sér. Almenn- ingur, á hinn bóginn, hefur staðið þétt við bakið á bílstjórunum, enda skarast hagsmunir þeirra. Kröfurnar eru: Rýmri vinnutíma- reglur, minni álögur, betri og öruggari vegir og að látið verði af sífelldri forræðishyggju og skatt- heimtu. Mótmæli vöru- bifreiðastjóra og almennings Sturla Jónsson útskýrir mál- stað vörubílstjóra Sturla Jónsson » Auknar og ófyrirséðar álögur geta stefnt starfsemi vörubílstjóra í voða þar sem þeir eru margir með langa samninga, marga þeirra óverðtryggða. Höfundur er vörubílstjóri. ÞAÐ er fagnaðarefni að núver- andi stjórnvöld, bæði borgarstjórn og ríkisstjórn, vilji festa Reykjavík- urflugvöll í sessi. Nauðsynlegt er að eyða þeirri skipulagslegu óvissu sem hefur ríkt og losa þá starfsemi sem er við völlinn úr þeirri spennitreyju sem hún hefur verið í til þessa. Áætlanir yfirvalda um að hefja loks byggingu samgöngumiðstöðvar er skref í þessa átt og sérstaklega ánægju- legt. Flugvöllur í Vatns- mýrinni er samgöngu- miðstöð þjóðarinnar, sem tryggir þjóðinni gott og öruggt aðgengi að höfuðborginni þar sem er að finna þunga- miðju stjórnsýslu, við- skipta og heilbrigðisþjónustu. Allt of lengi hefur hávær minnihluti (sbr. nýlegar skoðanakannanir) haft sig í frammi og talað um að flugvöllurinn og starfsemi sem honum tengist eigi að víkja fyrir öðru mikilvægara, að þeirra mati. Vatnsmýrin er sögð svo dýrmæt sem byggingarland að „þjóðhagsleg hagkvæmni“ kalli á að þarna rísi íbúðabyggð. Þegar menn setja upp slík reiknisdæmi og fá út þjóðhagslega hagkvæmni“, leyfi ég mér að stórefast um þær fjölmörgu forsendur sem liggja til grundvallar slíkum útreikningum. Það vakti t.a.m. óskipta athygli að allar verð- launatillögur í samkeppni um fram- tíðarskipulag í Vatnsmýri nýverið gerðu allar ráð fyrir lágreistri byggð, keimlíkri þeirri sem fyrir er í miðborginni. Er slíkt í samræmi við forsendur sem heyrst hafa um tutt- ugu þúsund manna byggð? Reykja- víkurflugvöllur er annað og meira en þarft mannvirki í höfuðborginni. Á Reykjavíkurflugvelli starfa ekki færri en um 500 manns við störf sem tengjast beint þeirri flugstarfsemi sem þar fer fram; farþegaflugi, kennsluflugi, sjúkraflugi og útsýnis- og leiguflugi. Fjölmörg fyrirtæki hafa fjárfest verulega í aðstöðu á vellinum, ekki hvað síst á allra síð- ustu árum, enda hefur staðsetningin verulegt gildi fyrir reksturinn. Þetta á sér- staklega við þegar litið er til þess hagræðis í tíma og kostnaði fyrir sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki sem ferðast til og frá borg- inni. Þetta hefur verið staðfest m.a. með sí- aukinni umferð um flugvöllinn á síðustu ár- um. Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni er afar vel staðsettur með til- liti til veðurfars og at- vinnuflugmenn þekkja vel hversu mikilvægt hlutverk vallarins er sem varaflugvöllur. Í því sambandi styðja Reykjavíkur- og Keflavík- urflugvöllur hvor annan sérlega vel, en standa mjög höllum fæti einir og sér. Þetta hefur verið staðfest oft í vetur, þegar reynt hefur á vara- flugvöll í slæmum veðrum – hvort sem er fyrir innanlandsflug eða millilandaflug. Væru ekki tveir not- hæfir flugvellir á suðvesturhorni landsins, þýddi það skert flugöryggi og verulega aukinn kostnað flugrek- anda. Þá liggur fyrir að með tilliti til almannavarna er ekki boðlegt að hafa einungis einn flugvöll þar sem mikill meirihluti landsmanna býr. Fleiri flugvelli Það væri þjóðráð að bæta við flug- velli í nágrenni borgarinnar og halda Reykjavíkurflugvelli. Það liggur fyr- ir vilji til að búa til flugbraut í ná- grenni Reykjavíkur til að nota í æf- inga- og kennsluflugi. Slíkt er þarfa- þing og um leið ætti að gera þá braut þannig úr garði að hún gæti nýst t.d. sem varabraut í útsynningi fyrir inn- anlandsflugið. Öryggisnefnd FÍA hefur ítrekað bent á nauðsyn þess að hafa til reiðu braut á suðvesturhorn- inu sem liggur suðvestur/norðaustur og ekki hvað síst þar sem samsvar- andi braut hefur verið lokað í Kefla- vík! Það er eðlileg krafa flugmanna að slík braut sé til reiðu á svæðinu – öryggisins vegna. Slík braut kæmi þá í stað sambærilegrar brautar á Reykjavíkurflugvelli og losaði þá um leið byggingarland í Vatnsmýrinni. Á undanförnum vikum og mán- uðum hefur mikið verið spáð og spekúlerað um mögulegan flutning Reykjavíkurflugvallar. Persónulega tel ég að það að ætla sér að færa starfsemi Reykjavíkurflugvallar upp á Hólmsheiði eða til Keflavíkur yrði mikil afturför: óásættanlegt fyrir fyrirtækin á vellinum og illgerlegt. En það vantar veðurfarsupplýsingar og fleiri gögn til að taka upplýsta af- stöðu um önnur möguleg flugvall- astæði. Ekki síst í ljósi þess, eigum við að virða tilveru Reykjavíkur- flugvallar og þau fyrirtæki og það fólk sem þar starfar, með því að tala ekki um að völlurinn sé það ómerki- legur að hann skuli víkja. Þvert á móti eigum við að hlúa að flugvell- inum og virða atvinnustarfsemina sem þar er. Hún er ekki síður mik- ilvæg en arkitektúr og kaffihúsa- menning í miðborginni. Flugvöllur og fólk Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar um mikilvægi Reykja- víkurflugvallar » Við eigum að virða og hlúa að mikil- vægri starfsemi á Reykjavíkurflugvelli. Þjóðráð væri að bæta við öðrum flugvelli á höfuðborgarsvæðinu. Jóhannes Bjarni Guðmundsson Höfundur er flugmaður og formaður Félags íslenzkra atvinnuflugmanna (FÍA)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.