Morgunblaðið - 10.04.2008, Page 30
30 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Leiðir okkar og
Ástu lágu fyrst saman
þegar hún réð sig til
starfa hjá Verkfræði-
stofu Stefáns Ólafssonar, sem síðan
varð að VSÓ Ráðgjöf, árið 1972.
Ásta var traustur og góður starfs-
maður VSÓ. Allir starfsmenn leit-
uðu til Ástu þegar á móti blés og
allir fengu leiðsögn gegn hörðum
og miskunarlausum vindi og sú leið-
sögn var veitt með ástúð sem ein-
kenndi Ástu og allt hennar viðmót.
Höfum við notið vináttu hennar,
gestrisni, jákvæðni og hlýhugar í
nær fjörutíu ár. Ásta var traustur
vinur sem með virðulegri reisn
tókst á við öll viðfangsefni sem
henni bárust, hvort heldur það voru
mótvindur eða gamanmál sem við
var að etja. Í okkar huga var Ásta
sannur höfðingi heim að sækja,
glaðvær og umlukin áru sem allir
fundu fyrir. Fórnfýsi, lífsvilji og
baráttuhugur voru hennar aðals-
merki og alltaf túlkuð með virðingu
og hógværð og gjarnan með glettn-
isívafi.
Ásta var barnagæla og átti auð-
velt með að ná til barna sem voru
henni ókunn og náði fljótt trausti
þeirra og áhuga. Ásta lét sig aldrei
vanta á jólaböll. Þegar hennar börn
voru vaxin upp úr barnaböllum og
henni auðnaðist ekki að fá barna-
börn þá fékk hún bara börn lánuð
hjá fjölskyldu og vinum.
Okkur leið alltaf vel í návist Ástu
og heilluðumst af brosi hennar sem
náði til alls andlitsins. Þremur dög-
um fyrir andlát hennar voru
kveðjuorðin þau að allt færi vel og
Ásta Ingvarsdóttir
✝ Ásta Ingv-arsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 4.
nóvember 1955.
Hún andaðist á
heimili sínu í
Reykjavík 13. mars
síðastliðinn og var
jarðsungin frá Bú-
staðakirkju 25.
mars.
svo kvaddi hún með
brosinu sínu bjarta.
Binni, börn og fjöl-
skylda mega stolt
minnast Ástu með ást
og virðingu. Við send-
um ykkur okkar inni-
legustu samúðar-
kveðjur.
Jytte, Bjarni
og dætur.
Horfin er á braut
frábær manneskja og
góður vinur. Þegar
mér verður hugsað til Ástu, hrann-
ast upp minningar frá því á ung-
lingsárunum en þá hófst óslitin vin-
átta okkar Ástu. Þær minningar
eru dýrmætar og gott að eiga. Ásta
var mikil fjölskyldumanneskja og
varla finnst eins samheldin stór-
fjölskylda og hennar. Ég minnist
brossins hennar Ástu, skemmtilega
glettna augnaráðsins og dillandi
hláturs hennar. Hún var alltaf svo
jákvæð, vingjarnleg og hlý. Já,
Ásta hafði sannarlega stórt hjarta.
Öll börn löðuðust að henni, því fékk
sonur okkar að kynnast.
Það er mér minnisstætt þegar ég
fór í fyrsta sinn í veislu með vin-
konunum ásamt mökum í Réttar-
selið til þeirra hjóna. Vinalegt við-
mót, rausnar- og myndarskapur
þeirra var með eindæmum. Það var
eins og flokkur þjónustuliðs hefði
séð um veisluhöldin. Eftir því sem
árin liðu fór ég samt að átta mig á
því að Ásta galdraði þessar veit-
ingar fram á engri stundu, án nokk-
urs fyrirvara og alltaf með bros á
vör.
Okkur er efst í huga af hve mikl-
um hetjuskap og hugprýði Ásta tók
veikindum sínum. Vel studd af
Binna, börnunum og sínu nánasta
fólki. Alltaf hafði hún nóg til að
gefa öðrum. Sjálfur lenti ég í slysi,
þar sem ég þurfti að stokka upp líf
mitt. Ásta hefur eflaust ekki gert
sér grein fyrir því hversu hvetjandi
áhrif hún hafði á mig. Oft var mér
hugsað til hennar og hvernig hún
tókst á við sína erfiðleika af æðru-
leysi. Ég þakkaði Ástu aldrei þenn-
an stuðning.
Haustið 2006 rákumst við á
kunnuglega „drengi“ utan alfara-
leiðar á strætum Kaupmannahafn-
ar. Það voru þeir Ingvar og „synir“.
Binni, Bjarni og Einar eru jú
tengdasynir, en í þessari sam-
heldnu fjölskyldu held ég að enginn
munur sé þar á. Ingvar hafði gert
sér ferð út fyrir landsteinana með
hópinn sinn til að finna rétta tré-
bæsinn, sem ekki var fáanlegur á
Íslandi. Mamma og systurnar,
höfðu annað þarfara að gera en að
þræða byggingavöruverslanir.
Um kvöldið snæddum við saman
og nutum þess að vera til. Hver
hefði trúað að einhver í þessum hóp
væri að glíma við alvarlegan sjúk-
dóm, slík var kátínan, jákvæðnin og
stemningin við borðið. Hver hefði
trúað því að nú rúmu ári síðar væru
tveir af sessunautum okkar þetta
kvöld ekki lengur á meðal okkar.
Myndbrot frá þessu kvöldi eiga eft-
ir að hlýja okkur um ókomna fram-
tíð.
Ásta var orðin þreytt í lokin og
er nú búin að fá hvíldina. Okkur
þótti öllum vænt um Ástu og þökk-
um dýrmæt kynni við hana. Þau
gerðu okkur ríkari. Við munum öll
sakna hennar sárt. Guð geymi
hana.
Elsku Binni, Auður, Inga Lillý,
Bjarni og tengdabörn, við sendum
ykkur okkar dýpstu samúðarkveðj-
ur. Einnig vottum við foreldrum
Ástu, systkinum og öðrum aðstand-
endum innilega samúð. Guð blessi
ykkur öll og styrki.
Þegar raunir þjaka mig
þróttur andans dvínar
þegar ég á aðeins þig
einn með sorgir mínar
gef mér kærleik, gef mér trú,
gef mér skilning hér og nú.
Ljúfi drottinn lýstu mér
svo lífsins veg ég finni.
Láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
(Gísli frá Uppsölum.)
Ásta Birna, Gunnar
og Þorgeir.
Fallegir legsteinar
á góðu verði
Englasteinar
Helluhrauni 10
Sími 565 2566 - www.englasteinar.is
Sendum
myndalista
✝
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát
og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
SIGURBJARGAR SIGURJÓNSDÓTTUR
frá Flatey á Skjálfanda,
Garðarsbraut 55,
Húsavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Hvammi,
heimili aldraðra á Húsavík.
Vigdís Helga Guðmundsdóttir, Pálmi Sigfússon,
Sigurjón Guðmundsson, Ása Grímsdóttir,
Jóhanna Guðmundsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
Mig langar í örfáum
orðum að minnast
Imbu hans Ása sem nú
er látin. Svo lengi sem
ég hef munað voru Ási frændi og
Imba í Sandgerði hluti af tilveru
minni og tilheyrðu nánustu fjöl-
skyldu, voru eiginlega eins og afi og
amma. Samgangur var mikill milli
okkar og þeirra, alltaf komið við suð-
ur í Sandgerði ef leiðin lá suður á
annað borð og á sumrin renndu Ási
og Imba við í Víkinni og heimsóttu
okkur. Í kringum þau hjón og börn
þeirra var alltaf gleði og léttleiki, tal-
að hátt og mikið og hlegið enn meira.
Imba var einstaklega geðprúð, átti
alltaf hlýleg orð og faðmlög handa
okkur krökkunum og hún sýndi okk-
ur og áhugamálum okkar áhuga,
hafði hæfileika til að tala við börn
þannig að um samtal á jafnréttis-
grunni væri að ræða, en það er ekki
öllum gefið. Ég minnist úr bernsku
allra kræsinganna sem Imba töfraði
fram í eldhúsinu á Vallargötunni,
rjómatertur, pönnukökur, karmellu-
kökur og svo voru það tíglakökurnar
með bleika glassúrnum sem slógu
allt út. Hvort sem um var að ræða
mat eða kaffiveitingar, allt var gott
og fallegt og borið fram með gleði,
því gestrisni hennar var mikil. Hún
bjó yfir jafnaðargeði og léttri lund og
var alltaf jákvæð og brosmild. Það
lengsta sem hún teygði sig í átt að
pirringi var að hún sagðist stundum
vera skúffuð.
Þegar ég var 16 ára skvetta tók
Imba mig inn á heimili sitt í nokkrar
vikur því að sumarvinnan mín í Vík
átti ekki að hefjast strax og ómögu-
legt var að láta unglinginn slæpast í
3 vikur. Ég fékk vinnu í saltfiski þar
sem unnið var frá morgni og langt
fram á kvöld og skólastúlkan ég var
gjörsamlega útkeyrð. Imba hugsaði
um mig, sem ein úr fjölskyldunni
væri, matur á borðum að morgni, í
hádeginu og á kvöldin og ekki má
gleyma kvöldkaffinu með kökum og
kræsingum. Auk þess smurði hún
nesti handa mér tvisvar á dag, sá um
✝ Guðný IngibjörgBjarnadóttir
fæddist á Skeiðflöt í
Sandgerði 21. apríl
1927. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 17. mars
síðastliðinn og var
jarðsungin frá Safn-
aðarheimilinu í
Sandgerði 28. mars.
og hirti vinnufötin mín,
auk þess að binda um
auma úlnliði og sjá um
að stúlkan fengi að
hvíla sig um helgar.
Ekki veit ég hvort ég
þakkaði henni al-
mennilega fyrir mig
þegar dvölinni lauk,
sennilega ekki, en ég
hef oft minnst þessara
vikna inni á heimili
þeirra hjóna og hvern-
ig var dekrað við mig,
og hvað mér leið vel.
Imba fylgdist vel með
öllum í fjölskyldunni, og væru merk-
isatburðir svo sem skírnir, ferming-
ar, útskriftir og brúðkaup var öruggt
að hún myndi eftir því og samgledd-
ist viðkomandi með viðeigandi hætti.
Ég þakka þér Imba samfylgdina í
gegnum þetta líf og er sannfærð um
að þú heldur áfram að starfa sem
engill á nýjum vettvangi.
Hvíl í friði.
Aðalheiður Björk Olgudóttir.
Imba frænka, eins og ég kallaði
hana ævinlega þrátt fyrir að við vær-
um ekki blóðskyldar, var einhver
ljúfasta og örlátasta manneskja sem
ég hef kynnst. Hún var öðlingur
heim að sækja, skapstillt og viðræðu-
góð. Hún var umburðarlynd og talaði
jafnan vel um samborgara sína þótt
hún hefði líka gaman af skrýtnum
uppákomum og fyndnum tilsvörum.
Þegar fólk hefur átt saman jafn-
langan tíma og þau Imba og Ási,
verða þau eitt í hugum þeirra sem til
þekkja. Þegar maður talaði um ann-
að þeirra fylgdi hitt gjarnan með:
Imba og Ási var eitt orð, þau samofin
heild og mér fannst erfitt að hugsa
sér annað án hins. Enda fór það svo
að þau voru ekki lengi hérna megin
hvort án hins. Það eru ekki nema
rúmir 5 mánuðir síðan Ási frændi
kvaddi þennan heim og núna fer
Imba lífsförunautur hans, sömu leið.
Ég dvaldi einu sinni sumarlangt á
heimili þeirra Imbu og Ása að Vall-
argötu í Sandgerði í góðu yfirlæti
enda höfðu þau einstakt lag á að láta
manni finnast maður velkominn –
alltaf. Þótt stundum liði langur tími á
milli heimsókna var alltaf eins og við
hefðum hist síðast í gær og viðmótið
alltaf jafn hlýtt. Sér í lagi er mér of-
arlega í huga heimsókn í Sandgerði í
sól og blíðu síðasta sumar. Við Imba
fórum í nokkuð langan bíltúr um bæ-
inn og nágrenni hans og spjölluðum
saman um heima og geima á leiðinni.
Þetta var frábær dagur sem endaði
með því (auðvitað) að ég var leyst út
með gjöfum. Ég er þakklát fyrir allar
þær stundir sem við áttum saman,
vildi bara að þær hefðu verið fleiri.
Það er með miklum söknuði að ég
kveð Imbu frænku í dag en það er
huggun harmi gegn að hugsa sér að
hún sé þó komin til Ása. Það er mikið
á börn þeirra og nánustu fjölskyldu
lagt að kveðja ástvini með svona
stuttu millibili. Elsku Nonni, Stína,
Ragnheiður og fjölskyldur, ég sendi
ykkur mínar dýpstu samúðarkveðj-
ur. Minning þeirra Imbu og Ása lifir í
hugum okkar allra.
Kveðja,
Helena frænka.
Guðný Ingibjörg
Bjarnadóttir
✝ Guðjón Sig-urðsson, smið-
ur, fæddist á Krossi
í Lundarreykjadal
29. mars 1913.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu
Skjóli 27. mars síð-
astliðinn. For-
eldrar hans voru
Halldóra Jóels-
dóttir og Sigurður
Jónsson. Guðjón
var þriðji í röð
fjögurra systkina,
þeirra Haraldar,
Guðrúnar og Sesselju, en þau
eru öll látin.
Hinn 4. nóvember 1944 kvænt-
ist Guðjón Oddnýju Þórunni
Björnsdóttur frá Berunesi við
Reyðarfjörð, f. 30. júlí 1911 d.
25. febrúar 1992. Börn Guðjóns
og Oddnýjar eru: 1) Stúlka, f. og
d. 1944. 2) Logi, f. 1949, maki
Ingunn Lár-
usdóttir, f. 1949, d.
2004. Börn þeirra
eru Gylfi Már, f.
1972, Oddný Þóra,
f. 1973 og Óskar, f.
1980, d. 1998. 3)
Björn, f. 1954, maki
Guðbjörg Gunnars-
dóttir, f. 1953, son-
ur þeirra Guðjón
Örn, f. 1980, sam-
býliskona Kristín
Hulda Guðmunds-
dóttir, f. 1978.
Guðjón fluttist til
Reykjavíkur 1939 og lærði smíð-
ar. Hann vann við ýmiss konar
smíðavinnu en lengst af sem
smiður hjá Bæjarútgerð Reykja-
víkur eða þar til hann lét af
störfum vegna aldurs.
Útför Guðjóns fer fram frá
Fossvogskapellu í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Elsku afi, það er sárt að kveðja þig
þó að ég viti að þú hafir verið saddur
lífdaga. Það er sárt að kveðja þig þó
að ég viti að þér líði betur núna. Þú
varst einstaklega hraustur maður,
fórst allra þinna ferða á hjóli eða
gangandi, syntir reglulega og rækt-
aðir líkama og sál. En öll munum við á
endanum tapa glímunni við Elli og ég
veit að þú laukst þínu lífi sáttur.
Þú skilur eftir þig margar góðar
minningar. Þú sóttir mig oft í leik-
skólann á sínum tíma, ég náði oftar en
ekki að plata þig til að stoppa í sjopp-
unni á leiðinni heim, það komst oft
upp um okkur því við áttum það til að
gleyma bakpokanum mínum í sjopp-
unni.
Ég man að ég spurði þig einu sinni
hvort þú ættir ekki einhverja vini og
félaga, þú sagðist eiga fullt af vinum
og að þeir sætu allir þarna á hillunni
og bentir á bókasafnið þitt. Þessi vin-
átta þín við bækurnar var mjög sterk
því að þegar ég kom í heimsókn til þín
og þú varst löngu hættur að þekkja
mig drógum við stundum fram bókina
„Íslenskir þjóðhættir“. Þar skoðuðum
við myndirnar og þú gast sagt mér
allt um forn verkfæri og gamlar
vinnuaðferðir.
Þú varst mjög handlaginn og með
grænar fingur, ég man eftir að koma í
Stóragerðið og sjá þig dunda þér í
garðinum. Ég man líka eftir því þegar
við byggðum húsið í Reyðarkvíslinni
hvað þú varst hjálpsamur, iðjusamur
og vandvirkur. Það hafði sterk áhrif á
mig að sjá hversu áhugavert þér þótti
það sem ég lærði í skólanum. Það að
læra annað tungumál, fá tækifæri til
að stunda nám erlendis og fleira
fannst þér ekki sjálfsagt. Þú komst
mér í skilning um að svo væri ekki og
kenndir mér að meta gildi menntun-
ar. Þú hafðir ekki þessi tækifæri á sín-
um tíma og mig grunar að leið þín í
gegnum lífið hefði verið önnur ef þú
hefðir fengið tækifæri til að mennta
þig betur.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Hvíl þú í friði afi minn.
Guðjón Örn Björnsson.
Guðjón Sigurðsson
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegnum
vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari upp-
lýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hef-
ur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er ekki
unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu ekki
lengri en 3.000 slög (stafir með bilum
- mælt í Tools/Word Count). Ekki er
unnt að senda lengri grein. Hægt er
að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim
sem kvaddur er virðingu sína án þess
að það sé gert með langri grein.
Ekki er unnt að tengja viðhengi
við síðuna.
Minningargreinar