Morgunblaðið - 10.04.2008, Side 33
RÁÐSTEFNA á vegum fé-
lagsvísindadeildar Háskólans á
Bifröst – náms í heimspeki,
hagfræði og stjórnmálafræði
(HHS) verður haldin föstudag-
inn 11. apríl í Iðnó kl. 14-16.
Geta háskólar í raun und-
irbúið leiðtoga? Eru slíkir
hæfileikar kannski meðfæddir
- séu þeir þá til staðar yf-
irleitt?
Læra að vera
forsætisráðherra?
Ráðstefnan er haldin til
vekja upp spurningar sem
þessar í háskólanámi almennt,
segir m.a. í fréttatilkynningu.
Erindi flytja Jón Baldvin
Hannibalsson, fyrrverandi ut-
anríkisráðherra, Þóranna
Jónsdóttir hjá Auði Capital og
Magnús Árni Magnússon hjá
Capacent. Fundarstjóri verður
Svanborg Sigmarsdóttir.
SAMBAND íslenskra náms-
manna erlendis efnir til mál-
stofu um áhrif gengisþróunar
fyrir kjör íslenskra námsmanna
erlendis í dag, fimmtudag, í
Norræna húsinu kl. 10.
Fyrirlesarar verða: Garðar
Stefánsson, framkvæmdastjóri
Samtaka íslenskra námsmanna
erlendis, Örn Arnarsson, blaða-
Áhrif gengis á námsmenn
maður hjá Viðskiptablaðinu,
Helgi Snær Sigurðsson, blaða-
maður hjá Morgunblaðinu, og
Edda Rós Karlsdóttir, for-
stöðumaður greiningardeildar
Landsbankans.
Aðgangur er ókeypis og eru
námsmenn sérstaklega vel-
komnir. Eftir fundarhöld verð-
ur boðið upp á veitingar.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2008 33
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Árskógar 4 | Bað kl. 8.15, opin smíðastofa og
handavinnustofa kl. 9-16.30, bocia kl. 9.30,
helgistund kl. 10.30, leikfimi kl. 11 og myndlist
kl. 13.30. Uppl. í síma 535-2700.
Bólstaðarhlíð 43 | Bingó kl. 13.30, vinningar.
Hárgreiðsla, böðun, lífsorkuleikfimi, almenn
handavinna, myndlist, morgunkaffi, dagblöð,
fótaaðgerð, hádegisverður, bókband, kaffi.
Dalbraut 18-20 | Postulínsnámskeið kl. 13-
16, leiðb. Hafdís. Lýður og harmonikkan kl. 14,
guðsþjónusta kl. 15.10. Sr. Bjarni Karlsson.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13.
Félag kennara á eftirlaunum | Bókmennta-
hópurinn í Kennarahúsinu kl. 14. EKKÓ-kórinn
æfir í KHÍ frá kl. 17. Nýjar raddir velkomnar.
Félagsheimilið Gjábakki | Rammavefnaður,
almenn leikfimi og málm- og silfursmíði fyrir
hádegi, róleg leikfimi og bókband kl. 13,
myndlistarhópur kl. 16.30 og dönskukennsla
kl. 17.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handavinna kl.
9, ganga kl. 10, hádegisverður, brids og
handavinna kl. 13, jóga kl. 18.15.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Bók-
band kl. 10, gönguhópur kl. 11, vatnsleikfimi kl.
12.40, karlaleikfimi kl. 13, boccía kl. 14,
handavinnuhorn og námskeið í bútasaumi kl.
13. Listadagar í Garðabæ, sýning í Jónshúsi á
verkum barna úr Sjálandsskóla og leikskól-
anum Montessori-setrinu.
Félagsstarf Gerðubergs | Helgistund kl.
10.30, umsj. sr. Guðmundur Karl Ágústsson.
Frá hádegi eru vinnustofur opnar, m.a. perlu-
saumur og myndlist. Laugard. 12. apríl kl. 14-
16 er samráðsfundur íbúa í Breiðholti og
borgarsjóra í Seljaskóla, fjölbreytt dagskrá og
veitingar í boði, nánar kynnt í fjölmiðlum og
bréfi. S. 575-7720.
Hraunbær 105 | Handavinna og postulíns-
málun kl. 9, boccia kl. 10, leikfimi kl. 11, hádeg-
ismatur, félagsvist kl. 14, kaffi. Námskeið í
þurrburstun á keramik hefst 15. apríl og
stendur til 27. maí (7 skipti), kl. 13-16, kennari
Hulda Guðmundsdóttir. Skráning og upp. á
skrifstofu eða í síma 411-2730.
Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, leikfimi kl. 11.20,
tréskurður kl. 13, opið hús. Aðalfundur FEBH
kl. 14.
Hvassaleiti 56-58 | Hannyrðir hjá Jóhönnu
kl. 9-16, boccia kl. 10, hádegisverður, fé-
lagsvist kl. 13.30, kaffiveitingar. Hársnyrting.
Hæðargarður 31 | Fastir liðir eins og venju-
lega. Listasmiðjan opin, félagsvist, skapandi
skrif, Bör Börsson, Müllersæfingar, brids, þeg-
ar amma var ung, leikfimi, sönghópur Hjördís-
ar Geirs, Stefánsganga o.fl. Bókmenntaferð
til Akureyrar 14.-16. maí. Uppl. 568-3132.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun er fagnað
10 ára starfasafmæli Korpúlfa með afmælis-
fagnaði í Gullhömrum kl. 19. Einnig er sund-
leikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9.30 og
Listamiðjan á Korpúlfsstöðum er opin kl. 13-
16.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögustund og
spjall kl. 9.45, boccia karlaklúbbur kl. 10.30,
handverks- og bókastofa opin, postulíns-
málun námskeið kl. 13, boccia, kvennaklúbbur
kl. 13.30, kaffiveitingar. Hárgreiðslustofa, sími
552-2488.
Norðurbrún 1 | Smíðastofan og vinnustofa í
handmennt opin kl. 9-16, leiðb, Halldóra, leir-
listarnámskeið leiðb. Hafdís kl. 9-12, boccia
kl. 10. Sími 411-2760.
Sjálfsbjörg | Skák kl. 19 í félagheimili Sjálfs-
bjargar á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12.
Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaaðgerðir
kl. 9, boccia kl. 9.15-14, aðstoð v/böðun kl.
9.15-15.30, handavinna kl. 10, spænska framh.
kl. 11.45, hádegisverður, kóræfing kl. 13, leik-
fimi kl. 14.30, kaffiveitingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bókband,
glervinnsla, morgunstund, boccia, handa-
vinnustofan opin, hárgreiðslu- og fótaaðgerð-
arstofan opin allan daginn, upplestur kl.
12.30, spilað kl. 13. Uppl. í síma 411-9450.
Þórðarsveigur 3 | Bænastund og samvera kl.
10, salurinn opinn kl. 13, leikfimi kl. 13.15,
bingó kl. 14.15, kaffiveitingar.
Kirkjustarf
Aglow | Aglow-kvöld í Skátaheimilinu kl. 20.
Tískusýning frá versl. Belladonna. Rut Guð-
mundsdóttir flytur Guðsorð. Tilbeiðsla og fyr-
irbænir. Léttar veitingar kr. 700. Allar konur
velkomnar.
Áskirkja | Söngstund með organista kl. 14,
kaffiveitingar á eftir. Bíófundur klúbbs 8 og 9
ára og TTT-starfsins eru báðir kl. 17.
Áskirkja | Söngstund með organista kl. 14,
kaffiveitingar á eftir. Bíófundur klúbbs 8 og 9
ára og TTT-starfsins kl. 17. Ath. báðir hópar
mæta kl. 17.
Digraneskirkja | Foreldramorgunn kl 10 12,
leikfimi ÍAK kl. 11, bænastund kl. 12, 6-9 ára
starf kl. 16-17. Meme junior kl. 19.30-21.30.
digraneskirkja.is
Dómkirkjan | Kvöldkirkjan er opin kl. 20-22.
Bænastundir kl. 20.30 og 21.30. Prestur á
staðnum. Hægt er að kveikja á bænarkerti og
eigir kyrrláta stund. Opið hús í safnaðarheim-
ilinu Lækjargötu 14a kl. 14-16, kaffi og spjall.
Grafarvogskirkja | Foreldramorgunn kl.10-12,
kaffi, djús og brauð fyrir börnin. TTT fyrir 10-
12 ára kl. 15-16 í Víkurskóla.
Grensáskirkja | Hversdagsmessa með Þor-
valdi Halldórssyni kl. 18-19. Bænin, orð Guðs
og altarisganga, messan einkennist af kyrrð
og einfaldleika.
Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Org-
elleikur, íhugun. Léttur málsverður í safn-
aðarsal eftir stundina.
KFUM og KFUK á Íslandi | Fundur í AD
KFUM kl. 20. Trúboðarnir, samtök kristinna
bifhjólamanna kynna starfsemi sína. Efni:
Halldór Jónsson jr. Hugleiðing: Vörður
Traustason. Kaffi eftir fundinn. Allir karlmenn
velkomnir.
Laugarneskirkja | Kyrrðarstund kl. 12, borð-
samfélag á eftir. Samvera eldri borgara kl. 14,
Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Fem-
inistafélagsins, svarar spurningunni: „Hvað er
þessi feminismi?“ Kaffiveitingar í umsjá
kirkjuvarðar og þjónustuhóps. Sóknarprestur
stýrir samkomunni.
Vídalínskirkja Garðasókn | Kyrrðar- og fyrir-
bænastund kl. 22. Tekið er við bænarefnum
af prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok
stundarinnar. Biblíulestur síðasta fimmtudag
hvers mánuðaðar kl. 21, opin öllum. Bæn er
lífsleikni.
90ára afmæli. Í dag, fimmtudaginn10. apríl, er níræður Ormur Ólafs-
son, Safamýri 54, Reykjavík. Hann var
einn af fyrstu starfsmönnum Flugfélags
Íslands og vann þar alla tíð og síðar hjá
Flugleiðum eftir sameiningu félaganna.
Hann er virkur kvæðamaður og starfaði í
Kvæðamannafélaginu Iðunni, lengst af í
stjórn og formaður í áratugi. Heið-
ursfélagi frá árinu 1995. Eiginkona Orms
er Alfa Guðmundsdóttir. Ormur dvelst nú
um stundarsakir á St. Franciscuspít-
alanum í Stykkishólmi.
60árabrúð-
kaupsafmæli.
Miðvikudaginn
9. apríl fögnuðu
hjónin Unnur
og Jóhannes
Proppé 60 ára
brúðkaups-
afmæli. Þau eru
til heimilis að
Hæðargarði 33,
108 Reykjavík.
dagbók
Í dag er fimmtudagur 10. apríl, 101. dagur ársins 2008
Orð dagsins: En hvert tré þekkist af ávexti sínum, enda lesa menn ekki fíkjur af þistlum né vínber af þyrnirunni. (Lúkas 6, 44.)
Samtökin ’78 hafa á vormisseriefnt til fyrirlestraraðar í sam-starfi við deildir og stofnanirHáskóla Íslands.
Á morgun, föstudag, er röðin komin
að Önnudís G. Rúdólfsdóttur, dósent
við University of the West of England,
sem ætlar að að flytja erindið Sigrar
ástin allt? – um ráðgjafar- og sjálfs-
hjálparbækur fyrir fjölskyldur samkyn-
hneigðra.
Fyrirlesturinn byggir Annadís á
rannsókn sem hún vann ásamt kollega
sínum Viktoríu Clarke, þar sem sjálfs-
hjálparbækur fyrir aðstandendur sam-
kynhneigðra voru greindar: „Notað var
þægindaúrtak af sjálfshjálparbókum og
textinn greindur með feminískri texta-
greiningu. Við höfðum áhuga á að skoða
bækurnar með hliðsjón af hvers konar
hugmyndir um samkynhneigð þær
bjóða upp á og kryfja þau ráð sem les-
andanum eru gefin til að hugsa um
samkynhneigð og bregðast við. Um leið
og við greindum þá möguleika sem
fróðleikur bókanna opnaði fyrir höfðum
við augun opin fyrir þeim möguleikum
sem lokað var fyrir um leið,“ segir An-
nadís.
Sjálfshjálparbækur af þessu tagi fóru
fyrst að líta dagsins ljós á seinnihluta
áttunda áratugarins og segir Annadís
þær hafa notið mikilla vinsælda:
„Margar þessara bóka koma frá Banda-
ríkjunum, og eru óneitanlega þannig
gerðar að þær vilja styðja hefðbundnar
hugmyndir um stöðu homma og lesbía,
frekar en að þær reyni að opna fyrir
róttækari leiðir til að líta á samkyn-
hneigð,“ útskýrir Annadís.
Í bókunum fundu þær Annadís og
Viktoría nokkur meginstef: „Töluverð
áhersla er lögð á að samkynhneigð sé
meðfædd, hommar og lesbíur geti ekki
að kynhneigðinni gert og verði þar af
leiðandi að samþykkja kynhneigðina.
Þannig er í raun gefið í skyn að gagn-
kynhneigðin sé hið rétta norm og þurfi
að sætta sig við samkynhneigðina sem
frávik,“ segir Annadís. „Iðulega er
áhersla á mikilvægi þess að finna hið
sanna sjálf og þann persónulega vöxt og
umbreytingu sem verður við að sætta
sig við kynhneigð sína – en um leið er
það eins og þversögn að í bókunum er
lögð á það ofuráhersla að einstakling-
urinn breytist ekkert við að koma út úr
skápnum, sé enn sá sami og áður.“
Fyrirlesturinn á morgun fer fram í
stofu 101 í Odda og hefst kl. 12.15.
Samfélag | Misvísandi skilaboð sjálfshjálparbóka um samkynhneigð
Ástin sigrar allt – eða hvað?
Annadís Rúd-
ólfsdóttir fæddist í
Reykjavík 1964.
Hún lauk BA-prófi
í sálfræði frá HÍ
1989 og meist-
araprófi í fé-
lagslegri sálfræði
frá LSE 1990 og
doktorsgráðu frá
sama skóla 1997. Annadís kenndi við
Háskóla Íslands 1997-1999, við LSE
1999-2000 og hefur frá 2000 verið
lektor og síðan dósent í félagssálfræði
við University of the West of England.
Annadís er gift Boris Maksimov út-
varpsmanni og eiga þau tvo syni.
Tónlist
Glætan bókakaffi | John Long frá Kanada, Magdalena
frá Svíþjóð og Jasser frá Íslandi verða í Glætunni kl.
20-22 í kvöld. Ókeypis inn og ekkert aldurstakmark.
KAUPMAÐUR raðar appelsínum á ávaxtamarkaði í
indversku borginni Kolkata, sem áður hét Kalkútta.
Að sögn forstöðumanns Matvælastofnunarinnar
munu hátt matarverð og skortur verða viðvarandi á
ákveðnum svæðum á komandi misserum og getur
það valdið enn frekari baráttu um brauðið.
Kaupmaður í Kolkata
Reuters
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐINU hefur
borist samþykkt stjórnar
starfsmannafélags Miðstöðvar
og Suðvestursvæðis hjá Vega-
gerðinni vegna auglýsingar í
stöðu vegamálastjóra. Þar seg-
ir m.a:
„Þann 18. mars sl. auglýsti
ráðuneytið lausa stöðu vega-
málastjóra. Í auglýsingunni
vakti tvennt athygli stjórnar
starfsmannafélags Miðstöðvar
og Suðvestursvæðis hjá Vega-
gerðinni. Annars vegar eru
menntunarkröfur fyrir starfið
mjög þröngt skilgreindar. Hins
vegar eru boðaðar skipulags-
breytingar hjá Vegagerðinni.
Hvað varðar menntunar-
kröfur vegamálastjóra vill
stjórn starfsmannafélagsins
árétta að hjá Vegagerðinni eru
starfsmenn með fjölbreytta há-
skólamenntun og reynslu. Með
auglýsingunni er verið að tak-
marka mjög þann hóp sem get-
ur sótt um stöðuna, bæði innan
Vegagerðarinnar og utan.
Stjórn starfsmannafélags
Miðstöðvar og Suðvest-
ursvæðis Vegagerðarinnar
krefst þess að staða vega-
málastjóra verði auglýst að
nýju og aðrir hópar verði ekki
útilokaðir frá starfinu.
Síðar, þann 28. mars sl.,
barst tilkynning frá ráðuneyt-
inu til starfsmanna Vegagerð-
arinnar, þar sem kemur fram
að ríkisendurskoðandi muni
gera tillögur um breytingar á
skipulagi verkefna hjá Vega-
gerðinni og Siglingastofnun.
Ráðuneytið muni síðan fara yf-
ir þessar tillögur og taka
ákvarðanir um breytingar í
framhaldi af því. Sú vinna
verði unnin í fullu samráði við
starfsfólk Vegagerðarinnar.
Stjórn starfsmannafélagsins
óskar eftir því að ráðuneytið
upplýsi með hvaða hætti það
samráð muni fara fram og
hvað hugmyndir ráðuneytið
hafi um breytingar á skipulagi
Vegagerðarinnar.“
Upplýst verði um
skipulagsbreytingar
Röng stofnun
Ranghermt var í frétt um heil-
borun við Kárahnjúkavirkjun í
Morgunblaðinu í gær að Heil-
brigðiseftirlit Austurlands hefði
komið að málum vegna loft-
mengunar í aðrennslisgöngum
virkjunarinnar. Hið rétta er að
Vinnueftirlit ríkisins lokaði
göngunum tvívegis vegna loft-
ræstingar- og öryggismála og
krafðist úrbóta. Leiðréttist það
hér með.
LEIÐRÉTT