Morgunblaðið - 10.04.2008, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2008 41
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
„EIGENDURNIR vildu fara með
blaðið í aðrar áttir, taka inn meira af
svokölluðu lífstílsefni. Eftir að hafa
hugsað minn gang ákvað ég að taka
ekki þátt í því, enda á skjön við það
sem ég hef verið að byggja upp,“
segir Birgir. Hann kveður blaðið í
fullri sátt.
„Ég var svekktur í svona þrjá
tíma kannski. En svo pældi ég bara
aðeins í þessu og komst að þeirri nið-
urstöðu að það væri farsælast að ég
færi úr stólnum.“
En var blaðið ekki að sigla vel? Af
hverju þá að breyta?
„Nú verður þú að spyrja einhverja
aðra en mig,“ segir Biggi og brosir.
Hann mun ritstýra næsta blaði, sem
kemur út í maí, en svo er hann hætt-
ur.
„Það kemur svo bara í ljós hvað ég
er að fara að gera. En eins og ég
segi, ég geng í burtu glaður í bragði
og ég kvíði ekki framtíðinni frekar
en áður.“
Meiri broddur
Atli Fannar Bjarkason hefur vak-
ið eftirtekt á 24 stundum fyrir hvöss
og skelegg skrif. Brotthvarf hans
verður án efa blóðtaka eða hvað?
„Þetta var hrikalega erfið ákvörð-
un, ég neita því ekki,“ segir Atli.
„Þegar ég afhenti Ólafi Stephensen
ritstjóra uppsagnarbréfið var það
eins og að hætta með góðri kærustu.
Þetta er skemmtilegasti vinnustaður
sem ég hef unnið á.“
Hann segir að sama skapi tæki-
færið vera of gott til að sleppa því.
„Að fá að ritstýra heilu blaði sem
fjallar um það sem ég hef verið að
fást við hér er stórkostlegt,“ segir
Atli. „Það er líka gaman að vera að
fást við skrif fyrir ungt fólk á meðan
maður er enn ungur sjálfur. Ég segi
sem minnst um áherslubreytingar á
þessari stundu en ég hyggst þó færa
meiri brodd inn í blaðið en áður hef-
ur verið.“
Í öllu falli er hið góðlátlega grín,
„gæti ég fengið meiri Bigga í móni-
tor“ a.m.k. búið.
Morgunblaðið/Sverrir
Hættur Birgir Örn Steinarsson
stendur upp úr ritstjórastólnum.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Hvað hef ég gert?! Atli Fannar á leiðinni úr Hádegismóum í gær.
Biggi hættir
með Monitor
Atli Fannar
Bjarkason, blaða-
maður á 24 stund-
um, tekur við
LEIKKONAN Sarah Jessica Parker segir gáfurnar gera konur kyn-
þokkafullar. Útlit og klæðaburður hafa að hennar mati lítið að segja
um það hvernig þær koma fyrir, heldur segir hún fyrst og fremst
klárar konur vekja eftirtekt.
„Það er sjálfstraustið og gáfurnar sem skipta mestu máli. Sjálfs-
traustið er líka lykilatriði, því það eru svo margar tegundir af kyn-
þokka.“
Sarah Jessica Parker viðurkenndi nýlega að það hefði sært hana
mikið þegar tímaritið Maxim útnefndi hana þá konu heims sem helst
skorti kynþokka. „Er ég með stór brjóst, bótox í enninu og bólgnar
varir? Nei. Uppfylli ég þá staðla sem einhverjir karlar sem skrifa
tímarit finna upp? Kannski ekki. En er ég virkilega ógirnilegust
allra kvenna í heimi? Það er svolítið áfall,“ sagði leikkonan.
Klárar konur kynþokkafyllstar
Reuters
Fjórar fræknar Sarah Jessica Parker og
stöllur hennar úr Beðmálum í borginni
hafa bæði útlitið og sjálfstraustið í lagi.
Tökum við umsóknum núna
Kynntu þér námið á www.hr.is
Námið er einkum ætlað þeim sem hafa lokið BSc-prófi í verkfræði eða tæknifræði með góðum
árangri. Nemendur sem hafa annan bakgrunn úr BSc-námi sínu geta útskrifast með meistara-
próf á tilteknum sérsviðum verkfræðinnar s.s. meistarapróf í framkvæmdastjórnun, umferðar-
og skipulagsfræðum, heilbrigðisvísindum o.fl.
TÆKNI- OG VERKFRÆÐIDEILD HR
MEISTARANÁM VIÐ
Tækni- og verkfræðideild HR býður meistaranám í
• Byggingarverkfræði
• Framkvæmdastjórnun
• Umferðar- og skipulagsfræðum
• Steinsteyputækni
• Fjármálaverkfræði
• Véla- og rafmagnsverkfræði
• Heilbrigðisverkfræði
• Heilbrigðisvísindi
• Ákvarðanaverkfræði