Morgunblaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „FYRIR mér persónulega er það mikill heiður að fá þessi verðlaun. Þetta er eitthvað sem ég geri ekki þeg- ar ég stend fyrir framan stólinn heldur á kvöldin. Þetta er vinna sem fólk sér ekki og áttar sig ekki á.“ Þetta segir Þórdís Helgadóttir, en hún er önnur tveggja vinn- ingshafa á Global Salon Business Awards (GSBA) en verðlaunin verða afhent í Hollywood í júní. Fjallað var um hinn vinningshafann, Sigrúnu Ægisdóttur, í Morg- unblaðinu í gær. Þórdís, sem rekur hárgreiðslustofuna Hárný í Kópavogi, segir þetta vera ein stærstu og mestu verðlaun sem hárgreiðslumaður getur fengið. Um er að ræða viðskiptatengd verðlaun en til að búa vinningshafana undir sjálfa afhendinguna var þeim boðið til Ítalíu. Þar var farið í gegnum dagskrána sem hefur verið skipulögð í Hollywood og þá voru allir látn- ir kynna sig og æfa göngu á rauða dreglinum. Æfðu göngu á rauða dreglinum Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is SAMNINGUR upp á 100 milljónir, sem fyr- irtæki Soffíu Vagnsdóttur og systur hennar gerði við Ósafl um að útvega starfsmönnum við Óshlíðargöng húsnæði og fæði meðan á framkvæmdum stendur, varð til þess að A-listinn krafðist þess að Soffía viki úr bæj- arstjórn eða samstarfinu yrði slitið ella. Soffía vék ekki og því sprakk meirihlutinn. Oddviti A-listans, Anna Guðrún Edvards- dóttir, segir að trúnaðarbrestur hafi orðið og að Soffía hefði átt að greina frá því að hún væri að stórauka umsvif sín í bænum með því að gera samninginn. „Forsendur samstarfsins breyttust með þessum samn- ingi,“ sagði hún. Þessu hafnar Soffía og kveðst hafa sagt Önnu frá því að hún myndi sækjast eftir verkinu. Þar að auki snerti umsvif hennar á engan hátt störf hennar í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað í lyk- ilstöðu eftir þessar sviptingar. Eftir að meirihlutinn sprakk hringdu bæði Anna og Soffía í oddvita flokksins, Elías Jón- atansson, nánast á sömu mínútunni að hans sögn og óskuðu eftir samstarfsviðræðum. Of mikið Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Anna Guðrún Edvardsdóttir, oddviti A-lista (Afls til áhrifa), að óánægju og pirrings hefði verið farið að gæta í samstarfinu, sér- staklega af hálfu A-listans. Þegar sagt var frá samningnum á mánudag hefði A-listinn talið að umsvif Soffíu yrðu meiri en svo að þau samrýmdust stöðu hennar í bæjar- stjórn. Umsvifin væru orðin svo mikil að það væri óhjákvæmilegt að til hagsmuna- árekstra myndi koma því fyrr eða síðar hlyti bærinn að þurfa að taka á málum sem tengjast fyrirtækjum hennar. Anna kvaðst hafa vitað að systkini Soffíu vildu fá verk- efnið en hún hefði ekki vitað að Soffía stæði sjálf í þessum viðskiptum. „Þú getur ekki verið báðum megin við borðið endalaust. Sá sem er æðsti maður sveitarfélags og í for- svari fyrir það getur ekki bæði unnið að uppbyggingu bæjarins með hag hans í huga og einnig að uppbyggingu síns fyrirtækis um leið,“ sagði hún. Anna tók hins vegar fram að hún fagnaði að félag í bænum hefði náð þessum samningi. Réttlætir ekki slit Soffía Vagnsdóttir sagðist hvorki kannast við ágreining né trúnaðarbrest sem réttlæti slit á meirihlutasamstarfi. Þetta snerist ekki um ágreining um málefni heldur ein- göngu margumræddan samning. Samningurinn snýst um gistingu og fæði fyrir starfsmenn við Óshlíðargöng sem verða flestir um 50-60. Soffía og systir hennar hafa stofnað sérstakt félag um verk- efnið en öll systkinin, sjö talsins, koma að verkinu með einum eða öðrum hætti. „Við erum ekkert ein um að hafa reynt að ná þessum samningi. Það hafa allir haft sömu möguleika til þess,“ sagði Soffía. Samning- urinn hefði á engan hátt komið til kasta bæjarstjórnar og engin ástæða til að ætla að hagsmunir hennar reksturs og stöðu hennar í bæjarstjórn þyrftu að skarast. Soffía er einnig skólastjóri grunnskóla Bolungarvíkur en hún kveðst geta sinnt öll- um þessu störfum og það sé síður en svo einsdæmi að fólk úti á landi starfi að mörgu í senn. „Margur hefur verið hér í stærri umsvifum og setið í bæjarstjórn,“ sagði hún.  Oddviti A-lista telur að umsvif oddvita K-listans hafi orðið svo mikil að það samrýmdist ekki setu í bæjarstjórn  Oddviti K-lista telur ekki hættu á hagsmunaárekstrum  Hringdu í sjálfstæðismenn Samstarfi slitið vegna samnings Elías Jónatansson Anna Guðrún Edvardsdóttir Soffía Vagnsdóttir HÁTÍÐ Jóns Sigurðssonar verður haldin í Jónshúsi í Kaupmannhöfn 24. apríl, sumardaginn fyrsta. Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, heldur hátíðarræðu og afhendir í fyrsta sinn Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta. Markmiðið með hátíðinni er að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar og halda á lofti verkum hans og hug- sjónum. Stjórn húss Jóns Sigurðs- sonar hefur frumkvæði að hátíðinni með fulltingi forseta Alþingis og for- sætisnefndar. Hátíð Jóns Sigurðs- sonar í Jónshúsi verður árlegur við- burður sumardaginn fyrsta héðan í frá. 500 þúsund í verðlaun Verðlaun Jóns Sigurðssonar for- seta eru veitt af Alþingi í minningu starfa Jóns Sigurðssonar í þágu Ís- lands og Íslendinga þeim einstak- lingi sem hefur unnið verk sem tengjast hugsjónum og störfum Jóns Sigurðssonar. Í ár tekur forsætisnefnd Alþingis ákvörðun um hvaða einstaklingur hlýtur verðlaunin. Þau eru fjárhæð sem Alþingi ákveður í fjárlögum hverju sinni, en árið 2008 nemur verðlaunafjárhæðin 500 þúsund krónum. Veiting Verðlauna Jóns forseta „ÞETTA var mjög góður fundur,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra um fund sem hann átti með Alan Johnson, heilbrigðis- ráðherra Breta, í London gær. „Við ræddum vítt og breitt um heilbrigð- ismálin, töluðum um forvarnamál, heilbrigðisþjónustu milli landa og reynslu Breta af breytingum á sínu heilbrigðiskerfi á síðustu misserum, m.a. því að aðskilja milli kaupenda og seljanda heilbrigðisþjónustunn- ar,“ segir Guðlaugur og tekur fram að afar mikilvægt sé að kynnast hlut- um frá fyrstu hendi, en ráðherrarnir tveir fóru yfir það sem vel hefur gef- ist í breytingum á heilbrigðisþjón- ustunni í Bretlandi og eins það sem betur hefði mátt fara. Að sögn Guð- laugs Þór ríkir almenn pólitísk sátt um þær breytingar sem gerðar hafa verið í Bretlandi og ljóst að enginn myndi vilja hverfa til fyrra horfs. Al- an Johnson þáði heimboð til Íslands. Á morgun mun Guðlaugur Þór heim- sækja Moorfields Eye-spítalann í London og þakka þjónustu hans við Íslendinga um áratuga skeið. Ræddu reynslu Breta Ráðherrarnir Alan Johnson og Guðlaugur Þór Þórðarson. Heimsækir Moor- fields Eye-spítalann EKKERT lát var á sinubrunum á höfuðborgarsvæðinu í gær, og hafði slökkvilið í nógu að snúast. Meðal annars barst tilkynning um eld suð- vestan við Hvaleyrarvatn í Hafnar- firði og þakti eldurinn tæplega þrjú þúsund fermetra svæði. Líkt og síðustu daga virðast flestir eldar kveiktir í Hafnarfirði því einn- ig var kveikt í í Setbergslandi. Slökkvilið náði þó fljótt tökum á þeim eldi. Þá var kveikt í sinu efst í Árbænum. Enn mikið um sinubruna ♦♦♦ Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is FUNDUR var haldinn í Vestmannaeyjum á sunnudag þar sem veiðifélögum og veiðimönn- um var kynnt skýrsla Náttúrustofu Suðurlands um ástand lundastofnsins í Eyjum. Að sögn dr. Erps Snæs Hansen, sviðsstjóra viðstfræðirannsókna hjá náttúrustofunni, er hætta á að næsti árgangur lunda verði svo rýr að hann muni ekki mælast, en síðustu þrjú ár hefur mælst mikil fækkun lunda, og talar Erpur um að í raun vanti þrjá árganga í stofninn. Þarf að takmarka veiðar Segir Erpur nauðsynlegt að takmarka mjög veiðar á lunda eða friða hann algjörlega því veiði í sumar geti tekið síðustu viðbótina í varp- stofninn, og gæti lundastofninn í Vestmanna- eyjum verið áratugi að ná sér aftur á strik. Talið er að í Vestmannaeyjum lifi um helm- ingur íslenska lundastofnsins. Lundinn laðar að ferðamenn sem heimsækja Eyjar en einnig er hann hluti af matarhefð Vestmannaeyinga. Margir frístundaveiðimenn búa í Eyjum en einnig hafa nokkrir lundaveiðar að atvinnu. Erpur segir líklegustu skýringuna á fækkun lundans lélegt ástand sílastofnsins kringum Eyjar sem svo þýðir að pysjurnar fá ekki nóg að éta: „Stóra spurningin er hvort framhald verður þar á og hvað verður þá um lundann,“ segir Erpur. Fækkun síla er rakin til hitnandi sjávar sunn- an við landið en hlýrri og saltari sjór teygir sig æ norðar með landinu. Á sama tíma og lunda hefur fækkað í Vest- mannaeyjum benda mælingar til þess að honum fjölgi annars staðar á landinu, en fjölgunin er þó óveruleg samanborið við fækkunina sem mælist í Vestmannaeyjum. Bærinn ræður veiðunum Veiðimenn og veiðifélög munu í framhaldi af fundinum á sunnudag leggja tillögur fyrir Vestmannaeyjabæ en bærinn er eigandi veiði- svæða og hefur því úrslitaákvörðunarvald um veiðar í Eyjum. Hætta á að lundastofninn verði marga áratugi að ná sér Talið er að helmingur íslenska lundastofnsins lifi við Vestmannaeyjar Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.