Morgunblaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is STYTTA af Vigdísi Finnbogadóttur, bætt tungumálakennsla fyrir inn- flytjendur, betri aðstaða við Hljóm- skálagarð og úrbætur vegna mann- eklu í leikskólum var meðal þess sem fulltrúar úr Reykjavíkurráði ungmenna fjölluðu um á fundi með borgarstjórn í gær. Um er að ræða árlegan fund þar sem lagðar eru fram tillögur ungs fólks sem starfað hefur í ungmenna- ráðum í hverfum borgarinnar. Ung- mennaráðin vinna m.a. í þeim til- gangi að auðvelda fólki undir 18 ára aldri að koma skoðunum sínum og tillögum á framfæri við viðeigandi aðila. Leyfisveggir nauðsynlegir Einar Karl Gunnarsson frá ung- mennaráði miðborgar og Hlíða tal- aði fyrir bættri aðstöðu fyrir graff- ití, eða veggjalist, í Reykjavík. Sjálfur segist hann vera hræðilegur að „graffa“ og gafst upp á því fyrir þó nokkru síðan en hann þekkir marga veggjalistamenn. Hann segir þá hafa lengi barist fyrir svoköll- uðum leyfisveggjum en það eru veggir sem eru sérstaklega ætlaðir veggjalist. Aðspurður segir hann ekki leika nokkurn vafa á því að slíkir veggir myndu draga töluvert úr ólöglegu veggjakroti og þá ekki síst í miðbæ Reykjavíkur. Eins og staðan er nú sé ekki komið til móts við „graff- arana“ í Reykjavík og hafi þeir eng- an stað til að fara á. Leyfisveggir væru kjörnir staðir fyrir fólk til að skapa listaverk og því tilvaldir til að draga úr svoköll- uðum „töggum“, þegar fólk merkir ýmsa staði með stöfum eða stikkorð- um. Einar Karl segir unga „graff- ara“ aðallega standa fyrir slíku en það sé þá helst vegna þess að þeir hafi enga staði til að æfa sig á og þar komi leyfisveggirnir til sögunnar. Styttu af Vigdísi í Reykjavík „Ég ber afar mikla virðingu fyrir þessari konu, það ætti fyrir löngu að vera komin stytta af henni,“ segir Kjartan Þór Ingason frá ungmenna- ráði Breiðholts. Hann flutti tillögu þess efnis að reisa ætti styttu af Vigdísi Finnbogadóttur. Engar styttur eru af konum í borginni og segir Kjartan Þór það sjálf- sagt að heiðra þennan fyrsta lýðræðislega kjörna kvenforseta í heimi. Hvað staðsetn- ingu varðar segir Kjartan Þór að reisa ætti styttuna á áber- andi stað í höfuðborg- inni, líkt og stytturnar af Hannesi Hafstein og Jóni Sig- urðssyni. Og hvað ætli Vigdísi sjálfri finnist um hugmyndina? „Hún [Vigdís] hringdi í mig í skólann, hún var með svo unglega rödd að ég ætlaði ekki að trúa því að hún væri komin yfir sjötugt. Hún var alveg yndisleg og sló á létta strengi,“ segir Kjartan Þór. „Hún styður mig og sagði að henni fyndist þetta frábær hug- mynd.“ Borgarstjórn á að sýna gott fordæmi Áttundi og síðasti ræðumaðurinn á fundinum var Gunnar Ingi Magn- ússon frá ungmennaráði Vesturbæj- ar en hann ræddi um aukið vægi ungmennaráða í Reykjavík. Auka þurfi samvinnu þeirra og borgaryf- irvalda en Gunnar Ingi segir þeirra ósk einfaldlega þá að tillögum þeirra sé svarað. „Ég flutti tillögu fyrir tveimur árum síðan um bætta að- stöðu á hjóla- og göngustíg á Æg- isíðunni og hef ekki enn fengið svar við tillögunni. Þáverandi borgar- stjóri, Steinunn Valdís, lofaði að þetta yrði komið í gang á innan við viku en nú eru tvö ár liðin og ekkert hefur gerst.“ Gunnar Ingi segist hreinlega vilja að borgarstjórn taki mark á ung- mennunum og skuldbindi sig til að svara þeim. Hann segir borgar- stjórnina sýna slæm vinnubrögð þegar hún standi ekki við stóru orð- in. Hún eigi að gefa gott fordæmi þar sem unga kynslóðin muni að endingu taka við stjórn landsins og þá sé slæmt ef hún taki upp þessi vinnubrögð. Þá segir Gunnar Ingi að nauðsynlegt sé að tala meira við ungmennin í borginni og sinna betur þeirra málefnum. Ungt fólk sjái oft hlutina í öðru ljósi en hinir eldri og því þurfi rödd þeirra að heyrast. Nauðsynlegt að borgar- stjórn hlusti á ungmenni Morgunblaðið/Frikki Skoðun ungmenna Ungt fólk fylkti liði á árlegan fund með borgarstjórn Reykjavíkur í gær þar sem fulltrúar úr Reykjavíkurráði ungmenna lögðu fram sínar tillögur um það sem betur mætti fara í borginni. Í HNOTSKURN »Reykjavíkurráð ungmennafundaði fyrst með borgar- stjórn árið 2002. Markmiðið er að koma tillögum og skoðunum einstaklinga undir 18 ára aldri á framfæri. »Átta ungmenni fluttu samtals13 tillögur sem m.a. fjölluðu um ungmennahús, forvarnar- kennslu, lífsleikni, félagsmið- stöðvar og græn svæði í nýjum hverfum. »Þetta er í sjöunda sinn semfundur sem þessi er haldinn. Fulltrúar úr Reykjavíkurráði ungmenna lögðu í gær fram tillögur sínar á árlegum fundi með borgarstjórn. Þetta er í sjöunda sinn sem slíkur fundur er haldinn en tillögurnar snertu jafnt ungmenni sem aðra borgarbúa. Einar Karl Gunnarsson Kjartan Þór Ingason Gunnar Ingi Magnússon ÍSLANDSDEILD Amnesty Int- ernational bað Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra og Ólaf Ragnar Grímsson forseta um að ræða yfirvofandi aftöku ungs manns við Mahmoud Abbas Palestínufor- seta og fara fram á að Abbas stað- festi ekki aftökuskipunina. „Íslandsdeild Amnesty Inter- national vonar að umrædd samþykkt Sameinuðu þjóðanna, þrýstingur al- mennings og íslenskra yfirvalda leiði til þess að lífi Tha’er Mahmoud Husni Rmailat verði þyrmt,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Morgunblaðið spurði utanríkis- ráðherra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur, á blaðamannafundi með Abb- as hvort tilmæli Amnesty hefðu verið tekin upp í viðræðum ís- lenskra ráða- manna við gest- inn. Svaraði Ingibjörg Sólrún því játandi og að hún hefði rætt sérstaklega mál 23 ára mannsins sem hlaut dauða- dóm. Abbas, sem lengi hefur verið andvígur dauðarefsingum, sagði að málið hefði verið rætt við sig, bæði af hálfu forseta Íslands og utanríkis- ráðherra. „Ég hlustaði af athygli á það sem þau sögðu og við munum taka af mikilli alvöru á þessu máli,“ sagði Abbas. Urðu við áskor- un Amnesty Íslenskir ráðamenn báðu Abbas um að staðfesta ekki aftökuskipun Mahmoud Abbas „ÞETTA var óvenju skemmtilegur og ánægjulegur fundur,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra eftir fund sinn með David Camer- on, leiðtoga breska Íhaldsflokks- ins, og William Hague, talsmanni flokksins í utanríkismálum. Að sögn Geirs var rætt um fjölmörg mál, s.s. alþjóðleg efnahagsmál, orkumál, umhverfismál, varnarmál og hvalveiðar. „Þeir spurðu út í hvalveiðarnar og ég fór yfir okkar sjónarmið, lýsti almennum viðhorfum og upp- lýsti þá um stöðu mála. Nið- urstaðan var sú að vera sammála um að vera ósammála,“ sagði Geir sem hittir Gordon Brown, for- sætisráðherra Bretlands, á morg- un. Hann sagðist ekki vænta mik- illa tíðinda af þeim fundi en flest þeirra mála sem rætt var um í gær eru á dagskrá. Fundinum lauk með því að Geir afhenti þeim Cameron og Hague eintak af einni bóka Arnalds Indriðasonar, og sagði þá hafa verið afar ánægða með gjöfina. „Ég er að vonast til að þeim gefist tími til að lesa Arnald, því ég hef góða reynslu af því að gefa mönn- um bók eftir hann.“ Fjölmörg mál rædd á fundi með Cameron Funduðu Geir H. Haarde og David Cameron á fundinum í London. Ólafsvík | Oft var það í tali fólks í vetur, að hann væri langur og þreytandi. Ekki var þó mikið um stórviðri hér vestra, en vestangarr- inn var þrárri en allt annað. Snjór varð samt aldrei mikill. Sjósókn var lengst af erfið vegna ógæfta, en menn létu sig hafa skæl- inginn. Öll él birtir þó upp um síðir eins og sagt var forðum og loks kvakar fugl í mó. Í dag andar blænum aust- an, sólin skín í hlæjanda heiði, þvottur blaktir á snúrum og léttar bárur vagga bátum á víkinni. Létu sig hafa skælinginn flugfelag.is Ferðalag er góð fermingargjöf Pantaðu gjafabréf í síma 570 3030 REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY HEIMIR Björgúlfsson, myndlistar- maður og fyrrverandi liðsmaður hljómsveitarinnar Stilluppsteypu, slasaðist alvarlega aðfaranótt sunnudags þegar ekið var aftan á hann við þjóðveg í Los Angeles. Samkvæmt upplýsingum frá syst- ur Heimis, Valborgu Valgeirs- dóttur, sprakk á bíl hans og var hann að ná í varadekk í skottið þeg- ar ekið var á hann með þeim afleið- ingum að báðir fótleggir brotnuðu fyrir neðan hné. Heimir gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsi í Los Angeles og hafa læknar þar greint frá því að hann muni ná sér að fullu þó svo slysið hafi verið mjög alvar- legt. Heimir býr og starfar í Los Angeles. Slasaðist alvarlega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.