Morgunblaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2008 29 kappann, taki þeir það til sín sem skildu hann ekki. Jón Skúli hafði yndi af söng og var mikill smekkmaður á tónlist. Oft sungum við félagarnir við uppvaskið niður í húsi, og voru þá Óðinn Vald, Vilhjálmur og fleiri kappar í hávegum hafðir. Þú söngst eins og upprunalega útgáfan var, eða betur, ekki eins og sumir þessir söngmenn í dag sem gera lögin að sínum, svo hörmung er á að hlýða Þú átt stað í hjarta mínu, kæri frændi. Ég veit að það hefur gott fólk tekið á móti þér, því víst varstu búinn að hjálpa mörgum. Við ætluðum að hittast í Glerár- kirkju síðastliðinn miðvikudag, ég mætti og þú varst þar í anda. Ég votta ættingjum Jóns Skúla samúð mína og veit, Jón Skúli, að þú fyrirgefur mér þessi fátæklegu orð sem birtast í Mogganum. Blessuð sé minning um góðan mann og andi þinn mun svífa yfir vötnum um ókomna tíð. Stefán Tr. Brynjarsson. Nú kveð ég elskulegan frænda minn Jón Skúla. Allt frá því ég man eftir mér hefur Skúli verið hluti af til- veru minni. Þegar ég var krakki fór ég á hverju sumri til Akureyrar og bjó hjá Skúla þar sem ég kynntist honum og lífi hans og umhverfi. Skúli var viskubrunnur á flesta hluti og minnist ég sérstaklega samtala okkar um stjórnmál og trúmál sem gátu orðið fjörug og skemmtileg, en alls staðar þar sem Skúli kom var hann hrókur alls fagnaðar. Skúli var mikill trúmað- ur og minnist ég heimsókna okkar í kaþólsku kirkjuna á Akureyri þar sem hann var aufúsugestur. Skúli var einnig sannur félagshyggjumaður og hafði sterka trú á hinu góða í mann- inum og sagði hátíðlega að Jesús Kristur hefði verið fyrsti fé- lagshyggjumaðurinn. En allt frá ung- um aldri bar Skúli erfiðan sjúkdóm sem hann náði að vinna úr og lifa með og er hann í mínum huga mikil hetja. Ég kveð frænda minn með trega og vona að hann lifi áfram. En í kvöld lýkur vetri sérhvers vinnandi manns, og á morgun skín maísól, það er maísólin hans, það er maísólin okkar, okkar einíngarbands, fyrir þér ber ég fána þessa framtíðarlands. (H.L.) Agnar Bragi Bragason. Ég þekki veg, Hann viss og glöggur er Ei villist neinn, er eftir honum fer, En þyrnar vaxa þessum vegi á, hann þröngur er, en samt hann nota má, Hann leiðir oss í frið, í frið Og flytur oss að Drottins hægri hlið. (Steindór Briem.) Nú er komið að leiðarlokum með Jóni Skúla góðum tryggum vini, og sérstökum persónuleika. Sjaldan var lognmolla í kringum hann í orðsins fyllstu merkingu hvar sem hann var velkominn og það var hann svo sann- arlega hjá Bjarneyju, systur sinni og fjölskyldu hennar. Í Fiskakvíslinni bjuggu þrjár kynslóðir saman í sátt, umburðarlyndi og virðingu sem seint gleymist þeim er því kynntust. Arn- þóra, móðir hans, sem bjó í skjóli dóttur sinnar og tengdasonar Braga og barnanna Drífu og Agnars Braga. Hugurinn reikar til baka þegar heim- sóknirnar í Fískakvíslina voru marg- ar í viku hverri, þá var spjallað um liðna tíð, frá ungdómsárum ömmunn- ar á heimilinu sem var hafsjór af fróð- leik og minnug svo ótrúlegt var og ekki voru mörg ættjarðarlög sem hún ekki kunni og þuldi upp og söng af hjartans lyst, enda vön kórsöng frá sínum yngri árum. Svo það var ekki undarlegt hvað þau börnin hennar Jón Skúli, Ragnheiður og Bjarney eru söngelsk. Þegar Jón Skúli kom í heimsókn um lengri eða skemmri tíma frá Akureyri og dvaldi hjá Eyju, og oft var Ragga stödd í bænum á sama tíma, var sungið dátt, ættjarð- arlög dægurlög og Bítlalögin flutti Jón Skúli af innlifun, tók góðar sveifl- ur hvort sem var í holinu eða lagði undir sig eldhúsgólfið. Eldhúsdags- umræður fóru fram þegar svo bar undir að pólitík barst óvart í tal en varð að stórfyrirlestri hjá honum um forheimskun á stórum hópi fólks í þjóðfélaginu. Hann talaði um góðan lífsstíl hjá öðrum sem byrjuðu daginn kl. 7 í sundi og var hann í þeim hópi með hressu og kátu fólki. Jón Skúli vitnaði oft í marga gullmola sem góð- vinur hans á Akureyri, Grasi, hafði sagt og svo hló hann hátt og innilega á eftir og smitandi svo ekki sé meira sagt. Öllu gríni fylgir alvara og þann- ig er lífið, í gleði og sorg, gott er að geta stundum falið vanlíðan af ýmsum toga með hressu og góðu fólki. Und- irrituð er þakklát fyrir að hafa átt hann, móður hans og systur að vinum. Þakka kynni við góðan dreng. Ég stend til brautar búinn, mín bæn til þín og trúin er hjartans huggun mín. Minn veiki vina skari, ég veit, þótt burt ég fari er, herra Guð, í hendi þín. (Matth, Jochumsson.) Innilegar samúðarkveðjur til Bjarneyjar, Ragnheiðar og fjöl- skyldna þeirra. Halldóra V. Steinsdóttir. góðar stundir saman. Það var gaman að fylgjast þar með hversu mikill afi Einar var og börnin augljóslega hænd að honum. Einar var einstaklega bóngóður og var gott að leita til hans. Ef einhver í fjölskyldunni flutti var ætíð hægt að leita til Einars um að fá lánaðan sendi- bíl. Einnig ef vantaði verkfæri til ein- hverra framkvæmda. Það varð okkur hálfgerður hvalreki þegar Einar bauð okkur, nýfluttum í sveitina, með ekkert nema túnið í kringum húsið, að sækja hjá sér plöntur í Gróðrarstöðina Birkihlíð, sem hann var búinn að selja. Það voru farnar ófáar ferðirnar síðastliðið vor með kerrur fullar af runnum og trjám austur fyrir fjall sem við höfum nú plantað á Gili. Þegar við vorum komin með hálfgert samviskubit yfir hversu mikið af plöntum Einar var búinn að gefa okkur átti hann það til að hringja og spyrja hvort ekki væri í lagi með okkur? „Ætlið þið ekki að koma og taka upp fleiri tré?“, „hvaða aum- ingjaskapur er þetta í þér, Stebbi, veit Þorbjörg hvað þú ert latur?“ Við mun- um í framtíðinni hugsa hlýlega til Ein- ars þegar við sjáum plönturnar frá honum vaxa og dafna í kringum heim- ili okkar. Við viljum að leiðarlokum þakka Einari fyrir hversu vel hann reyndist okkur og fyrir alla hans hjálpsemi og góðvild. Við eigum eftir að sakna að heyra skotin hans á systkinin í fjöl- skylduboðum og sjá stríðnisglampann í augum hans. Við þökkum fyrir allar góðu stundirnar og munum geyma minningar um hlýjan og skemmtileg- an mann. Hugur okkar er hjá Sig- rúnu, Runólfi, Laufeyju, börnum og mökum á þessum erfiðu tímum. Stefán, Þorbjörg Lilja og börn. Í dag kveð ég mág minn og vin Ein- ar Þorgeirsson skrúðgarðyrkjumeist- ara og listamann. Ég segi listamann því hann var listamaður, listaverkin hans eru um allt land og það vita allir sem til hans þekktu. Hann var ekki einungis listrænn í görðum heldur einnig í húsum og innréttingum, þess ber heimili hans og garður gott merki, hann hafði gott auga fyrir öllu sem smekklegt var. Hann var með dugleg- ustu mönnum sem ég þekki, hann var alltaf að vinna, ef ekki í Birkihlíð þá heima hjá sér eða í sumarhúsinu sem þau hjónin eiga, honum féll einfald- lega aldrei verk úr hendi eða huga, slík var sköpunargleði þessa einstaka manns. Einar hafði skoðun á öllu og öllum og hann lá heldur ekkert á þeim, hann tjáði sig alveg umbúða- laust hvort sem fólki líkaði það betur eða verr. En Einar var ljúfur maður, hjartahlýr og hjálpsamur. Það kom reyndar fyrir að ég lét mér detta í hug að spyrja hann út í garðinn minn þeg- ar hann kom í heimsókn, þá tók sú heimsókn venjulega mjög snöggan endi. Það var gengið í kringum húsið á ljóshraða, bent og patað út í loftið, talað á óskiljanlegum hraða og farið, takk, sæll. Venjulega stóð maður eftir á bílaplaninu og klóraði sér í perunni og hugsaði „hvað sagði maðurinn“, en allt kom þetta nú svo að lokum, það er að segja eftir nokkuð margar svona heimsóknir. Einar átti frekar erfitt með að koma hugmyndum sínum á blað, ég hins vegar aðeins betri í því og kom hann oft til mín í þeim erinda- gjörðum og þá var ekki stoppað stutt. Þessara stunda og svo margra ann- arra komum við hjónin til með að sakna mjög mikið. Með þessum orð- um kveð ég mág minn og vin með virðingu og þakklæti fyrir samfylgd- ina. Elsku Sigrún, Laufey, Runólfur, tengdabörn og barnabörn. Guð veri með ykkur öllum. Ingólfur Guðnason. Mann setur hljóðan þegar fregnir berast af því að nánum vini og frænda hafi verið kippt út úr tilverunni fyr- irvaralaust í umferðarslysi. Aðeins örfáum dögum áður en slys- ið varð heimsótti ég þig í nýju garð- yrkjustöðina þína í Reykholti. Þú varst með mörg járn í eldinum og nýbúinn að ná góðum bata eftir hjartaaðgerð. Við gengum saman stóran hring um nágrennið og þú sagðir mér að gangan væri nú orðin partur af daglegri hreyfingu þinni. Bjartsýnn eins og alltaf ætlaðir þú þér stóra hluti með nýju stöðinni. Ég er þakklátur fyrir tímann sem ég átti með þér, kæri vinur – þú varst ekki bara frændi minn, heldur reynd- ist þú mér eins og besti bróðir sem hægt er að hugsa sér. Eftir að við systkinin misstum föð- ur okkar – þegar ég var aðeins þriggja ára – dvöldumst við oft ásamt móður okkar hjá foreldrum þínum í Blesugróf. Þangað var alltaf gott að koma og ekki spillti nú fyrir að hafa ykkur systkinin sem leikfélaga. Ég man að þú fórst oft á böll til að dansa enda mikill dansari af guðs náð. Ein skýrasta minningin frá þessum tíma er þegar ég var 10 eða 11 ára, þá man ég eftir þér og Boggu frænku á leiðinni á ball. Þú varst stórglæsilegur með brilljantín í hárinu og Bogga gyðju líkust í ballkjólnum sínum. Ég hugsaði á þessari stundu að svona vildi ég verða þegar ég yrði stór. Þú varst alltaf einstaklega blíður við mömmu þína. Hún átti sérstakan stað í hjarta þínu og það lýsir þér svo vel, því þótt einhverjir hafi upplifað þig sem hrjúfan á yfirborðinu bjó að baki einstaklega góður drengur. Ég leit alltaf upp til þín og þú varst fyr- irmynd mín á uppvaxtarárum mínum. Þú varst líka alltaf til í að hafa mig í eftirdragi. Ég man þegar þið Sigrún keyptuð fyrstu íbúðina ykkar og ég fékk að koma með þér að vinna í henni. Fyrstu launuðu vinnuna mína fékk ég líka í gegnum þig hjá læri- meistara þínum, Þór Snorrasyni garðyrkjumeistara. Það þótti nú ekki sjálfsagt í þá daga að 15 ára síðhærð- ur unglingur fengi alvöruvinnu og út- borgað á föstudögum enda eina skil- yrðið sem sett var fram af vinnuveitanda okkar þegar ég mætti spenntur fyrsta vinnudaginn að ég færi rakleiðis í klippingu í hádeginu! Ég mætti aftur eftir matinn með drengjakoll. Það var mikið hlegið að myndunum sem teknar voru fyrir og eftir klippingu þann daginn. Þarna hófst samstarf okkar og var ávallt far- sælt eftir það enda fór það svo að þú varðst vinnuveitandi minn í 15 ár eftir að þú hófst þinn eigin rekstur. Ég þakka þér fyrir traustið sem þú ávallt sýndir mér, kæri vinur. Það er kaldhæðnislegt að þú skyld- ir týna lífinu skammt frá einum af mörgum kirkjugarðshleðslum sem við hlóðum saman í kringum 1970 en eftir þig liggur vandað handbragð um allt land. Skrúðgarðyrkja var þitt líf og yndi og vinnusamari og duglegri mann varla hægt að finna. Ég og fjölskylda mín vottum Sig- rúnu þinni, Ronna, Laufeyju, börnum þeirra og mökum, okkar dýpstu sam- úð og biðjum Guð að blessa þau og okkur öll sem syrgjum góðan dreng. Ég þakka þér samveruna, góði vin- ur. Við munum hittast aftur. Magnús Ingvar Ágústsson.  Fleiri minningargreinar um Einar Þorgeirsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð, hlýju og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, GUNNARS ARNAR GUNNARSSONAR myndlistarmanns, Kambi, Holtum. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki gjörgæsludeildar Landspítalans við Hringbraut fyrir alla þeirra alúð. Guð blessi ykkur öll. Þórdís Ingólfsdóttir, Sigríður Gunnarsdóttir, Rúnar V. Þórmundsson, Vilhjálmur Jón Gunnarsson, Gunnar Guðsteinn Gunnarsson, Hafdís Sigurjónsdóttir, Rósalind María Gunnarsdóttir, María Björk Gunnarsdóttir, Rasmus Winstrup Johansen, Snæbjörg Guðmunda Gunnarsdóttir og barnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI HLÍÐKVIST JÓHANNSSON, Blásölum 24, Kópavogi, andaðist á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, sunnudaginn 20. apríl. Guðný Þorgeirsdóttir, Íris Bjarnadóttir, Kristmar Ólafsson, Jóhann Bjarnason, Sigríður Vilhjálmsdóttir, Björgvin Bjarnason, Guðbjörg Elín Þrastardóttir, Skúli Eyjólfur Bjarnason, Guðný Bjarnadóttir, Sveinbjörn Sigurðsson, Guðrún Bjarnadóttir, Þorgeir Reynisson, Hjördís Bjarnadóttir, Ingi Þór Guðmundsson, afa- og langafabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR frá Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum, sem lést fimmtudaginn 10. apríl, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 25. apríl kl. 13.00. Leifur Þorsteinsson, Sigríður S. Friðgeirsdóttir, Sturla Þorsteinsson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Áshildur Þorsteinsdóttir, Lúðvík Friðriksson og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við veikindi og andlát elsku sonar okkar, bróður og barnabarns, JAKOBS ARNAR SIGURÐARSONAR, Dynsölum 10, Kópavogi, sem lést sunnudaginn 9. mars. Sérstakar þakkir færum við þeim sem veittu honum fyrstu hjálp, starfsfólki gjörgæslunnar í Fossvogi og séra Guðmundi Karli Brynjarssyni. Herdís Þorláksdóttir, Sigurður M. Jónsson, Rafnar Örn Sigurðarson, Drengur Sigurðarson, Sigríður Guðmundsdóttir, Þorlákur Jóhannsson, Eyrún Hafsteinsdóttir, Jón Sigurðsson og aðrir aðstandendur. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, HALLDÓRS ANTONSSONAR, Tumabrekku. Fyrir hönd aðstandenda, Sigrún Hartmannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.