Morgunblaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 2
Í HNOTSKURN »Elsa Björk Valsdóttir ermeð sérfræðipróf í almenn- um skurðlækningum frá Dartmouth-háskóla í New Hampshire-ríki. »Hún er nú að ljúka sérnámi ískurðlækningum neðri hluta meltingarvegar við Lankeanu Hospital and Institute for Medical Research í Fíladelfíu í Pennsylvaníu-ríki. »Elsa Björk mun starfa áLandspítalanum í sumar í afleysingum. ÍSLENSKUR skurðlæknir í sérnámi í Bandaríkjunum, Elsa Björk Vals- dóttir, vakti athygli á nýafstöðnu árs- þingi samtaka meltingarfæra- skurðlækna (Soc- iety of American Gastrointestinal Endoscopic Surgeons) í Fíla- delfíu þar sem hún flutti erindi um aðgerðir við krabbameini í ristli og enda- þarmi með speglunarbúnaði í stað hefðbundinna skurðaðgerða. Rann- sóknir Elsu Bjarkar sýna að hægt er að nýta þessa tegund aðgerða fyrir enn fleiri sjúklingahópa en áður hefur verið talið fært, s.s. sjúklinga með krabbamein neðarlega í endaþarmi. Hingað til hefur varanlegt stóma, þ.e. þegar endaþarmur er fjarlægður og endinn á ristlinum leiddur út um op á maganum, verið einn af fáum með- ferðarmöguleikum fyrir slíka sjúk- linga. Aðspurð segir Elsa Björk smásjár- speglunaraðgerðir um endaþarm vera nýja tegund skurðaðgerða sem fyrst hafi komið fram á sjónarsviðið í Þýskalandi fyrir rúmum 20 árum. Segir hún aðgerðina mun útbreiddari í Evrópu en Bandaríkjunum en það hafi verið að breytast á sl. fimm árum enda menn orðnir meðvitaðri um kostina. Búnaðurinn ekki til hérlendis „Fram að þessu hefur þessi aðgerð verið notuð við sjúkdómum í enda- þarmi, s.s. til að fjarlægja sepa eða æxli, en rannsóknir sýna að líka er hægt að nota hana á sjúklinga sem lokið hafa geislameðferð,“ segir Elsa Björk og tekur fram að kostur þess- arar tegundar aðgerða sé að hægt er að gera staðbundið brottnám á æxl- um og koma þannig í veg fyrir stóra og sársaukafulla kviðskurði. „Þetta er því mun minna inngrip sem þýðir að sjúklingar sem fara í aðgerð um endaþarm þurfa minna af verkjalyfj- um eftir aðgerð, komast mun fyrr heim af spítala og fljótar aftur til sinna daglegu starfa,“ segir Elsa Björk og tekur fram að eftir svona aðgerð geti sjúklingar farið heim samdægurs en þeir sem fari í opna kviðarholsaðgerð þurfi oft að liggja á spítala í fimm til sjö daga. Aðspurð segir Elsa Björk þann búnað sem aðgerðirnar krefjist ekki vera til hérlendis. Bendir hún á að vissulega sé einhver stofnkostnaður fólginn í því að kaupa tækin og þjálfa upp starfsfólk en hins vegar sparist mikið í fækkun legudaga. „Til langs tíma litið myndi þetta því koma mun betur út, bæði fyrir heilbrigðiskerfið og sjúklingana sjálfa.“ Fækka mætti legudögum til muna Nýjar rannsóknir íslensks skurðlæknis á aðgerðum við krabbameini í ristli og endaþarmi með speglunarbúnaði vekja athygli á ársþingi samtaka meltingarfæraskurðlækna í Bandaríkjunum Elsa Björk Valsdóttir                                                !          ! " # $%   FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is SKULDIR heimilanna í bankakerf- inu jukust um 47 milljarða í síðasta mánuði, þar af jukust skuldir heim- ilanna í erlendum gjaldmiðlum um 39 milljarða. Þetta kemur fram í töl- um sem Seðlabankinn birti í gær. Heimilin skulduðu um síðustu mánaðamót 928,4 milljarða í banka- kerfinu, en mánuði áður námu skuld- irnar 881,6 milljörðum. Í lok mars skulduðu heimilin 203 milljarða í er- lendri mynt, en 164,2 milljarða mán- uði áður. Meira en tvöföldun erlendra lána á einu ári Erlendar skuldir heimilanna juk- ust um 23,8% í mars. Þessi mikla aukning skýrist fyrst og fremst vegna gengisfalls krónunnar, en gengið féll mjög mikið í kringum páskana. Við gengisfallið hækkaði höfuðstóll lánanna. Skuldir heimil- anna í erlendri mynt hafa aukist um 109 milljarða á einu ári, farið úr 94 milljörðum í 203 milljarða. Yfirdráttarlán heimilanna hækk- uðu einnig, fóru úr 72,2 milljörðum í 76,9 milljarða. Yfirdráttarlán eru dýrustu lán sem hægt er að taka, en vextir af þeim eru um 25%. Hluti af lánum sem flokkuð eru sem yfir- dráttarlán er lán hjá kortafyrirtækj- um sem ekki bera vexti. Ef þessar skuldir eru dregnar frá nema vextir sem heimilin voru að borga af yfir- dráttarlánum yfir 1,2 milljörðum króna í marsmánuði. Ekki juku þó öll heimili skuldir sínar í mars því innistæður heimil- anna í bönkunum jukust um 16 millj- arða í mánuðinum. Þær nema núna 561,7 milljörðum. Innistæður erlendra aðila tvöfaldast á einu ári Seðlabanki Íslands vekur athygli á því að innistæður erlendra aðila hjá íslenskum innlánsstofnunum hafa tvöfaldast á einu ári og var heildar- innistæða þeirra í mars síðastliðnum rúmlega 1.364 milljarðar króna. Þessi aukning hefur þó ekki verið mikil allra síðustu mánuði, en hún var langmest síðastliðið sumar og haust. Skuldir heimila jukust um 47 milljarða í marsmánuði Skuldir heimilanna í erlendri mynt hafa aukist um 109 milljarða á einu ári 2 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ENGAN sakaði þegar eldur kom upp í íbúðarhúsi við Skúlaskeið í Hafnarfirði í gærkvöld. Þegar slökkvilið kom á vettvang var tölu- verður eldur á annarri hæð hússins en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins gekk slökkvistarfið afar vel. Húsið var mannlaust. Tilkynning um brunann barst til slökkviliðs um kl. 20.15 og voru slökkviliðsmenn komnir á staðinn skömmu síðar. Fjórir reykkafarar voru þegar í stað sendir inn til að athuga hvort einhverjir væru í hús- inu. Eftir að þeir höfðu leitað af sér allan grun hófst slökkvistarf af fullum krafti og tók ekki langan tíma að ráða niðurlögum eldsins. Þrátt fyrir snör handtök eru skemmdir af völdum elds og reyks töluverðar. Eldsupptök eru ókunn og lög- reglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins. Eldur kom upp í íbúðarhúsi Morgunblaðið/Golli Aðgerðum lokið Slökkviliðsmenn voru fljótir að ná tökum á eldinum. SVEITARSTJÓRN Flóahrepps verður í dag afhentur listi með nöfn- un 216 íbúa í hreppnum sem skora á sveitarstjórnina að endurskoða ákvörðun sína um að setja Urriða- fossvirkjun á aðalskipulag hrepps- ins. Í Flóahreppi eru 424 íbúar 18 ára og eldri og því meirihlutinn sem er á móti virkjuninni. Sveitarstjórn Flóahrepps sam- þykkti samhljóða á fundi sínum 14. nóvember sl. að auglýsa tillögu að aðalskipulagi þar sem gert er ráð fyrir Urriðafossvirkjun. Samþykktin var byggð á þeim forsendum að stað- aráhætta við Þjórsá vegna hugsan- legra flóða stenst viðmið sem gefin eru í reglugerð um hættumat vegna ofanflóða. Margir á móti virkjun ♦♦♦ STURLA Jónsson talsmaður at- vinnubílstjóra segir sína menn ekki sátta við framgöngu lögreglu- manna vegna mótmæla bílstjóra sem fram fóru við Bessastaði í gær. Mótmælin voru friðsamleg en eigi að síður er mikill kurr í bílstjórum. „Lögreglumenn lágu í leyni á bak við litað gler í lögreglubílum og tóku myndir í gegnum rúðurnar eins og við værum stórglæpamenn. Það var andstætt því sem talað hafði verið um þegar við sögðum lögreglunni frá fyrirætlunum okk- ar í gær. Það var talað um að mót- mælin færu fram í sátt og sam- lyndi.“ Sturla var með áberandi höfuðfat í tilefni fundarins við Bessastaði meðan hann ræddi við lögreglu- mennina í gær. Bílstjórar ósáttir við framgöngu lögreglunnar við Bessastaði í gær Mikill kurr í bíl- stjórum Morgunblaðið/Júlíus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.