Morgunblaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „ÉG tel nægilegt að um- rædd tillaga meirihluta stjórnar Orkuveitunnar verði samþykkt á stjórn- arfundi enda er um að ræða útfærslu á því sem ákveðið var á eigendafundi fyrir skömmu. Ef fram kemur krafa um að sér- stakur eigendafundur verði haldinn til að af- greiða slíka tillögu er sjálfsagt að skoða það til að tryggja sem víðtækasta sátt um málefni REI,“ segir Kjartan Magnússon, stjórn- arformaður Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Reykjavik Energy Invest (REI). Vísar Kjartan þar til nýlegrar tillögu meirihluta stjórnar OR þess efnis að gerð verði úttekt á verkefnum REI og verðmat á verkefnum þess með það fyrir augum að fyr- irtækið geti einbeitt sér að ráðgjöf og þróun- arverkefnum en hugað að sölu á þeim verk- efnum sem ekki falla undir þá starfsemi. Eins og fram hefur komið telur minnihluti stjórnar að tillöguna þurfi að ræða á eig- endafundi OR þar sem hún gangi í berhögg við samþykkt eigendafundar OR frá febrúar sl. þar sem eigendur samþykktu að REI ætti áfram að vera í 100% eigu OR og áfram rek- ið með það hlutverk að sinna þróunar- og fjárfestingarverkefnum á erlendri grund. Aðspurður hversu hátt hlutfall verkefna REI sé einvörðungu fjárfestingarverkefni segir Kjartan að verið sé að fara yfir verk- efni fyrirtækisins og meta þau. „Öll verkefni REI eru fjárfestingarverkefni í þeim skiln- ingi að komist þau á framkvæmdastig þarf utanaðkomandi fjármagn til þeirra. Þótt REI losi sig við áhættu í einstökum verk- efnum er vel mögulegt að fyrirtækið taki þátt í þeim áfram með sölu á ráðgjöf eða verkefnisstjórn. Það sem skiptir mestu máli er að núverandi meirihluti borgarstjórnar hefur ekki í hyggju að taka tugmilljarða króna úr vösum Reykvíkinga og annarra notenda Orkuveitunnar og verja þeim til áhættufjárfestinga á viðsjárverðum mörk- uðum,“ segir Kjartan. Stefnan að lágmarka áhættu Aðspurður segir Kjartan verkefni REI vera mörg og mislangt á veg komin. „Verk- efnið í Djíbútí er það verkefni sem lengst er komið og þar stendur hagkvæmnisathugun fyrir dyrum. REI tekur þátt í þeirri hag- kvæmnisathugun ef hægt verður að tryggja að stærstur hluti kostnaðar við hana komi frá erlendum fjárfestum. Þátttaka í verkefn- inu grundvallast á þeirri stefnu að lágmarka áhættu REI án þess að spilla þeim verðmæt- um sem kunna að vera fyrir hendi í ein- stökum verkefnum.“  Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur telur nægilegt að nýleg tillaga meirihlutans um REI verði einvörðungu rædd á stjórnarfundi OR  Segir öll verkefni REI vera fjárfestingarverkefni Kjartan Magnússon Vill tryggja víðtæka sátt um málefni REI FYRSTI fundur bæjarstjórnar Kópa- vogs í nýjum fundarsal á 1. hæð í Fann- borg 2 var haldinn í gær. Kópavogur varð kaupstaður að lögum 11. maí 1955. Björn Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri tómstunda- og menning- arsviðs og áður bæjarritari til margra ára, rifjar upp að fastur fundarstaður Kópavogskaupstaðar hafi verið í barna- skólanum í Kópavogi eða öðru nafni Kópavogsskóla við Digranesveg. Skól- inn hafi verið helsti samkomustaðurinn í bænum og þar hafi til dæmis verið bóka- safn og haldnar messur. Fundirnir hafi verið þar með örfáum undantekningum til 1960, þegar þeir hafi verið fluttir í nýbyggt félagsheimili Kópavogs við Fannborg. Þar hafi þeir verið haldnir ýmist á 1. eða 2. hæð og nú sé fundar- staðurinn væntanlega til framtíðar. Morgunblaðið/RAX Bæjarstjórn Kópavogs fundar í nýjum sal HÆSTIRÉTTUR hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 3. apríl sl., þar sem Pétur Guð- geirsson héraðsdómari kvað á um að hann ásamt héraðsdómurunum Ás- geiri Magnússyni og Sigríði Ólafs- dóttur viki sæti í máli ákæruvaldsins á hendur pilti á tvítugsaldri sem ákærður var fyrir alvarlegt kynferð- isbrot. Sömu dómarar sýknuðu pilt- inn í júlí á sl. ári en Hæstiréttur ómerkti dóminn og vísaði honum til aðalmeðferðar og dómsálagningar í héraði að nýju. Málið var höfðað á hendur piltinum vegna gruns um að hann hefði nauðg- að ungri konu í kjallara Hótel Sögu í mars á sl. ári. Fjölskipaður héraðs- dómur sýknaði piltinn, m.a. á þeirri forsendu að atburðarásin gæti ekki, hlutrænt séð, talist ofbeldi í skilningi laganna. Konan veitti ekki mótspyrnu og bar því við að hafa verið skelfingu lostin. Pilturinn sagði samræðið hafa verið með vilja konunnar. Hæstiréttur ómerkti dóminn, m.a. á þeirri forsendu að ályktun héraðs- dóms um lögskýringuna gæti ekki staðist í ljósi dómaframkvæmdar. Í andstöðu við stjórnarskrá Héraðsdómararnir töldu sig ekki getað fjallað um málið að nýju, undir þeim skilmálum sem Hæstiréttur setti með dómi sínum. Töldu þeir að í ummælum Hæstaréttar mætti finna fyrirmæli til dómara málsins um að álykta á tiltekinn veg. „Hlýtur íhlutun af þessu tagi að vera í andstöðu við 70. gr. stjórnarskrárinnar þar sem tryggður er réttur manns til þess að fá fjallað um ákæru á hendur honum fyrir óháðum og óhlutdrægum dóm- stóli,“ segir m.a. í úrskurði héraðs- dóms. Hæstiréttur felldi eins og áður seg- ir úrskurð héraðsdóms úr gildi og segir í m.a. í dómi réttarins að þær ástæður sem færðar eru í úrskurði héraðsdóms varði í engu hæfi dóm- endanna til að fara með málið. Hins vegar er það ekki á færi Hæstaréttar að leggja fyrir tiltekna dómara að fara með málið, heldur dómstjóra. Dómarar Hæstaréttar voru og ekki sérlega ánægðir með orðaval Péturs í úrskurði sínum og segir m.a. í dómi réttarins: „Í hinum kærða úr- skurði eru ummæli, sem varða dóm Hæstaréttar 14. febrúar 2008 [...], en þar var ómerktur dómur áður- nefndra héraðsdómara í máli ákæru- valdsins gegn varnaraðila. Slík um- mæli eiga ekkert erindi í dómsúrlausn og ber að átelja héraðs- dómarann fyrir þau.“ Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Ekki á færi Hæstaréttar að leggja fyrir tiltekna héraðsdómara að fara með mál Úrskurður felldur úr gildi og héraðsdómari ávíttur Í HNOTSKURN »Pilturinn var ákærður fyrirnauðgun í kjallara Hótel Sögu 17. mars á síðasta ári. Hann sat í gæsluvarðhaldi frá 19. mars til 5. júlí. »Héraðsdómur sýknaði hannaf ákærunni en Hæstiréttur ómerkti dóminn. »Héraðdómararnir viku þásæti en úrskurðurinn var ómerktur. SIGRÚN Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylking- arinnar og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur (OR), hefur tek- ið sæti í stjórn Reykjavik Energy Invest (REI). Gerðist það á síðasta hlut- hafafundi félagsins sem fram fór á mánudaginn var. Sigrún tekur við sætinu af Hjörleifi Kvaran, forstjóra OR, sem setið hafði í stjórn REI til bráðabirgða að ósk minnihlutans. Vildu að stjórn REI yrði ekki pólitískt skipuð „Við höfðum lagt fram tillögu í stjórn OR þess efnis að stjórn REI yrði ekki pólitískt skipuð, heldur skipuð fagstjórnendum. Við héldum lengi í þá von að það yrði orðið við því, en svo var ekki,“ segir Sigrún Elsa og vísar til þess að þegar núverandi stjórn REI var skipuð 28. febrúar sl. hafi Kjartan Magnússon, stjórn- arformaður OR, og Ásta Þorleifs- dóttir, fulltrúi F-lista, tekið sæti í stjórninni. „Meðan meirihluti stjórn- arinnar er skipaður pólitískt þá er ekki sérstaklega auðvelt að fá fagstjórnendur til þess að koma inn í stjórnina, miðað við hvernig ástandið hefur verið að und- anförnu, sem einkennst hefur af upplausn og stefnubreytingum fram og til baka. Þannig að við sáum að það sem þyrfti væri fyrst og fremst pólitískt aðhald eins og staðan er núna,“ segir Sigrún Elsa og tekur fram að við núverandi aðstæður sé mikilvægt að minnihlutinn hafi fulltrúa eins nálægt ákvörðunartökuferlinu og hægt sé. Þörf á pólitísku aðhaldi Sigrún Elsa tekur sæti í stjórn REI Sigrún Elsa Smáradóttir KJARTAN Magnússon, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Reykjavik Energy Invest (REI), hyggst verða við beiðni Óskars Bergssonar, borgarfulltrúa Fram- sóknarflokksins, og leggja fram viljayfirlýs- ingarnar sem undirritaðar voru í Jemen og Eþíópíu nýverið á næsta fundi borgarráðs. „Rétt er að geta þess að ég hef ekki skrifað undir neina viljayfirlýsingu í Eþíópíu, und- irritun hennar var ákveðin af fyrrverandi stjórn REI í janúar sl. Í Djibútí var skrifað undir samning um frekari hagkvæmnisathugun vegna hugs- anlegs jarðhitaverkefnis. Í þeim samningi eru viðskiptaupplýsingar sem REI hefur skuld- bundið sig til að halda trúnað um og verða þeir samningar því ekki kynntir op- inberlega,“ segir Kjartan. Tekur hann fram að borgarfulltrúum allra flokka standi hins vegar til boða að sjá þessa samninga og kynna sér efni þeirra. „Við samningsgerðina var leitast við að takmarka áhættu REI og í þeim er ekkert sem hefur í för með sér beinar fjárhagslegar skuldbindingar fyrir félagið,“ segir Kjartan. Hyggst verða við beiðni ÓskarsGENGISTAP Orkuveitu Reykjavíkur (OR) vegna erlendra skulda nemur um 25 milljörðumkróna það sem af er ári. Þetta kemur fram í skriflegu svari Kjartans Magnússonar, stjórn- arformanns OR, til Morgunblaðsins. Bendir hann á að á móti gengistapinu komi gengis- hagnaður, sem nemi um 5 milljörðum króna, vegna afleiðslusamninga vegna orkusölu til stóriðju. „Gengistapið nemur því um 20 milljörðum króna og hef ég að sjálfsögðu áhyggjur af því. Innan Orkuveitunnar eru skuldamál í stöðugri skoðun og nýtur fyrirtækið einnig ut- anaðkomandi ráðgjafar sérfræðinga í þessum efnum. Spár þeirra gera ráð fyrir því að gengisvísitalan lækki þegar líður á árið og því muni þetta tap ganga að einhverju leyti til baka. Við vonum að hið versta sé yfirstaðið og munum fylgjast grannt með stöðunni áfram.“ Gengistap OR 20 milljarðar króna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.