Morgunblaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2008 11 FRÉTTIR Í TILEFNI af ári stjörnufræðinnar 2009 hefur verið opnuð ný vefsíða á slóðinni www.2009.is. Síðan verður í stöðugri endurnýjun og þar munu birtast fréttir og upplýsingar um at- burði stjörnufræðiársins, bæði hér heima og erlendis. Að auki verður boðið upp á margskonar fræðslu um stjarnvísindi fyrir almenning. Heimasíða um stjörnufræði Í TILEFNI af viku bókarinnar hafa Seltjarnarnesbær, Forlagið og World Class tekið sig saman og ætla að bjóða upp á óvænta stemn- ingu í Seltjarnarneslaug og World Class Seltjarnarnesi nk. laugardag. Höfundar munu lesa upp úr verk- um sínum. Frítt verður í sundlaug- ina og heilsurækt World Class allan daginn. Bókasund á Nesinu ELDRI bogarar í Hafnarfirði fara fram á að stofnað verði embætti um- boðsmanns aldraðra. Þetta er meðal þeirra tillagna sem sam- þykktar voru á aðalfundi Félags eldri borgara í Hafnarfirði nýlega. Farið er fram á að hafist verði nú þegar handa við byggingu á nýju hjúkrunarheimili, eins og kveðið sé á um í samkomulagi Hafnarfjarð- arbæjar og heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins frá febrúar 2006. Þá var samþykkt tillaga um að samþætting félagslegrar heimaþjón- ustu bæjarins og heimahjúkrunar yrði að veruleika sem fyrst sam- kvæmt tillögum nefndar um heild- ræna öldrunarþjónustu frá 2006. Vilja umboðs- mann aldraðra STUTT MIKILL áhugi fagaðila og almenn- ings á byggingariðnaði, mann- virkjagerð og skipulagsmálum sýndi sig á Verki og viti 2008. Um 18.000 gestir heimsóttu sýninguna. Þetta eru ívið fleiri gestir en komu á Verk og vit 2006, en þá heimsóttu tæplega 17.000 gestir sýninguna. AP-sýningar stóðu að Verki og viti 2008 í samstarfi við iðnaðarráðu- neyti, Reykjavíkurborg, Samtök iðn- aðarins, Landsbankann og Ístak. 18.000 gestir á Verki og viti ÞORGERÐUR Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra og tón- listarmúsin Maxímús músíkús lögðu leið sína í verslun Eymundsson í Holtagörðum í gærmorgun og not- uðu þar fyrstu ávísanirnar sem Fé- lag íslenskra bókaútgefenda og bók- salar gefa landsmönnum í Viku bókarinnar. Ávísunum að upphæð 1.000 kr. verður dreift á heimilin í landinu og virka sem afsláttur ef keyptar eru bækur fyrir 3.000 kr. eða meira. Þeir sem vilja kaupa meira af bók- um geta prentað út fleiri ávísanir á vefsíðunni bokautgafa.is, og gildir þá sami afsláttur fyrir hverjar 3.000 krónur sem verslað er fyrir. Þannig má t.d. með fjórum ávísunum fá 4.000 kr. afslátt af bókum sem kosta 12.000. Í tilkynningu frá aðstandendum átaksins segir að með þessu fram- taki sé ætlunin að minna á gildi og mikilvægi bókalesturs.Hægt er að nota ávísanirnar til 4. maí. Bóksalar og bókaútgefendur dreifa ávísunum sem nota má til bókakaupa Lestrarhestar Þau Þorgerður Katrín og Maxímús áttu ekki í nokkrum vandræðum með að velja sér bækur, enda úrvalið mjög fjölbreytt. Hægt að kaupa bækur með 30% afslætti til 4. maí DJÁKNAVÍGSLA verður í Dóm- kirkjunni sumardaginn fyrsta klukkan 14. Þá vígir Karl Sig- urbjörnsson, biskup Íslands, Guð- nýju Bjarnadóttur sem ráðin hefur verið djákni í Vestmanna- eyjaprestakalli, Kjalarnesspró- fastsdæmi, til kærleiks- og sál- gæsluþjónustu í samstarfi við Fjölskyldusvið Vestmannaeyja- bæjar og Heilbrigðisstofnun Vest- mannaeyja. Séra Þorvaldur Víð- isson miðborgarprestur þjónar fyrir altari. Organisti er Guð- mundur H. Guðjónsson. Morgunblaðið/Jim Smart Djáknavígsla í Dóm- kirkjunni www.bifröst.is E N N E M M / S ÍA / N M 3 3 11 8 VIÐSKIPTADEILD • BS í viðskiptafræði • BS in Business Administration • MS í alþjóðlegri banka- og fjármálastarfsemi • MS í alþjóðaviðskiptum • MS í stjórnun heilbrigðisþjónustu • BA í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði (HHS) • MA í menningarstjórnun • MA í Evrópufræðum FÉLAGSVÍSINDADEILD • BS í viðskiptalögfræði • ML í lögfræði • MA í skattarétti LAGADEILD • Staðnám • Fjarnám FRUMGREINADEILD • Allar deildir háskólans kynna náms- framboð í grunn- og framhaldsnámi og bjóða umsækjendum og öðrum áhuga- sömum upp á viðtöl við deildarforseta, námsráðgjafa og kennara. • Stjórnendur skólans ræða umsóknir og úrvinnslu þeirra við þá sem vilja. • Kennslufræði háskólans verður kynnt en fámennir verkefnahópar, nálægð við kennara og starfsfólk auk verkefnavinnu í tengslum við atvinnulífið skapa skólanum mikla sérstöðu. • Íbúðir, herbergi og önnur aðstaða nemendagarða verður til sýnis. Leiðsögn, skemmtun og vöfflur Fimmtudaginn 24. apríl frá kl. 14 – 17. Velkomin á opinn dag! háskólinn á bifröst • Nemendur kynna nám og daglegt líf á Bifröst. • Öll félagsleg aðstaða verður til sýnis, þar á meðal líkamsræktarsalir, heitir pottar, kaffihús og lestraraðstaða. • Grunnskólinn á Varmalandi og leik- skólinn Hraunborg kynna starfsemi sína. • Á meðan foreldrar skoða svæðið geta börnin farið á hestbak og leikið sér í leik- tækjum á háskólatorginu. • Boðið verður upp á kaffi, kakó, vöfflur og ís. • Allir gestir fá frímiða í Hvalfjarðargöngin til baka. FRÍTT Í GÖNGIN Á LEIÐINNI HEIM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.